Morgunblaðið - 25.07.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.07.1985, Blaðsíða 27
■ MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGlIR25, JÚIiI 1985 827 í tilefni Reykja- yíkurbréfs 21. júlí — eftir Vilhjálm Bjarnason Ef ritstjórar Morgunblaðsins eru spurðir að því hverjir skrifi ritstjórnargreinar þ.e. forystu- greinar og Reykjavíkurbréf blaðs- ins þá verður fátt um svör. Slíkar greinar eru sagðar á ábyrgð rit- stjórnar. Og ein slík birtist sl. sunnudag. Greinin er svo sem ekki neitt, mestan part innantómt froðusnakk um Vestmannaeyjar og Vestmanneyinga, oflof, sem einungis verður túlkað sem háð. En hver er svo höfundurinn? Hann gefur i skyn, að hann hafi verið í heimsókn í Vestmannaeyj- um nýlega. Vissulega var Matthí- as Johannessen þar í heimsókn. En er Matthías Johannessen virkilega svo dómgreindarlaus að hann fullyrði það að Vestmanna- eyjahöfn sé ein besta höfn við Norður-Atlantshaf? Ber þúsund tonna skipalyfta stórhug einka- rekstrarmanna fagurt vitni? Slík mannvirki eru byggð fyrir fram- lög ríkis og sveitarfélags. Stíll greinarinnar er allur í uppskrúf- aðri mælgi sem lítið skilur eftir og með ólíkindum að skáld og rithöf- undur í efri flokki listamanna- launa láti frá sér fara. Grunur minn er sá, að Matthías Johannessen hafi greitt fyrir gistivináttu Árna Johnsens með því, að eftirláta þingmanninum Reykjavikurbréf. Og þetta er árangurinn, Reykjavíkurbréf, laugardagur 20. júlí. Og til að dylja höfundinn þá skrifar hann gáfulega athugasemd um sjálfan sig. Enda kemur á daginn að Árni Johnsen var hringjandi í menn í Vestmannaeyjum til að afla efnis í Reykjavíkurbréf. En með þessari kostulegu grein birtist mynd sem Árni Johnsen hefur pantað hjá vini sínum Sigmund Jóhannssyni. Þar er gert á ósmekklegan hátt lítið úr formanni Sjálfstæðis- flokksins, hann hafður úti í hafs- auga en frelsisgyðjan og gítar- leikarinn í forgrunni. Jafnframt er gefið i skyn, að allar styttur i Vestmannaeyjum séu gjafir Árna Johnsens. Mér vitanlega stóð hann fyrir söfnun til að standa straum af gerð afsteypu „Fæðingar sálar". Trúverðugt uppgjör fyrir þá söfn- un liggur ekki fyrir eða hver trúir þvi að vaxtatekjur hafi verið nákvæmlega kr. 47.000,-? Undarleg tilviljun!! Mér er ekki kunnugt um að Arni Johnsen hafi haft afskipti af kaupum á Tröll- konu Ásmundar, en slíku hafa að- dáendur hans haldið fram að und- anförnu. Árni og aðdáendur hans halda því fram að allt sem til bóta og framfara hefur mátt horfa i Vestmannaeyjum á liðnum árum séu verk hans. Samkvæmt mynd- inni má reikna með bústu af þing- manninum i líki frelsisstyttunnar við innsiglinguna til Vestmanna- eyja næst þegar þingmaðurinn safnar fyrir styttu. Þessi tegund ritstjórnarstefnu sem hér kemur fram er dálitið furðuleg. Það er hlutverk blaða og fjölmiðla að greina frá staðreynd- um og miðla skoðunum. Þannig hefur ritstjórn Morgunblaðsins tekið þá eðlilegu afstöðu að allt efni, sem birtist i blaðinu nafn- „Ég óska eftir því, að Morgunblaðið og þá um leið aðrir fjölmiðlar veiti mönnum jafnan aðgang, ef þeir ætla ekki að glata sjálfstæði sínu.“ laust, sé ritstjórnar og á ábyrgð hennar, þ.e. ritstjórn og blaða- menn gera sjálfa sig ekki að aðal- atriði. Þessu er á annan veg farið þegar Árni Johnsen á í hlut. í blaðamennsku hans hefur hann verið aðalatriðið. Og árangurinn er þingmennska hans. Stjórn- málamaðurinn Árni Johnsen er því sköpunarverk Morgunblaðsins. Kvikmyndir Árni Þórarinsson Bíóhöllin: Allt í klessu — Scavenger HuntA Bandarísk. Árgerð 1979. Hand- rit: Steven A. Vail, Henry Harp- er. Leikstjóri: Michael Schultz. Aðalhlutverk: Richard Benjamin, Closi Leachman, Roddy Mc Dov- all, Richard Muliigan, Robert