Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1985 &totgtu Útgefandi tMiifcife hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakiö. eir skipta tugum ef ekki hundruðum hér á landi, sem treysta á heimsþjónustu breska ríkisútvarpsins BBC — BBC World Service — vilji þeir hlusta á greinargóðar og óhlutdrægar fréttir hvaðanæva úr veröldinni. Þá er öllum landslýð ljóst, að við gerð sjónvarpsþátta stendur BBC framarlega. Þessi merkilega út- varpsstöð hefur áunnið sér slíkt traust á 53 ára ferli að með ólík- indum er, talið er til dæmis að um 100 milljónir manna um víða ver- öld hlusti á það, sem heimsþjón- ustan ein býður. Það þarf því engan að undra, að það vakti heimsathygli, þegar starfsmenn allra rása BBC bæði í hljóðvarpi og sjónvarpi lögðu niður störf í sólarhring á miðviku- félagsins TWA var rænt á dögun- um og tugum farþega var haldið í gíslinu í Beirút, breyttist sá at- burður i mikið kapphlaup milli bandarískra sjónvarpsstöðva. Hafa þær sætt þungri gagnrýni fyrir að gera mannræningjana að einskonar hetjum og gefa þeim færi á að auglýsa öfgafullan málstað sinn með óeðlilegum hætti. Eftir þann atburð lýstu stjórn- málamenn austan hafs og vestan mikilli vandlætingu á þessum starfsháttum fjölmiðlanna. Meðal þeirra sem kváðu einna fastast að orði var Margaret Thatcher, for- sætisráðherra Breta. Á meðan umræðurnar fóru fram á almenn- um forsendum kom ekki fram nein gagnrýni frá blaða- og frétta- stöðu BBC og þeirra útvarps- stöðva sem kommúnistastjórnirn- ar reka, nema menn vilji gera hlut kommúnistanna sem bestan, en það er einmitt helsta markmið samanburðarfræðinganna á Þjóð- viljanum. Þá er það jafnframt út í hött að bera saman deilur á Vest- urlöndum um það, hvort veita eigi hryðjuverkamönnum aðgang að fjölmiðlum, og það sem bannað er að segja, skrifa og jafnvel hugsa í einræðisríkjum kommúnismans. Er furðulegt, hve málgagn Al- þýðubandalagsins, Þjóðviljinn, er alltaf seinheppið, þegar það ætlar að gerast sérstakur talsmaður lýð- ræðis og frelsis — þó ætti engan að undra þá seinheppni, því að hvort tveggja stangast þetta á við sósíalisma, þjóðfrelsi og marx- isma í framkvæmd. Þeim sjónarmiðum hefur verið haldið á loft í Bretlandi í tilefni af þessari deilu, að hún sýni best ógöngurnar sem hið ríkisrekna út- varp þar hafi ratað út í, vegna þess að ráðamenn þess og enn síð- ur starfsmenn þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af tekjuöflun, peningarnir komi á silfurbakka í afnotagjöldum, hvernig svo sem efni er sýnt eða framleitt. Fyrir þá, sem litið hafa til BBC með virðingu vegna óhlutdrægni og vandaðra vinnubragða, kemur gagnrýni af þessu tagi á óvart. Paul Johnson, rithöfundur, seg- ir til dæmis, að BBC hafi ekki lengur neinn sérstakan svip og persónuleika. Það sé að breytast í sviplausa opinbera stofnun á niðurleið og sé því á annað borð stjórnað þá sé það gert i þágu starfsmanna þess. „Það hefur ekk- ert höfuð, ekkert hjarta og enga sái, og það sem mestu skiptir, enga samvisku. Trú og ættjarðar- ást skipta það engu. Það myndi Starfsmenn BBC mótmæla daginn til að mótmæla þvi, sem þeir kölluðu óeðlileg afskipti ef ekki ritskoðun af hálfu bresku rík- isstjórnarinnar. Deilan snerist i stuttu máli um það, hvort senda ætti út í sjónvarpinu þátt, þar sem tveir forystumenn öfgahópa kaþ- ólskra og