Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 56
SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. w^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm „Hefur verid rætt um að gefa okkur lengingartæki — segir framkvæmdastjóri Borgarspítalans „BORGARSPÍTALINN er ekki að kaupa lengingartæki. Hins vegar hefur verið rætt um að gefa okkur þessi tæki,“ sagði Jóhannes Pálmason, framkvæmdastjóri Borgarspítalans, er hann var inntur eftir því hvort Borgarspítalinn væri að fá lengingartæki frá Sovét- ríkjunum. Jóhannes vildi ekki tjá sig um að svo stöddu hverjir hefðu hugsað sér að gefa tækin. „Hugmyndin er komin fram fyrir milligöngu Óskars Einars- sonar, en sonur hans hefur ver- ið í lengingu í Síberíu, og góðgerðarstofnana hér á landi og eins hafa bæklunarlæknar hér á spítalanum sýnt áhuga sinn á tækjunum. Ég geri ráð fyrir að tækin kosti um 400.000 krónur ef góðgerðarstofnun myndi flytja tækin inn. Góð- gerðarstofnanir og félagasam- tök fá tolla fellda niður, en ef við myndum panta þau og kaupa, þyrftum við að greiða hátt í helming umfram verðið í tolla,“ sagði Jóhannes. Gunnar Þór Jónsson, yfir- læknir slysadeildar Borgarspí- talans, sagði i samtali við blaðamann Morgunblaðsins, að líklega myndu tækin verða komin til landsins í haust. „Hinsvegar hafa verið til á flestum stærri sjúkrahúsum landsins svokölluð ytri festing- artæki, sem eru notuð mikið í slysalækningum, sérstaklega í alvarlegum brotum, og einnig má nota þau til lengingar, en það hefur aldrei verið gert hér. Við höfum ekki hugsað okkur að fara út í lengingar á dverg- vöxnu fólki, heldur myndum við hjálpa fólki, sem hefur t.d. mis- lengd í ganglimum," sagði Gunnar Þór. Sjá bls. 26. „Tækni prófess- ors Ilesarovs" eftir Óskar Einarsson. Morgunblaðiö/ Bjarni Kveikt var í vinnuskúr við stórmarkað Víðis { Mjóddinni í Breiðholti ( gærmorgun. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var skúrinn mikið til brunninn enda að mestu úr timbri. Litlu munaði, að stórtjón hlytist af íkveikju er kveikt var í skúr, sem var ruslageymsla við Miðbæjarmarkaðinn í Reykjavík, um síðustu helgi. Deila heilsugæslulækna og ríkisins: Samningar tókust — læknar gengu ekki út á miðnætti SAMNINGAR tókust í kjaradeilu I laust eftir klukkan eitt (gær og kom heilsugæslulækna og ríkisvaldsins | því ekki til þess, að um 70 af alls 110 Garðabæjar- höfn líklega tilbúin um mánaðamótin HAFNARNEFND Garðabæjar vinnur nú að þvi að koma upp hafn- araðstöðu þar í bæ. Undirbúningur hefur staðið yfir nokkuð lengi. í fyrrasumar var höfnin dýpkuð og er hún nú 6 metra djúp á fjöru. Um verslunarmannahelgina reistu menn frá Köfunarstöðinni hf., undir stjórn Kristbjörns Þór- arinssonar, stálþil, sem er bryggjukanturinn, og ráku það niður. Luku þeir við verkið á 14 tímum. „Þetta var unnið á mettíma að mínu rnati," sagði Jón Sveinsson, forstjóri Stálvíkur, í samtali við Morgunblaðið. „Og þessi höfn á eftir að gerbreyta aðstöðunni fyrir þau fjögur fyrirtæki sem hafa aðsetur hér við Arnarvoginn og starfa í stáliðnaði, en þau eru, auk Stálvíkur, Nökkvi hf., Véla- verkstæði Sig. Sveinbjörnssonar hf. og Rafboði hf. Nú geta þessi fyrirtæki tekið skip til viðgerðar og frágangs." Nú er unnið að frágangi við höfnina og sagðist Jón búast við þvi að ef allt gengi að óskum væri möguleiki á að skip gætu lagst að bryggjunni í Garðabæ um næstu mánaðamót. heilsugæslulæknum á landinu legöu niður störf