Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 22
m MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1985 ,, , . ,, ' ; % m i.'j 11 jij y }' rrrr llt frá því Reag- Aan tók við emb- ætti hefur hann forðazt að skipta sér af smáatriðum og einbeitt sér að mikilvægustu málum og ákvörðunum. Þvi er sagt að stjórnarstörfin hafi virzt ganga mjög eðlilega fyrir sig. Donald T. Regan starfs- mannastjóri sagði að úr því að forsetinn hefði þurft að fara í uppskurð hefði ekki verið hægt að velja betri tíma til þess en nú. Hann benti á að áður hefði verið ráð fyrir því gert að for- setinn dveldist í þrjár vikur í ágúst á búgarði sínum í Kali- forníu. Larry Speakes blaðafulltrúi og aðrir starfsmenn Hvíta húss- ins hafa viljað koma í veg fyrir allar vangaveltur um að aðgerð- in muni hafi varanleg áhrif á störf Reagans. Þeir flýttu sér t.d. að tilkynna að Reagan mundi hitta Mikhail Gorbachev, hinn nýja leiðtoga Sovétríkj- anna, í nóvember eins og ráð- gert hefði verið. MIKIÐ ÁLAG Hins vegar bendir brezka blaðið Observer á að það verði mikið líkamlegt og andlegt álag fyrir 74 ára gamlan mann að þurfa að fara oft í læknisskoðun það sem eftir er af síðara kjör- tímabili hans. Læknir Reagans, Steven Ros- enberg, hefur sagt að forsetinn sé með krabbamein og að ná sér eftir uppskurð er allt annað en að sigrast á krabbameini. Lækn- ar hafa sagt að þeir telji aðeins „rúmlega 50% líkur" á því að forsetinn eigi meira en fimm ár eftir ólifuð. Rosenberg þótti komast óvarlega að orði og starfsmenn Hvíta hússins hafa reynt að draga úr áhrifum þeirra. New York Times segir að jafnvel þótt allt gangi að óskum muni Reagan, fjölskylda hans, bandaríska þjóðin og banda- menn hennar hafa stöðugar áhyggjur af heilsufari hans upp frá þessu. Hart verður lagt að starfs- mönnum Hvíta hússins að skýra frá niðurstöðum læknisskoðana þeirra, sem hann verður að fara í. Ef þeir neita að gera það geta skaðlegar sögusagnir haft al- varleg áhrif í bandarískum stjórnmálum, efnahagsmálum og utanríkismálum. Enn sem komið er bendir flest til þess að talsmenn forsetans ætli að segja sem minnst á þeirri forsendu að hann eigi rétt á að fá að vera í friði með sjúk- dóm sinn. En ef þeir samþykkja að segja frá niðurstöðum lækn- isskoðananna getur það einnig haft skaðleg áhrif, ef niðurstöð- ur þeirra verða ekki í alla staði jákvæðar. Ef svo illa fer að ekki reynist unnt að halda sjúkdómnum í skefjum telur Observer að svo kunni að fara að Reagan muni reynast erfitt að gegna embætti forseta þar til kjörtímabili hans lýkur. Pólitísk áhrif veikinda Reag- ans eru óútreiknanleg. Eftir að forsetanum var sýnt banatil- ræði fyrir fjórum árum tókst honum að fá þingið til þess að draga úr ríkisútgjöldum. Eftir uppskurðinn var hins vegar sagt að ekki yrði reynt að nota þá samúð, sem forsetinn hefði fengið, á svipaðan hátt, t.d. til þess að tryggja samkomulag um fjárlög og fá frumvarp hans um Reagan og frú eftir heimkorauna til Hvíta búasins. Áhrifin geta orðið varanleg og valdabaráttan virðist blasa við Síðan Ronald Reagan kom aftur til Hvíta hússins eftir uppskurðinn hef- ur hann virzt merkilega hraustlegur, en uppskurðurinn hefur þó vakið ymsar spurningar um heilsufar hans og embættisstörf hans upp frá þessu. Reagan verður að draga úr afköstum, a.m.k. í tvo mánuði meðan hann er að ná sér. Samstarfsmenn