mótmælenda, hinna stríðandi fylkinga á Norður- írlandi, fengu tækifæri til að láta Ijós sitt skína. í BBC World Serv- ice var leikin tónlist í 24 klukku- stundir en á 15 minútna fresti las þulur tilkynningu og baðst afsök- unar á því að venjuleg dagskrá félli niður. Sagði hann, að þetta ætti rætur að rekja til þess, að margir starfsmenn BBC væru í sólarhrings verkfalli til að mót- mæla ákvörðun útvarpsráðs BBC um að taka af dagskrá heimild- armynd um öfgarnar á Norður- írlandi eftir tilmæli frá breska innanríkisráðherranum. í þessum orðum þularins felst ‘ kjarni deilunnar milli yfirstjórnar BBC og starfsmanna þess. Frétta- mennirnir sögðu, að heiður hinnar ríkisreknu fréttastofnunar væri i húfi. Vegið væri að því trausti sem hún hefði áunnið sér fyrir óhlutdrægni. Þá töldu þeir einnig að tekist væri á um rétt starfs- manna við ríkisrekna fjölmiðla og frelsi gagnvart stjórnmála- mönnum. Svar yrði að fást við spurningum um það, hvort þeir gætu sagt frá því sem þeir teldu fréttnæmt frá Norður-írlandi. Leon Brittan, innanríkisráðherra, sem bæði fer með mál lögreglu og ríkisútvarpsins sagðist með til- mælum sínum hafa viljað leggja þunga áherslu á þá skoðun, að ekki ætti að veita þeim áróðurs- vettvang, sem leggja stund á morð .pg óhæfuv^rk. í október 1984 gerði • her. kaþólskra öfgamanna á . Norður-frlandi, IRA, tilraun til að a;inyrða rlkisstjórn Bretlands með » spretigju i hóteli í Brighton. Þegar flugvél bandaríska flug- mönnum. Enda hljóta allir að vera sammála um það, að ekki eigi að gefa öfgalýð færi á að baða sig í fjölmiðlaljósi vegna hryðjuverka, sem hann fremur. En um leið og kemur að sérgreindu atriði eins og þætti BBC byrja vandræðin. Eftir á geta menn sagt, að deilan um sjálfstæði BBC gagnvart stjórn- málamönnunum hafi f senn veikt útvarpsstöðina og verið því til stuðnings að hryðjuverkamenn fái hindrunarlausan aðgang að fjöl- miðlum. Samkvæmt greinargerð Stuarts Young, formanns útvarpsráðs BBC, sem birtist i The Times á miðvikudaginn var ekki gætt strangra starfsreglna stofnunar- innar við gerð þessa sjónvarps- þáttar. Svo virðist sem útvarps- ráðið og jafnvel æðstu stjórnendur BBC hafi ekki vitað um þáttinn, fyrr en komið var að útsendingu. Vildu ritstjórar stofnunarinnar, að gerðar yrðu endurbætur á hon- um fyrir útsendingu, hann yrði kynntur með sérstökum hætti og efnt yrði til umræðna í sión- varpssal að honum loknum. Áður en verkfallinu lauk á miðvikudag- inn lýsti Álastair Milne, útvarps- stjóri BBC, þvi yfir, að hinn um- deildi þáttur yrði sýndur á sinum tíma eftir nauðsynlegar breyt- ingar. Jafnframt lýsti Leon Britt- an, innanrikisráðherra, þvf yfir, að hann hefði fullvissað forstöðu- menn BBC um að stöðin myndi halda óskertu sjálfstæði. Allt er þetta mál flókið. Það beinir huganum að mörgum þátt- um í stjórnkerfi lýðræðisríkjanna. Það er út i hött að gripa til sam- anburðarfræðanna eins og gert er í ritstjórnargrein Þjóðviljans á föstudaginn og segja í umræðum um þetta mál að ritskoðun vaid- hafasé ekkert nýtt fyr.irbæri, „við þekkjum glöggt dæmi hfennar frá Austur-Evróprulöndunum“. Auð- vitað er ekki unnt að bera saman ekki lyfta litla fingri til að verja breska stjórnarhætti eða þingið." Segir Johnson, að hefði BBC átt afkomu sína undir auglýsendum, sem taka ákvarðanir með hliðsjón af vinsældum stöðva