Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1985 23 Hestamannamót Storms á Söndum Gustur, knapi Jóhann Bragason, hefur sigraó þrisrar sinnum { röð í A-flokki gæóinga. Frímann, knapi Gísli Einarsson, hefur sigrað þrisrar sinnum í röð í B-flokki sem keppi innbyrðis og séu ekki kjörnir í kosningum. Hann spáir valdabaráttu og segir að Regan reyni nú þegar að bægja burtu hægrisinnuðum ráðgjafa forsetans, Patrick Buchanan. Bush eigi fullt í fangi með að koma til greina og frú Nancy Reagan, sem mikið hvíli á, sé orðin „hlédræg". Hann seg- ir að slík togstreita eigi eftir að magnast, jafnvel þótt forsetinn taki aftur við „venjulegum störfum", sem þó séu svo um- fangsmikil að þau mundu reyna mikið á miklu yngri mann. Athygli vakti að starfsmenn Hvíta hússins reyndu að gera sem minnst úr því að Bush var falið að fara með forsetavald, þótt slíkt hefi aldrei gerzt áður í sögunni. Þess vegna kom „ógætni" Rosenbergs læknis sér mjög illa fyrir ráðunauta Reag- ans. Rosenberg er þekktur fyrir að vera mjög sjálfstæður og læt- ur ógjarnan segja sér fyrir verk- um. Hann tók líka svipaða af- stöðu og margir aðrir læknar þegar líkt stendur á. MARGT Á HULDU Margt er enn á huldu um veik- indi forsetans. Til dæmis hefur ekki verið skýrt frá því hvers vegna hann fór ekki I rannsókn í maí í fyrra, þegar fyrst fannst LARRY SPEAKES: bjartsýni ROSENBERG: hreinskilinn æxli við venjulega læknisskoð- un. Blöð sögðu frá því þá að Reag- an þyrfti e.t.v. að fara í aðra aðgerð og að margir læknar furðuðu sig á því hvers vegna hann hefði ekki gert það. Áhyggjum þeirra var haldið leyndum meðan á kosningabar- áttunni stóð. Fréttaritari brezka blaðsins Spectator kvaðst hafa varpað fram þeirri spurningu í fyrra- sumar hvers vegna starfsmenn Hvíta hússins væru svo bjart- sýnir á heilsufar forsetans. Hann kveðst hafa gefið í skyn að forsetinn og ráðunautar hans hafi vísvitandi frestað nauð- synlegri aðgerð, þar sem beir teldu að hún mundi spilla fyrir möguleikum hans á því að ná endurkjöri í fyrrahaust. Þessu hafa ráðunautar Reagans visað eindregið á bug. Með þessu segir fréttaritarinn að forsetinn kunni að hafa fært mikla sjálfsfórn, en tæplega hafi verið farið eftir réttum leikreglum gagnvart banda- rískum kjósendum, sem fengu að sjá ótal myndir af honum á hestbaki, á gangi úti í skógi eða að leik í flæðarmálinu. Læknisfræðilegar skýringar kunna að vera til á þögninni um heilsufar forsetans að sögn Observer. Til dæmis er vitað að Daniel Ruge, fv. læknir Reag- ans, taldi Reagan óvenjulega heilsuhraustan mann. En vitað er að þegar æxlið kom í ljós í læknisskoðuninni í fyrra hafði forsetinn ekki farið í allsherj- arrannsókn í tvö og hálft ár. Það hefur einnig vakið furðu að Reagan fór ekki í ristilskoðun þegar annað æxli fannst í marz á þessu ári. Að minnsta kosti einn læknir hvatti eindregið til þess að það yrði þegar í stað gert, en fjórir mánuðir liðu án þess að nokkuð gerðist. Sú skýr- ing var gefin að forsetinn ætti erfitt með að koma því við að fara í slíka skoðun vegna anna. HVAÐ TEKUR VIÐ Fréttaritari Spectator óttast að fundur Reagans og Gorbach- evs í haust geti orðið auðmýkj- andi fyrir forsetann. Forsetinn muni eiga í höggi við þróttmik- inn mann, en sjálfur verða að hugsa sífellt um heilsuna. Hann segir að fyrirgefa megi Reagan að hafa sótzt eftir endurkjöri í fyrra í stað þess að fara í að- gerð, en bætir við: „Hann ætti að firra okkur meiri vandræðum með því að segja af sér núna.