Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLADIÐ, SUNNUPAGUB 11. AftOST 1985 Búðardalur: Framkoma Bfldudals- ungmennanna til fyrirmyndar ÚTISAMKOMA var haldin í BúA- ardal um verslunarmannahelgina. Tjölduðu mótsgestir, sem flestir voru á unglingsaldri, við Dalabúð, þar sem dansleikir fóru fram bæði á fostudags- og laugardagskvöldi. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fengust hjá þeim Pétri Þor- steinssyni, sýslumanni í Búðardal, og Margréti Halldórsdóttur, for- stöðukonu Dalabúðar, voru flestir unglingarnir frá Bíldudal. „Við viljum líka endilega koma því á framfæri," sagði Pétur „að um- gengni þeirra og framkoma var að öllu leyti til mikillar fyrirmyndar. Æskan hefur í gegnum tíðina ver- ið mikið gagnrýnd fyrir umgengni sína og skrílslæti, en þessir krakk- ar sönnuðu fyrir okkur að það á svo sannarlega ekki við um alla.“ „Ég tek heilshugar undir orð Péturs," sagði Margrét. „Krakk- arnir voru með eindæmum kurt- eisir, tillitssamir og þægilegir i umgengni. Sannkölluð snyrti- menni, sem hreinsuðu allt rusl af tjaldstæðinu áður en þau héldu heim á leið,“ bætti hún við. „Lög- reglan þurfti ekki að hafa nokkur afskipti af hópnum, sem þykir nokkuð sérstakt þegar svo mikill fjöldi kemur saman á eins litlum stað. Sem sagt afskaplega friðsæl og skemmtileg helgi,“ sögðu þau Pétur og Margrét að lokum. Þórður Haraldsson, framkvæmdastjóri Nausta hf. á Húsavík. Þurfum ekki að kvarta vegna verkefnaskorts — segir framkvæmdastjóri Nausta hf. á Húsavík „VIÐ höfum ekki fundið fyrir tiltak- fjárfesta í viðhaldi. Þeir þurfa si- anlegum verkefnaskorti undanfarna fellt að sækja aflann lengri leiðir. vetur. Yfir sumartímann þurfum við Ég veit dæmi þess að trillukarlar ekki að kvarta og veturnir hafa frá Akureyri hafa farið sumir til bjargast hingað til. T.d. í fyrra náð- Kolbeinseyjar í leit að gæftum,“ um við í stórt viðgerðarverkefni frá sagði Þórður. Dalvík, sem tók okkur hátt í fjóra mánuði. Annars höfum við tekið um ----------------- 40 báta upp í brautina á ári hverju,“ sagði Þórður Haraldsson, fram- kvæmdastjóri slippstöðvarinnar á Húsavík, Nausta hf. Arnar og Már Guðmundssynir við skjáinn. Bjóða Bretum til sölu frum- samið tölvuleikjaforrit „VIÐ VITUM ekki til þess að aðrir hafi búið til forrit að tölvuleik hér á landi, a.m.k. ekki fyrir BBC- tölvu, en við vonumst til þess að geta selt forritið erlendis og erum einmitt núna að ganga frá smáat- riðum áður en við sendum það út til þriggja enskra hugbúnaðarfyrir- tækja,“ sagði Már Guðmundsson, átján ára iðnskólanemi, í samtali við Morgunblaðið. Már og félagi hans, Arnar Guðmundsson, sextán ára menntaskólanemi, hafa síðast- liðnar fimm vikur sökkt sér ofan í það verkefni að semja forrit fyrir það sem atvinnumaður í tölvufræðum kallaði „fyrsta al- vöru tölvuleikinn, búinn til af Is- lendingum“. See Em'riy F’lny Morgunblaðið/Árni Sæberg „See Emily play“ heitir tölvuleik- urinn og segja þeir félagar nafnið vera sótt f titil lags eftir Pink Floyd. „Leikurinn heitir „See Emily Play“, eftir lagi Pink Floyd, án þess þó að nafnið þjóni öörum tilgangi en þeim að hljóma vel,“ sagði Már. „Hann er að uppbygg- ingu svipaður „Bombjack", sem er til í leiktækjasölum hér og ekki mjög flókinn. Ég á BBC- heimilistölvu sem ég eignaðist fyrir tveimur árum,“ sagði Már en kvað þó lengra síðan hann fékk áhugann á tölvufræðum. Már sagðist ekki vita ná- kvæmlega hve mikið væri borg- að fyrir frumsaminn hugbúnað af þessu tagi í Englandi, tækist að selja hann, en vissi þó um einn aðila þar sem fékk milli 20 og 30 þúsund pund fyrir tölvu- leik sem hann hafði samið. Eins og áður sagði voru þeir Már og Arnar báðir í skóla í vetur sem leið, en Már sagði að þeir væru að spá í að taka sér frí frá nám- inu næsta vetur „og vera bara í tölvunni“. Egill Jónsson alþingismaður: Naustir hf. var stofnað 1977, sem hlutafélag, en dráttarbrautin kom ekki fyrr en fimm árum síðar. „Það gekk ekki betur en þetta. Hafnarmálastofnun var þröskuld- urinn, en hún er eigandi brautar- innar ásamt Húsavíkurbæ. Þessi ár gáfu okkur því enga möguleika í uppbyggingu fyrirtækisins. Dráttarbrautin tekur 170 brúttó- rúmlesta báta. Viðskiptavinirnir eru auðvitað bátar héðan og bátar að austan, allt til Bakkafjarðar. Við erum aðeins með eina drátt- arbraut, en búið er að hanna hlið- arfærslu, sem vonandi verður komin upp næsta sumar. Við byggjum á skólafólki í vinnu yfir sumartímann, erum með 12— 13 manns, en á veturna fækkum við um helming. Bein samkeppni er