Morley, Tony Randall. Á eftir Korsíkubræðrunum, Stjörnuglópum, Skrattanum og Max Devlin og öðrum vondum gamanmyndum sumarsins En hverjum þykir sinn fugl fagur. Aðgangur Árna að Morgunblaðinu er nánast takmarkalaus og á svo einnig við um aðra fjölmiðla. Ingvar Gíslason kallar þetta bandalag kumpánaskaparins. Mér er til efs að Morgunblaðið hafi birt jafnmargar myndir af nokkr- um öðrum þingmanni og Árna Johnsen. Þannig er hann mun meira áberandi á síðum blaðsins en formaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherrar hans. Mér er í fersku minni, þegar formaður Sjálfstæðisflokksins hélt boð fyrir formenn borgar- flokkanna á Norðurlöndum, þá birtist mynd af gítarleikaranum Árna Johnsen, en formennirnir voru hvergi sjáanlegir, enda algert aukaatriði. Slíkt myndaval full- yrðir ritstjórnin að sé ekki Árna og ef svo er ekki, þá heitir það bandalag kumpánaskaparins. Og nú á þjóðin það í vændum, að fá Árna Johnsen beint í andlitið í Stikluþætti hjá Ómari Ragnars- syni. Þannig vefur hann fjölmiðl- um um fingur sér í kumpána- skapnum. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þessa grein er sú, að á liðnum ár- drattast nú upp á tjaldið í Bíó- höllinni þessi sex ára gamla hækjumynd, eins konar útsölu- tilbrigði við It’s a Mad, Mad, Mad, Mad World. Allt í klessu er eiginlega allt í klessu, eink- um þó handrit og leikstjórn. Þetta er farsi um alls kyns fíflalæti sem erfðaskrá auð- manns nokkurs leggur á herðar eftirlifandi fjölskyldu og vina; sá erfir auðæfin sem tekst að safna saman aðskiljanlegu drasli samkvæmt skilyrðum erfðaskrárinnar. Öll myndin er eltingaleikur þessa fólks við um hafa fjölmiðlar í vaxandi mæli ráðið gengi eða gengisleysi stjórn- málamanna. Fréttaþulur í sjón- varpi, Sigurjón Fjeldsted, flýgur inn í borgarstjórn í prófkjöri. Og fyrir hvað? Að lesa fréttir! Og ekki hefur ræðu- og ritsnilld Al- berts Guðmundssonar gert hann að fjármálaráðherra. Ég óska eftir því, að Morgun- blaðið og þá um leið aðrir fjöl- miðlar veiti mönnum jafnan að- gang, ef þeir ætla ekki að glata sjálfstæði sínu. Ef þeir gera það ekki óska ég eftir því, að þeir vandi val sitt betur en þegar rit- stjórn Morgunblaðsins sendi frá sér Reykjavíkurbréf þann 21.07. 1985 í máli og myndum. Ég vil svo að lokum geta mér til um framhaldið. Fyrir nokkrum árum hafði ég samband við Árna Johnsen og spurði hann um skrif hans í Fylki, blað sjálfstæð- ismanna í Vestmannaeyjum. Svör- in sem ég fékk voru þessi: „Heyrðu vinur, ef þú ert með einhvern dónaskap við mig, þá skrifa ég um þig" Höfundur er úlibússtjóri Útregs- banka íslands í Vestmannaeyjum. draslið og er sá hasar mestan- part laus við fyndni og sæmi- legur leikhópur grípur til yfir- gengilegs ofleiks í örvæntingu sinni, einkum þó Richard Mull- igan (Burt í Löðri). I einu atriði myndarinnar verða nokkrar af persónum hennar fyrir áhrifum hlátur- gass. Þær hlægja svakalega mikið í þessu atriði. Sennilega hefði það verið eina leið „Allt í klessu" að hláturtaugum áhorfenda að útbýta skammti af þessu efni með hverjum að- göngumiða. Hláturgas með hverjum miða „VERTU MEÐ í LJÚFUM LEIK“ NÝ MANNAKORNS-PLATA MANNAKORN Ný Mannakorns-plata hefur nú litið dagsins Ijós, og er aldeilis að gera það gott. Platan inniheldur lögin „Það er komið sumar“ og „Á rauðu ljósi“. Öll lög og textar eru eftir Magnús Eiríksson, nema textinn í laginu „Eldur“ en hann er eftir Stein Steinarr. Við höfum af þessu til- efni endurútgefið allar eldri plötur Mannakorns og eru þær fáanlegar í öllum helstu hljómplötu- verslunum landsins. FÁLKINN Laugavegi 24. S. 18670. FÁLKINN Póstkröfur simi 685149. FÁLKINN Suðurlsndsbraut 8. S. 84670.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.