Morgunblaðið - 11.08.1985, Page 50

Morgunblaðið - 11.08.1985, Page 50
50__________________________MORGUNBLADlfa, SUNNUDAGUÍl 11. ÁGÚST 1985_ NEPU-fundur í Reykjavík: Þróunin er svo ör að rafvirkjar þurfa stöðugt að endurmennta sig — segja norrænir rafverktakar „ENDURNÝJUNIN í þessari grein er svo ör að við megum hafa okkur aila við að endurmennta okkur,“ sagði Norðmaðurinn Kjeld Aune, sem situr NEPU-fundinn svokallaða, en hann er haldinn hér í Reykjavík um þessar mundir. NEPU stendur fyrir Nordisk El- ektroinstallatörs Permanente Udvalg, en það eru samtök raf- verktaka á Norðurlöndum sem standa bak við það. NEPU heldur fund sinn árlega svo rafverktakar geti borið saman bækur sínar um ástand og horfur á þessu sviði í hverju Norðurlandanna. íslend- ingar hafa tekið þátt í þessu sam- starfi frá 1964. Blaðamaður Morg- unblaðsins leit inn á fund rafverk- takanna á fimmtudagsmorguninn og spjallaði við nokkra af norrænu fundargestunum. Endurmenntun nauðsynleg Rafvirkjar og rafverktakar á Norðurlöndum hafa rekið sameig- inleg endurmenntunarsamtök, NEUK, eða Nordisk El- Utbildn- ings Komite frá 1974. Fjöldi nám- skeiða er haldinn á þess vegum ár hvert. „í Danmörku voru 60 teg- undir námskeiða haldin síðastlið- inn vetur og um 7.000 manns tóku þátt í þeim,“ sagði Daninn Erik örnbo. „Stjórnin styður líka vel við bakið á okkur, greiðir um 85 prósent af endurmenntunarkostn- aðinum. En hún fær þá peninga tilbaka, þvf fyrir vikið stöndum við vel að vígi hvað varðar alla þróunarstarfsemi. Við Danir þurf- um lítið að leita til annarra landa þegar teknar eru upp einhverjar nýjungar í framleiðsluháttum, þvi oftast getum við þróað og hannað sjálfir þann búnað sem þarf.“ Rainer Gustafsson frá Finn- landi sagði öðru máli gegna um samtök rafverktaka þar í landi því finnska stjórnin veitir þeim enga sérstaka fjárveitingu. „Við getum sótt um peninga til sérverkefna en við erum alveg upp á okkur sjálfa komnir í endurmenntunarmál- um.“ f Svíþjóð eru það fyrirtæki og verksmiðjur sem styrkja endur- menntunarnámskeið þarlendra rafvirkja. Svíinn Nils Fredriksson segir þau láta sænsku rafverk- takasamtökunum 1,5 milljónir sænskra króna i té á ári. „Þau sjá ' m M m * Nils Fredriksson frá Svíðþjóð. hag sinn í þessu því rafvirkjar sem ekki hljóta neina menntun utan iðnnámsins verða fljótt einskis nýtir. Stór fyrirtæki eins og til dæmis bílaverksmiðjurnar þurfa á vel menntuðu og þjálfuðu starfsfólki að halda. Þau hafa ekki efni á að láta okkur afskipta- lausa.“ fslendingar njóta góðs af þess- ari starfsemi. Hér eiga rafvirkjar kost á einhverjum eftirmenntun- arnámskeiðum ár hvert en náms- efnið kemur mestmegnis frá Danmörku án þess að íslendingar þurfi að láta nokkuð til baka. Hæst laun í Svíþjóð Þegar talið berst að kaupi og kjörum kemur i ljós að gæðunum Norðmaðurinn Kjeld Aune. er nokkuð misskipt. Að sögn Árna Brynjólfssonar er ástandið hér að mörgu leyti mjög ólíkt því sem þekkist annars staðar á Norður- löndum. Hér þurfa rafverktakar til dæmis oft að hafna verkefnum því þeir hafa yfirleitt alltof mikið á sinni könnu. Annars staðar eru rafvirkjar alltaf að reyna að færa út kvíarnar og auka við þekkingu sina til þess að geta bætt við sig verkefnum. Laun rafvirkja eru lægst á ís- landi af Norðurlöndunum. Svíarn- ir hafa hæst laun. Þar eru raf- virkjar launahæsta stéttin innan Alþýðusambandsins. Aðeins meðal danskra rafvirkja er atvinnuleysi, um 5 prósent. Annars staðar