Morgunblaðið - 31.07.1985, Side 28

Morgunblaðið - 31.07.1985, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUD'AGUR 31. JÚLÍ1985 Útgefandi Framkvæmdastjori Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 360 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 30 kr. eintakiö. „Lífið er saltfiskuru Sjávarútvegur, veiðar og vinnsla, vegur þyngst allra atvinnugreina í íslenzkum þjóðarbúskap. Sjávarvörur afla þriggja af hverjum fjór- um krónum útflutningstekna okkar. Þrátt fyrir stökkbreytingu í íslenzkum atvinnuháttum frá lyktum síðari heimsstyrjaldar og stofnun lýðveldis í landinu er land okkar enn, í vissum skilningi, verstöð, eða keðja verstöðva. Þjóðartekjur okkar, skiptahluturinn í samfélaginu, kemur enn að drýgstum hluta frá veiðum og vinnslu. íslenzkt efnahagslíf er enn verulega háð þeim sveiflum í afla og verði sjávarvöru á erlendum mörkuðum, sem lengst af hafa sett mark sitt á almenn kjör í landinu. Morgunblaðið greinir frá því í rammafrétt á baksíðu í gær að togarinn Akureyrin hafi landað afla í fyrradag, eftir tuttugu og fjögurra daga veiðiferð, að verðmæti 27 til 28 milljónir króna. f byrjun þessa mánaðar landaði skipið farmi að verðmæti 22,5 milljónir króna. Aflaverðmætið í þess- um mánuði verður því um 50 m.kr. Blaðið hefur eftir Þorsteini Vilhelmssyni, skipstjóra, að hann „minnist þess ekki að svo mikill fiskur hafi verið um all- an sjó jafnlangan tíma og nú, en þessi aflahrota hefur staðið yfir í um það bil tvo mánuði". Fréttir af þessu tagi eiga hljómgrunn í hugum landans, sem lifir enn í veröld veiði- mannsins, þrátt fyrir miklar og örar breytingar. Það sem skiptir mestu máli er að vinna þann afla, sem fiskifræðileg rök standa til að taka megi úr nytjastofnum okkar, þann veg að hann gefi sem mest í þjóðarbúið. Veiði- sókn og vinnslu á að haga þann veg, að nettóhagnaður verði sem mestur. Flest stefn- ir til réttrar áttar í þessu efni, þrátt fyrir nokkra annmarka, m.a. á opinberri veiðistjórnun. Þar eru hættuboðar í augsýn. Það má ekki herða skipulags- fjötra svo, að það framtak út- vegs- og sjómanna, sem mest hefur gefið þessari þjóð, verði lamað. Við þurfum að leggja allt kapp á að fjölhæfa íslenzkt at- vinnulíf og beizla menntun, þekkingu og tækni í þess þágu. Við þurfum bæði að treysta hefðbundna atvinnuvegi í sessi og skjóta nýjum stoðum undir atvinnu og afkomu lands- manna. En fyrst og síðast þurfum við að huga að sjávar- útveginum og skapa honum skilyrði til að vera áfram sú undirstaða velferðar í landinu, sem hann hefur lengst af ver- ið. Fréttin um aflaverðmæti Akureyrarinnar er að vísu dæmi um „topp“ í sjósókninni en ekki viövarandi ástand. Engu að síður snertir hún streng í brjósti landans. Svo rík eru tengsl hins almenna borgara við undirstöðuat- vinnuveg þjóðarinnar. Skylmingar ráðherra Istórum flokki, eins og Sjálfstæðisflokknum, eru að sjálfsögðu deildar mein- ingar um sitthvað, þó sam- staða sé um meginatriði. Þetta kemur fram í almennum skoð- anaskiptum manna, sem styðja Sjálfstæðisflokkinn. Þessi skoðana- eða blæbrigða- munur kemur og fram í deild- um meiningum þingmanna flokksins um einstök mál. Loks hefur þetta komið heldur betur í ljós í skylmingum ráð- herra flokksins í fjölmiðlum, ekki sízt í fréttum ríkisfjöl- miðla, síðastliðna daga. Iðnaðarráðherra og fjár- málaráðherra hafa skipzt á skopunum um skattheimtu af Kísiliðjunni í