Morgunblaðið - 25.07.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.07.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚLl 1985 Bflainnflutningurinn: 1316 færri fólks- bflar en í fyrra FYRSTU sex mánuði þessa árs var flutt inn 2.861 ný fólksbifreið, en í fyrra voru fluttar inn 4.177 slíkar á sama tíma. Hins vegar voru fluttar inn fleiri vörubifreiðar nú en á síð- asta ári. Fyrstu sex mánuði þessa árs voru fluttir inn 1.316 færri fólks- bílar en á sama tíma í fyrra. Heildarbílainnflutningurinn á þessu ári er 3.165 bílar, samanbor- ið við 4.872 á síðasta ári eða 1.282 bifreiðum færra. Nánari skipting innflutningsins fyrstu sex mánuði þessa árs, tölur fyrir sama tímabil í fyrra innan BSRB til- nefnir ekki í verðlags- nefndir búvara STJÓRN Bandalags starfs- manna ríkis og bæja ákvað á fundi sínum í gær að tilnefna ekki fulltrúa í nefndir sem verð- legga eiga búvörur, annars vegar til bænda og hins vegar í heild- sölu. Landbúnaðarráðuneytið óskaði eftir tilnefningu BSRB í nefndirnar í samræmi við hin nýju lög um framleiðslu, verð- lagningu og sölu á búvörum, en þar er gert ráð fyrir að BSRB og ASÍ tilnefni hina svokölluðu neytendafulltrúa í verðlags- nefndir landbúnaðarins. „Við meðferð málsins á Alþingi lýsti stjórn BSRB sig andvíga því fyrirkomulagi á verðlagn- ingu búvara sem lögin gera ráð fyrir. Afstaða bandalags- stjórnarinnar er óbreytt, og mun BSRB ekki tilnefna full- trúa í nefndirnar," sagði Kristján Thorlacius, formaður BSRB, eftir stjórnarfundinn í gær. Miðstjórn ASÍ tekur afstöðu til óskar landbúnaðarráðu- neytisins á næsta miðstjórnar- fundi, sem gert er ráð fyrir að verði í byrjun ágúst. Sam- kvæmt heimildum Morgun- blaðsins má búast við sömu af- stöðu ASÍ, enda var umsögn þeirra til Alþingis um laga- frumvarpið mjög neikvæð. Til- nefningarfresti lauk reyndar 15. júlí, því nefndirnar eiga að vera fullskipaðar 1. ágúst. Fé- lagsmálaráðherra og við- skiptaráðherra eiga nú að til- nefna neytendafulltrúana fyrir BSRB og einnig fyrir ASÍ noti það sér ekki rétt sinn til til- nefningar í nefndirnar. sviga, eru eftirfarandi: Notaðar fólksbifreiðar 226 (190), nýjar sendibifreiðar 230 (254), notaðar sendibifreiðar 17 (7), nýjar vöru- bifreiðar 184 (174), notaðar vöru- bifreiðar 41 (29), aðrar nýjar bif- reiðar 9 (17), aðrar notaðar bif- reiðar 22 (24). Skotið á starfs- mannabústaöinn: Byssumaður- inn handtekinn 26 ÁRA Reykvíkingur hefur viður- kennt að hafa skotið af haglahys.su inn um glugga á starfsmannabústað bandaríska sendiráðsins að Þing- holtsstræti 34 að morgni sunnudags- ins. Maðurinn var handtekinn á þriðjudagskvöldið og lá játning fyrir í gær. Manninum var sleppt úr haldi í gærkvöldi, enda málið upplýst. Rannsóknarlögregla ríkisins lagði hald á skotvopn mannsins, 2 byssur. Maðurinn knúði dyra á starfs- mannabústaðnum um fimmleytið á sunnudagsmorguninn, en var neitað um inngöngu. Hann kvaðst hafa reiðst og skotið af hagla- byssu sinni inn um gluggann, en hann var að koma úr helgarferð utan af landi. Hann hefur byssu- leyfi og hefur ekki áður komið við sögu sakamála. Kirkjuvegur 10 Hafnarfjörður: Bæjarstjórn afþakkar hús BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar ákvað á fundi sínum fyrir stuttu að þiggja ekki húseign þá er stendur á lóð númer 10 við Kirkjuveg í Hafnarfirði, en eigandi þess ánafnaði Hafnarfjarðarbæ húsið í erfðaskrá sinni. Eigandi húseignarinnar var Sigríður Erlendsdóttir, en hún lést árið 1980. Hún hafði búið mest alla ævi sína í húsinu og setti það skilyrði m.a. að bæjarstjórnin héldi heimilinu eins og hún skildi við það og ætti húsið að „sýna hvernig íslensk alþýðuheimili litu út upp úr aldamótunum“ eins og hún orðaði það í erfða- skránni. Einar Ingi Halldórsson, bæjarstjóri Hafnar- fjarðar, sagði í samtali við Mbl. að bæjarstjórnin hefði ákveðið að þiggja ekki boðið vegna ýmissa skilyrða sem fylgdu með í erfðaskránni. „Það sem vó hvað mest í ákvörðun okkar var að lóðarréttur- inn fylgdi ekki með og því hefðum við þurft að láta flytja húsið, sem er lítið, lágreist og gamalt, eitt- hvert annað. Gamla konan ánafnaði lóðina sjóði verka- kvennafélagsins hér í bæ og átti að nota ágóða af henni til að hjálpa fátækum börnum að dveljast á dagheimili verkakvennafélagsins, Hörðavöllum í Hafnarfirði." Einar Ingi sagði að búið væri til meðferðar hjá skiptaráðanda og gerði hann fastlega ráð fyrir að húsið sjálft myndi einnig renna til sjóðs verka- kvennafélagsins úr því að bæjarstjórnin afþakkaði það. Framleiðsluráð og landbúnaðarráðuneyti: Staðgreiðsla mjólkur ekki framkvæmd strax FRAMLEIÐSLURÁÐ landbúnaóar- ins telur óhjákvæmilegt að fyrri ákvarðanir þess um útborgun mjólk- urverðs fyrir júlí og ágúst standi óbreyttar, þ.e. að 75% grundvallar- verðs mjólkur sé greitt að inn- leggsmánuði loknum, þrátt fyrir gildistöku nýju laganna um fram- leiðslu, verðlagningu og sölu á bú- vörum, sem gera ráð fyrir stað- greiðslu búvara, með að hámarki 15%frádrætti af grundvallarverði. í bókun sem samþykkt var á sið- asta fundi Framleiðsluráðs kemur ofangreind skoðun fram, og er vís- að til túlkunar landbúnaðarráðu- neytisins á lögunum þar sem talið er að framlenging á fyrri verð- ákvörðunum í bráðabirgðaákvæð- um laganna nái til ákvörðunar um útborgunarhlutfall mjólkur. Þá vísar Framleiðsluráð einnig til þess að ekki hafi enn verið aukið fé til afurðalána til að standa und- ir aukinni útborgun mjólkur. Helst virðist vafi leika á um hvort heimilt sé að halda eftir 25% grundvallarverðs mjólkur, sem ákveðið var yfir sumarmán- uðina, þar sem í lögunum er gert ráð fyrir að ekki megi halda eftir nema 15% gjaldi til jöfnunar mjólkurframleiðslu yfir árið (fyrir utan venjuleg framleiðendagjöld), og munar þarna 10 prósentustig- um. En nú hefur Framleiðsluráð og landbúnaðarráðuneytið tekið af skarið í þessu efni. Fjármálaráðherra neitar BSRB um 5 % launahækkun Stjórn BSRB átelur skammsýni fjármálaráðherra Afram sól sunnanlands en skýjað norðanlands SPÁÐ er björtu veðri sunnanlands í dag og 11—17 stiga hita, en áfram verður skýjað norðanlands og heldur kaldara, þétta 7—11 stig. Hæg norð- vestlæg átt verður ríkjandi. Á föstudag og laugardag er spáð hægri breytilegri átt á landinu og að það birti til og hlýni fyrir norð- an og verði tiltölulega gott veður um allt land. Á sunnudag er hugs- anlegt að