Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1985 Danir hafa fengið vægt sjokk. Hópur af Dönum í litlum bæ tek- ur allt í einu upp á því að ráðast nótt eftir nótt á híbýli af því að þar búa útlendingar af öðrum stofni en Norðurlandamenn. Vekur vitanlega ugg hjá grand- varri þjóð er telur sig alveg for- dómalausa í garð útlendinga. Eðlilega hlýtur uggur með til- heyrandi naflaskoðun að læðast yfir til hinna fimmburanna í Norðurlandafjölskyldunni líka. Eru þetta kynþáttaofsóknir? Getur angi af slíku lfka leynst einhvers staðar með okkar frómu þjóð? Syndin er víst lævís. Hrakið fólk úr fjarlægum löndum hefur leitað skjóls og heimilis hjá okkur. Kallar á upp- rifjun. Hvernig hefur t.d. víet- namska flóttafólkinu vegnað okkar á meðal? Allt í lagi með krakkana frá upphafi, þau mættu eintómri vinsemd. Sama má segja um fullorðna fjöl- skyldufólkið. En unga fólkið langaði vitanlega sem aðra ungl- inga til að sækja dansstaði og hitti þá gjarnan fyrir kalda karla með brennivínskjark (eins og unga fólkið er nú ræðst á hót- elið í Danmörku), sem ekki gat látið fólk með annan litarhátt og útlit í friði. Áreitnin af tvennum toga. Annars vegar þeir sem ekki gátu látið þá afskiptalausa af því að þeim þótti svo undur vænt um þá og þurftu sífellt að vera að fullvissa sig og þá um það. Hins vegar þeir sem öngruðu þetta unga fólk á allan hugsanlegan máta af því að þeim geðjast ekki að öðrum kynþáttum. Ráðið var að hætta að mestu að sækja skemmtistaði. Enda hefur þurft að halda vel á spöðunum við að koma sér fyrir í nýjum heim- kynnum fyrir allslaust fólk. Sumir farið í nám og aðrir búnir að koma sér þaki yfir höfuðið. Þarna er eitt dæmi um íslensk viðbrögð. Þetta eru viðbrögð í landi þar sem vinnukraftur er vel þeginn. En víða verða kynþáttaofsóknir einmitt gjarnan undir því yfir- skyni að þeir sem fyrir eru séu að verja sérréttindi sín. Þeim að- komnu gert eins erfitt fyrir að fá vinnu og unnt er. Hér hefur helst borið á þessu þar sem menn hafa verið að verja sín hærra launuðu störf. Hélt að vísu að íslendingar hefðu lært lexíuna sína nægilega rækilega þegar heilaskurðlæknirinn frægi dr. Karl Kroner flúði hingað undan gyðingaofsóknum nasista og varð að grafa hitaveituskurði í götur Reykjavíkur, af því að hann kunni ekki dönsku til að læra danskar kennslubækur og taka próf í þeim á íslensku. En ekki alls fyrir löngu vildu kolleg- arnir hér meina pólskum verk- fræðingi og flóttamanni sem getur fengið viðurkenningu á sínum prófum í Danmörku þar sem stór hluti íslenskra verk- fræðinga hefur menntast, rétt til að stunda sín störf á fslandi. Að ekki sé talað um íranska flótta manninn, sem hafði tekið sín próf í tannlækningum í fullgild- um skólum í Bretlandi, þótt ís- lendingar með breska háskóla- menntun vilji láta taka sig alvarlega. Kollegarnir hér lögð- ust gegn því að hann fengi rétt- indi, og urðu svo reiðir þegar hann fékk þau samt að þeir slitu samningum við Tryggingastofn- unina. Hafa víst ekki fyrirgefið stjórnvöldum það enn að halda á rétti þessa flóttamanns. Einnig mæltu þeir gegn því að Breti, sem var þó nógu fær til að kenna tannlæknanemum í Háskóla íslands, fengi starfsréttindi. En stjórnvöld tóku ekki slíkt til greina. Ætli þetta segi eitthvað? Hvernig ætli réttindamálum yrði beitt hér gagnvart flótta- fólki ef þrengdi að um vinnu? Ráðherrar bæði í Danmörku nú og fslandi í þessum tilvikum hafa staðið þarna fast fyrir og á rétti hins aðkomna. fslendingar hafa hingað til hegðað sér skynsamlega, enda ásóknin á þessa eyju norður í Atlantshafi vel viðráðanleg. Þeir sem hingað hafa komið frá fjar- lægum Iöndum hafa komið einir sér eða í litlum hópum, og fengið svigrúm til að falla inn I íslenskt þjóðfélag. Við höfum ekki fallið í sömu gryfju og margar aðrar þjóðir, að aðstoða af misskilinni góðsemi aðkomna í að mynda sérhópa innan samfélagsins. Tvær stefnur