Morgunblaðið - 25.07.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.07.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ1985 19 Áskorun til ríkisstjórnarinnar frá umhverfisverndarsamtökum: Efnahagsþvingunum hótað verði hvalveiðar leyfðar í vísindaskyni BRÉF það, sem hér fer á eftir, var afhent Halldóri Ásgrímssyni, sjávar- útvegsráðherra, meðan á þingi. Al- þjóðahvalveiðiráðsins í Bourne- mouth í síðustu viku stóð. f bréfinu er skorað á ríkisstjórn íslands að leyfa ekki hvalveiðar í vísindaskyni næstu fjögur ár, en fslendingum hót- að með efnahagsþvingunum ella. Bréfið er frá ýmsum umhverfis- verndarsamtökum. 18. júlí, 1985. Til íslensku ríkisstjórnarinnar. Neðantaldar friðunar- og dýra- verndunarhreyfingar líta fyrir- ætlanir ríkisstjórnar fslands um að drepa 800 hvali af ýmsum teg- undum í vísindaskyni á næstu fjórum árur.i alvarlegum augum. Við skorum á yður að falla frá þessum áætlunum fyrir 1. sept- ember, 1985, þegar upprunalegur lokafrestur til staðfestingar samningi þeim, sem þér gerðuð við fyrirtæki það sem stjórnar veið- unum, rennur út. Vísindanefnd Alþjóðahvalveiði- ráðsins veitti áætlununum ekki samþykki sitt. Ýmsir nefndar- menn héldu fram að tillagan varð- aði ekki viss atriði sem meginmáli skiptu í rannsóknum á hlutaðeig- andi hvaltegundum. Þeir lögðu því til að ríkisstjórn fslands veitti veiðileyfið ekki í núverandi mynd. Við erum ósáttir við að íslend- ingar ætli að drepa fleiri hvali í þágu vísindanna en orðið er vegna þess að stór hluti þeirra upplýs- inga sem safnast hefur saman við hvalveiðar undanfarinna ára hef- ur ekki verið rannsakaður til hlít- Eldur við Þrengslaveg — ferðafólk fari gætilega með eld HveragerAi, 21. julí. SLÖKKVILIÐIÐ í Hveragerði var kvatt út í sl. viku til að slökkva eld I gróðri við Raufarhólshelli við Prengslaveg. Hafði lögreglan í Árnes- sýslu gert ítrekaðar tilraunir til að slökkva eldinn, sem alltaf gaus upp aftur. Þótti mönnum, sem þarna komu að, augljóst að um íkveikju út frá mannaferðum væri að ræða, líklega frá vindlingi. Slökkviliðsstjórinn í Hveragerði, Bjarni Eyvindsson, hafði samband við mig og kvaðst vilja koma þeim viðvörunum á framfæri við þá sem leggja leið sína utan vega að fara gætilega með eld því á hverju sumri væru þeir félagar kallaðir út vegna elda sem rekja mætti til íkveikju, ýmist af gáleysi og þar sem kveikt væri í af prakkaraskap. Á sl. vori börðust þeir margsinnis við sinubruna sem stefndi beint I íbúðar- og gripahús. 1 eitt skiptið varð að fara með jarðýtu á staðinn til að rista skurð í veg fyrir eldinn til að hefta útbreiðslu hans. Sagði Bjarni að nýr tankbíll sem slökkvilið Hveragerðls eignaðist á síðasta ári hafi komið að mjög góð- um notum i sumum tilfella. En svo mætti benda á að viða í grenndinni, t.d. á Hellisheiði, væru svæði þar sem engu farartæki yrði viðkomið. Þess má að lokum geta að slökkvi- liðið var um 1 klukkustund að slökkva eldinn við Þrengslaveginn en hvert útkall er dýrt spaug. Sigrún VJterkurog hagkvæmur auglýsingamióill! ar. Einnig er það okkur áhyggju- efni að ríkisstjórn Íslands skuli hafa undirritað samning við hval- veiðifyrirtækið um veiðar þessar áður en vísindanefnd Alþjóða- hvalveiðiráðsins átti þess kost að yfirfara áætlunina. En fyrst og fremst erum við sannfærðir um að fyrirætlanir íslendinga um að drepa að minnsta kosti 800 hvali á árunum 1986 til 1989 geri að engu hið yfirgripsmikla mat sem gert skal á áhrifum hvalfriðunar á hvalastofna. Mat þetta nýtur full- tingis í áætlunargrein 10 (e). Að lokum: Það er trúa okkar að vænt- anlegur útflutningur á kjöti af hvölum þeim sem veiddir verða samkvæmt umræddum veiðileyf- um sýni að upprunalegur tilgang- ur fyrirhugaðra veiða sé að gera íslendingum fært að halda áfram hvalveiðum í gróðaskyni meðan á veiðibanni stendur. Öll neðangreind samtök mót- mæla því harðlega að veiðileyfið verði veitt. Fari svo munu mörg þessara samtaka beita sér fyrir því að ríki í Evrópubandalaginu og ríkisstjórn Bandaríkjanna leggi höft á innflutning íslenskra fisk- afurða og veiðibann á hverja þá þjóð sem flytur inn afurðir af hvölum veiddum af íslendingum. Stuðningsmenn okkar um allan heim skipta milljónum. Við ætlum að kynna félögum samtaka okkar og almenningi í heimalöndum okkar fyrirhuguð hvaladráp Is- lendinga. Við vonum að ríkis- stjórn Islands afturkalli veiðileyf- ið fyrir 1. september 1985, til þess að forðast hverjar þær alþjóðlegu aðgerðir sem skaðað gætu íslend- inga. Virðingarfyllst, The Whale Center, World Wildlife Fund International, Campanha Popular em Defensa da Natureza, Monito Consortium, Sea Sheperd Conservation Society, Dolphin Action Group, International Fund for Animal Welfare, Society Against Violation of the Envir- onment International, Greenpeace International, Environmental Investigation Agency, Connecticut Cetacean Society, The Humane Society of the United States, An- imal Protection Institue, I+KARE Wildlife Coalition, Friends of the Earth, Center for Environmental Education, American Cetacean Society, Protection and Conserv- ation of Animals and Plantlife, Royal Society for the Prevention of Cruelty to Animals, Internat- ional League for the Protection of Animals, People’s Trust for End- angered Species, Brazilian Found- ation for the Conservation of Nat- ure. ÖRYGGI UMHVERFIS JÓRÐINA ÖRYGGISKORTIÐ OG SOS-NEYÐARÞJÓNUSTA FYLGJA FERÐATRYGGINGU SAMVINNUTRYGGINGA SOS-INTERNATIONAL skírteinið tryggir handhafa óskertan ferðasjóð þrátt fyrir heilsufarsáföll, - því allir reikningar þar að lútandi sendast beint til Samvinnu- trygginga. Kynntu þér SOS- NEYÐARÞJÓNUSTUNA. Nýtt öryggi í ferðatryggingu Samvinnutrygginga. GÓÐA FERÐ! 5AMVINNU TRYGGINGAR ÁRMULA3 REYKJAVÍK SlMI 81411 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.