Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1985 Tækni próf. Illesarovs er betri og ódýrari — eftirÓskar Einarsson Eins og lesendum Morgunblads- ins er kunnugt hefur Helgi Óskars- sonar, sem nú er 16 ára gamall, gengizt undir sérsUeðar aðgerðir hjá prófessor G. Ilesarov í Kurgan í Sovétríkjunum til að lengja l*r- og fótleggi. Þessar aðgerðir hafa borið þann árangur að Helgi hefur htekk- að um 35 sm. Helgi er nú á lorum með foður sínum, Oskari Einarssyni, til Kurgan. Þar gengst Helgi undir aðgerðir á upphandleggjum, en ráð- gert er að lengja þá um 10 til 11 sm. Að sögn Óskars Einarssonar hefur meðferðarbúnaður, eins og prófess- or Ilersavo notar, begar verið pant- aður til íslands. Óskar hefur sent Morgunhlaöinu eftirfarandi grein. „Hver er snilldin, þ.e. kostirnir, við tækni prófessors G. Ilesarovs? Höfuðkosturinn er sá, hve létt er að vinna með tæknibúnaðinum, vegna einfaldleika hans. Tækið virkar 360 gráður. Það er auðvelt fyrir hæfa lækna að koma því fyrir við almenn beinbrot á útlim- um. Grannir „spíssar" eða stál- þræðir (2,5 mm) auðvelda að koma tækinu fyrir við erfið beinbrot. Eftir að búið er að koma tækinu (tæknibúnaði) fyrir er vinnulagið, eftirleikurinn, traustur. Tökum sem dæmi fótbrot. Samdægurs og aðgerð er gerð ber að stiga I fót- inn. Þrýstingur á fótinn er aukinn og ganga hefst næsta dag, 50—100 m. Síðan hefur sjúklingur fótaferð daglangt með smáhvíldum. Öll beinamyndun gengur mun betur. Blóðrás, sinar og taugar hafast betur við. Liðamót stirðna ekki. Rúm eru eingöngu notuð til svefns um nætur. Hjólastólar nær aflagðir. Þegar ég var með Helga son minn í lengingunum hjá pró- fessor Uesarov gekk hann fjór- brotinn í 7—8 mánuði. Það er því ekki mikið mál fyrir mann með eðlilega lengd útlima að ganga um tví- eða þríbeinbrotinn í til þess að gera stuttan tíma, eða 2—3 mán- uði. Það leitar nú oft á huga minn, Óskar með syni sínum Helga, á spítalanum í Kurgan. hver yrði sparnaðurinn við að nýta tækni og búnað prófessors II- esarovs hér á landi, þegar útlima- beinbrot eiga í hlut. Það tekur sjúkling allt að helmingi skemmri tíma að vera starfhæfur á ný en með eldri aðferðum, þ.e. gifsum- búðum o.s.frv. Það væri fróðlegt ef einhver, sem þessar línur les og hefur tölfræðilegar heimildir hér um, leitaði útkomu á því dæmi. Hversu mörg beinbrot á útlimum verða hérlendis á ári? Hvað gæti tryggingar- og heilbrigðiskerfið sparað með þessum nýjum aðferð- um? Kostir, sem fylgja aðferð pró- fessors Ilesarovs: 1) mun betra er að fylgjast með hvernig beinbrot hefst við eftir aðgerð. 2) loft kemst að öllum fætinum. 