væri mjög ólíklegt að til þess hefði komið, að stöðin hefði sóst eftir þvf að gefa hryðjuverkamönnum ókeypis auglýsingu. Telur hann aö eina leiðin til að koma siðferðilegum böndum á BBC sé að neyða það til að verða háð markaðsöflunum. í forystugrein The Times á verk- fallsdag BBC er þvf einnig haldið fram, að BBC verði að búa sig undir það, að starfa ekki um aldur og ævi í skjóli ríkisins. Fyrir íslendinga er fróðlegt að kynnast þessum sjónarmiðum. Margir muna vafalaust eftir um- ræðunum um íslenska rfkisút- varpið og aðgerðunum til að rjúfa fjölmiðlaleysið, þegar starfsmenn þess lögðu niður störf sl. haust. Hvorki stjórnmálamenn né pen- ingaöfl geta eða eiga að ráða því, hvernig fjölmiðlar starfa. Á milli fjölmiðla og neytenda þarf að skapast trúnaður og traust, á það jafnt við blöð, hljóðvarp og sjón- varp. Rofni þessi trúnaður hætta menn að nota miðilinn. Þetta sýn- ir saga íslenskra blaða og þetta á eftir að koma í ljós á næsta ári þegar afnám rfkiseinokunar á út- varpsrekstri kemur til fram- kvæmda. Deilan í Bretlandi minnir okkur enn einu sinni á þá staðreynd, að afskipti utanaðkomandi manna, hvort heldur stjórnmálamanna eða annarra, af því hvernig fjöl- miðlar telja best að koma efni á framfæri eða hvaða efni þeir ætla að flytja, leiðir yfirleitt til þess að skúrkurinn fagnðr að lokum. Hryðjuverkamennirnir hefðu ekki getað fengið betri auglýsingu — og hafa þó aðeins áárafáir útvaldir fengið að sjá þáttinn umdeilda. Ferðalög - vaxandi þáttur í lífi nútímamannsins að er hægt að mæla menningu og lífskjör þjóða á margskonar mælikvarða: meðalævi- lengd, hvern veg búið er að öldruðu fólki, þjóð- artekjur á hvern vinn- andi einstakling, stöðu fræðslukerfis og listgreina og hvern veg tómstundum er varið. Ferðalög, bæði um eigin land og á vit fjarlægari staða, taka i vaxandi mæli upp orlof fólks í velmegunarríkjum. Rétturinn til að hleypa heimdragan- um, ferðafrelsið, er einn af hornsteinum almennra þegnréttinda á líðandi stund, hvarvetna um hinn vestræna heim. ís- lendingar hafa nýtt þennan rétt í ríkum mæli, ekki sízt eftir stofnun lýðveldis- ins. Þannig hefur utanferðum íslend- inga fjölgað um 2.230% frá 1947: vóru 3.853 1947 en 89.728 1984. Tæplega níutíu þúsund íslendingar eða 37,5% af landsmönnum öllum fóru utan á síðastliðnu ári. Þetta þýðir, var- lega áætlað, að góður helmingur þeirra, sem eru á vinnualdri, hafi brugðið sér yfir íslandsála til annarra landa árið 1984, sem þó var um margt „kreppuár" í kjaralegu tilliti. Þessar utanferðir segja meira en margur hyggur og getur hver og einn lesið það út úr þeim sem dóm- greind hans og þekking standa til. Erlendum ferðamönnum, sem leggja leið sína til íslands, fer og fjölgandi, enda eru ferðalög fleirum kær en land- anum. Árið 1983 komu tæplega 77.600 erlendir ferðamenn hingað en 85.220 á síðastliðnu ári. í bæklingi, „Ferðamál á íslandi", sem samgönguráðuneytið gaf út 1983, eru því gerðir skórnir, að „árleg fjölgun erlendra ferðamanna verði að meðatali um 3.5% til 1992. Þessi aukn- ing ásamt 7% aukningu á yfirstandandi ári (1983) jafngildir því að 106 þúsund erlendir ferðamenn kæmu hingað til lands 1982 ...