Morgunblaðið - 31.07.1985, Page 22

Morgunblaðið - 31.07.1985, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLl 1985 „Aftaka ándóms og laga“ HINN 21. maí sl. hélt „konunglega sela- og selveiðinefndin" (Royal Commission on Seals and Sealing) fund í St. John’s á Nýfundna- landi. Á þeim fundi voru m.a. fulltrúar frá grænlensku heimastjórn- inni, og hélt þá Lars Emil Johansen ræðu, en hann er sá af lands- stjórnarmönnum Grænlands sem fer með sjávarútvegs- og iðnaó- armál. Morgunblaðinu hefur borist í hendur texti þessarar ræðu og fer hún hér á eftir nokkuð stytt: Eitt af því sem ég man ljósast frá bernsku minni er það hve íbú- arnir í þorpinu mínu voru alger- lega háðir selveiðum. t raun og veru var líf okkar þannig, að ef enginn selur veiddist, var engan mat að fá. Ef óveður hindraði veiðar, jafn- vel þótt ekki væri lengur en eina viku, hafði það mikil áhrif. Menn verða að skilja, hve háðir við erum náttúruöflunum, ef menn vilja átta sig á því, við hvaða skilyrði við Grænlendingar búum. Selur- inn hefir úrslitaáhrif á líf okkar. Allir eru aldir þannig upp, að þeir verði að treysta á sjálfa sig í lífs- baráttunni. Og á veiðum getur maður ekki treyst á neitt nema sjálfan sig og hundana sína. Svona var þetta fyrir 30 árum. Sumir halda sjálfsagt, að ég sé að lýsa tímum, sem séu löngu liðnir. En sannleikurinn er sá, að þetta er svona enn í dag. Að vísu er nú lítil rafstöð í þorp- inu og kannski einn sími. En enn- þá er það svo, að vatn fáum við úr hafísjökum sem eru að bráðna. Ennþá notum við hunda við veið- arnar. Og ennþá veltur líf okkar á selnum. Um fimmti hluti grænlensku þjóðarinnar býr við þessar að- stæður, í Norður-, Austur- og Suður-Grænlandi. Um það bil fjórðungur grænlensku þjóðarinn- ar er algerlega háður selveiðum. Þetta má orða þannig, að tugir grænlenskra bæja og þorpa myndu líða undir lok í dag, ef sel- veiðarnar kæmu ekki til. Þeir forfeður okkar sem komu til Grænlands frá Alaska og Kanada fyrir um það bil 1000 ár- um veiddu hvali. Þeir voru hirð- ingjar sem fluttu sig austur á bóg- inn vegna hvalveiðanna. En í Grænlandi sneru þeir sér að sel- veiðum. Grænlendingar sem búið hafa í landinu í hundruðir ára, eru óaðskiljanlegir selveiðum. Segja má blátt áfram, að við Grænlend- ingar hefðum ekki haldið lífi, ef selurinn hefði ekki verið þarna. Grænland er stærsta eyja heims. Hún nær frá stað sem er nokkur hundruð kílómetra frá Norðurpólnum suður að punkti, sem er á svipaðri breiddargráðu og Osló, höfuðborg Noregs. Þetta má segja á annan hátt: Ef mynd af Grænlandi væri lögð á Evrópu- kort, myndi Grænland ná frá nyrsta punkti Skandinavíu suður að norðurströnd Afríku. En á hinn bóginn höfum við ekki hið þægi- lega loftslag Evrópu. Við höfum dæmigert heimskautaloftslag. Vegna hinnar gífurlegu stærðar Grænlands er mikill munur á loftslagi á hinum ýmsu stöðum landsins, og þess vegna eru lífs- hættir og afkomumöguleikar mis- munandi. Við suðurhluta vestur- strandar Grænlands eru nú á dög- um miklar fiskveiðar, og nú eru fiskveiðar aðaltekjulind Græn- lands. Sveitarfélögin á sunnan- verðri vesturströndinni hafa tekið „Ég get fullyrt, að Grænland mun hafa samvinnu við hvern þann hóp umhverfis- verndarmanna sem vinnur að jafnvægi í náttúrunni. En við höf- um alls enga virðingu fyrir hinum steikarét- andi háttlaunuðu dýra- trúboðum, sem ferðast um heiminn á allskonar ráðstefnur, til að leggja veiðar okkar í rúst.