Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B 177. tbl. 72. árg. SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1985 BÆNDUR í Áshreppi og Itfgreglnmenn frá Blönduósi hafa nú sótt öll 50 I óþolandi framkoma hjá þeim og ncr engri átt að þessir menn skuli virða að hross ba-ndanna á Hólabaki og Hjallalandi í Sveinsstaðahreppi sem þeir vettugi lög og reglur," sagði foringi niðurrekstrarmanna, Jón í Ási, oddviti ráku á Haukagilsheiði sl. mánudag í trássi við bann sýslunefndar Austur- I Áshrepps. Myndirnar voru teknar í fyrradag þegar niðurrekstrarmenn náðu Húnavatnssýslu við upprekstri Vatnsdælinga á hrossum á heiðina. „Við I í seinni hluta stóðsins. Stærri myndin er frá áningarstað við Grímstungu, sættum okkur ekki við þessar aðfarir og munum leita réttar okkar," sögðu en innfellda myndin er tekin af rekstrinum á heiðinni, Jónas í Sunnuhlíð upprekstrarmennirnir Björn á Hólabaki og Einar á Hjallalandi. „Þetta er | fer fyrir, en Jón á Hofi og Jón í Ási eru á eftir rekstrinum. Er mikilla breytinga að yænta í Suður-Afríku? Orðrómur um þingdeild fyrir svarta menn eða jafnvel afnám aðskilnaðarstefnunnar Jihanneurbori;, Ið. ágúst. AP. MIKILL orðrómur er um, að stjórn hvítra manna í Suður-Afríku muni á næstunni boða róttækar breytingar á stjórnarskrá landsins í þeim til- gangi að auka réttindi svartra íbúa þess. Stafar þessi stefnubreyting fyrst og fremst af auknura þrýstingi vestrænna ríkisstjórna á stjórnina í Suður-Afríku en R.F. Botha, utanrik- isráðherra hennar, kemur í dag til Jóhannesarborgar frá Evrópu þar sera hann átti viðræður við banda- ríska og aðra vestræna embættis- menn. 1 Jóhannesarborg er það nú al- talað, að Nelson Mandela, leiðtoga svartra manna, muni brátt verða sleppt úr fangelsi og einnig, að P.W. Botha, forsætisráðherra, muni strax í næstu viku, þegar hann ávarpar þing Þjóðarflokks- ins, greina frá verulegum breyt- ingum á réttindum svertingja og jafnvel veita þeim aðild að ríkis- stjórninni. Ráðamenn í Suður- Afriku segja að venju fátt um það, sem fyrir þeim vakir, en banda- rískir embættismenn sögðu eftir fundinn með Botha, utanríkisráð- herra, í Vín, að Suður-Afríku- stjórn væri að velta fyrir sér veru- legum breytingum vegna þrýst- ings frá vestrænum ríkisstjórn- um. Bættu þeir við, að Banda- ríkjastjórn vænti „verulegs árang- urs mjög bráðlega". Vangavelturnar um væntanleg- ar stjórnarskrárbreytingar eru margvíslegar. Telja sumir, að stofnuð verði fjórða þingdeildin fyrir svarta menn, en aðrir halda, að gengið verði enn lengra og því lýst yfir, að Suður-Afríka sé eitt ríki með jöfnum rétti allra þegn- anna. Það þýddi i raun afnám að- skilnaðarstefnunnar. Nú í vikunni sagði í suður-afriska ríkisútvarp- inu, að mikilvægra yfirlýsinga væri að vænta frá stjórnvöldum og jafnframt hvatt til, að ekki yrði beðið boðanna með nauðsynlegar umbætur. Var þar sagt berlega, að vegna afstöðu vestrænna ríkis- stjórna mættu þær ekki dragast úr hömlu og bent á, að í næsta mánuði ætla leiðtogar Evrópu- bandalagsins að koma saman til fundar um Suður-Afríku. Reagan um fjárlagahaUann: Skorar á þingið að