3) hægt að röntgen-mynda fótinn hvenær sem er. Eg hefi fylgt syni mínum utan, dvalið og starfað á spítala Iles- arovs í tæp tvö ár. Eg tel það skyldu mína að greina frá því hér heima, hvernig þessi meðferð kom mér fyrir sjónir, hvaða kosti hún hefur og hvers vegna ég tel að hún eigi erindi við heilbrigðiskerfið hér. Ég tel að slysadeild Borgarspít- ala, svo dæmi sé tekið, hafi bæði starfsmenntun (lækna) og starfs- Prófessor G. IlleaaroT. aðstöðu til að hefja þessar aðgerð- ir hér á landi. Borgarspítalinn mun og nýbúinn að ákveða kaup á þeim tæknibúnaði, sem hér kemur við sögu. Þess verður því vonandi ekki langt að bíða að þróuð með- ferðartækni prófessors Ilesarvos verði nýtt á íslandi." í miðið: Arena, dóttir Húaaeina Jórdaníukonungs, { meðferð í sjúkrahúsi IllesaroTg. Fákur og Ferðaskrífstofan Útsýn: Hópferð á Evrópumeistara- mót ísienskra hesta í Svíþjóð NÍI ER endanlega ákveðin tilhögun Evrópumeistaramóts íslenskra hesta, sem fram fer á Tánga-heiði við Várgárda í Svíþjóð dagana 15. til 18. ágúst nk. Tánga-heiði er 50 hekt- ara svæði á fögrum stað um 70 km frá Gautaborg og um 40 km frá Borás. Aðstaða öll er hin besU fyrir hestaþing, góður völlur, næg bíla- stæði og góð snyrtiaðstaða. Búist er við að þúsundir eða mögulega tug- þúsundir Evrópubúa frá fjórtán þjóðlöndum séu væntanlegir á mót- ið. Til nýjunga telst kynbótasýning á mótinu, sem sýnir hve megin- landsbúar eru komnir langt i rætkun íslenskra hesta. í öllum aðalgreinum mótsins verða úrslitakeppnir. Miðvikudagskvöldið 14. ágúst verður móttökuhátíð, en daginn eftir verða kynbótadómar og hlýðnikeppni B. Á föstudeginum verður svo keppt i fimmgangi, fjórgangi, skeiöi, og víðavangshlaupi. Á laugardeginum verður úrslita- keppni i hlýðniæfingum og kyn- bótasýning um morguninn, en mótið verður formlega sett kl. 12 þann dag. Eftir hádegi verður svo töltkeppni og gæðingaskeið. Dagskráin á sunnudag hefst með úrslitakeppni i fimmgangi, kynbótasýningu og úrslitakeppni i fjórgangi, en eftir hádegi verður skeiðkeppni, úrslitakeppni í tölti og stórkostleg loka- og kveðjuat- höfn. Hestamannafélagið Fákur skipuleggur hópferð á mótið i samvinnu við Ferðaskrifstofuna Útsýn og verður flogið til Kaup- mannahafnar fimmtudaginn 15. ágúst nk. Síðan verður ekið til Helsingjaeyrar og farið með ferju yfir til Sviþjóðar. Þar verður ekið um hin blómlegu héruð Suður-Sviþjóðar, sem leið liggur til Borás. Þar verður dvalið i besta hóteli bæjarins, Grand Sara. Áætlunarbíllinn ekur síðan hópnum á mótsstað á morgnana og til baka um kvöldið, um hálf- tíma akstur. Að mótinu loknu er þeim sem vilja ekið til Kaup- mannahafnar, þaðan sem þeir fljúga heim, en stærsti hluti hóps- ins fer á glæsihótelið Marienlyst á Helsingjaeyri og dvelst þar í tæpa viku. Siðan tvo daga á Hótel Cosmopol í Kaupmannahöfn, áður en þeir fljúga heim. Hægt er að framlengja dvölina i Kaupmanna- höfn i báðum tilvikum. Farar- stjóri er Guðlaugur Tryggvi Karlsson. (Fréttatilkynning.) Villist ekki í frumskógi tilboða! Áhyggjulaus ávöxtun! Hámarks ávöxtun Engin bindiskylda Enginn kostnaður Óverðtryggð veðskuldabréf Verðtryggð veðskuldabréf Vantar veðskuldabréf í sölu ÁVOXTUN 8f LAUGAVEG 97 - 101 REYKJAVlK - SÍMI 621660 Fjármálaráðgjöf - Verðbréfamarkaður Ávöxtunarþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.