Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR '11. ÁGÚST 1985
53 w
Guðrún Gísla-
dóttir - Minning
Fædd 12. október 1888
Dáin 1. ágúst 1985
Með nokkrum orðum langar mig
að minnast elskulegrar föðursyst-
ur minnar, sem kvaddi þennan
heim þann 1. þessa mánaðar á nít-
ugasta og sjöunda aldursári.
Langri og farsælli ævi er lokið;
ævi konu, sem átti svo stórt hjarta
að þar var rúm fyrir alla, sem
hennar umhyggju, ástúðar og
gjafmildi vildu njóta. Mér var hún
móðir í þess orðs fyllstu
merkingu. Að hennar ást og um-
hyggju hefi ég búið alla mína
daga.
Guðrún Gísladóttir fæddist á
Gufuskálum í Leiru á Suðurnesj-
um þann 12. október 1888. For-
eldrar hennar voru hjónin Helga
Símonardóttir og Gísli Pétursson
netagerðarmeistari. Gisli og
Helga fluttust með börn sín þrjú,
Guðrúnu, Pétur föður minn og Jó-
hann á Lindargötu lOb í Reykjavík
og bjó Guðrún þar, uns hún giftist
Ásgeiri Jónassyni, sem um 40 ára
skeið var skipstjóri, lengst af á
Selfossi Eimskipafélagsins. Ás-
geir var einn hæfasti og dugmesti
skipstjóri íslenska verslunarflot-
ans. Hann hafði sérstaklega karl-
mannlega framkomu og hlýtt
hjartalag. Var hann mér sem besti
faðir, ekki síður en Guðrún sem
móðir. Ásgeir lést 24. mars 1946,
aðeins 63 ára gamall og var öllum
sem hann þekktu mikill harmur
að fráfalli hans.
Árið 1921 réðust Ásgeir og faðir
minn í að byggja húsið Skóla-
vörðustíg 28, en er faðir minn
drukknaði árið eftir, tók Magnús
Skaftfjelds við hans hluta. Var
húsið eitt hið stærsta og virðu-
legasta við götuna í þá daga. Þar
bjuggu Guðrún og Ásgeir alla
þeirra tíð, ásamt Magnúsi og
Steinunni elskulegum hjónum sem
einnig bjuggu í húsinu til æviloka.
Já, Skólavörðustígurinn varð
mörgum kær, einkum og ekki síst
fyrir það að þessi yndislega kona,
Guðrún Gísladóttir, bjó þarna.
Hún mátti ekkert aumt sjá og var
alltaf að gera einhverjum gott,
skyldum sem vandalausum. Enga
manneskju hefi ég þekkt sem hefir
haft jafn mikla gleði og þörf fyrir
að gefa og miðla öðrum af sínu.
Kærleikurinn sem í þessu fólst,
varð mörgum manninum minnis-
stæður, og kom það oft fram sér-
staklega eftir að hún veiktist. Um
áttrætt varð Guðrún blind, en með
uppskurði blessaðist Úlfari Þórð-
arsyni að færa henni sjónina aftur
og hélst hún til æviloka.
Guðrúnu og Ásgeiri varð
þriggja dætra auðið, en þær eru:
Jónína, gift. Knud Kaaber, fram-
kvæmdastjóra, Helga Hólmfríður,
ógift, og Petra, gift Sverri Þórðar-
syni blaðamanni. Allar hafa dæt-
urnar reynst móður sinni ákaflega
vel og endurgoldið hennar kær-
leiksríku ást og hugulsemi.
Að leiðarlokum eru í huga mín-
um þakklæti og virðing fyrir þess-
ari góðu frænku minni. Og Dolla
systir mín, maður hennar Theodór
og sonurinn Ted senda sínar
hjartans þakkir og kveðjur frá
Kaliforníu.