“ Fyrir aldarfjórðungi, ár- ið 1960, komu aðeins 12.800 erlendir ferðamenn til íslands. Láta mun nærri að tekjur okkar af erlendum ferðamönnum svari til eigin ferðaútgjalda eriendis, svo við erum ekki langt frá „jöfnuði" í þessum mál- um. Sem dæmi um, hve ferðaþjónusta er orðin stór þáttur í atvinnulífi lands- manna, er talið, að rúmlega fjögur þús- und ársstörf tengist með einum eða öðr- um hætti þessari atvinnugrein: flugfé- lög og önnur samgöngufyrirtæki, hótel, ferðaskrifstofur o.fl. o.fl. Hér á því veigamikill atvinnu- og afkomuhlekkur í hlut. Land míns föður, landið mitt Samtímis því sem ferðir íslendinga um fjarlæg lönd og heimshorn hafa aukizt, svo sem framangreindar tölur tala skýru máli um, hefur sama þróun sagt til sín í ferðum okkar um eigið land. Ekki eru haldbærar tölur tiltækar er greina slíkar ferðir niður í orlofsferð- ir og ferðir annarra erinda. Fjölmargt hefur stuðlað að fjölgun ferða um heimaslóðir: verulega bættar samgöngur hvers konar, mikil fjölgun einkabíla og stórbætt ferðamannaþjón- usta víða um land, ekki sízt hótelþjón- usta. Þá hefur fjölgun orlofsheimila stuðlað að þessari þróun, lenging sumarleyfa og bættur efnahagur. Mörg heimili í sveit hafa opnað dyr sínar fyrir ferðamönnum. Sveitarfélög hafa og lagt vaxandi áherzlu á vel búin tjaldsvæði, þó víða sé enn pottur brotinn í þeim efnum. Loks hefur landinn endurfundið öbyggðir og öræfaslóðir, sem þjóðsögur og forn munnmæli töldu vettvang úti- legumanna og trölla; náttúruundur og hrikalega fegurð, sem standast saman- burð við eftirsóttustu bletti jarðarinn- ar. Sjálfsagt er að gera allt sem hægt er að gera til að beina innlendri eftirspurn að innlendu framboði, jafnt á sviði ferðamála sem á öðrum sviðum við- skipta. Ferðir íslendinga um eigið land, ekki sízt þéttbýlisbúa, sem ekki hafa dagleg tengsl við náttúru þess, hafa margvíslegt og mikilvægt gildi, utan þess að halda störfum og fjármagni í landinu. Þessar ferðir opna augu okkar og skilning á íslenzkri náttúru og þýð- ingu þess að varðveita viðkvæman gróð- ur hálendisins og dýrmæt náttúruund- ur. Þær knýta þjóð og land fastar sam- an; endurnýja tengsl sem hafa trosnað; hjálpa okkur til að eygja fegurð, sem hefur dulizt, og þroska eigið gildismat. Síðast en ekki sízt auka þær skilning milli þéttbýlis og strjálbýlis, þ.e. þjóðar- vitund okkar, og á nauðsyn þess að halda landinu öllu í byggð, eða að svo miklu leyti sem frekast er kostur. Svo margt er sinnið sem skinnið — og áhugamálin, sem fólk hefur, eru ótelj- andi. Fólki er að sjálfsögðu frjálst að verja tómstundum sínum að eigin vild, eftir því sem hugur þess stendur til að aðrar aðstæður leyfa. Hugur til ferða- laga er þó sameiginlegur flestum. ís- lendingum væri gjörsamlega um megn að sætta sig við heft ferðafrelsi, átt- hagafjötra, ámóta þeim, sem er sam- gróin staðreynd ríkjum sósíalismans i A-Evrópu og víðar í veröldinni. Þeir vilja eiga völina og kvölina, hvort farið er utan eða um heimaslóðir. Og þeir leggja á sig mikla vinnu til að breyta löngun í veruleika þegar ferðalög eiga í hlut; jafnvel þó þau leiði öll til sömu niðurstöðu, að heima er bezt. Hver ferð, sem undirstrikar þá staðreynd, er kostnaðarins virði. Helsinkisamþykktin tíu ára Helsinkisáttmálinn var undirritaður af leiðtogum þrjátíu og fimm ríkja í V-Evrópu og N-Ameríku í höfuðborg Finnlands fyrir tíu árum. Utanríkis- ráðherrar þeirra ríkja, sem að sam- þykktinni stóðu, hittust á fundi í Hels- inki fyrir skemmstu af þessu tilefni. Með