Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1985
.... j (
Morgunblaöið/RAX
Á milli 15 og 20 erlendir vfsindamenn hafa verið við rannsóknir á hvöhim f hvalstöðinni í sumar. Hér tekur einn
þeirra sýni úr nýveiddum hval.
framkvæma áætlunina. Samt sé
ekki reiknað með að „haldið
verði uppi hvalveiðum með sama
hætti og verið hefur. Þess í stað
er miðað við verulega minnkun
veiðiálags, þannig að stofnunum
verði á engan hátt hætta búin af
veiðunum. Gerir áætlunin ráð
fyrir að veiddur verði innan við
helmingur þess afla, sem leyfður
hefur verið sl. 2 ár að því er
varðar langreyði, sandreyði og
hrefnu eða sem hér segir:
• Langreyður — 80 dýr á ári.
Til samanburðar var leyfileg
veiði á vertíðunum 1983 og 1984
167 dýr og meðalársveiði á tfma-
bilinu 1948-1984 var 236 dýr.
• Sandreyður — 40 dýr á ári.
Til samanburðar var leyfileg
veiði árin 1983 og 1984 100 dýr
(eða að meðaltali 84 dýr árin
1980—1985) en meðalársveiðin á
tímabilinu 1948—1984 var 69
sandreyðar.
• Hrefna — 80 dýr á ári. Til
samanburðar var leyfileg veiði
188 dýr árið 1983 og árið 1984
177 dýr en meðalársveiðin hér
við land undanfarin 20 ár hefur
verið liðlega 200 dýr.
Þá er gert ráð fyrir að tekin
verði til nánari athugunar lít-
ilsháttar veiði á hnúfubak og
steypireyði á síðari hluta rann-
sóknatímabilsins (1988 og 1989),
m.a. með tilliti til niðurstaða
fyrirhugaðra rannsókna á
ástandi þessara stofna. Gkki er
gert ráð fyrir veiði á búrhval,
enda ekki sýnt að verulegar
viðbótarupplýsingar um stofn-
inn fengjust með veiði hér við
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs-
ráðherra rcAir viA hvalskuröarmenn
og heimamenn í HvalfirAi um hval-
rannsóknaráætlunina.
land,“ segir í skýrslu Jóhanns
Sigurjónssonar.
Enginn hagnaður
Rannsóknirnar munu vænt-
anlega kosta um fimmtíu millj-
ónir króna. Veiðar og vinnsla eru
grundvöllur áætlunarinnar, þvi
afurðirnar á að selja til Japans,
eins og gert hefur verið undan-
farna áratugi, að frátöldu því til-
tölulega smáræði af kjöti og
rengi, sem selt er á innan-
landsmarkaði (innan við 200
tonn á ári). Hafrannsóknastofn-
unin hefur gert samning við
Hval hf. um veiðarnar og verða
notuð til þess tvö skip. Allur
kostnaður við veiðarnar og sölu
afurðanna á að vera á ábyrgð
Hvals hf. en „andvirði allra
hvalafurða skal alfarið varið til
greiðslu kostnaðar, er tengist
hvalrannsóknum, þ.m.t. útgerð-
ar-, verkunar- og framleiðslu-
kostnaður Hvals hf.,“ eins og
segir í samningnum. Þar er gert
ráð fyrir að Hafrannsóknastofn-
un fái greitt sem svarar 100 þús-
und krónum (miðað við bygg-
ingarvísitölu 1. janúar 1985)
fyrir hvern veiddan hval til að
standa straum af visindastörf-
unum en síðan verður greiddur
allur kostnaður. Samningurinn
gerir einnig ráð fyrir að fáist
meira fyrir afurðirnar en þarf til
að borga Hafrannsóknastofnun
og rekstrarkostnað við veiðarn-
ar, þá skal það renna „óskipt í
sérstakan sjóð í vörslu Sjávar-
útvegsráðuneytisins. Óheimilt er
að verja fé úr þessum sjóði til
annars en hvalrannsókna,“ eins
og segir orðrétt. Tap af rekstrin-
um verður alfarið á áhættu og
ábyrgð Hvals hf. og segir Krist-
ján Loftsson forstjóri bæði í
gamni og alvöru að líklega verði
þessi samningur banabiti fyrir-
tækisins, sem að jafnaði starfa
yfir 100 manns hjá.