“ miklum breytingum á undanförn- um tveimur áratugum og þar eru nú bæir með nútímasniði. Og fiskiskip okkar eru margvísleg, allt frá opnum bátum til úthafs- togara. En jafnvel í þessum lands- hluta eru selveiðarnar mikilvæg- ar. Það breytir engu að veiðimað- urinn kann að búa á þriðju hæð í íbúða samfellu. Selveiðarnar eru ÓTRÚLEG afborgunarkjör Sumartilboö tii 10. ágúst Gaggenau Bára heimilistæki þvottavélar Electrolux WT- 460 eldavélar þurrkarar Electrolux Electrolux uppþvottavélar ísskápar Alda þvottavélar Vörumarkaðurinn hl. Ármúla 1 a, s. 686117. jafn mikilvægar í þessum bæjum og í hinum smáu einangruðu þorp- um okkar. Við höfum ekkert ann- að að lifa af en lífið í sjónum í kringum okkur. Árið 1979 fengum við heima- stjórn innan danska konungsríkis- ins. Aðalástæðan til þess, að við börðumst fyrir því að fá þessa heimastjórn var sú, að við vildum vernda þau verðmæti sem við lif- um á, og þar með tilveru okkar, — bæði gegn stjórnlausri nýtingu jarðarauðlinda, og gegn annarri ógnun við lífsviðurværi okkar. Andúð á alþjóðavettvangi á sel- veiðum er nú mjög alvarleg ógnun að því er snertir lífsviðurværi okkar, — og þessi andúð á raunar einnig við hvalveiðar og allar aðr- ar villidýraveiðar. Grænlendingar hafa alla tíð verið vinnusamir og hógværir. Fyrir 10 árum voru meðaltekjur grænlenskrar veiðimannafjöl- skyldu í reiðufé í kringum 15 þús- und danskar krónur, eða um 2000 Kanada dollarar. Þessar sára litlu peningatekjur voru brýn nauðsyn. Enda þótt erfðavenjur okkar séu óbreyttar, höfum við að sjálfsögðu tileinkað okkur helstu tækninýj- ungar. Við notum byssur og við notum opna báta með utanborðs- vél. Okkur þykir gott að fá kaffi- sopa og tóbakslús. Allt þetta verð- um við að kaupa. Og þetta er það sem grænlenski veiðimaðurinn gerir við peningana sína. Við veið- um sel til þess að hafa eitthvað að borða og til að fá skinn í fötin okkar. En við höfum alltaf átt svolítið umfram af skinnum, og það höfum við selt. í Grænlandi selja veiðimennirnir skinnin til opinberra stofnana sem láta þau á uppboð í Kaupmannahöfn. Það er andvirði þessara skinna sem hefir verið einu peningatekjurnar hjá veiðimönnunum. Og þannig er það enn í dag. Þeir hafa ekkert annað. En í dag er það svo, að það er næstum því ómögulegt að selja þessi skinn. Nú nýlega urðum við að aflýsa skinnauppboði okkar í Kaupmannahöfn af þeirri einföldu ástæðu, að nú er enginn markaður fyrir skinnin. Grænlenska lands- stjórnin og ríkisstjórn Danmerkur kaupa ennþá skinn, til þess að veiðimennirnir fái einhverja aura, — en það er lítið sem þeir fá. I raun og veru er hinn þúsund ára gamli grænlenski atvinnuvegur — veiðarnar — kominn að þrotum. Okkur finnst, að veiðimannafólk- inu í Grænlandi hafi verið gert hróplegt, — og i raun banvænt, — ranglæti, — og raunar öllum öðr- um, sem með erfiði og einföldu lífi búa í samræmi við náttúruna. Það var fyrir um það bil 10 ár- um, að við fyrst fundum fyrir af- leiðingunum af hinum breyttu skoðunum í Evrópu og N-Amer- íku. Verð á selskinnum fór að lækka, og frá þeim tíma hefir verðið farið stöðugt lækkandi. Á sjöunda áratugnum og fram- an af áttunda áratugnum sáum við viðbrögð margra í iðnaðar- löndunum gagnvart þróun í þeirra eigin þjóðfélögum. Við sáum upp- reisn æskunnar, þegar fjöldi æskumanna var að leita að til- gangi lífs síns. Meðal annars beindu þeir athyglinni að frum- byggjum landa, þar sem þeir fundu eftirsóknarverð lífsform, náin tengsl manna í milli og sam- líf við náttúruna. Um leið skapað- ist vitund um hið vistfræðilega jafnvægi, og fjöldi manna fór að gagnrýna iðnaðarmengun, og hið algera fráhvarf frá náttúrunni. Að minni hyggju voru þetta heilbrigð og góð viðbrögð. Nauðsynleg viðbrögð til að koma í veg fyrir tortímingu heimsins. Við gátum verið sammála um það, að á þvi væri mikil nauðsyn, að vernda þær dýrategundir, sem í hættu væru, gegn handahófsnýt- ingu í hagnaðarskyni sem gæti leitt til útrýmingar, — en slík hef- ir reynsla okkar Grænlendinga verið af hvalföngurum frá Evrópu, sem hafa tæmt sjó okkar af mörg- um tegundum mikilvægra hvala- tegunda. En það sem síðan hefir orðið er stórkostleg ógæfa fyrir okkur Grænlendinga. Þessar umvherfis- málahreyfingar hafa smátt og smátt fjarlægst það markmið að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.