Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1985 t Móöir okkar og tengdamóöir, HELGA GÍSLADÓTTIR fré Siglufiröi, Stórageröi 20, Reykjavík, lóst í Landspitalanum 2. ágúst sl. Jaröarförin fer fram frá Fossvogs- kirkju þriöjudaginn 13. ágúst kl. 13.30. Bjarni Kjartansson, Svanhildur Kjartansdóttir, Ásthildur Kjartansdóttir, Gísli Kjartansson, Sigurjón Kjartansson, Brynja Guömundsdóttir, Bragi Einarsson, Örnólfur Hall, Edda Jónsdóttir, Antje Tidemann. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, KRiSTÍN M. K ARLSDÓTTIR frá Draflastöðum, veröur jarösungin frá nýju kapellunni í Fossvogi miövikudaginn 14. ágúst kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlegast bent á minningar- kort Hrafnistu. Dómhildur Jónsdóttir, Pétur Þ. Ingjaldsson, Jón Hallur Pétursson, Ingjaldur Pétursson, Karl Ómar Jónsson, Ólöf Stefénsdóttir, Stefén Karlsson, Kristín Karlsdóttir, Björn Karlsson. t Eiginkona mín og móöir okkar. JÓNÍNA ÞORBERGSDÓTTIR, Eiríksgötu 13, veröur jarösungin þriöjudaginn 13. ágúst kl. 13.30 i Bústaöakirkju. Jens Hansson og synir. + Maöurinn minn, faöir okkar og tengdafaöir, ÞÓRDUR ÁGÚST ÞÓRÐARSON, Grenimel 44, veröur jarösunginn frá Neskirkju þriöjudaginn 13. ágúst kl. 15.00. Aðalheiöur Þorsteinsdóttir, Heiðar Þ. Þóröarson, Hulda Guömundsdóttir, Guörún J. Þóröardóttir, Ingvar Ásmundsson, Þorsteinn V. Þóröarson, Kristín Tryggvadóttir, Hlynur S. Þóröarson. Faöir okkar, + ÞÓRÐUR EIRÍKSSON, netageröarmeistarí, Sæbraut 18, Seltjarnarneai, veröur jarðsunginn mánudaginn 12. ágúst kl. 15.00 e.h. frá Foss- vogskirkju. Unnur Þóröardóttir, Eiríka Krístín Þóröardóttir. + Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns mins, fööur, tengdafööur og afa, VALDIMARS LÁRUSSONAR, Kirkjubœjarklaustri. Guörún Ólafsdóttir, Lérus Valdimarsson, Sólrún Ólafsdóttir, Einar Ól. Valdimarsson, Jóhanna Siguröardóttir, Elín Anna Valdimarsdóttir, Haukur Valdimarsson, Hrefna Siguröardóttir, Trausti Valdimarsson, Gréta Fr. Guttormsdóttir og barnabörn. + Þökkum af alhug öllum þeim sem auösýndu okkur samúö og vinar- hug viö andlát og útför eíginmanns míns, fööur okkar, fósturfööur og tengdafööur, ÞORSTEINS JÓHANNSSONAR fré Búöardal, til heimilis é Furugeröi 1, Reykjavfk. Guöríöur Guömundsdóttir, Gyöa Þorsteinsdóttir, Guömundur Á. Bjarnason, Siguröur Markússon, Inga Arnadóttir, Halldóra Kristjénsdóttir, Hannes Alfonsson. Friðbjörg Sigurðar- dóttir — Minning Fædd 8. desember 1907 Dáin 2. ágúst 1985 Þeim fækkar óðum samferða- mönnum okkar, sem fæddust á fyrstu árum aldarinnar og komust á legg um leið og borgin okkar, sáu höfuðstaðinn breytast úf bæ í borg. Skyndilega, án fyrirvara, var klippt á lífsþráð einnar af dætrum Reykjavíkur, Friðbjargar Sigurð- ardóttur móðursystur minnar. Við stöndum eftir hnípin, sorg og tóm- leiki setjast að. Friðbjörg fæddist í Sölvhól í Skuggahverfinu, en eftir þeim bæ er Sölvhólsgatan í Reykjavík nefnd. Foreldrar hennar voru Helga Steingrímsdóttir frá Sölvhól og Sigurður S. Straumfjörð, ættaður frá Straumfirði á Mýrum, en hann vann mestan hluta starfsaldurs síns i pakkhúsi Eimskips við Tryggvagötu. Friðbjörg ólst upp hjá móður sinni og móðurfólki í Sölvhól og síðar á Klöpp, en það hús stóð niður