skera niður útgjöld Washington, 10. ágúst. AP. RONALD REAGAN, Bandaríkjaforseti, hefur hvatt þingið til að koma með tillögur um frekari niðurskurð á útgjöldum ríkisins, en efnahagsráðgjafar hans hafa tjáð honum, að þrátt fyrir 55 milljarða dollara niðurskurð þurfí meira að koma til ef takast á að lækka fjárlagahallann, sem er nú 200 milljarðar dollara. Larry Speakes, talsmaður Hvíta hússins, sem flutti þingheimi orð forsetans, sagði, að þingið sjálft hefði brugðist því samkomulagi, sem gengið var frá 1. ágúst sl., og sumir þingleiðtogar létu nú að því liggja, að ekki vrði hægt að standa við allan þann niðurskurð, sem þá var ákveðinn. Því hafði verið spáð, að hallinn á fjárlögunum á næsta fjárlagaári, sem hefst 1. október, yrði um 172 milljarðar dollara og kominn í 113 milljarða 1988, en nú er talið, að hann muni verða meiri, jafnvel þótt staðið verði við 280 milljarða dollara niðurskurð á þremur arum, eins og að er stefnt. Speakes lagði áherslu á, að Reagan væri staðráðinn í að láta einskis ófreistað til að koma fjár- lagahallanum niður í 100 millj- arða dollara á næstu þremur árum en sú tala svarar til tveggja pró- senta af þjóðarframleiðslu Banda- ríkjamanna. Sjá grein um veikindi Reagans og hugsanlega valdabaráttu á bls. 22 og 23. Prentsmiðja Morgunblaðsins Óeirðir í miðborg Stokkhólms Stokkhólmi, 10. ágúst AP. í NÓTT átti óeirðalögregla, vopnuð kylfum, í höggi við yfír 1.000 ung- menni f miðborg Stokkhólms, að sögn lögregluyfírvalda, og voru 33 handteknir. Að því er Leif Liljefeldt yfir- lögregluþjónn sagði snemma í morgun, laugardag, tókust um 80 lögreglumenn úr óeirðalögregl- unni á við ungmennin í nærri fjór- ar klukkustundir í Kungstrad- garðinum í miðborginni. Hafði lögreglan hunda sér til aðstoðar, en ungmennin köstuðu flöskum og grjóti. Tveir lögreglumenn urðu fyrir minni háttar meiðslum og rúður voru brotnar í nokkrum lögreglu- bifreiðum. Átökin hófust laust eftir kl. eitt í nótt, er lögreglan ætlaði að handtaka mann, sem grunaður var um líkamsárás. Hópur ungmenna réðst þá á lögreglumennina. Fyrr um kvöldið höfðu verið haldnir rokktónleikar til að mót- mæla kynþáttahatri, en lögreglan taldi ekki beint samband milli þeirra og uppþotsins. Flugskeyti hæfði for- setahöllina Beirút, Líbanon, 10. ágúst. AP. BARDAGAR stóðu í alla nótt milli kristinna og múham- eðskra herja í Beirút og var flugskeyti skotið á höll Gemay- els forseta, að því er lögreglan upplýsti í dag, laugardag. Barist var meðfram allri grænu línunni, sem skiptir Beirút milli hinna stríðandi aðila, svo og í hæðunum fyrir ofan borgina. Níu manns féllu og 41 hlaut sár, að sögn lögreglu. Gemayel var ekki í höll- inni, er flugskeytið hæfði hana, að sögn embætt- ismanna, heldur á sumarað- setursstað í heimaborg sinni, Bikfaya, norðaustur af Beir- út. í útvarpi kristinna í Beirút var drúsum kennt um árás- ina á forsetahöllina. Mannræningjar í Suður- Libanon hafa látið lausa tvo fanga, sem þeir hafa haft í haldi undanfarna daga, en engin merki sáust um, að öðr- um vestrænum gíslum yrði sleppt í bráð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.