Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1985
AF INNLENDUM
VETTVANGI
eftir ÓMAR VALDIMARSSON
Margvíslegar athuganir eni gerðar á hverjum veiddum hval, allt frá lengdarnMelingum (sjá til hægri) til ítarlegra
rannsókna á blóði hverrar skepnu.
Jóhann Sigurjónsson sjávarlíffræðingur útskýrir hvar mest er af langreyði og
sandreyði. Þarna hafa sést dýr og verið talin.
Er hægt að stunda
hvalrannsóknir án þess
að meiða hvalina?
ÞEGAR litiö er til baka virðist ekki
fjarri lagi að það hafi verið fullorðin
kona, þjónn á barnum á Moat House
Hotel, sem varpaði fram „spurningu vik-
unnar“ á meðan 37. ársfundur Alþjóða
hvalveiðiráösins stóð yfir í Bournemouth
um miðjan síðasta mánuð. Það var í
fundarlok að hvalfriðunarmaður kom
þar inn á ölstofuna og dreifði síðasta
tölublaði dreifirits ýmissa náttúruvernd-
arsamtaka, sem gefið var út daglega
meðan á fundinum stóð. Þar var meðal
annars ítarleg skrá yfír úrslit atkvæða-
greiðslna í ráðinu. Gestirnir, sem flestir
voru hvalfriðunarmenn, ýmist áheyrnar-
fulltrúar eða úr sendinefndum hvalfrið-
unarríkja, lögðust í blaðið og kliðurinn á
barnum dó út þar til þjónninn sagði
stundarhátt: „Þetta er vafalaust
heimskuleg spurning — en hvað koma
hvalveiðar Oman og Sviss við?“
Það varð fátt um svör þar til dæmi-
gert kaldhæðinn blaðamaður rak upp
hláturroku og sagði: „Góð spurning.
Þessi fundur hefur nefnilega ekkert að
gera með hvalveiðar. Aðeins hvalfriðun.“
Hvalfangarar á borð við
Kristján Loftsson forstjóra
Hvals hf. hefðu kunnað að meta
þetta svar, því hann kallaði
þetta daglega dreifirit aldrei
annað en „The Daily Dirt“.
Léttlyndir, blóðþyrstir
og einfaldir
Ef eitthvað eitt einkenndi
fund hvalveiðiráðsins var það
helst hve fátt var um svör. Hafi
einhverjir viðstaddra vitað al-
mennilega hvað var að gerast á
hverjum tíma, þá fór það ekki
hátt. Mikill meirihluti aðildar-
ríkja ráðsins er andsnúinn hval-
veiðum í sérhverri mynd og þessi
meirihluti hefur nú tekið völdin í
Alþjóða hvalveiðiráðinu, sem
hvalveiðiþjóðir heimsins stofn-
uðu 1946. Þeir kalla sig „like
minded", meirihlutamennirnir,
og héldu marga lokaða fundi til
að ráða ráðum sínum. Á meðan
var fundum í sjálfu ráðinu frest-
að og þeir fáu fulltrúar, sem ekki
voru „samhuga", ráfuðu eirðar-
lausir um þungbúna ganga hót-
elsins eða stóðu utan dyra og
horfðust í augu við hvalfriðun-
armenn með mótmælaspjöld sín
handan Knyvetongötu. Eða þeir
voru sjálfir á litlum fundum í
bakherbergjum, forherbergjum
og skotum til að leita mót-
bragða. Þeir voru heldur daufir í
dálkinn — reyndu þó að hressa
sig og aðra við með því að kalla
samhugahópinn „light minded"
eða hina léttlyndu. íslendingar
og aðrir „hvaladráparar" voru í
hvorugum þeim hópi heldur hin-
um þriðja: „bloody minded", hópi
hinna blóðþyrstu, og Kóreu-
menn, sem reyndu á síðustu
stundu að setja upp sína eigin
vísindaáætlun með því að þýða
hrafl úr inn gangi íslensku vís-
indaáætlunarinnar, voru í hópi
hinna einföldu, „simple rninded".
Það er því upplausnarástand í
hvalveiðiráðinu, sem auk þess á í
verulegum fjárhagsvandræðum.