Málið alls ekki í höfn
Það er ein helsta röksemd
grænfriðunga og annarra nátt-
úruverndarsamtaka gegn fyrir-
huguðum vísindaveiðum, að þær
séu ónauðsynlegar, vel megi
komast að væntanlegum niður-
stöðum um stærð og ástand
stofnanna án nokkurra veiða —
og undir það tóku sumir í vís-
indanefndinni, eins og fyrr segir.
Því er haldið fram, að íslend-
ingar hafi veitt það marga hvali
á undanförnum áratugum, að
allar upplýsingar eigi að liggja
fyrir, þótt kannski eigi eftir að
vinna úr þeim. Á fundinum í
Hvalfirði á miðvikudagskvöldið
sagði Halldór Ásgrímsson sjáv-
arútvegsráðherra að vissulega
hefðu íslendingar getað hafið
markvissari rannsóknir á hvala-
stofnunum fyrir löngu síðan, „en
það var ekki gert,“ sagði hann,
„og um það þýðir ekki að tala
lengur. Við komum frá Bourne-
mouth í fullum rétti og vissir um
að við erum að gera rétt. En
meginmálið er, að margar þjóðir
vilja friða alla hvali. Við skulum
því ekki láta okkur detta í hug að
þetta mál sé komið í höfn. Nú
skiptir mestu máli að við stönd-
um vel saman um það, sem
ákveðið hefur verið." Hann sagði
að það hlyti að verða erfitt fram-
undan ef „við látum aðra ákveða
hvort við stundum rannsóknir á
okkar hafsvæði, sem við lifum
á.“,
' Á þessum sama fundi giskaði
Jóhann Sigurjónsson á þegar
hann ræddi um nauðsyn þess að
afla nákvæmra upplýsinga um
hlutverk hvala í lífkeðju siávar,
að hvalirnir í kringum ísland
(sem taldir eru skipta nokkrum
þúsundum) ætu hundruð þús-
unda tonna af fiski á hverju ári,
jafnvel milljónir tonna. „Það
hlýtur því að vera umhugsunar-
vert fyrir okkur hversu stóran
hlut fiskistofnanna við viljum að
hvalirnir fái ef þeir fá að fjölga
sér óheft,“ sagði hann.
Efnahagslegar
þvingunaraðgerðir
USA og EB?
Þegar Alþingi ákvað að mót-
mæla ekki veiðistöðvuninni, sem
Alþjóða hvalveiðiráðið ákvað,
hefur það vafalaust ráðið nokkru
um afstöðu einhverra þing-
manna, að alþjóðleg náttúru-
verndarsamtök hótuðu að beita
sér fyrir áróðursherferð gegn ís-
lenskum afurðum og þjónustu í
Bandaríkjunum. Nú hafa enn
komið fram hótanir um slikt af
hálfu grænfriðunga og nærri 30
annarra samtaka viða um heim,
smárra og stórra. í bréfi, sem
íslensku ríkisstjórninni var
skrifað af fundinum í Bourne-
mouth fyrr i sumar, sagði meðal
annars, að ef íslendingar létu
verða af rannsóknaveiðum sin-
um, þá myndu þessi samtök
beita sér fyrir þvi að stjórnvöld i
Bandaríkjunum og Evrópu-
bandalaginu beittu íslendinga
efnahagslegum þvingunarað-
gerðum. „Við látum reyna á
það,“ sagði Halldór Ásgrímsson.
„Ég leyfi mér að vona að í þess-
um löndum séu stjórnvöld svo
réttsýn, að þau láti ekki undan
þessum þrýstingi heldur viður-
kenni okkar rétt i þessu máli. Ég
hef kynnt þetta mál fyrir stjórn-
völdum í Washington og eins
sendinefnd Bandaríkjanna i
hvalveiðiráðinu. Ég hef ekki
fengið nema vinsamleg og skyn-
samleg viðbrögð."
