Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAPIÐ, SUNNUDAGUR 11. ÁGCST 1985 Ríkið stofn- ar hlutafélag til að selja sérþekkingu STOFNAÐ hefur verið hlutafélag til að selja erlendis sérþekkingu Orkustofnunar á rannsóknum, vinnslu og notkun jarðhita, vatns- orkurannsóknum og áætlanagerð í orkumálum. Ríkið er einn hluthafí og á að leggja til félagsins tólf milljónir króna á næstu þremur ár- um. Félagið tekur við því starfi, sem Orkustofnun hefur unnið m.a. í samstarfi við Verkfræði- samsteypuna Virki hf. til að skila tilboði í jarðhitaverkefni í Grikklandi, en þessir aðilar vinna nú saman að tveimur slík- um verkefnum í Grikklandi. í stjórn félagsins eru Jónas Elíasson prófessor, Valdimar K. Jónsson prófessor og Þóroddur Th. Sigurðsson verkfræðingur, og hefur iðnaðarráðherra falið þeim að leita eftir sem víðtæk- ustu samstarfi við innlenda og erlenda aðila um verkefni félags- ins. Áburðarverksmiðjan: Enginn samn- ingafund- ur boðaður YERKFALL iðnaðarmanna í Áburðarverksmiðjunni skall á á miðnætti í fyrrinótt. Enginn nýr samningafundur hefur verið boðaðar, en ríkissáttasemjari mun ætla að athuga með sátta- fund eftir helgi. Verkfallið nær til rafvirkja, trésmiða og járn- iðnaðarmanna, sem séð hafa um viðhald. Verksmiðjan mun stöðvast vegna þessa strax og bilanir verða í henni. 40.000 hafa séð A View to a Kill A VIEW TO A KILL, nýjasta James Bond-myndin, hefur nú verið sýnd í Bíóhöllinni í 6 vikur. Að sögn Árna Samúelssonar, forstjóra Bíóhallar- innar, hefur aðsókn að myndinni verið mjög góð og hafa nú um 40.000 manns séð hana. Yfír 10.000 manns sáu myndina fyrstu vikuna og er það mesta aðsókn sem verið hefur að einni mynd á einni viku í Bíóhöllinni hingað til. A View to a Kill er nú sýnd í B-sal Bíóhallarinnar og sagðist Árni búast við því að hún yrði sýnd lengi enn, þar sem sýna á myndina í sölum 3,4 og 5. Árni sagði að þetta væri best sótta James Bond-myndin til þessa og sömu sögu er að segja um aðsókn að myndinni í öðrum lönd- um. ÍDAG Meðal efnis í blaðinu í dag er: Útvarp/sjónvarp.... 6 Dagbók................... 8 Fasteignir............ 9/19 Leiðari................. 28 Reykjavíkurbréf.... 28/29 Myndasögur......... 31/32 Peningamarkaður.... 30 Raðauglýsingar..... 40/50 íþróttir............. 54/55 Fólk í fréttum.....30B/31B Dans/bíó/leikhús.... 32B/35B Velvakandi..........36B/37B Menning/listir..... Unnið við breytingar á Hressingarskálanum f gær. „Hressó" opnar í nýjum búningi eftir 10 daga morgunDiaoio/ Bj»rni „VIÐ lokuðum Hressingarskálan- um í gær því nú ætlum við að taka þriðja og síðasta salinn í gegn og reiknum með að opna aftur eftir 10 daga í nýjum búningi," sagði Einar Sigurjónsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Hressingarskálans í Austurstræti, í samtali við Morg- unblaðið. „Tveir salir Hressingarskálans eru tilbúnir, nema hvað eftir er að ganga lítilhátUr frá og setja upp borð og stóla. Lagt verður upp úr fínni matseðli á kvöldin með fullri þjónustu en léttum réttum í hádeg- inu með hálfri þjónustu. Einar sagði að í salnum, sem nú er verið að Uka í gegn, yrði lögð áhersla á kaffíaðstöðu eins og áð- ur. „Öll gólfin hafa verið parket- lögð og laus borð verða sett upp í stað gömlu bekkjana." Þorsteinn Guðnason hagfræðingur Fjárfestingarfélagsins: Oréttmætt að láta uppi efnisatriði í tilboði Birkis Metur söluverðið á sexfalt nafnverð hlutabréfanna „ÞAÐ VORU vissulega óæskileg vinnubrögð að efni tilboðsins skyldi hafa lekið svona út og ekki réttmætt gagnvart þeim manni sem hafði þegar boðið í hluUbréfín,“ sagði Þorsteinn Guðnason hagfræðingur hjá Fjárfest- ingarféiagi Islands f samtali við Morgunblaðið í gær um sölu hluU- bréfa ríkisins í Flugleiðum. Þorsteinn sagði að markmið Fjárfestingarfélags- ins hefði verið að sUnda á allan hátt faglega að sölunni og þar hefði mikil leynd hvflt yfir öllu saman. Hann sagðist ekki viU hvaðan efnisatriði úr tilboði Birkis Baldvinssonar hefðu lekið út, en það hefði verið eftir að tilboðið var kynnt á rfkisstjórnar- fundi, og það hefði ekki verið réttlátt gagnvart þeim manni sem gerði til- boðið. Þorsteinn sagðist hafa hringt til sonar Birkis