Fundurinn í Bournemouth kost-
aði ráðið um tvö þúsund pund,
eða nærri eitt hundrað þúsund
krónur, og fjárhagsnefnd þess
átti í miklu brasi með að finna
út hvar hægt væri að taka þá
peninga. Mörg aðildarríki skulda
ráðinu árgjöld langt aftur i tím-
ann og hallinn á starfseminni
skiptir þar af leiðandi milljónum
króna. Og ekki var fundur svo
virðulegrar alþjóðastofnunar
haldinn í glæstum sölum heldur
niðurníddum hjalli, þar sem
fundarsalimir fengust fyrir ekki
neitt. Mönnum létti því greini-
lega þegar Svíar buðust til að
halda næsta fund ráðsins í
Malmö á næsta ári og borga
kostnað við fundahaldið.
Aumt yfirskyn?
Eftir að Japanir og Rússar
lýstu yfir, að þeir myndu hætta
hvalveiðum sínum frá og með ár-
inu 1988, var einna mestur titr-
ingur í ráðinu vegna fyrirhug-
aðra rannsóknaveiða Islendinga.
Friðunarsamtök víða um heim,
sem hafa gríðarleg ítök í ráðinu,
telja að rannsóknaráætlun ís-
lendinga sé ekki annað en aumt
yfirskyn til að geta haldið áfram
að stunda hvalveiðar í atvinnu-
skyni. Vísindanefnd ráðsins, sem
hélt sinn fund á undan sjálfum
ársfundinum í Bournemouth, tók
ekki afstöðu til rannsóknaráætl-
unarinnar heldur aðeins sjálfra
veiðanna, sem Hafrannsókna-
stofnunin og sjávarútvegsráðu-
neytið telja forsendu rannsókn-
anna. Vísindamennirnir í nefnd-
inni gerðu engar formlegar sam-
þykktir en „sumir“ þeirra, eins
og það er orðað í fundargerðinni,
létu í ljós verulegar efasemdir
um að nauðsynlegt væri að veiða
þann fjölda dýra, sem gert er ráð
fyrir. Þeir töldu að vísindaveið-
arnar myndu ekki bæta svo
miklu við þá þekkingu, sem þeg-
ar væri fyrir hendi.
En út á hvað gengur þá marg-
umrædd rannsóknaráætlun ís-
lendinga? Alþingi markaði
stefnuna þegar ákveðið var á
sínum tíma (með eins atkvæðis
mun) að mótmæla ekki ákvörðun
Alþjóða hvalveiðiráðsins um
veiðistöðvun frá og með næsta
ári. Alþingi ákvað að rannsóknir
á hvalastofnunum skyldu aukn-
ar, „þannig að ávallt sé til staðar
besta möguleg vísindaleg þekk-
ing,“ eins og það var orðaö í
fréttatilkynningu frá Hafrann-
sóknarstofnun í lok maí sl., og að
„rannsóknirnar verði grundvöll-
ur ákvarðana um veiðar eftir
1990“. Á fundi, sem sjávarút-
vegsráðherra hélt með starfs-
mönnum Hvals hf. og heima-
mönnum I Hvalfirði á miðviku-
dagskvöldið, sagði Jóhann Sigur-
jónsson sjávarlíffræðingur, að-
alhöfundur rannsóknaráætlun-
arinnar, að markmiðið væri ein-
falt og mjög afmarkað: Hversu
margir eru hvalirnir og hvert
verður veiðiþol stofnanna við ís-
land eftir 1990 þegar fara á fram
allsherjar endurmat á þeim skv.
ákvörðun Alþjóða hvalveiðiráðs-
ins? Hann sagði að Hafrann-
sóknarstofnun liti á hvali sem
nýtanlega auðlind og raunar hef-
ur Náttúruverndarráð sett fram
það sama álit — en jafnframt
tekið fram, að betur megi rök-
styðja hvers vegna endilega
þurfi að veiða þennan tiltekna
fjölda hvala.
„Stofnunum engin
hætta búin“
Um áætlunina er til mjög ít-
arleg skýrsla, 30 síður í allt.
Áætluninni er skipt í tíu megin-
þætti eða rannsóknarsvið:
1. Líffræði nytjahvalanna.
2. Líffræði friðaðra hvalateg-
unda.
3. Samband afla og sóknar.
4. Hvalmerkingar.
5. Radíómerkingar hvala.
6. Hvalatalningar.
7. Ljósmyndun hvala.
8. Hvalir í vistkerfi íslenska
hafsvæðisins.
9. Reiknilikön af hvalastofn-
um.
10. Eggjahvítusamsetning
hvalablóðs og vefja.
í skýrslu Jóhanns Sigurjóns-
sonar segir að það sé ljóst, að
ekki veiti af að veiða tugi eða
jafnvel hundruð dýra til að