Áfrýjunardómstóll í Banda-
rikjunum staðfesti í fyrri viku
undirréttardóm um að ríkis-
stjórnin þar í landi hafi ekki
haft lagaheimild til að gera sam-
komulag við Japani um að þeir
hættu hvalveiðum frá og með ár-
inu 1988 gegn veiðiheimildum i
bandariskri landhelgi. Af hálfu
Greenpeace var þessi niðurstaða
túlkuð svo á fimmtudaginn, að
hún gæti haft alvarlegar afleið-
ingar fyrir fslendinga — Banda-
ríkjamenn gætu beitt fslendinga
efnahagsþvingunum ef þeir
seldu hvalkjöt til Japans. „Ef ís-
lenska stjórnin vill ekki að fisk-
útflutningurinn verði fyrir al-
varlegu áfalli, þá ætti hún að
hugsa sig tvisvar um áður en
hvalafurðir verða seldar til Jap-
ans,“ sagði Michael Gylling-
Nielsen, talsmaður Greenpeace,
sem kominn er hingaö tiHands
til að reyna að fá íslensk stjórn-
völd til að hætta við vísindaveið-
arnar. Sjávarútvegsráðherra
vísaði þessum samanburöi á bug
í samtali við blaðamann Morg-
unblaðsins: „Packwood-Magn-
usson-lögin, sem þessi dómur er
væntanlega byggður á, taka ekki
til vísindalegrar starfsemi,"
sagði hann. „Það er því fráleitt
að bera þetta saman."
Ekki má meiða
hvalina
En þótt rannsóknaráætluninni
verði hrint í framkvæmd er ekki
þar með sagt að hvalveiðiráðið
láti hana afskiptalausa allt fram
til 1990 þegar veiðistöðvuninni
lýkur og endurmeta á stofninn.
Éins og fram kom í fréttum frá
Bournemouth-fundinum lögðu
Svíar og Svisslendingar þar
fram ályktun, er hefði bannað
öll alþjóðaviðskipti með afurðir
hvala, sem veiddir eru i vísinda-
legum tilgangi. Fyrir harða and-
stöðu íslensku sendinefndarinn-
ar og fleiri varð niðurstaðan sú,
eftir mikið japl og jaml og fuður,
að tillagan var dregin til baka en
önnur hófsamari samþykkt í
staðinn. Sú gerir ráð fyrir að
sett verði á laggirnar sérstök
vinnunefnd, er taki sænsk-
svissnesku tillöguna til athugun-
ar svo hægt verði að taka hana
til endanlegrar afgreiöslu á
næsta ársfundi. Ráðið hvatti
jafnframt ríkisstjórnir aðildar-
ríkja sinna til að taka fullt tillit
til þeirra áhyggja, sem fram
hefðu komið í ráðinu um að
rannsóknaveiðarnar gætu fengið
á sig yfirbragð veiða í atvinnu-
skyni. Sömuleiðis var skorað á
stjórnir aðildarrikjanna (þ.e.
stjórnir íslands og S-Kóreu) að
gæta þess, að útgáfa leyfa til
veiða í vísindaskyni væri f einu
og öllu í samræmi við samþykkt-
ir ráðsins, og einnig að taka sér-
staklega til greina afstöðu vís-
indanefndarinnar.
Það er því vafalaust rétt hjá
sjávarútvegsráðherra, að málið
er ekki í höfn. Um helgina var
skipið Sirius væntanlegt til
landsins til að vekja enn frekari
athygli á málinu og fulltrúar
grænfriðunga hafa á undanförn-
um dögum sett fram sjónarmið
sin í íslenskum fjölmiðlum og á
fundi með Halldóri Ásgrimssyni
á miðvikudagsmorguninn. Hann
sagði svo frá þeim fundi þá um
kvöldið: „Ég efast ekkert um að í
samtökum hvalfriðunarmanna
er margt ágætt fólk, sem hefur
einlægar áhyggjur af hvala-
stofnunum. Og það er ekkert að
ástæðulausu sem barist er gegn
hvalveiðum, því vissulega hefur
verið gengið nærri sumum stofn-
um og þeir jafnvel þurrkaðir út,
eins og gerðist í Suður-íshafinu.
Ég átti tveggja tíma fund með
fulltrúum Greenpeace, þar sem
ég útskýrði okkar sjónarmið og
rannsóknir. Þeir sögðust líka
leggja mikla áherslu á visinda-
rannsóknir — en þeir vilja bara
ekki láta meiöa hvalina. En stað-
reyndin er sú, og það ber að við-
urkenna það hreinskilnislega, að
ef við veiðum enga hvali, þá
verða heldur engar hvalrann-
sóknir."