á miðnætti aðfaranótt sunnudagsins. Læknarnir, sem höfðu sagt upp störfum til að leggja áherslu á kröfur sínar, drógu í gær uppsagnir sínar til baka og heilbrigð- isráðherra féllst á það. Formenn samninganefndanna, þeir Þorsteinn Geirsson ráðuneyt- isstjóri og Gunnar Ingi Gunnars- son læknir, voru ófáanlegir til að skýra frá hversu miklar launa- hækkanir fælust ( samningnum, sem á næstu dögum verður lagður fyrir heilsugæslulæknana. Þeir sögðu að samningurinn byggðist fyrst og fremst á því, að ná jöfnuði í launakjörum heilsugæslulækna almennt og jöfnuði við sjúkrahús- lækna. í því skyni var samið um ákveð- inn stundafjölda fyrir unnar gæsluvaktir, sem eru nokkuð mis- munandi eftir héruðum, greiðslur fyrir akstur til samræmis við sjúkrahúslækna, og skýrð voru ákvæði um endurmenntun heilsu- gæslulækna á sama hátt. „Kjarni málsins er sá, að lækn- arnir ganga ekki út eins og útlit var fyrir," sagði Þorsteinn Geirs- son. Hann sagði að samningarnir væru afar flóknir og að kjarabæt- urnar væru mismunandi miklar, bæði eftir einstökum læknum og héruðum. Læknarnir sögðu upp störfum fyrir hálfu ári með þriggja mán- aða fyrirvara en síðan framlengdi heilbrigðisráðherra uppsagnar- frestinn um aðra þrjá mánuði, eins og lög leyfa. Hvalvertíðin: Eftir er að veiða 32 hvali — tíu daga stopp framundan Ríkisskattanefnd hnekk- ir úrskurði skattstjóra — vextir frádráttarbærir ef byggingarsamvinnufélag er umboðsaðili RÍKISSKATTANEFND hefur hnekkt úrskurði skattstjórans í Reykjavík, sem hafnaði kröfu hús- byggjanda í Reykjavík um skattfrá- drátt vegna vaxtagjalda af lánum sem Byggingarssamvinnufélag ungs fólks í Reykjavík, Byggung, tók fyrir hans hönd. Kærandi fór fram á að vaxta- gjöld vegna byggingar íbúðar sinnar við Rekagranda í Reykja- vik — sem samkvæmt reikningum Byggungs reyndust vera tæplega 70 þúsund krónur — yrðu reiknuð til frádráttar tekjum sínum við álagningu tekjuskatts fyrir árið 1984. Skattstjóri hafnaði kröfu kær- anda á þeim forsendum að um væri að ræða hækkun á umsömdu verði i kaupsamningi, en ekki vexti af skuld eins og áskilið er samkvæmt lögum um tekju- og eignaskatt. Kærandi skaut úrskurði skatt- stjóra til ríkisskattanefndar og ítrekaði kröfu sína með þeim rökstuðningi, að hér væri um að ræða vaxtakostnað setn stafaði af framkvæmdalánum og öðrum byggingarlánum, sem byggingar- samvinnufélagið hefði orðið að taka fyrir sína hönd og annarra húsbyggjenda, og sé, samkvæmt byggingarsamningi, sameiginleg- ur kostnaður byggjenda. Gunnar Jóhannsson hjá ríkis- skattanefnd sagði að þetta þýddi í raun að Byggung væri umboðsað- ili húsbyggjenda, og þvi beri að líta á vaxtagjöldin sem frádrátt- arbær til skatts. AÐEINS 32 hvalir af samtals 199 eru nú óveiddir á síðustu eigin- legu hvalvertíðinni frá fslandi, að minnsta kosti til ársins 1990, þeg- ar endurmeta á hvalastofnana að lokinni veiðistöðvun Alþjóða hvalveiðiráðsins. Langreyðakvótinn í ár var 161 dýr og hafa þau nú öll kom- ið á íand og síðustu daga hafa veiðst sex af 38 sandreyðum, sem veiða má í ár. Frá og með næsta miðviku- degi verður gert tíu daga hlé á veiðunum vegna fyrirfram ákveðins orlofs starfsmanna, enda hefur sandreyðurin yfir- leitt ekki veiðst fyrr en í lok ágúst og byrjun september. Sjá ennfremur innlendan vett- vang: „Er hsgt að stunda hval- rannsóknir án þess að meiða hvalina?" á bls. 20 og 21.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.