Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1985 37 Flug með ferskan fisk á Bandaríkjamarkað: Ekki spurning hvort heldur hvenær flutn- ingarnir hefjast aftur — segir umboðsmaöur Cosmos á íslandi „1>AÐ ER verið að vinna í þessu og spurningin er ekki hvort við hefjum flutningana aftur, heldur hven»r,“ sagði Halldór Oskarsson hjá ('osmos, dótturfyrirtæki Hafskipa, sem í fyrrahaust hóf loftflutninga á ferskum físki til Bandaríkjanna. Þessir flutningar hafa legið niðri í sumar. Var síðast flogið 8. maí sl. og sagði Halldór að það væru örðugleikar á Bandaríkja- markaði, sem gerðu það að verk- um, að óljóst væri enn hvenær yrði hægt að hefja flutningana aftur. „Það er lítið af fiski á markaðn- um hér og mikið af því sem til er er togarafiskur, sem er lélegt hrá- efni og slæm auglýsing í Banda- ríkjunum. Á hinn bóginn er mikið af fiski núna á þeim mörkuðum sem við stefnum á, þeir yfirfyllt- ust í vor. En við treystum því að það breytist þegar veturinn geng- ur í garð og það er engin spurning um að þetta dæmi getur gengið upp,“ sagði Halldór Óskarsson. Hann sagði einnig að meðal þess, sem væri verið að vinna að þar ytra, væri að finna vörur til þess að flytja til íslands með vélunum sem sækja fiskinn hingað og fljúga með hann vestur um haf, þannig að þær þurfi ekki að fljúga tómar til íslands. Ferskfiskflutningar Cosmos fóru þannig fram í vetur sem leið, að Boeing 747-þota frá Cargolux kom til landsins vikulega frá Lúx- emborg, tók að meðaltali 30 lestir af ferskum fiski og flaug til San Francisco og Seattle með farminn. Einnig var flutt talsvert af ullar- vörum fyrir íslenska ullarfram- leiðendur. Þá leigði Cosmos í þrígang vélar frá erlendum aðilum og flutti fisk til Boston, samtals um 120—130 lestir. Morgunblaöiö/Jón Karl Snorrason Hluti fíugvélanna, sem stöldruðu við í Múlakoti í Fljótshlið um verzlunarmannahelgina. Þegar mest var voru um 30 flugvélar á flugvellinum. í fjarska gnæfír Stóra-Dímon upp af Markarfljótsaurunum. Flugmenn áðu í Múlakoti Einkaflugmenn efndu til fjöl- skylduhátíðar í Múlakoti í Fljótshlíð um verzlunarmanna- helgina. Þegar mest var voru nær 30 flugvélar á flugvellinum í Múlakoti. Til mótsins var flogið úr Reykjavík, frá Akureyri og víð- ar. Þá kom fjöldi flugáhuga- manna akandi í Múlakot til þess að vera með ástvinum sínum og félögum. Hið fegursta veður var alla helgina og tókst fjölskylduhátíð einkaflugmannanna því vel. Grillað var á stóru útigrilli á laugardagskvöld, en í þann mund sem steikur voru að verða tilbúnar gerði rigningarskúr, sem hrakti matargesti inn í flug- skýli Árna bónda og flugmanns í Múlakoti. Nokkrir gestir í Múlakoti við Fleet Finch-tvíþekju Árna bónda. Þeir eru Stefán Sæmundsson, Víðir Gíslason, Hjörleifur Jóhannesson, Árni Guð- mundsson og Haraldur Ásgeirsson. Þyngdarmælingum fyrir Bandaríkjaher lokið Frá Húsavfk Tjón Fiskeldis hf. á Húsavík: Engar eftirkröfur „ÞAÐ eru engar eftirkröfur og eíns fáum við heldur ekkert bætt þó svona nokkuð komi fyrir," sagði Sveinbjörn Magnússon, stöðvarstjóri Fiskeldis hf., en fyrirtækið missti 22.000 seiði úr flotkví, sem var í sjó út af Haukamýrinni nálægt Húsavík, um miðjan júlí. Verið var að sjóvenja seiðin þegar norðanáttinn feykti flot- Þyrlurnar tvær sem notaðar voru við mælingarnar, t.v. sænska þyrlan og Lh. þyrla Albinu Thordarson. kvínni um koll með fyrrgreindum afleiðingum, en seiðin áttu að fara til Noregs stuttu siðar. „Þetta var þriðjungur árgangsins síðan í fyrra og jafnframt það síðasta sem til var af þeim seiðum. Talið er að tjónið nemi um tveimur milljónum. „Það hlýtur að vera mjög dýrt að tryggja þennan rekstur á því stigi sem hann nú er hér á landi. Menn verða bara að þola það sem upp kemur. Ég veit ekki um nokkra stöð sem hefur tryggingu gegn áföllum, en áhætt- an er mikil sem fylgir rekstri sem þessum. Við fengum 250.000 sumaralin seiði sl. vetur og í haust fáum við u.