Morgunblaðið - 25.07.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.07.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1985 21 Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir Værum við sjálf gallalaus myndum við ekki hafa eins mikla skemmtun af að rekast á þá hjá öðrum, — segir í lífsspeki frá 17. öld. Þessi orð gætu hafa verið rituð f dag, enda breytist mannlegur breysk- leiki seint. — Almenn matargerð hef- ur á síðustu öldum tekið talsverðum breytingum og hefur hún á síðustu ár- um fengið einskonar alheimsform. Hér er sérréttur frá Kína: Kínverskar vorrúllur Brauðdeig: 300 g hveiti 1 tsk. salt 'A 1 sjóðandi vatn 1 egg og 1 eggjahvita Isl. fylling: % bolli grjón 1 ’/i bolli vatn 2—3 kindalundir 3 msk. hveiti 'k bolli vatn 1 laukur kjötkraftur 1 tsk. karrý 1. Grjónin eru soðin á venjulegan hátt í 10 mfn. Kælið. 2. Kinda- eða lambalundir eru hreinsaðar af himnum og fitu, siðan skornar í þunnar sneiðar og blandað hveitinu. 3. Matarolía, 2 msk., er hituð vel á pönnu og kjötið steikt. Fínsaxaður laukur er steiktur með síðustu mín- úturnar. 4. Því næst eru vatn og kjötkraftur og karrý sett með kjötinu og soðið í 2—3 mín. Bætið í salti ef þarf. Látið kólna. Brauðdeig: Hveiti og salti er blandað saman og út í það er hrært sjóðandi vatni og hnoðað með egginu. Úr deiginu eru flattar út 10 pappírsþunnar kringlóttar plötur eða kökur. Blandið saman kjöti og grjónum og skiptið niður á deigplöturnar 10. Leggið hægri og vinstri hlið þeirra að fyllingunni, rúllið þeim upp og festið með eggjahvítu. Vorrúllur eru síðan steiktar ljós- brúnar í 2—3 msk. af matarolíu eða , þær eru djúpsteiktar. Brauðhjúpur- inn á að vera fremur léttur og stökkur. Þær eru ætlaðar sem for- réttur, en vorrúllur (1—2 stk.) með skál af hrásalati eru í raun fullkom- in máltíð. Fylling i vorrúllur getur verið margskonar. Notið hugmyndaflugið. Hér er kínversk fylling: 3 msk. kinv. sveppir þurrkaðir 300 g svínakjöt frampartur án fitu 200 g bambussprotar 6 msk. matarolía 2% msk. kínversk soja 2 tsk. kartöflumjöl 1. Sveppirnir eru látnir standa í heitu vatni um stund og síðan skornir í fína strimla. Bambussprot- arnir eru einnig skornir i strimla. 2. Kjötið er einnig skorið í mjög þunnar sneiðar og síðan blandað 2 msk. af hveiti og 1 tsk. salti. 3. Á pönnu eru hitaðar 2 msk. af matarolíu og sveppir og bambus- strimlar steikt örstutt, síðan er 1 tsk. af sojasósu bætt út í og látin malla meö í 3 mín. Pannan tekin af hellunni. 4. Kjötið er steikt á pönnu i 2 msk. af matarolíu, síðan er 2 msk. af vatni og sojasósunni bætt út í ásamt grænmetinu og jafnað vel. Kartöflumjöli er hrært út í 2 msk. af vatni og sett með kjötinu og grænmetinu til að binda það. Látið kólna. Verð á hráefni: Kindal.3stk.500g Kr. 225.00 grjón Vi pakki Kr. 10.50 egg 2 stk. Kr. 16.40 Sumarferð Hringsins KVENFÉLAGIÐ Hringurinn fer í Þingvallaferð mánudaginn 29. júlí og verður lagt af stað frá Umferðamiðstöðinni kl. 4. Áð verður í Nesvík á Kjalarnesi og síðan ekið um Kjósarskarð til Þingvalla. I Þingvallakirkju tekur sr. Heimir Steinsson á móti ferðalöngunum og spjallar við þær um sögu Þingvalla. Loks verður snæddur kvöld- verður á Hótel Valhöll. (FrétUtilkynBÍBg) Tilraun um manninn Myndbönd Árni Þórarinsson. Allir þeir sem eitthvað koma á myndbandaleigur vita að þar er urmull af undirmálsmyndum með titlum, höfundum og leikurum sem enginn þekkir. Oftast eru myndirnar þannig að enginn myndi heldur þekkja þá. Ég nefndi um daginn bandariska hrollvekju, Dark Eyes, sem dæmi um vonda vöru af þessu tagi. En það kemur líka fyrir að þessar B- og C-mynd- ir koma þægilega á óvart eða eru a.m.k. frambærilegar á því plani sem þær eru, þ.e. lágu. Þetta gildir um algenga spólu á markaðnum hér sem geymir Human Experi- ments, bandaríska mynd frá árinu 1980 og gerð er af Gregory nokkr- um Goodell. Human Experiments er af þeirri tegund mynda sem segir frá hrottalegum lifnaðar- háttum innan veggja fangelsa í Bandaríkjunum. í þessu tilfelli er um að ræða kvennafangelsi. Ung söngkona er dæmd saklaus fyrir fjöldamorð og er sett í æði sér- kennilegt „betrunarhús" ævilangt. Þar fara fram á laun tilraunir með manninn sem titill myndar- innar vísar til og stendur snarruglaður sálfræðingur fang- elsisins fyrir þeim ósköpum. Hum- an Experiments lýsir svo því hvernig söngkonunni reiðir af i þessari voðalegu prísund. Myndin er þannig ekki frumleg að efni. En hún er gerð af nokk- urri kunnáttu og þeim grófa krafti sem réttlætt getur gróðamyndir af öðrum og þriðja gæðaflokki. Þekkt andlit úr B-myndum, Linda Hain- es sem söngkonan og Geoffrey Lewis sem sálfræðingurinn, standa vel fyrir sínu, og sum at- riðin eru gædd drjúgum óhugnaði fyrir tilstilli myndatöku og hljóð- rásar, ekki síst atriði sem lýsir flóttatilraun söngkonunnar. Hum- an Experiments er groddaleg af- þreying fyrir þá sem slíkt kunna að meta. Stjörnugjöf: Human Experiments +'/:í B 0 K I l SpíiribókmeÖsércMum Gullbókin sameinar kosti annarra spamaðar- leiða, en sníður af vankanta þeirra. og þeim fer sífellt fjölgandi,enda höfum við hækkað vextina um 2% - úr 31 upp í 33% á ári. Samkvæmt spá Seðla- bankans, hækkar lánskjara- vísitala um 10,6% til áramóta, en það samsvarar 22,3% á ári. Ársfj órðungslega er gerður samanburður á kjömm Gullbókar og verðtryggðum þriggja mánaða reikningum. Pað skiptir engu máli hve oft þú tekur út, þú færð ætíð fulla vexti á alla þína innstæðu. Dæmi: Þú tekur út 10.000 kr. af 100.000 króna innstæðu. 1,7% vaxtaleiðrétting, 170 kr. af 10.000 króna úttekt, dregst frá við vaxta- færslu um næstu áramót. Innstæðan, 90.000 krónur, ber eftir sem áður hæstu vexti - nú 33% - allan tímann. BÚNAÐARBANKINN TRAUSTUR BANKI Kr. 351.90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.