þessum sáttmála fékk stjórn Sovétrikjanna viðurkennd núverandi landamæri í Evrópu, sem var henni mjög mikilvægt. í stað þess féllst hún á að virða mannréttindi þegna sinna og halda í heiðri mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, sem hún hefur undirritað. í reynd hefur Sovétstjórnin hvorugt efnt. Helsinkisáttmálinn og mannréttindayfirlýsingin hafa nánast verið „marklaus" plögg í Sovétríkjun- um. Þar um vitna fjölmörg dæmi, m.a. Sakharov-vitnaleiðslunnar í Lundúnum í aprílmánuði síðastliðnum. Þessar mannréttindayfirlýsingar féllu einfald- lega ekki að „skoðanalegri forsjá" hinn- ar kommúnísku alræðishyggju. Þar með er ekki sagt að Helsinkisam- þykktin hafi ekki þjónað nokkrum til- gangi. Morgunblaðið segir svo í forystu- grein 28. júlí sl.: „Þetta skjal hefur orðið haldreipi fjöl- margra einstaklinga og hópa, sem vilja halda ríkisstjórnum kommúnistaríkja Austur-Evrópu við efni þess og ákvæði, meðal annars um virðingu fyrir mann- réttindum." Helsinkisáttmálinn hefur því bæði verið vopn í hendi ofsóttra í Sovétríkjum og viðvarandi hvatning í þeirra huga í baráttu fyrir sjálfsögðustu mannréttindum. í þessum sama leiðara segir og: „Hitt er staðreynd, sem allir sovézkir andófsmenn eru sammáia um, að það skiptir þá einstaklinga miklu, sem Kremlverjar ofsækja, að barist sé fyrir frelsun þeirra á Vesturlöndum. í þeirri baráttu er Helsinki-samþykktin eins og fleirtn í holdi Kremlverja. Þar segir m.a. að ríkin viðurkenni „allsherjargildi mannréttinda og-grundvallarfrelsis“ og það -er skýrt fram tekið, að virðingin fyrir þessum réttindum sé „ein af frum- þáttum þessfriðar, réttlætis og velfarn- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR11. AGÚST 1985 REYKJAVÍKURBRÉF laugardagur 10. ágúst aðar, sem nauðsynlegur er til að tryggja að vinsamleg samskipti og samvinna" þróist milli ríkja. í tíu ár hefur Helsinki-samþykktin verið siðferðilegt vopn í höndum and- ófshópa í Sovétríkjunum. Heimsmót æskunnar í Moskvu Sovétríkin hafa um langt skeið rekið umfangsmikla áróðursstarfsemi hvar- vetna um hinn vestræna heim. Þeir hafa skipulagt margs konar meintar „fjöl- þjóðahreyfingar", sem starfa undir ým- iss konar yfirbragði, en eru í raun mið- stýrð áróðurstæki (áróðursfarvegir) í höndum Kremlverja. Meðal þessara samtaka eru IUS (alþjóðasamband stúdenta með aðsetur í Prag), WFDY (alþjóðasamband lýðræðissinnaðrar æsku með miðstöðvar í Búdapest), WFTU (alþjóöasamband verkalýðsfé- laga), WPC (Heimsfriðarráðið, sem á verulegan hlut að „friðarbaráttu" á Vesturlöndum) og a.m.k. 9 önnur, hliðstæðrar tegundar og þegar talin. Tvö fyrst nefndu „alþjóðasamtökin", sem lúta í einu og öllu vilja þeirra sem fjármagna þau, stjórnar Sovétríkjanna, gangast fyrir heimsmótum æskunnar, sem haldin hafa verið í Prag 1947, Búda- pest 1949, Austur-Berlín 1951, Búkarest 1953, Varsjá 1955, Moskvu 1957, Vín 1959, Helsinki 1962, Sofíu 1968, Austur- Berlin 1973, Kúbu 1978 og loks nú á heimaslóðum í Moskvu 1985. Tilgangur þessar móta og starfsemirinar i heild er tvenns konar. í fyrsta lagi að koma áróðurssjónarmiðum sovétstjórnarinn- ar á framfæri við ungt fólk á Vestur- „Tæplega níu- tíu þúsund ís- lendingar eða 37,5% lands- manna fóru utan á síðast- liðnu ári. Þetta þýðir, varlega áætlað, að góð- ur helmingur þeirra, sem eru á vinnualdri, hefur