þ.b. 600.000 hrogn úr ánum hér í kring og frá ísnó. Þetta er aukn- ing en þó ekkert meiri en við gerð- um ráð fyrir áður en óhappið kom upp,“ sagði Sveinbjörn. ORKUSTOFNUN hefur á undan- fórnum tveimur mánuóum unnió viA þyngdar- og landmælingar hér á landi, fyrir kortgerAadeild Banda- ríkjahers, DMA, og er mælingum nú lokið. Verkefni þetta er unniA í framhaldi af öAru sem Orkustofnun vann fyrir sömu aAila á árunum 1968—71. Jón Guðmar Jónsson, fjármála- stjóri Orkustofnunar, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að upplýs- ingar þær sem fengjust með mæl- ingunum hefðu hernaðarlega þýð- ingu, en einnig hefðu þær verulega þýðingu á sviði jarðvísinda, s.s. varðandi jarðhita og fleira. Kvað hann Orkustofnun fá öll þau gögn í hendur sem söfnuðust með mæl- ingunum. „Mælingarnar gengu mjög vel og stóðst hin tveggja mánaða tímaáætlun algerlega þrátt fyrir að slæmt veður hafi tafið fyrir í júlí,“ sagði Jón Guðmar. „Við mælingarnar voru notuð dýr og flókin tæki, sum þeirra lagði DMÁ til og önnur voru tekin á leigu hjá ITECH, bandarísku fyrirtæki sem starfar á sviði þyngdarmælinga. Við mælingarnar voru einnig notaðar tvær þyrlur sem teknar voru á leigu hjá Albinu Thordar- son, önnur í hennar eigu og hin erlendis frá. Úrvinnsla mæl- inganna fór öll fram í tölvu Orkustofnunar og voru niðurstöð- ur sendar jafnóðum til Bandaríkj- anna í gegnum tölvuna. Þó að mælingunum sé nú lokið er ýmis úrvinnsla enn eftir hjá Orkustofn- un en gert er ráð fyrir að verkinu verði lokið i október nk.“ Jón Guðmar kvað um 15 manns hafa starfað við mælingarnar, þar af 6—8 starfsmenn Orkustofnun- ar. Kvað hann fyrirtækið fá eina og hálfa milljón bandaríkjadala eða 60 milljónir íslenskra króna fyrir verkið. Þá væri eftir að standa straum af kostnaði vegna tækjaleigu o.fl. og þar sem endan- legar kostnaðartölur lægju enn ekki fyrir væri óljóst hver hagnað- ur fyrirtækisins yrði. Jón Guðmar sagði að Orku- stofnun beindi nú athyglinni í auknum mæli að verkefnum á er- lendum vettvangi og hefðu sér- fræðingar á vegum fyrirtækisins t.d. unnið að þróunarverkefnum varðandi jarðhitaboranir í Kenýa og víðar. Kvað hann reyndar í undirbúningi að stofna fyrirtæki innan Orkustofnunar sem hefði með slík verkefni erlendis að gera. Að loknu leikári LR: Shakespeare vinsælastur LEIKARI Leikfélags Reykjavíkur lauk 28. júní síðastliAinn. SíAustu sýn- ingar leikársins voru helgina áöur á „Draumi á Jónsmessunótt" en síAustu vikuna stóAu yfir æfíngar á nýju leikriti Kjartans Ragnarssonar, „Land míns föAur“, sem verAur fyrsta viAfangsefni næsta leikárs. 1 vetur sýndi Leikfélagið 7 leikrit, þar af tvö frá fyrra leik- ári, „Fjöreggið" eftir Svein Ein- arsson og „Gísl“ eftir Brendan Behan. Frumsýnd voru fimm leikrit, „Félegt fés“ eftir Dario Fo, „Dagbók önnu Frank“ eftir Frances Goddrich og Albert Hackett, „Agnes — barn Guðs“ eftir John Pielmeier, „Draumur á Jónsmessunótt" eftir William Shakespeare og „Ástin sigrar“ eftir ólaf Hauk Simonarson. Alls komu 42 leikarar fram í sýningum leikhússins og eru það mun fleiri en undanfarin ár. 18 leikaranna voru fastráðnir, 16 ráðnir í einstök verkefni auk leiknemanna átta, sem tóku þátt í Jónsmessunæturdraumnum og reyndar útskrifuðust frá leiklist- arskólanum áður en sýningum lauk. Leikárið í ár var að því leyti afbrigðilegt, að vegna verkfalla síðastliðið haust reyndist ekki unnt að hefja sýningar fyrr en í nóvemberbyrjun og hafði þetta veruleg hrif á fjölda sýninga og áhorfenda. Það Ieikrit sem oftast var sýnt í vetur var „Dagbók Önnu Frank“ eða 39 sinnum og voru áhorfendur 6.613. Næstflestar urðu sýningar á „Gísl“ eða 34 en árið áður hafði leikurinn verið sýndur í 49 skipti. Alls urðu sýn- ingar því 83 og áhorfendur 16.058. „Agnes — barn Guðs“ var sýnt 25 sinnum fyrir 4.284 áhorf- endur. Hið nýja gamanleikrit Ólafs Hauks „Ástin sigrar“ var sett á svið í lok leikársins og náði því aðeins 12 sýningum í vor en það verður tekið upp að nýju í haust í Austurbæjarbiói. Sú sýning sem náði hlutfalls- lega flestum áhorfendum var „Draumur á Jónsmessunótt“, sem sýnt var 29 sinnum fyrir 5.859 áhorfendur. Heildarsýn- ingarfjöldi á vegum Leikfélags- ins í vetur var 158 sýningar og áhorfendur 30.537 talsins. Eins og fyrr greinir hófust æf- ingar á leikriti Kjartans Ragn- arssonar „Land míns föður“ síð- astliðið vor. Þetta verður viða- mesta sýning Leikfélagsins um árabil, alls koma fram 30 leikar- ar, söngvarar, dansarar og hljóð- færaleikarar en tónlist er eftir Atla Heimi Sveinsson. Frumsýn- ing verður í lok september. I lokahófi Leikfélags Reykja- víkur í júní afhenti Stefán Bald- ursson leikhússtjóri styrk úr Utanfararsjóði LR sem veittur hefur verið árlega frá árinu 1969. Styrkþegar voru að þessu sinni tveir, leikkonurnar Mar- grét Ólafsdóttir og Valgerður Dan. Nam styrkupphæðin 25 þúsund kr. til hvorrar þeirra. ((lr frétutilkjrnningii)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.