Mývatnssveit. Iðnaðarráuneyti og mennta- málaráðuneyti horfa ekki al- farið til sömu áttar varðandi skipulag rannsókna á lífríki Mývatns og meintum áhrifum verksmiðjunnar á það. Loks ganga lagaskýringar utanrík- is- og fjármálaráðuneyta ekki í sama farveg, varðandi mat- vælaaðföng varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Vissulega færi betur á því að ráðherrar flokksins gerðu upp slík mál sem þessi í sínum hópi, í stað þess að skylmast í fjöimiðlum. Það verklag væri að minnsta kosti áferðarfal- legra. Hinsvegar hefur það máske einnig kosti að svið- setja smávegis Valhallarátök fyrir háttvirta kjósendur. A.m.k. verða þessi hnýfil- yrði Þjóðviljanum fagnaðar- efni í forystugrein í gær. Hann fær kærkomið tækifæri til að líta upp úr fjörbrotum Al- þýðubandalagsins og vekja at- hygli lesenda sinna á þénugri hlutum. Og það er vissulega fallega gert að kæta þetta marghrygga blað, sem var að þorna upp í pólitískri gúrku- tíð. Islax hf. í IsafjarÖardjúpi Fyrri áfangi klak- og seiðaeldisstöðvarinnar sem risinn er að Nauteyri. Á þessu ári veróur hafist handa við annað hús eins við hliðina. Hinum megin fjarðarins má sjá skólahúsin f Reykjanesi, þar sem fyrirhugað er að byggja stöð til frameldis seiðanna frá Nauteyri. Seiðaeldisstöð byggð að Nauteyri og áætlanir um matfiskeldi í Reykjanesi Á Nauteyri og í Reykjanesi við innanvert ísafjarðardjúp standa nú yfir miklar framkvæmdir á vegum fiskeldisfyrirtækisins íslax hf. Bygg- ingu 1. áfanga laxeldisstöðvar, sem er 1. áfangi klak- og seiðaeldisstöðv- ar á Nauteyri, er að Ijúka og í Reykjanesi hefur verið byggð til- raunastöð fyrir framhaldseldi. Bændur og sjávarútvegsfyr- irtæki taka höndum saman Hlutafélagið íslax hf. var stofn- að á árinu 1981 af Nauteyrar- hreppi og fjórum einstaklingum fyrir forgöngu þáverandi oddvita hreppsins, Jóns F. Þórðarsonar í Laugarási. Var ætlunin að nýta heitt vatn úr borholu hreppsins á Nauteyri til seiðaeldis og hafbeit- ar. Ekkert varð þó af framkvæmd- um vegna fjárskorts þar til á síð- asta ári að hjólin fóru að snúast þegar hlutafé var aukið verulega. Inn í félagið komu þá heimamenn- „Nýtt blóð“ í byggðirnar við innanvert Djúp irnir Engilbert Ingvarsson bóndi á Tyrðilmýri og Benedikt Eggerts- son þá bóndi í Hafnardal og sjáv- arútvegsfyrirtækin Hraðfrysti- húsið Norðurtangi hf. á ísafirði, Einar Guðfinnsson hf. í Bolung- arvík, Hjálmur hf. á Flateyri, Niðursuðuverksmiðjan hf. á Isa- firði og Rækjuverksmiðja O.N. 01- sen á ísafirði auk Guðmundar B. Jónssonar framkvæmdastjóra í Bolungarvík og Auðuns Karlsson- ar framkvæmdastjóra í Súðavík. Benedikt er framkvæmdastjóri ís- lax hf. og Engilbert formaður stjórnar. Byggðastefna einstakl- inga í framkvæmd „Það hefur oft og lengi verið rætt um aukið atvinnulíf hér við innanvert ísafjarðardjúp til að efla búsetu og mannlíf hér, en lítið hefur komið út úr því þó margir fundir hafi verið haldnir, og fisk- eldi hafi verið nefnt oft í ræðum. Það var ekki fyrr en í fyrra að skriður komst á þessa hluti þegar nýir aðilar komu inn í þetta fyrir- tæki,“ sagði Engilbert í samtali við blaðamann á dögunum í skoð- unarferð um athafnasvæði félags- ins. Hann sagði að þrátt fyrir alla þessa umræðu hefði ekkert verið gert í rannsóknum og þyrfti íslax hf. til dæmis að láta gera allar grundvallarrannsóknir og kosta sjálft.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.