brugðið sér yfir íslandsála ... Árið 1983 komu tæplega 77.600 erlendir ferðamenn hingað en 85.200 á síð- astliðnu ári... íslendingum væri gjörsam- lega um megn að sætta sig við heft ferða- frelsi, átthaga- fjötra, ámóta þeim, sem eru samgróin stað- reynd ríkjum sósíalismans í A-Evrópu ..." löndum. í annan stað að slá á efasemdir ungs fólks í kommúnistaríkjunum. Alþýðubandalagið, sem fyrr hét Sam- einingarflokkur alþýðu, sósíalistaflokk- urinn og þar áður Kommúnistaflokkur íslands, hefur lengi undanfarið svarið af sér náin tengsl við Kommúnistaflokk Sovétríkjanna. Það vekur athygli, annó 1985, að flestir íslenzkir þátttakendur í „Heimsmóti æskunnar" í Moskvu koma úr ungliðaröðum Alþýðubandalagsins, samkvæmt fjölmiðlafréttum hér heima. Hinn sovézki fridur Friður á jörðu er vissulega fegursta og dýrmætasta markmið, sem mannkyn getur stefnt að. Það vekur hinsvegar ugg í brjósti þegar yfirlýstir fulltrúar heimskommúnismans brugga launráð í skjóli meintrar friðarbaráttu, eins og Heimsmót æskunnar i Moskvu er glöggt dæmj um. Þeir sem muna fjórða áratuginn, þeg- ar nazisminn réri öllum árum að vopn- leysi lýðræðisríkja, í nafni friðar, en vígbjóst með miklum krafti heima fyrir, sjá máske samlíkingu við hegðun Sov- étríkjanna nú. Ef til vill hefði aldrei komið til heimsstyrjaldarinnar síðari, og þeirra hörmunga er henni fylgdu, ef Vesturlönd hefðu þá búið að viðlíka varnarmætti og í dag. „Friðarframtak" Sovétríkjanna á sér langa sögu. Nefna má dæmi eins og inn- rás Sovétríkjanna í Finnland á fjórða áratugnum, en allnokkur hluti þáver- andi Finnlands (10%) heyrir nú til Sov- étríkjunum. Stærstu herbúðir Sovét- ríkjanna og eitt mesta víghreiður heims er á Kolaskaga, ekki fjarri landsvæði, sem var finnskt fyrir innrásina. Það kom einnig fram í innlimun þriggja sjálfstæðra smáríkja við Eystrasalt, hið næsta Norðurlöndum, Eistlands, Lett- lands og Litháen. Ekki síður í eldflaug- um, sem bera kjarnavopn, staðsettum Sovétmegin Finnlands, Eystrasalts og V-Evrópurikja. Hlutskipti ríkja A-Evr- ópu og viðvarandi harmsaga þeirra i „sovézkum friði“ er og víti til varnaðar. Innrás ' Sovétríkjanna í Afganistan, sem heimamenn kalla „þjóðarmorð", er „friðartákn", sem flestar þjóðir frábiðja sér. En það dæmi um kommúnískan frið, sem talar hvað skýrustu máli, er innrás Víetnam í Kambódiu, eins kommúnistaríkis i annað. Það er svo saga út af fyrir sig, hver tengsl Sovétríkjanna eru við ýmsar hermdarverkahreyfingar i veröldinni, sem vinna hvert voðaverkið á fætur öðru. Tilræðið við páfann talar þar sínu máli. Kommúnistaríkið Kúba, sem mjög er háð Sovétríkjunum, bæði efnahags- lega og stjórnarfarslega, hefur sérþjálf- aðar hersveitir víða um heim, einkum í svokölluðum vanþróuðum ríkjum. Sovétrikin gengust í næstliðnum mánuði fyrir umtalsverðum flotaæfing- um á Norður-Atlantshafi, þar sem land- göngusveitir vóru með í „leik“. Sovézkar flugvélar og kafbátar sveima dag hvern um og yfir hafsvæði, hið næsta landi okkar. Hinn „sovézki friður" er aldrei langt undan. Þrátt fyrir margskonar viðblasandi staðreyndir, sem vitna um Sovétkomm- únismann, og viðvaranir landflótta fólks frá Sovétríkjunum, finnast enn einstaklingar sem ganga erinda hans á Vesturlöndum. ísland er engin undan-* tekning í þvi efni, því miður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.