Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 6
GARRI KASPAROV Sovézki skáksnillingurinn Garri Kasparov er um þessar mundir í betri þjálfun og sýnir enn meiri leikni í skáklistinni en nokkru sinni áður. Hinn tuttugu og tveggja ára gamli stórmeist- ari og áskorandi núverandi heimsmeistara í skák, Ana- tolij Karpovs, fékk nýlega leyfi sovézka skáksam- bandsins og tjórnvalda til að ferðast til Vesturlanda, nán- ar tiltekið til Þýzkalands, í boði hins kunna fréttarits „Der SpiegeV', og þá sýndi hann svo um munaði hvað í honum býr. Faðir hans hét að fornafni „Komm- úníski internasjón- al æskunnar“, en þau samtök eru skammstöfuð KIM á rússnesku. Sjálf- ur er Garri Kasp- arov félagi í Kommúnistaflokki Ráðstjórnarríkjanna og ætlar sér að vera það framvegis. Það eru annars háttsettir flokksliðar, áhrifamenn innan Sovézka skáksambandsins og full- trúar í Alþjóða skáksambandinu, FIDE, er reyna allt sem þeir geta til þess að koma í veg fyrir, að Garri Kasparov takist að ná því markmiði, sem hann hefur einsett sér, en það er að verða heims- meistari í skák. Sem stendur er það eins og al- kunnugt er annar Sovétmaður, hinn þrjátíu og fjögurra ára gamli Anatolij Karpov, sem ber þennan eftirsótta virðingartitil, og það er einlægur vilji flokksforystu og FIDE-fulltrúa, að svo verði áfram. Karpov er nefnilega virkur félagi í Flokknum og mikilsverður merk- isberi hins sovézka kerfis. Tuttugu og tveggja ára að aldri er Garri Kasparov aftur á móti nú þegar orðinn bezti skákmaður í heimi, að minnsta kosti skipar hann fyrsta sætið á hinum opin- bera lista Alþjóða skáksambands- ins með tilliti til fjölda sigra á skákmótum. Á þeim lista er hann þegar kominn upp fyrir sjálfan heimsmeistarann. Það er einnig skoðun helztu sérfræðinga í skák, að Kasparov sé betri skákmaður. Jafnvel hinn afburða snjalli Bobby Fischer var ekki kominn svo nálægt heimsmeistaratitlinum jafn ungur að árum og Kasparov, því að Bandaríkjamaðurinn Fisch- er var orðinn 27 ára, þegar honum áskotnaðist titillinn í Reykjavik. Langvinnt taugastríð Áskorendaeinvígið um heims- meistaratitilinn í skák hófst hinn 10. september í fyrra í Moskvu, en eftir 48 skákir var einvíginu frest- að, gegn vilja Kasparovs. Þegar þar var komið sögu hafði heims- meistarinn Karpov að vísu unnið fimm punkta gegn þremur punkt- um, sem Kasparov höfðu hlotnast, og þurfti heimsmeistarinn því ein- ungis einn einasta punkt til þess að sigra í einvíginu, en það var áskorandinn, sem vann tvo síðustu punktana í tveimur unnum skák- um. Skæðar tungur sögðu, að skákeinvíginu hefði verið frestað vegna þess að Karpov hafi þá ver- ið að niðurlotum kominn. í baráttunni um réttindi sín hafði Kasparov tvívegis gengið mun lengra en nokkur annar Sov- étmaður hefur hingað til vogað sér að ganga á undan honum: Hinn 15. febrúar hleypti hann upp opinber- um blaðamannafundi, sem sov- ézka utanríkisráðuneytið hafði gengizt fyrir, en þar var ætlunin að rökstyðja frestun einvígisins með því, að báðir skákmeistararn- ir hafi verið orðnir andlega og lík- amlega gjörsamlega úrvinda af þreytu. Við þessi ummæli snarað- ist Garri Kasparov aftan úr 17. sætaröð og fram á sviðið og bar fram mótmæli: „Ég er hinn hress- asti og vil tefla áfram." Og hann bætti við: „Karpov hefur fengið því framgengt, sem hann vildi." í maílok lýsti Kasparov því yfir í viðtali við þýzka fréttaritið „Der Spiegel" hver staða málanna væri að hans áliti: „Sem stendur er eng- inn heimsmeistari í skák. Karpov hefur glatað rétti sínum til að kalla sig heimsmeistara." Að vísu er þegar búið að lýsa því yfir af opinberri hálfu, að