er ekkert atvinnu- Daninn Erik 0rnbo. leysi, jafnvel þó fjölda manns i öðrum starfsgreinum vanti vinnu. Þó eru hlutfallslega flestir í raf- virkjanámi i Danmörku, 5.000 manns sem stendur, eða 1 prómill þjóðarinnar. Breytt starfssvið Starfsvettvangur rafverktaka hefur breyst mikið undanfarin ár. Stóraukin sjálfvirkni í öllum iðn- aði veldur þvi að þjónusta ýmiss konar er orðin stærsti hlutinn af því sem þeir gera. „Innflutningur og sala á varahlutum og viðgerða- þjónusta eru okkar aðalverkefni núorðið. Þessvegna eru líka þekk- ing og kunnátta i sölu og mark- aðsmálum að verða álíka mikil- væg fyrir okkur og rafvirkja- menntunin sjálf,“ sagði Nils Fred- riksson. íslendingar voru seinni til i þessum efnum en hinir. Hér var fyrsta verksmiðjan, sem færði sér rafeindatækni í nyt, Álverið í Straumsvik. Það er svo ekki fyrr en nú á siðustu árum að fiskiðju- ver um allt land hafa farið að koma upp sjálfvirkum búnaði. Rainer Gustafsson frá Finnlandi. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar \ til sölu Akranes Til sölu sérverslun í fullum rekstri. Leiguhús- næöi á góöum staö fylgir. Besti sölutíminn framundan. Uppl. gefur Gísli Gíslason hdl., sími 93-1750. Tæki og áhöld Til sölu eru öll áhöld og tæki til aö standsetja litla en fullkomna efnalaug. Tækin eru til sýnis í fullum rekstri. Upplýsingar í símum 93-6566 og 93-6567. RÍKISSKIP SKIPAÚTGERÐ RÍKISINS Tölva IBM S/34 til sölu Höfum til sölu IBM S/34 í góöu standi. Lýsing: 64 MB geymslurými disks. 128 KB vinnsluminni. Magasín diskettustöö. Tengingar fyrir átta útstöövar. Fastur viðhaldssamningur frá byrjun. Tölvan er til afhendingar nú þegar. Greiöslu- kjör. Allar nánari upplýsingar veitir Þórir Sveinsson á skrifstofutíma í síma 28822. Athugid Félagasamtök, sjúkraþjálfarar, nudd- og sól- baösstofur: Til sölu sem nýtt nuddtæki G5 meö fylgihlutum. Selst á hálfviröi. Einnig sólarlampi Silver solarium professional. Greiðsluskilmál- ar. Upplýsingar í síma 46489. Grillstaður Til sölu lítill veitingastaður á góöum staö í austurbænum. Nánari uppl. aöeins veittar á skrifst. Kaupþings. Verslun í Keflavík Gjafa- og vefnaöarvöruverslun til sölu viö Hafnargötu í Keflavík. Uppl. hjásölumönnum. Sælgætisverslun vel staösett í miöborginni. Miklir möguleikar. Uppl. á skrifst. Kaupþings. Hkaupþinghf Húsi verslunarinnar S68 69 88 Hlutabréf Til sölu 4% hlutabréfa í hlutafélaginu Kaup- vangur í Reykjavík. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Hrafnkell Ásgeirsson hrl., Strandgötu 28, Hafnarfiröi, simi 50318. Álagrandi Falleg 2ja herbergja ibúö til sölu. Laus strax Upplýsingar í síma 24735 eftir kl. 17.00. Til sölu eða leigu Nokkrir hektarar lands / uppsveitum Árnes- sýslu. Henta vel félagasamtökum. Upplýsingar í síma 99-6957. Ljósmyndastofa Til sölu er ein af eldri Ijósmyndastofum í Reykjavík. Staðsett í miöbænum. Góö aö- staöa, m.a. stúdíóaöstaöa. Uppl. á skrifstofu okkar. Húseignir og Skip, Veltusundi 1, s. 28444. Tækifæri Af sérstökum ástæöum er eitt af vandaöri tímaritum landsins til sölu. Ðlaöiö gefur möguleika á: miklum möguleik- um, miklum tekjum og góöri framtíö. Meö sölunni fylgja: glæsileg húsgögn, símar o.fl. Þetta er mjög gott tækifæri fyrir samhenta og haröduglega aöila sem vilja skapa sér arö- bæra og ánægjulega framtíöarvinnu. Lyst- hafendur leggi inn nöfn sín á augl.deild Mbl. merkt: „Tækifæri — 8970“ fyrir 16. ágúst nk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.