við sjó, við enda Klapparstígs, þar sem nú er bens- ínstöð. Helga, móðir Friðbjargar, var ekkja og átti fyrir eina dóttur, Ásu Jónu, þegar Friðbjörg fædd- ist. Ása Jóna lést rúmlega tvítug, árið 1928. Það má eiginlega segja að Frið- björg hafi alist upp í stórfjöl- skyldu þar sem mikil samheldni ríkti. Frændsystkinin voru á svip- uðu reki og nánast sem uppeldis- systkini og bjuggu undir sama þaki. Börnin hjálpuðu afa sínum á Sölvhól við að breiða fisk og annað sem til féll, en hann hafði fiskreit niður við sjóinn, niður af Rauðar- árstíg, þar sem nú hefur verið fyllt upp. Helga Steingrímsdóttir var mikil dugnaðarkona, eins og hún átti kyn til og miklir kærleikar voru með þeim mæðgum. Friðbjörg gekk í Barnaskólann í Reykjavík, eins og Miðbæjarskól- inn var þá nefndur, og að því námi loknu tóku við þau störf, sem biðu unglinga á þeim árum. En þegar hún var nálægt tvítugu bauðst henni að fara til Englands, þar sem hún dvaldi i eitt ár í Brighton á heimili íslenskrar konu og bresks eiginmanns hennar. Sam- tíða henni þar voru aðrar íslensk- ar stúlkur og dvöldu þær þar í góðu yfirlæti, hjálpuðu til við heimilisstörf og barnagæslu. Það er ekki að efa að dvölin er- lendis víkkaði sjóndeildarhring ungu stúlkunnar úr Reykjavík, hún kynntist þar nýjum siðum og lærði nýtt tungumál. En að dvöl- inni lokinni hélt hún heimleiðis með Gullfossi og varð sú ferð ör- lagarík því þar kynntist hún til- vonandi mannsefni sínu, Jóni Jónssyni, sem þá var háseti um borð. Er skemmst frá því að segja að þau felldu hugi saman og skömmu eftir fæðingu frumburð- arins Ásu fluttu þau í íbúð í húsi foreldra Jóns, þeirra Guðrúnar Ásmundsdóttur og Jóns Bárðar- sonar klæðskera, Njálsgötu 4 hér í borg. Þar stóð heimili þeirra alla tíð, og þar bjó hun eftir lát Jóns og fram á dánardag. Helga móðir hennar flutti með henni og dvaldi hjá dóttur og tengdasyni alla tíð, en hún lést árið 1968. Það er óhætt að segja að Frið- björg hafi dvalið alla sína ævi á sama stað í Reykjavík, úr Skugga- hverfinu færði hún sig niður á KIöpp um tíma og síðan upp Klapparstíginn og rétt nokkur skref inn á Njálsgötuna. Hún var líka mikið borgarbarn og borgin var miðbærinn og næsta nágrenni. Það var oft haft að gamanmál- um í fjölskyldunni með þær hálf- systurnar, Friðbjörgu og móður mína Soffíu, að það kæmi yfir þær leiði þegar þær færu inn fyrir Ell- iðaárnar. Jón eiginmaður Friðbjargar var einstakur öðlingsmaður, hann lauk prófi frá Stýrimannaskóla ís- lands árið 1932 og var stýrimaður á íslensku varðskipunum frá 1933—1947, en þá varð hann skipherra og stjórnaði hinum ýmsu varðskipum Landhelgis- gæslunnar. Ferli sínum lauk hann, sem skipherra á Ægi, en hann varð að fara í land vegna veikinda, sem drógu hann til dauða langt fyrir aldur fram, hann lést í júní árið 1970, rétt rúmlega sextugur að aldri. Þau hjónin eignuðust þrjú börn: Ásu, f. 1930, eiginmaður hennar er Jóhann Gunnlaugsson kaupmaður og eiga þau þrjá syni, Jóhann Pétur brunavörður, fædd- ur 1944, eiginkona hans er Guðrún Filippusdóttir og eiga þau tvær dætur, yngstur er Birgir Þór, stýrimaður hjá Landhelgisgæsl- unni, f. 1947, eiginkona hans er Louisa Gunnarsdóttir og eiga þau tvær dætur og einn son. Elsta barnabarn