“ Reagan: ræður nú mestu Fréttaritari Economist segir hins vegar að Reagan muni reynast auðveldara en flestum öðrum stjórnmálaleiðtogum að „ríkja um skeið án þess að stjórna", þar sem hann eigi svo auðvelt með að stjórna með þeim hætti að veita öðrum um- boð og dreifa ábyrgðinni. Hann bendir einnig á að forsetinn hafi verið miklu fljótari að ná sér eftir tilræðið um árið en búizt hafði verið við og vitnar í Alan Simpson öldungadeildarmann: „Hann stendur sig langbezt þeg- ar hann er í símanum." Hvað sem þessu líður mun Reagan forseti halda áfram að taka mikilvægustu ákvarðanir, en Donald Regan eiga frum- kvæðið að mótun stefnunnar þangað til forsetinn kemur aftur frá Kaliforníu. Mörg vandamál bíða úrlausnar og erfiðir tímar eru framundan. Vera má að samúð sú, sem forsetinn hefur fengið, komi honum ekki að full- um notum, ef hann verður ekki nógu þrekmikill til að beita valdi sínu af öryggi. GH tók saman. Bolungarvík, 6. ágúst Hestamannafélagið Stormur hélt sitt árlega hestamannamót á Sönd- um í Dýrafirði dagana 12. og 13. júlí. Fyrri dag mótsins var keppt í undan- rásum kappreiða, unglingakeppni og töltkeppni og um kvöldið voru kyn- bótahross dæmd af Þorkeli Bjarna- syni. Meðdómendur voru þeir Benj- amín Oddsson, Flateyri og Þorkell Þórðarson, Þingeyri. Þorkell Bjarna- son gat þess er hann lýsti dómum að Vestfirðingar væru greinilega á eftir öðrum landshlutum í ræktun hrossa. Að morgni síðari dags mótsins voru dæmdir A- og B-flokkar hesta og eft- ir hádegi var mótssetning, sem hófst með hópreið hestamanna inn á móts- svæðið. Formaöur félagsins, Bragi Björgmundsson, flutti setningar- ávarp og séra Gunnlaugur Garðars- son stjórnaði helgistund. Að því loknu hófst venjubundin dagskrá sem lauk með kappreiðum. Hestamannafélagið Stormur er félag hestamanna í Vestur-Barða- strandarsýslu og Vestur- og Norður-ísafjarðarsýslu. Félagið hefur undanfarin ár haldið hesta- mannamót á Söndum í Dýrafirði og hefur verið ákveðið að þar verði byggt upp framtíðarvallarsvæði félagsins. Úrslit Stormsmótsins 1985 urðu sem hér segir: A-flokkur 1. Gustur. Eink. 8,00. Eig. Bragi Björgmundarson Bolv. Knapi Jó- hann Bragason. 2. Víkingur. Eink. 7,89. Eig. Hálfdán Ingólfsson Bolv. Knapi Hálfdán Ing- ólfsson. 3. Geysir. Eink. 7,74. Eig. Gísli Ein- arsson Bolv. Knapi Gísli Einarsson. Við endurröðun í A-flokki breytist röð þriggja hesta ekkert. B-flokkur 1. Frfmann. Eink. 8,47. Eig. Gísli Ein- arsson Bolv. Knapi Gísli Einarsson. 2. Sóti. Eink. 8,35. Eig. Sigmundur Þorkelsson Bolv. Knapi Sigmundur Þorkelsson. 3. Ástríkur. Eink. 8,24. Eig. Friðrik Andersen Barðas. Knapi Helgi H. Jónsson. í endurröðun í B-flokki varð Sleipnir frá Bakka, Dýrafirði, eigandi: Svanberg Gunnlaugsson. Knapi Ragnar Ó. Guð- mundsson í 3. sæti. Sleipnir hafði hlot- ið einkunina 8,19 f dómi. Endanleg röð i B-flokki: 1. Frímann, 2. Sóti, 3. Sleipn- ir. Töltkeppni 1. Frfmann. Eink. 8,63. Eig. Gfsli Ein- arsson Bolv. Knapi Gísli Einarsson. 