Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1985 Hyalastofnarnir í útrýmingarhættu — segir Michael Nielsen, forsvarsmaður Greenpeace, um ástæðuna fyrir baráttu samtakanna fyrir hvalafriðun „I»að eru engar áætlanir um það nú að trufla hvalveiðar íslensku skipanna. Við kunnum að gera það ef í hart fer, en hingað erum við komnir fyrst og fremst til að ræða við íslensk stjórnvöld og kynna al- menningi sjónarmið okkar,“ sagði Michael Nielsen, forsvarsmaður al- þjóðlegu náttúruverndarsamtakanna Greenpeace í hvalveiðimálum. Morgunblaðið ræddi við hann nú í vikunni og spurði hann út í erindi Greenpeace hingað til lands, en skip samtakana, Síríus, er væntanlegt til Reykjavíkur um þessa helgi. íslendingar hafa vísindin að yfirskyni Nielsen er danskur að uppruna og yfirmaður þess hluta baráttu Greenpeace sem snýr að stöðvun hvalveiða. „Það má ef til vill segja að áður fyrr höfum við haft annan háttinn á, unnið að því að trufla hvalveiðar fyrst og talað svo. Nú viljum við hins vegar gera tilraun til að tala um fyrir stjórnvöldum áður en við grípum til aðgerða, en vonandi þarf ekki að koma til þess. Það er rangt að við séum á móti vísindum, eins og Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráð- herra ykkar, hefur haldið fram, þar sem við séum á móti árlegum veiðum 200 hvala i visindalegu skyni. Því er til að svara að íslend- ingar hafa vísindin að yfirskyni til að geta varið það að halda áfram hvalveiðum í atvinnuskyni, þrátt fyrir bann Alþjóðahvalveiðiráðs- ins, sem þeir ákváðu að mótmæla ekki. Ef veiðar á milljón hvölum á síðustu 100 árum hafa ekki lagt vísindamönnum til nauðsynleg gögn munu veiðar á 200 hvölum árlega næstu 4 árin ekki breyta neinu þar um. Vísindamenn telja veiöar ekki gilda aðferð til að meta stofnstærð Þess utan má benda á umsögn vísindanefndar Alþjóðahvalveiði- ráðsins, þar sem kemur fram að veiðar undanfarinna 50 ára hafi sýnt að þær séu léleg undirstaðaa mats á stofnstærð. Það er almennt viðurkennt af vísindamönnum að annað hvort þurfi að veiða 10 þús- und hvali til að fá heillega mynd af ástandi stofnsins og ef um það er ekki að ræða sé jafngott að láta veiðarnar vera. Það má því vera ljóst að vísind- in eru höfð að yfirskini þegar veið- ar íslendinga eru annars vegar og ég get skýrt hvers vegna. Eigend- ur hvalveiðistöðva eru á móti Michael Nielsen, forsvarsmaður Greenpeace. tímabundnu banni við hvalveiðum vegna þess að þeir vita að ef þeir þurfa að stoppa veiðar í nokkur ár verður of dýrt fyrir þá að byrja aftur. Ástæðan fyrir því að íslend- ingar vilja veiða hvali í vísinda- legu skini í þessi 4 ár, er að Krist- ján Loftsson vill halda iðnaði sín- um í gangi þar til Alþjóðahval- veiðiráðið endurskoðar hvalveiði- bannið á árinu 1990,“ segir Niel- sen. VIÐ RÝMUM FYRIR ’86-LÍNUNNI Á MARANTZ-HLJÓMTÆKJUNUM STÓRKOSTLEG VERÐLÆKKUN Á ÖLLUM ELDRI MARANTZ-HLJÓMTÆKJUM Nú rýmum viö til fyrir 86-línunni frá Marantz og seljum öll eldri Marantz-hljómtæki á 10—15% lægra veröi á útsölunni. Nú er kjöriö tækifæri til aö endurnýja hljómtækin, fá sér nýjan plötuspilara, nýjan magnara, stærri hátalara, betra útvarp, nýtt segulband eöa skáp utan um samstæöuna, nú eöa nýja hljómtækjasamstæðu. Vinsælu greidslukjörin okkar gilda á útsölunni. Við tökum vel á móti þér. maraiiiz1 Norðmenn, íslendingar og Færeyjingar ábyrgir fyrir ofveiðinni á steypireyði Hann kemur inn á rannsókn- aráætlun Islendinga, þann hluta hennar sem snýr að friðuðum hvaltegundum, og segir það rök- semd sjávarútvegsráðherra fyrir veiðum úr þessum stofnum, að vert sé að sjá hvaða áhrif alger stöðvun hvalveiða hafi haft á stofnana. Steypireyður og hnúfu- bakur eru nefndir í þessu sam- bandi, en steypireyðurin, sem er stærsta spendýr jarðarinnar, hef- ur verið friðuð í áratugi eða síðan árið 1958. Hann segir að það séu íslendingar ásamt Norðmönnum og Færeyingum, sem séu ábyrgir fyrir eyðingu steypireyðastofnsins í Norður-Atlantshafi og bendir á að íslendingar hafi ekki hætt veið- um á steypireyði fyrr en 5 árum eftir að samþykkt hafi verið að alfriða hana. Nú er stofninn ekki talinn vera nema 1% af því sem hann var áður en veiðar hófust úr honum og vafasamt að hann nái sér á strik aftur. Spurður hvort hann telji fyrirhugaðar veiðar ís- lendinga næstu fjögur ár á lang- reyði, sandreyði og hrefnu, sem er aðeins hluti veiðanna undanfarin ár, stofna þessum tegundum í út- rýmingarhættu, segir hann Al- þjóðahvalveiðiráðið hafa komist að þeirri niðurstöðu, að hvalveiðar verði að stöðva um tíma. Þeirri niðurstöðu beri að hlýða og þeir sem hingað til hafi stjórnað hval- veiðum i atvinnuskyni, hafi sýnt sig sanna af því að vera ófærir um að stunda veiðar án þess að setja stofnana í útrýmingarhættu. Hvalfongurum ekki treyst- andi fyrir verndun „Við erum ekki á móti hvalveið- um sem slíkum, heldur á móti hvalveiðum í atvinnuskyni. Við höfum ekki sett okkur upp á móti því að eskimóar í Grænlandi, Al- aska og í Síberíu veiði hvali, þar sem það er mikilvægt fyrir menn- ingu og þarfir viðkomandi fólks. Við erum hins vegar á móti hval- veiðum í atvinnuskyni vegna þess að hvalastofnarnir eru komnir út á hengiflug útrýmingarhættunnar og þeir sem hafa stundað hval- veiðar í atvinnuskyni hafa sýnt sig gjörsamlega ófæra til að bera ábyrgð á veiðunum án þess að hættan á útrýmingu hvala verði yfirþyrmandi og því ekki hægt að treysta þeim fyrir verndun hvala- stofna. Hver afstaða okkar til hvalveiða yrði ef hægt væri að sýna fram á það með óyggjandi vísindalegum rökum að hvala- stofnarnir væru ekki í útrýming- arhættu og þar af leiðandi mætti veiða úr þeim, hefur ekki verið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.