Baldvinssonar á föstu- daginn til að segja þeim frá þvf að annað tilboð hefði borist, án þess að greina frá innihaldi þess, en Birkir hefði ákveðið að halda sig við sitt fyrra tilboð. Hann sagði að Fjár- festingarfélagið hefði lagt til annað fyrirkomulag á sölu hlutabréfa rikisins en farin var. Þó væri ekkert óeðlilegt við þá leið sem fjármála- ráðherra hefði valið, hún tiðkaðist við sölu ýmissa eigna. Bjóst hann við að þeim sem hygðu á kaup á hlutabréfum ríkisins f Eimskip og RAFHA .yrði f ljósi fenginnar reynslu ráðlagt að hafa þröngan til- boðsfrest á tilboðum sínum. Forráðamenn Flugleiða telja sig hafa keypt hlutabréfin á 4,5 földu nafnverði miðað við sennilega verð- bólguþróun á þeim átta árum sem eftirstöðvar kaupverðsins greiðast á en eftirstöðvarnar eru vaxUlaus- ar og óverðtryggðar. Þorsteinn Guðnason vildi ekki leggja dóm á þessa útreikninga Flugleiða, en sagði að menn gætu fengið út nán- ast hvaða tölu sem er með því að gefa sér mismunandi forsendur. Hann sagðist telja að söluverð bréf- anna væri liðlega 6 falt nafnverð á núvirði og miðaði hann þá við breytilega verðbólgu, 30% nú og stiglækkandi á þeim átta árum sem kaupverðið greiðist á. Hann sagði að það væri í samræmi við það sem Fjárfestingarfélagið hefði talið lfk- legasta hagrænt verðgildi hluU- bréfanna, en eins og kunnugt er voru niðurstöður mats Fjárfest- ingarfélagsins á hluUbréfunum þau að 6 falt nafnverð væri líkleg- asU hagrænt verðgildi þeirra, 9 falt væri hæsta verðgildi og 4 falt lægsU hagrænt verðgildi. Hann sagði að aðalatriði málsins væri þó það að tvö tilboð hefðu borist í hlutabréfin og tilboð stjórnar Flugleiða óvéfengjanlega hærra. Einar og Jóhannes í stjórn Flugleiða TVEIR af þremur kjörnum vara- mönnum f stjórn Flugleiða, Einar Árnason fyrrverandi flugstjóri hjá Loftleiðum og Jóhannes Markússon fíugstjóri hji Flugleiðum, taka að lík- indum sæti í stjórn Flugleiða í stað fulltrúa ríkisins. Albert Guðmundsson fjármála- ráðherra sagði að í kjölfar sölu rfkisins á hlutabréfum í Flugleiðum myndu fulltrúar ríkisins væntan- lega hverfa úr stjórninni og Sigurð- ur Helgason stjórnarformaður Flugleiða sagði að kjömir vara- menn myndu taka sæti þeirra og sitja til næsta aðalfundar. Full- trúar ríkisins í stjórninni eru: Sig' urgeir Jónsson aðstoðarbankastjóri Seðlabanka íslands og Kári Ein- arsson verkfræðingur. ólafur ó- Johnson forstjóri er þriðji vara- maðúr í stjórn Flugleiða. EM í sundi: Eðvarð í úrslit — 13. besti tími í heiminum í ár EÐVARÐ ÞÓR Eðvarðsson setti enn eitt fslandsmetið í Evrópumótinu í sundi sem fram fer í Sofíu í Búlgarfu. Eðvarð synti 100 m baksund á 58,30 sekúndum sem var sjötti besti tíminn i mótinu og er 13. besti tíminn f heiminum. Eðvarð komst í A-riðil úrslita sundsins og átti að keppa í honum seint í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta sinn sem Eð- varð tekst að synda 100 m bak- sund undir einni mfnútu í fimm- tíu metra laug og jafnframt er þetta besti tfmi Norðurlandabúa á þessu ári. Hann var f mjög sterkum riðli en meðal keppi- nauta hans var heimsmeistarinn sjálfur og Svii einn sem Eðvarð hefur oftast tapað fyrir. Að þessu sinni sigraði Eðvarð þó Svfann og þess má geta að aðeins einn V-Evrópubúi varð á undan hon- um, hinir fjórir eru allir frá A-Evrópu. Ragnheiður Runólfsdóttir setti einnig fslandsmet er hún synti 200 m fjórsund á 2 mín. 30,65 sek- úndum. Eldra metið átti hún sjálf og var það 2:31,71. Þriðji Islendingurinn keppti einnig í gær. Það var Ragnar Guðmundsson sem synti 1500 m skriðsund. Honum tókst ekki að setja fslandsmet, synti á 16:39,98 sem er aðeins 6 sekúndum frá metinu. Eðvarð keppir f dag f 200 m fjórsundi og er það síðasta grein- in sem fslendingarnir keppa f á þessu móti. Hinir íslensku kepp- endurnir hafa lokið keppni og Eðvarð Þór Eðvarðsson hefur staðið sig mjög vel á Evrópumótinu í sundL í gær setti hann enn eitt fslandsmetið og náði um leið 13. besta tfmanum í 200 m baksundi á þessu ári. hópurinn kemur heim aðfaranótt þriðjudags. íslensku þátttakend- urnir hafa alls sett nfu fslands- met í þessari keppni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.