áttin verði austlæg og það þykkni upp syðst á landinu. FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur hafnað málaleitan BSRB um að laun félags- manna bandalagsins verði hækkuð um 5% til samræmis við laun félaga í BHM, en Kjaradómur úrskurðaði 12. júlí síðastliðinn að laun BHM félaga skyldu hækka um 5%. Segir í fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu að kjarasamningur BSRB og ríkisins gildi til áramóta án heimildar til uppsagn- ar fyrir þann tíma eða ákvæðis um endurskoðun af einu eða öðru tilefni. Stjórn BSRB samþykkti í gær ályktun, þar sem skammsýni fjármálaráðherra er átalin. í fréttatilkynningu fjármála- ráðuneytisins segir siðan: „Fjár- málaráðherra hefur því ekki séð sér fært að verða við málaleitan BSRB en mun eftir föngum leita ieiða til að tryggja í samvinnu við aðildarfélög BSRB, að ekki skapist óeðlilegt og óviöunandi misræmi í launamálum starfsmanna við sömu störf eftir því hvort þeir eru í BSRB eða BHM.“ Ályktun stjórnar BSRB er svo- hljóðandi: „í samningum BSRB og ríkisins 27. júní 1985 náðust fram tvö meginatriði. 1. launahækkun og þar með í reynd kaupmáttar- trygging út samningstímabilið miðað við spá um verðlagsþróun til áramóta. 2. Samræming launa við laun annarra, meðal annars með því að samið var um sam- bærileegan launastiga og Kjara- dómur hafði úrskurðað félags- mönnum BHM. Stjórn BSRB telur það mjög þýðingarmikið að sömu laun séu greidd fyrir sambærileg störf án tillits til þess í hvaða stéttarfélagi starfsmenn eru. Hjá ríki og sveit- arfélögum verður þetta samræmi best tryggt með því að sami launa- stigi gildi fyrir öll félög opinberra starfsmanna. Þegar Kjaradómur kvað upp nýjan úrskurð 12. júli síðastliðinn um 5% hækkun launa ríkisstarfsmanna í BHM var aftur orðin röskun á launakjörum opinberra starfsmanna. Enn á ný er opinberum starfsmönnum greidd laun eftir tveimur mismun- andi launastigum. { viðræðum sem undanfarna daga hafa farið fram milli fulltrúa BSRB og fjármála- ráðherra, hafa af hálfu BSRB ver- ið settar fram rökstuddar tillögur um að sú röskun á samræmi sem Kjaradómur hefur úrskurðað verði lagfærð með almennri hækk- un launa félagsmanna BSRB og að sama launastiga verði haldið áfram fyrir alla ríkisstarfsmenn. Stjórn BSRB átelur þá skammsýni fjármálaráðherra að hafna tillög- um bandalagsins um samræmdan launastiga. Þá vill stjórn banda- lagsins vara við þeirri hættu sem þjóðfélaginu og ekki síst launa- fólki stafar af því misgengi sem sífelld er að aukast í tekjuskipt- ingu í þjóðfélaginu". Vestmannaeyjar: Eldur í risi Vextnunnaerjuni, 24. júlf. SLÖKKVILIÐIl) í Vestmannaeyjum var kvatt út á níunda tímanum í kvöld aö íbúðarhúsi við Faxastíg. í húsinu eru tvær íbúðir og innréttað ris sem tilheyrir efri hæðinni. Eldur var laus í risinu og mikinn reykjarmökk lagði út um kvistglugga þegar slökkviliðið kom á staöinn. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins, en skemmdir á risinu eru veru- lega miklar af völdum elds, reyks og vatns. Reykskemmdir urðu einhverjar á 2. hæð hússins, en skemmdir eru annars ókannaðar og óvíst er um eldsupptök. hkj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.