ekki á milli Nausta hf. og slippstöðvarinnar á Akureyri, en þegar aðstaðan kom upp hér, fóru Húsvískir bátar ekki lengur í slipp til Akureyrar." Þórður sagði að Naustir hf. hefðu smíðað eina trillu síðan fyrirtækið var sett á stofn, en bátasmíði væri ekkert á stefnu- skrá þess. „Trébátarnir eru svo til dottnir upp fyrir en stálið og plastið tekið við. Samkeppnin er næg í plastbátunum svo ég held að við förum ekkert að blanda okkur í það. Við höfum verið með þrjá til fjóra litla báta í einu inni í húsi hjá okkur svo að við höfum eitt- hvað að gera fyrir mannskapinn ef veðrið leyfir ekki útivinnu. Við þurfum líka að geta sinnt viðhaldi á litlu bátunum jafnframt því að nota dráttarbrautina. Hins vegar hefur lítið verið um fisk í flóanum fyrir minnstu bátana, svo að erfitt hefur verið fyrir trillukarlana að Fóðurgjaldið á að vera misjafnt á búgreinarnar — sérstaka gjaldið á einungis að greiða þar sem offramleiðsla er EGILL Jónsson alþingismaður, einn af höfundum laganna um fram- leiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, telur sömu gjaldtöku af kjarn- fóðri ekki samrýmanlegar hagsmunum hinna ýmsu búgreina, þar sem þörf þeirra fyrir kjarnfóður sé afar misjöfn. Landbúnaðarráðherra gaf eins og kunnugt er út reglugerð þar sem lagt er 130% fóðurgjald á allt innflutt kjarnfóður og hráefni í kjarnfóðurblöndur, jafnt á allar búgrein- ar. Skiptist það í grunngjald (50%) og sérstakt gjald (80%) en síðar var ákveðið að endurgreiða sérstaka gjaldið að stærstum hluta til svína- og alifuglabænda, en endurgreiðslur til annarra búvöruframleiðenda hafa ekki verið ákveðnar. Egill sagði að í lögunum væri með skýrum hætti tekið tillit til misjafnrar þarfar búgreinanna fyrir kjarnfóður. Þess vegna hefði verið tekin ákvörðun um að skipta álagningarheimildunum í tvennt, það er í 50% grunngjald (toll) og 150% sérstakt fóðurgjald. Hann sagði við það miðað að allir bú- vöruframleiðendur greiddu grunngjaldið en búvörufram- leiðslu til neyslu innanlands ætti ekki að skattleggja umfram það. Hann sagði að 200% heimildin væri óbreytt frá fyrri lögum og ákvörðun um 50% gjaldið hefði auk þess í raun verið tekin við samþykkt fjárlaga fyrir yfirstand- andi ár. Egill sagði að endurgreiða ætti allt sérstaka gjaldið til sérbú- greinanna. Framleiðsluráð land- búnaðarins virtist hins vegar vera að vinna eftir gömlu Framleiðslu- ráðslögunum þegar það gerði til- lögu um að ekki skuli endurgreiða allt sérstaka gjaldið. f reglugerð landbúnaðarráðherra um endur- greiðslu til svína- og alifugla- bænda er ákveðið að allt sérstaka gjaldið, utan 5 prósentustiga, verði endurgreitt að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Egill sagöi að það væri í lagi að halda eftir þessum 5 prósentum til Fram- leiðnisjóðs, svo fremi sem um það væri samkomulag og endur- greiðslan fari til þeirra sem inntu greiðsluna af hendi. — Finnst þér að tekið hafi verið tillit til nýbúgreinanna með þess- ari reglugerð? „Já, ég tel það. Þegar litið er á þarfir innanlandsmarkaðarins þurfa þeir, eins og aðrir íslenskir bændur, að irreiða 50% kiarnfóð- urtoll í stað 200% eins og áður voru heimildir fyrir. Þá er það ennfremur í samræmi við þeirra sjónarmið að kjarnfóðurgjaldið fer í ríkissjóð í stað þess að vera I vörslu Framleiðsluráðs eins og áð- ur var. Allir bændur verða að vera jafnir fyrir lögunum og þess vegna verður að þrengia eða rvmka endurgreiðsluna á sérstaka gjald- inu eftir því hvernig innlendi markaðurinn þróast. Nýju lögin gera ráð fyrir nýrri skipan Framleiðsluráðs, þar sem leitast er við að fá fram sem allra flest sjónarmið innan landbúnað- arins. Ég bind miklar vonir við að þegar menn fara að vinna þannig saman fáist fram sameiginleg marktæk niðurstaða í hinum ýmsu málaflokkum, m.a. skiptingu kjötmarkaðarins. Verði íslensk bændastétt svo rúin gæfu að sam- staða náist ekki er það hlutverk landbúnaðarráðherra að koma þar til skjalanna." — Hvaða áhrif telur þú að deil- urnar í kjölfar reglugerðar land- búnaðarráðherra um kjarnfóð- urgjaldið hafi á framkvæmd hinna nýju laga? „Þær munu áreiðanlega tor- velda framkvæmd laganna. Hins vegar verð ég var við vaxandi stuðning bænda við þessa nýju löggjöf, eftir því sem þeir hafa átt þess kost að kynna sér málið. Ég er þess vegna nú sem fyrr bjart- sýnn á að landbúnaðurinn hafi hér fengið eina merkustu löggjöf sem um málefni hans fjallar og sem gera mun bændum í landinu fært að hefia nvia framfarasókn."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.