hans munu taka eins margar ákvarðanir og þeim verður unnt án þess að snúa sér til hans, ef þeir eru sammála. Ef ágreiningur kemur upp f slíkum til- fellum munu þeir leggja málið fyrir forsetann og verða eins gagnorðir og þeir geta. stjórnandi. Ef hann þarf að greina forsetanum frá kostum, sem um er að velja, er sagt að hann sé mjög gagnorður. Talið er að enn sé ekki komið í ljós hve vel hann stendur sig í starfi. Regan hefur losað sig við nokkra starfsmenn síðan hann tók við stjórn starfsmannahalds Hvíta hússins. Nú síðast rak hann fjárlagastjórann, David Stockman, voldugasta andstæð- ing sinn, og fékk Reagan til að skipa íhaldssaman hagfræðing, James Miller, í hans stað. Aðrir, sem eitt sinn voru nánir ráðu- nautar Reagans, hitta hann sárasjaldan. Regan nýtur hvergi nærri eins mikilla vinsælda og Reagan. Honum er talið betur lagið að ná undir sig völdum en beita þeim með árangri. Þegar Reagan var í sjúkra- húsinu vakti athygli að Regan, en ekki Bush varaforseti, hvatti opinberlega til samkomulags um fjárlögin. Það var til marks um áhrif Regans að þegar Bush fór loksins til sjúkrahússins til að heimsækja Reagan, fjórum dögum eftir að forsetinn var fluttur þangað, var Regan einn- ig viðstaddur. Fréttir um spennu í samskipt- um þessara tveggja manna hafa fengið byr undir báða vængi en Bush og aðrir hafa vísað þeim á bug. Bush hefur gætt þess vand- lega að láta ekki líta út fyrir að hann reyni að hagnast á veik- indum forsetans til þess að auka möguleika sína á því að verða valinn forsetaframbjóðandi repúblikana 1988 og hefur látið fara lítið fyrir sér. BUSH VALDALÍTILL Lítil völd fylgja varaforseta- embættinu, þótt sá sem því gegnir taki við embætti forseta ef forsetinn fellur frá. Ef Reag- an nær aftur fullum bata virðist að möguleikar Bush á því að hljóta útnefningu í forsetafram- boð verði minni en áður. Bush virðist hafa haft lítið meira að gera en venjulega, þótt honum væri falið að fara með vald forseta í níu klukkutíma og hafi komið fram fyrir hönd for- setans við formleg tækifæri. Fréttaritari Spectator i Washington segir að jafnvel Jaraea C. Miller: tekur viö af Stockman. Bush eftir heimsókn til forsetsns: letur Ktiö á sér bera. Reagan ræöir viö Bush varaforseta og Regan starfsmsnnsstjóra. breytingar á skattalögunum samþykkt. ÁHRIF REGANS Þegar fram í sækir verða mik- ilvægustu áhrifin sennilega þau hvernig starfinu í Hvíta húsinu verður hagað. Donald Regan hefur verið tengiliður forsetans við umheiminn síðan hann hóf þar störf fyrir nokkrum mánuð- um og verður það áfram. Hann ræður því hverja hann ræðir við og hvaða gögn hann fær og áhrif hans hafa aukizt jafnt og þétt. 1 raun fer Regan með vald forseta meðan Reagan er að ná sér, en ekki George Bush varaforseti. Margt er líkt með forsetanum og Regan, sem er stórauðugur, en af fátæku fólki kominn. Faðir hans var járnbrautastarfs- maður í Massachusetts. Sjálfur er hann mjög íhaldssamur og gagnstætt Reagan er hann harð- fylginn og stundum skapvondur þegar allt hafi leikið í lyndi hafi verið uppi efasemdir um það hve mikil völd Reagans séu í raun og veru í Hvíta húsinu. Meðan for- setinn sé að ná sér og á mörgum „fridögum" hans, sem framvegis verði óhjákvæmilegir, verði for- ysta hins frjálsa heims í hönd- um örfárra embættismanna,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.