þeirra Frið- bjargar og Jóns, Jón Friðrik, heit- inn eftir þeim, er kvæntur Guðrúnu Geirsdóttur og eiga þau tvo syni, svo þar er kominn vísir að þriðju kynslóðinni frá þeim hjónum. Það var jafnræði með þeim hjónum Friðbjörgu og Jóni, bæði í sjón og raun. Það hallaðist ekki á með góðmennsku þeirra, þau voru einstaklega vönduð til orðs og æð- is, vildu öllum vel og svo mikil snyrtimenni að eftir var tekið. Þau voru samhent við að búa börnum sínum það atlæti, sem mest er um vert, á heimilinu ríkti ró, reglusemi og góður andi, þang- að var gott að koma, þar voru allir velkomnir. Handleiðslunni var beitt með styrkri en mildri hendi. Börnin þeirra, frændsystkini mín, bera líka uppeldinu fagurt vitni og er óhætt að segja að umhyggja eins og sú er þau, makar þeirra og börn, sýndu móður sinni alla tíð og ekki síst nú síðustu árin, sé vandfundin. Hún kunni vel að meta hlýju og ástúð barna sinna og annarra. Friðbjörg móðursystir mín var falleg kona, fram á síðustu ár hélt hún reisn sinni og kvenlegum þokka, þó vanheilsa síðustu ára hafi markað sín spor. Hún til- heyrði þeirri kynslóð Reykjavík- ur-dama, sem ekki fóru út nema uppábúnar með hanska og hatt, og hún hélt þeim sið þrátt fyrir breytta lífshætti nútímans. Állt, sem hún kom nálægt var gert af dæmafárri vandvirkni, hvort held- ur var meðferð á persónulegum munum, heimilistækjum, fatnaði eða handavinnu. Hún gerði ekki miklar kröfur fyrir sjálfa sig, en hún naut þess að gefa og gleðja aðra. Gjafir hennar voru valdar af smekkvísi og natni, kom hún ekki síst yngri meðlimum fjölskyld- unnar oft á óvart með vali á gjöf- um sínum. Friðbjörg var kona ljúf í lund, hæglát og lítið fyrir að láta á sér bera en hún var glöð í góðra vina hópi. Það stafaöi frá henni góðvild og hlýja öllum leið vel í návist hennar. Það er oft lengra liðið á ævi- skeið manna en ætla má, tíminn útrunninn og lífi lýkur án þess að hægt sé að kveðja og þakka fyrir. Það er margs að minnast á kveðjustund, Buddu minni þakka ég ástúð og umhyggju mér sýnda frá fyrsta degi og fram til hins síðasta. Það er erfitt að sætta sig við að eiga hana ekki lengur að, betri móðursystur gat enginn óskað sér. Minningar frá liðinni tíð eiga eftir að verma hugann ókomna ævidaga, þær verða ekki frá okkur teknar. Það var alltaf eitthvað svo fallegt að sjá þau saman Friðbjörgu og Jón. Þannig sé ég þau fyrir mér nú. Það er gott góðra að minnast. Blessuð sé minning þeirra beggja. Bergljót Ingólfsdóttir Útför Friðbjargar Sigurðardóttur var gerð frá Hallgrímskirkju miðviku- daginn 7. ágúsL + Útför móöur okkar, GUÐRÚNAR GÍSLADÓTTUR, Skólavöröustíg 28, fer fram frá Hallgrímskirkju á morgun, mánudaginn 12. ágúst, og hefst kl. 13.30. Blómastofa triófinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Jónína Ásgeirsdóttir, Helga H. Ásgeirsdóttir, Petra G. Áageiradóttir. Opið öll kvöld tll kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. + Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, GUÐMUNDUR V. LÁRUSSON, Réttarholtsvegi 73, veröur jarðsunginn frá Bústaöakirkju mánudaginn 12. ágúst kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag islands. ** * Í Rósa Guöjónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.