Pétur Pétursson
Á morgun fer fram frá Hall-
grímskirkju í Reykjavík útför
Guðrúnar Gísladóttur húsfreyju
að Skólavörðustíg 28. Guðrún
Gísladóttir var fædd á Stóra
Hólmi í Leiru þann 12. október
1888. Foreldrar hennar voru
Helga Símonardóttir og Gísli Pét-
ursson. Sjö ára að aldri fluttist
Guðrún með foreldrum sínum til
Reykjavíkur. Bjuggu þau lengst
við Lindargötu. Þar ólst Guðrún
upp ásamt bræðrum sínum tveim,
Jóhanni og Pétri Guðbergi. Á
yngri árum fékkst Guðrún við af-
greiðslustörf eða þar til hún gift-
ist árið 1918 Ásgeiri Jónssyni
skipstjóra frá Hrauntúni I
Þingvallasveit. Eignuðust þau
þrjár dætur, Jóninu Sigrúnu sem
gift er Knud Kaaber fram-
kvæmdastjóra, Helgu Hólmfríði
aðalbókara hjá Ferðaskrifstofu
ríkisins og Petru Guðbjörgu sem
gift er Sverri Þórðarsvni blaðam-
anni. Þau Guðrún og Asgeir flutt-
ust árið 1922 að Skólavörðustíg 28,
en það hús hafði Ásgeir skipstjóri
reist í félagi við vin sinn og sveit-
unga Magnús Skaftfjeld Hall-
dórsson. Sambýli fjölskyldna
þeirra á Skólavörðustíg stóð i yfir
sextíu ár. Ásgeir Jónasson andað-
ist árið 1946.
Guðrún Gísladóttir stýrði heim-
ili sínu af mikilli festu og mynd-
arskap, enda var hún mikilhæf
kona, trygg og örlát. Nutu þessara
kosta hennar vandamenn og vinir
sem voru aufúsugestir á heimili
hennar. Guðrún átti því láni að
fagna að búa við góða heilsu fram
á elliár, en þegar hallaði undan
fæti tók hún því af þeirri andlegu
reisn sem ætíð einkenndi hana. En
þá stóð hún ekki ein. Helga dóttir
hennar bjó alla tíð með móður
sinni á Skólavörðustíg. Hún og
dæturnar Jónína og Petra önnuð-
ust móður sína af frábærri um-
hyggju og gerði henni kleift að
búa á heimili sínu til síðustu
stunda. Guðrún andaðist á öldrun-
ardeild Borgarspitalans þann 1.
ágúst á nítugasta og sjöunda ald-
ursári.
TÓNLISTARKROSSGÁTAN NO: 32
Lausnir sendist til: RQcisútvarpsins RÁS 2
Efstaleiti 1
108 ReykjavQc
Merkt Tónlistarkrossgátan
Við systkinin, börn Steinunnar
Kristjánsdóttur og Magnúsar
Skaftfjelds, þökkum Guðrúnu
Gísladóttur vináttu og tryggð frá
fyrstu bernskuárum okkar og alla
tíð. Nú er sambýli fjölskyldnanna
tveggja á Skólavörðustíg 28 lokið,
en hlið við hlið er húsráðendum
legstaður búinn í Fossvogskirkju-
garði.
Sigríöur Magnúsdóttir
Háöldruð elskuleg kona, sem
öllum vildi vel, trygg og vinföst
hefur lokið vegferð sinni hér á
jörðu. Við, sem henni tengdust, og
þeir sem kynntust henni munu
minnast hennar ævinlega vegna
mannkosta. Þessi kona var frú
Guðrún Gísladóttir frá Stóra-
Hólmi í Leiru, sem heima átti hér
í Reykjavík frá því á barnsaldri.
Lést hún í öldrunardeildinni á
Borgarspítalanum hinn 1. ágúst,
96 ára að aldri. Hafði hún notið
einstakrar hjúkrunar og aðhlynn-
ingar lækna og starfsfólks deild-
arinnar. Hún var við sæmilegustu
heilsu vel fram yfir nírætt.
Guðrún var fædd 12. október ár-
ið 1888. Foreldrar hennar voru
hjónin Gísli Pétursson bóndi og
útvegsmaður á Gufuskálum og
kona hans, Helga Símonardóttir,
er var úr Hreppunum, frá Berghyl
í Hrunamannahreppi. Náði hún
einnig háum aldri. Ekki sleit Guð-
rún barnsskónum eins og það heit-
ir suður í Leiru. Hún var 7 ára er
Gísli faðir hennar tók sig upp af
jörðinni og flutti búferlum hingað
til Reykjavíkur. Hafði sú ferð ver-
ið Guðrúnu meðal þess minnis-
stæðasta frá bernskuárum henn-
ar. Þá voru á heimilinu á Gufu-
skálum auk hjónanna og Guðrún-
ar bræður hennar þeir Pétur og
Jóhann. Ekki hafði Gísli farið
landveginn yfir hraunin þar syðra
með fólk sit og búslóð er hann hélt
til höfuðstaðarins, heldur kom
hann búslóðinni og fjölskyldunni
fyrir á báti. Mun þessari sjóferð,
sem gengið hafði vel, hafa lokið að
mig minnir vestur við Ráðagerði á
Seltjarnarnesi, frekar en í
Grímsstaðaholtsvör. Fjölskyldan
settist að í steinbæ við Vita-
torg, en lengst af bjó hún á Lind-
argötunni, i hinu forna Skugga-
hverfi. Á yngri árum hafði Guð-
rún unnið við afgreiðslustörf í
bakaríi og um skeið var hún af-
greiðsludama í þeirri fínu ný-
lenduvöruverslun sem Smjörhúsið
hét og var austast í Hafnarstræti.