einvíg- inu um heimsmeistaratitilinn verði fram haldið hinn 2. septem- ber og þá aftur miðað við stöðuna núlhnúll og einvígið takmarkað við 24 skákir alls. Kasparov dreg- ur það hins vegar mjög í efa, að Anatolij Karpov muni sitja and- spænis honum við taflborðið á hausti komanda. Kasparov lítur svo á, að helzti og illvigasti and- stæðingur sinn sé enginn annar en sjálfur forseti FIDE, Florencio Campomanes, auk Karpovs. Þá telur hann og, að háttsettir menn í Kommúnistaflokknum eigi vissa sök á hneykslinu í sambandi við heimsmeistaraeinvígið í skák. Krýning heimsmeLstarans Karpovs í Baguio City í Filippseyjum irið 1978. Heimsmeistaraeínvígið í skák 1984—’85 í Moskvu: Eftir 22 vikur var heims- meistaranum bjargað með því að ganga í berhögg við allar gildandi keppnisreglur. Einvígi á borð við það, sem þeir Karpov og Kasparov háðu um heimsmeistaratitilinn í skák, vek- ur vissulega athygli um allan heim, en þó er hvergi fylgzt betur og ákafar með slíkum átökum en einmitt í Ráðstjórnarríkjunum sjálfum, sem telja hvorki meira né minna en heilar fimm milljónir félaga í tugþúsundum skákfélaga um allt hið víðlenda ríki. Þarlend- is er einvígi þeirra Karpovs og Kasparovs talið vera átök milli að- skotadýrs og eins af máttarstólp- um sovézks þjóðfélags. Ólík kynfylgja keppendanna Kasparov er sonur gyðings af þýzkum ættum og armenskrar konu. Faðir hans andaðist árið 1971, og allt fram til ársins 1975 bar Garri fjölskyldunafnið Wein- siein eins og faðir hans, en þá tók hann upp ættarnafn móður sinn- ar, Kasparov. Hann á heima á til- tölulega afskekktum stað í risa- ríkinu, þ.e. suður í Bakú, höfuð- borg sovétlýðveldisins Asjerba- idsjans, og ekki hefur hann verið virkur á vegum hins almáttka Flokks. Hann býr ásamt móður sinni í fjögurra herbergja íbúð í fjölbýlishúsi í borginni og ekur um í vandaðri Volgu. Anatolij Karpov er aftur á móti hreinræktaður Rússi. Hann á sæti I miðstjórn kommúnísku æsku- lýðssamtakanna Komsomol, er forseti hins sovézka Friðarsjóðs og hefur verið sæmdur Lenínorð- unni. Frá því að hann skildi við eiginkonu sína býr hann einn síns liðs í fallegu einbýlishúsi um það bil 40 km frá Moskvu, og þangað sækja vinir hans og kunningjar hann gjarnan heim. Hann á Mercedes af fínustu gerð, sem meöal annars er búin bifreiða- síma. „Það er einungis tvennt sem skiptir mig meginmáli og það er skákmennska og marxísk fræði," er dæmigerð setning fyrir Karpov. Allmargir sovézkir skákmenn í úrvalsflokki hafa snúizt öndverðir gegn refsiaðgerðum og skrif- finnsku-ákvörðunum harðsnúinna flokksliða á undanförnum árum, en enginn þeirra hefur vogað sér að ybba sig jafn ótrauður og Kasp- arov, jafnvel ekki þeir allra fræg- ustu eins og sovézki gyðingurinn Viktor Kortsjnoi, sem hvarf úr landi árið 1972, og fyrrverandi heimsmeistari, Boris Spasski, sem tapaði titlinum í hendur Bobby Fischer í Reykjavík og fluttist á lögmætan hátt úr landi með sinni frönsku eiginkonu árið 1977, en þau búa nú í Paris. Garri Kasparov er sannarlega ólíkt hugdjarfari en þessir tveir stórmeistarar, Spasski og Korts- jnoi, sem létu harðorða gagnrýni sína fyrst í ljós, þegar þeir voru fluttir frá Sovétríkjunum: Kasp- arov ætlar sér að búa um aldur og ævi í heimalandi sinu og berjast til úrslita innan landamæra Sov- étríkjanna, sama hve lengi sú bar- átta á eftir að standa og hvað sem tautar og raular. Sú úrslita- barátta mun standa, þar til Kasp- arov hefur tekizt að sigra Karpov og hefur unnið heimsmeistaratit- ilinn í skák. Það hlé, sem gert var á skák- einvíginu i Moskvu siðastliðinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.