2. Ljósfari. Eink. 8,40. Eig. Bjarni Sig- urðsson Hfn. Knapi Bjarni Sigurðs- son. 3. Stór-Stjarni. Eink. 8,27. Eig. Guð- mundur Helgason Isaf. Knapi Jör- undur Jökulsson. Erindi um íslenzka hesta í Alaska DR. WILLIAM B. Collins frá há- skólanum í Fairbanks í Alaska mun halda fyrirlestur um reynslu sína af íslenskum hestum í Alaska í fund- arsal Rannsóknastofnunar landbún- aðarins mánudaginn 12. ágúst kl. 10.30 árdegis. Dr. William B. Collins hefur skrifað nokkrar greinar í erlend visindatímarit um íslenska hesta i Alaska. Má þar m.a. nefna „The Introduction and Suitability of Icelandic Horses in Northwestern Alaska“ sem birtist í „Agroboreal- is“ í janúar 1984 og „Performance of Icelandic Horses in Northwest- ern Alaska“ sem birtist í „Range- lands“ í desember 1984. Erindið er haldið á vegum Bún- aðarfélags fslands og Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins og er öllum heimill aðgangur. gæðinga. 1 endurröðun færðist Stór-Stjarni upp f 2. sæti og í 3. sæti hafnaði Dropi. Eigandi og knapi Jón Guðni Guð- mundsson Bolv. Dropi hafði hlotið í dómi einkunnina 8,23. Endanleg röð i töltkeppninni: 1. Frímann, 2. Stór- Stjarni, 3. Dropi. Unglingakeppni 13—15 ára 1. Bára Eliasdóttir Isafirði á Þrym. Eink. 7,66. 2. Garðar Kristjánsson Þingeyri á Sprota. Eink. 6,96. 3. Jóna G. Hreinsd. Auök. Arnarf. á Syrpu. Eink. 6,62. Unglingakeppni 12 ára og yngri 1. Astmar Ingvarsson Bolungarv. á Glað. Eink. 8,14. 2. Helga J. Andrésd. Þingeyri á Eld. Eink. 8,07. 3. Dofri Jónsson Húsat. Dýraf. á Berki. Eink. 7,95. 300 m stökk 1 Hetja. Tfmi 23,5. Eig. Katrín Pét- ursdóttir, Hvammi, Barðastr. Knapi Katrfn Pétursdóttir. 2. Ljósfari. tími 23,7. Eig. Bjarni Sig- urðsson Hafnarf. Knapi Bjarni Sig- urðsson. 3. Ástríkur. Tími 23,9. Eig. Friðrik Andersen Barðas. Knapi Helgi H. Jónsson. 250 m stökk 1. Mósa. Tfmi 20,7. Eig. Helgi H. Jóns- son Barðast. Knapi Helgi H. Jóns- son. 2. Blakkur. Tfmi 21,1. Eig. Theódóra Ragnarsd. Brjánsl. Knapi Viktor Guðný Ásgeirsdóttir, píanóleikari, og Jón Aðalsteinn Þorgeirsson, klar- inettleikari, halda tónleika á Kjar- valsstöðum mánudaginn 12. ágúst nk., kl. 20.30. A efnisskránni eru verk eftir Tadeuz Baird, Claude Debussy, Jó- hannes Brahms, Withold Lutosl- Pálsson. 3. Litla-Stjarna. Tími 22,0. Eig. Ragn- ar Guðmundsson Brjánsl. Knapi Bjarni Sigurðsson. 300 m brokk 1. Funi. Tfmi 38,5. Eig. Kristinn Jón- asson Þingeyri. Knapi Kristinn Jón- asson. 2. Sleipnir. Tfmi 41,6. Eig. Svanberg Gunnlaugs. Þingeyri. Knapi Svan- berg Gunnlaugs. 3. Faxi. Tfmi 42,0. Eig. Jóna Krist- jánsd. Alv. Dýraf. Knapi Viktor Pálsson. 150 m skeið 1. Elías. Tími 16,8. Eig. Einar Þor- steinsson Bolv. Knapi Gfsli Einars- son. 2. Drottning. Tfmi 19,1. Eig. Helgi H. Jónsson Barðast. Knapi Helgi H. Jónsson. 3. Freysting. Tími 26,0. Eig. Rögnvald- ur Ingólfs. Bolv. Knapi Jörundur Jökulss. 250 m skeið 1. Hreggur. Tími 26,2. Eig. Rögnvaldur Ingólfs. Bolv. Knapi Jörundur Jök- ulsson. 2. Elías. Tími 27,9. Eig. Einar Þor- steinsson Bolv. Knapi Gfsli Einars- son. 3. Ámundi. Tími 30,0. Eig. Helgi H. Jónsson Barðast. Knapi Helgi H. Jónsson. Knapaverðlaun hlaut Gfsli Einars- son, Bolungarvik, og glæsilegasti hest- ur mótsins var valinn Ástrfkur, eigandi Friðrik Andersen, Barðast. awsky og Igor Strawinsky. Guðný Asgeirsdóttir stundaði nám í píanóleik og tónlistarfræð- um við tónlistarskólann í Vínar- borg og Jón Aðalsteinn Þorgeirs- son lauk prófi frá sömu stofnun nú i vor. Leika á Kjarvalsstöðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.