Guðrún kynntist líka störfum til
sveita því hún var í Gufunesi og
víðar í kaupavinnu.
Bræður hennar, Jóhann og Pét-
ur, tóku sér fyrir hendur störf er
tengdust sjó og sjómennsku. Gerð-
ist Pétur farmaður og var á Foss-
um Eimskipafélagsins. Jóhann
gerðist aftur á móti netagerðar-
maður. Faðir systkinanna hafði
fengist við þau störf, a.m.k. eftir
að hann fluttist hingað á mölina.
Pétri auðnaðist aðeins skammt llf.
Hann var á Gullfossi og tók hann
út er ólga reið yfir skipið á hafi og
hreif hann með sér. Var hann
mörgum harmdauði. Lét hann eft-
ir sig ekkju með tvö börn ung.
Þegar Guðrún var þritug giftist
hún ungum stýrimanni hjá Eim-
skipafélagi tslands, Ásgeiri Jón-
assyni, bóndasyni frá Hrauntúni í
Þingvallasveit. Þvi má skjóta hér
inn að hann var við stýrið á gamla
Gullfossi, eins og fyrsti Gullfoss
Eimskipafélagsins hefur jafnan
verið kallaður, er hann sigldi hér
inn á Reykjavíkurhöfn í fyrsta
skipti, árið 1915. Var Ásgeir skip-
stjóri i fjöldamörg ár hjá Eimskip,
lengst af á gamla Selfossi. Hann
lést árið 1946. Þau eignuðust þrjár
dætur; Jónínu (Ninnu), Helgu
Hólmfríði (Fríðu) og Petru. Eftir
nokkra ára búskap höfðu þau Guð-
rún og Ásgeir átt hlutdeild að því
að byggja hið reisulega og fallega
hús, sem stendur á horni Skóla-
vörðustígs og Baldursgötu, Skóla-
vörðustíg 28. Af þeim 90 árum sem
Guðrún átti heima hér í Reykjavík
bjó hún í rúmlega 60 ár í þessu
húsi ásamt vinum sínum, Magnúsi
Skaftfjeld, sem var sveitungi Ás-
geirs, og konu hans, Steinunni
Kristjánsdóttur. Eru þau bæði lát-
in. Einlæg vinátta ríkti alla tíð
milli heimilanna og féll þar aldrei
skuggi á. Eftir að Guðrún var gift
kona helgaði hún heimili og dætr-
um alla krafta sína eins og það er
kallað, þegar húsmæður leita ekki
út fyrir veggi heimilisins til vinnu.
Var hún alla tíð röggsöm húsmóð-
ir og stjórnsöm. Vegna þess að
Ásgeir var ætið í langsiglingum
kom það í hennar hlut að hafa nær
allan veg og vanda af heimilis-
rekstri, barnauppeldi auk daglegr-
ar umsýslu heimilisins. Þetta
þótti a.m.k. í þá daga ekki tiltöku-
mál á sjómannaheimilum 1
Reykjavík. Heimilisbragur allur á
Skólavörðustígnum var fastmót-
aður af húsmóðurinni. Oft hefur
reynt á þolrifin á því heimili þegar
haft er i huga að Ásgeir sigldi um
heimshöfin í heimsstyrjöldunum
báðum. Mun oft hafa reynt á hans
taugar í þeim ósköpum öllum.