hafa verið í því. Svíar til dæmis hafa tekið þann pól í hæðina að veita aðkomnum sér kennslu á þeirra eigin máli. Mér er sagt að tugur íslendinga hafi til dæmis af þvf starf að kenna börnum í Svíþjóð af ís- lensku bergi íslensku. Hugsunin sú að láta aðkomufólk halda sínu þjóðerni, sínum siðum og tungu þótt þeir setjist að í Svíþjóð. Aðrir hafa lagt alla áherslu á að aðstoða aðkomufólkið við að læra nýja málið og ætlast til að það falli inn í nýja samfélagið sem fyrst. Börnin verða þannig fljótt heimamenn í umhverfinu og finnst þau tilheyra, þótt það geti reynst æði erfitt fyrstu kynslóð fullorðinna. Bandaríkja- menn byrjuðu á því að slaka á kröfunum um að aðkomufólkið semdi sig að nýja samfélaginu, tóku að kenna á erlendu málun- um. En eru nú að draga f land með það. Málið er ekki einfalt þar sem stórir hópar útlendinga koma inn í landið. Þeir vilja þá halda hópinn, hafa stuðning hver af öðrum, setjast að í sömu hverf- um og tala sfna tungu. Verður eðlilegt að halda sfnum siðum þar og blanda sem minnst geði við aðra. En það hefur valdið vandræðum ef þessir hópar vilja ekki taka upp lifnaðarhætti f nýja landinu og er ekki gert að gera það. Heitttrúaðir Múham- eðstrúarmenn hafa til dæmis oft allt annað viðhorf til refsinga og til meðferðar á konum en löggjöf Vesturlanda gerir ráð fyrir. í fyrra var i breska sjónvarpinu umræðuþáttur um vanda af því tagi sem upp hafði komið i einu hverfi f London. Heimilisfeður, sem samkvæmt stjórnskipan síns heimalands hafa algert hús- bóndavald í fjölskyldunni, bönn- uðu dætrum sínum að ganga í skóia eftir vissan aldur og vilja gifta þær að eigin geðþótta. Nú virðist það liggja í augum uppi að í Bretlandi séu feður neyddir til að láta í minni pok- ann og veita dætrum það frelsi til náms og hjónabands sem lög segja fyrir um í nýja landinu. En í umræðunum mátti skynja tón sem kom flatt upp á mann. Og þó! Er hann ekki einmitt f sam- ræmi við okkar lýðræðisreglur? Sá tónn var sleginn af bæjar- fulltrúa viðkomandi bæjarhluta, sem var auðheyrilega f dulftilli klípu. Þessir kjósendur voru nefnilega orðnir svo fjölmennir í hennar kjördæmi og þá mega nú kjörnir fulltrúar fara að vara sig. Gæta sín að styggja ekki hæstvirta. Eitthvað virðist sá tónn nú kunnuglegur og við- brögðin við honum. Skiptir þá ekki öllu máli hvað aðrir lands- menn vilja. Kannski er þetta góð ábending um að halda sig við það að hjálpa innflytjendum heldur að falla inn í íslenskt þjóðfélag eins og það er og við viljum hafa það sem fyrir erum en elta „hina leiðina". Með bætt- um samgöngum og samskiptum fáum við vitanlega útlendinga — eins og aðrir Islendinga. Enginn er eyland. 0HAU5 PORT-O-GRAM TÖLVUVOGIR í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI A JÁRNBRAUTAR- STÖOINNI OG Á KASTRUP- FLUGVELLI Niöjamót Hús atóftaæ ttar haldid í Festi, Grindavík, 7. sept. n.k. Niðjamótið hefst kl. 15.00. Meðal dag- skráratriða: Ávarp: Tómas Þorvaldsson. Kynning á útgáfu Húsatóftaættar: Dag- bjartur Einarsson. Litskyggnusýning er greinir ffá ýmsum þáttum Húsatóftaættar. Flytjandi: Þorsteinn Jónsson. Kaffiveitingar - skemmtiatriði - dans. Sýning á áður óbirtum ljósmyndtun Ein- ars Einarssonar í Krosshúsum í Grinda- vik. Niðjamótið verður tekið upp á myndband. Ljósmyndari tekur myndir að ósk við- staddra. Sérstök bamadagskrá á efri hæð hússins. Veislustjóri: Ólafur Gaukur. Niðjatal Húsatóftaættar kemur út í byijun sept- ember og verður til sðlu á niðjamótinu. Ljósmyndiraf um 1000 manns verða í bókinni. • Vinsamlegast tilkynnið þátt- töku sem fyrst til Kristfnar Jónsdóttur, Grenimel 24, Reykjavík. Hjólalegur — hjólalegusett Til á lager fyrir flesta bíla Slithlutir: Spindilkúlur Stýrisendar Togstangir Upphengjur Bremsuklossar Bremsuboróar Handbremsuboröar Varahlutir f. bremsur ist h.f ilnau! SÍDUMÚLA 7—9 SÍMI 82722
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.