Ekki gat hjá því farið að reyndi á
eiginkonur og börn þessara far-
manna t.d. er blöð og útvarp fluttu
fréttir af ótakmörkuðum kafbáta-
hernaði á höfunum og stór árásum
á skipalestirnar. Hafði Guðrún
ætíð sýnt dæmfáa stillingu og
æðruleysi. Það sá henni aldrei
neinn bregða. Hún var ætíð góð
heim að sækja og þar var gest-
kvæmt. Gestrisni og hjálpsemi sat
í fyrirrúmi. Nutu þess í ríkum
mæli skyldir sem óskyldir. Aldrei
minntist hún á eitt eða neitt sem
þau hjón, eða hún ein, gerðu fyrir
aðra. Hún hefði talið slíkt nálgast
siðleysi. Tilætlunarsemi var ekki
að finna i hennar fari. Hún hafði
mikla ánægju af hannyrðum og
eru til eftir hana athyglisverðar
útsaumaðar myndir, t.d. frá Þing-
völlum. — Hún tók miklu ástfóstri
við þá sögufrægu fögru sveit, sem
fóstrað hafði Ásgeir mann henn-
ar. Þingvallabændur og búandlið
þar í sveit var alla tíð hátt skrifað
í hennar huga. Guðrún var hag-
lætiskona og dagfarsprúð. Hún
var viðræðugóð. Minni hennar var
óbilað að heita má, allt fram undir
það síðasta. Oft var með ólíkind-
um hvað hún mundi, t.d. fólk,
kunni af kvæðum, vísubrotum og
hendingum. Hafði hún jafnan svör
á hraðbergi væri hún spurð. Meðal
annars af þeim sökum var oft
gaman að hlusta á hana taka þátt
í spjalli í hlýlegum stofum hennar
á Skólavörðustignum. Skaut hún
þá gjarnan inn athugasemdum,
oft í léttum dúr, því skopskyn
hennar var í góðu lagi.
Guðrún bar sæmdarheitið ætt-
móðir með sóma. Afkomendurnir
voru tíðir gestir á heimili hennar
og Fríðu dóttur hennar. Sjálf var
Guðrún í stöðugu og góðu sam-
bandi við hinn snöfurmannlega
hóp ungra afkomenda. Alla tíð lét
hún sér annt um bræðrabörn sin
og fylgdist náið með þeim. Á eng-
an er hallað þó því sé slegið föstu
að djúp vinátta hennar og frænda
hennar, Péturs Péturssonar stór-
kaupmanns, hafi alla tið verið með
þeim hætti að fátitt er. Ræktar-
semi hans við aldraða föðursystur
var einstök.
Punkturinn verður ekki settur
aftan við þessi kveðjuorð án þess
að færa starfsfólki Heimilishjálp-
ar félagsmálastofnunarinnar
þakkir fyrir alla hjálp og aðstoð.
Án hennar hefði hún ekki getað
verið jafn lengi á eigin heimili og
raunin varð á. Eins skal starfsliði
Öldrunardeildarinnar í Borgar-
spítalanum þakkað allt það sem
það gerði fyrir hina aldurhnignu
konu, eftir að hún varð að leita til
deildarinnar, þá orðin sjúk og lífs-
þrótturinn þverrandi. Oft hafði
Guðrún orð á þessu við sitt fólk og
mat til fullnustu og virti það sem
fyrir hana var gert.
Öldruð kona, sem aldrei mátti
vamm sitt vita, hefur lokið langri
ævi, sem öll var lærdómsrík og
merkileg. Hún lifði alla mestu um-
byltingartíma sem gengið hafa yf-
ir land og þjóð, allt frá torfbæja-
öldinni og fram á tölvuöld. Við
tcngdasynir hennar þökkum henni
samfylgdina og biðjum Guð að
blessa minningu hennar.
K. Kaaber
Sv. Þórðarson
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför
GUDRÚNARJÓNSDÓTTUR,
Kirkjuvegi 5,
Hafnarfiröi.
Sérstakar þakkir eru færöar starfsfólki á Sótvangi og St. Jósefs-
spítala i Hafnarfiröi fyrir góöa umönnun á síöastliðnum árum.
Helga Jónadóttir og fjölakylda.
t
Innilegar þakkir fyrlr auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu,
LILJU BJARNADÓTTUR.
Sjöfn Zophoníaadóttir,
Soffía Zophoníaadóttir,
Bjarni Zophoníaaaon,
Herdía Zophoníaadóttir,
Gunnar M. Steinaen,
örn Þór Karlaaon,
Margrét Jónadóttir,
Péll Tryggvason
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrlr auösýnda samúö og vináttu vlö andlát og útför
móöur okkar og tengdamóöur,
LOVÍSU JÓNSDÓTTUR
fré Hrisey.
... Jón Áskelsson,
Ásgeir Áakelsson,
Agnar Áskelsson,
Zophonías Áskelsson,
Gyöa Áskelsdóttir,
Ingibjörg Sæmundsdóttir,
JóhannaBogadóttir,'
Bjarnveig Guömundsdóttir,
Þórhildur Jóhennesdóttir,
Jón Einarsson.