Morgunblaðið - 11.08.1985, Side 13

Morgunblaðið - 11.08.1985, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUÐAGÚR 11. ÁGÚST 1966 B 13 breytingum sem urðu á þjóðfélag- inu. Sá siður hélst að börnin voru við búin og unnu foreldrunum, sjálfsagt átt einhverjar skepnur en ekki haft neitt sérstakt kaup. En þegar kóm fram undir 1960 stóðu allar sveitir hér austan sands mjög höllum fæti. Ég held að það hafi bara verið mjólkursal- an sem hélt fólkinu hér, en hún komst á þá. Það hefðu annars svo margir orðið að gefast upp að hin- um hefði ekki verið vært.“ Það var ekki mitt fag „Menn eru hér gamansamir svona heldur og margir góðir bændur. Þó er það misjafnt, ég segi fyrir mig að ég hef aldrei get- að náð árangri í búskap og hefi ég þó haft mig allan við. Það var eins og það dygði ekki og fyrir það hefi ég haft miklu minna fyrir mig að leggja en ella. Ég tel mig ekki bónda. Þetta verða menn að hafa fyrir guðs náð, þá gengur það. En það var ekki gaman að þessu. Þó menn vildu mennta sig og læra þá var ekki aur til og maður var ekki nógu harður og duglegur að „redda" sér. Það var ekki mitt fag. Þetta hafa sumir menn alltaf get- að gert þó engir möguleikar væru í sjónmáli ef viljinn var nógu mik- ill. En ég er ekki ósáttur við mitt hlutskipti. Maður hefur séð svo marga sem hafa haft peninga eins og skít og samt farið illa út úr lífinu." Víndrykkja Þorbergur segir að drykkju- skapur hafi ekki verið mikill á Síðu og fáir séu þar alkóhólistar. „Ég veit varla um neinn," segir hann, „en sumum þykir vín kannski helst til gott. Ég get ekki láð mönnum það. Ég hef alltaf drukkið brennivín, kannski ekki frá því ég man eftir mér, en mjög lengi — og aldrei farið flatt á því. Þorði aldrei að slást, fannst það ruddalegt. Það þótti afar karl- mannlegt í gamla daga. í Grinda- vík lenti ailtaf allt í slagsmálum og þá var bara það sem gilti að forða sér því þá var hver sleginn sem til náðist þó hann hefði ekk- ert til saka unnið.“ Trúmál Talið berst að handleiðslu guðs og trúmálum: „Ég býst við að ég sé ekki trúmaður að áliti kirkjunn- ar,“ segir Þorbergur, „en að mínu eigin áliti þá trúi ég á æðri öfl. Ég veit þau eru til og ég trúi á lif eftir dauðann. Trúin á æðri mátt hefur fylgt mannkyninu frá því það gat staðið í lappirnar, það eru mér næg sannindi." Nú verður stutt hlé á samtalinu meðan Þorbergur lætur hugann reika, svo segir hann: „Hafi ég beðið um hjálp hef i, ég fengið hana samstundis. Én ég hef ekki oft beðið um aðstoð, mað- ur hefði sjálfsagt átt að stunda þetta meira. Ég bað ekki nema ég gæti ekki „reddað" mér öðruvísi. Þegar ég missti konuna þá var ég illa staddur, orðinn 60 ára og var þá oft einn hérna, leið ömurlega og gat ekki sofið. Þá bað ég um að þetta yrði fjarlægt frá mér og það var gert og eftir það sofnaði ég á hverju kvöldi eins og ekkert væri. Ói Þetta fannst mér alveg áþreifan- li legt.“ an Reimleikar Nú hníga samræðurnar í átt að hinu yfirnáttúrulega. Þorbergur hefur ákveðna skoðun á þeim mál- um. „Það er ekkert yfirnáttúrulegt til, menn eiga bara eftir að skilja ýmislegt." Þorbergur segist fátt hafa reynt í þessa veru — og þó: „Það var eitt sinn á gamlársdag, hjarn var yfir öllu, ég var að koma upp túnið um þrjúleytið um dag- inn. Þá sé ég að stúlka kemur gangandi hér að vestan og er held- ur kuldaleg, kippir kápukraganum upp fyrir eyrað og snýr höfðinu undan veðri, hafði það á hlið. Ég vissi strax að þetta gat ekki verið stúlka af venjulegri gerð, enda gekk hún upp fyrir bæinn, ég fór samt strax og gáði að henni en hafði ekkert uppúr því. Hún hefði ekki getað horfið á svona skömm- um tíma hefði allt verið með felldu.“ Þessu næst fer Þorbergur að rifja upp frá bernsku sinni atvik sem erfitt er að skýra: „Hér hafði allt verið í eyði áður en við flutt- um hingað og byggðum upp. Það er oft sagt að við slíkar kringum- stæður safnist ýmislegt fyrir og nokkuð var það að þegar við vor- um háttuð uppi í baðstofu þá var iðulega farið að vinna í eldhúsinu sem var annað hús til hliðar. Það glamraði í diskum og bollum og við krakkarnir vorum að spyrja mömmu hver væri í eldhúsinu. Hún sagði að við skyldum ekki fást um það, það væru sjálfsagt einhverjir sem þyrftu að brúka það. Svona gekk þetta í nokkur ár, en svo hætti það. Ég held að þetta hafi verið ákaflega saklaust." Stjórnmál Þorbergur verður svolítið sposkur á svip þegar talið berst að stjórn- málum, segist eiginlega alveg vera búinn að losa sig við pólitíska skoðun. „Hafi maður aðhyllst ein- hvern flokk,“ segir hann „þá hefur hann alltaf brugðist að einhverju leyti. Ég er ekki að halda því fram að stjórnmál verði ekki að vera, en þetta hefur nú einhvern veginn farið svona hjá mér. Fyrst að- hylltist ég íhaldsflokkinn, fram- sóknarmaður var ég aldrei, en dá- lítið var ég til vinstri, jafnaðar- maður og sósíalisti. Það varði í nokkur ár en svo varð ég fyrir svo miklum vonbrigðum að ég gafst upp á þvi. Núna finnst mér að þó einkaframtakið sé varasamt þá megi vera að það sé það sem gildi. Ég veit að hitt hefur mikla yfir- burði, en það er svo misnotað að það verður verra. Ef menn ætla að stunda samvinnu og sameignar- stefnu þá sé ég ekki annað en það verði að vera eitthvað öðruvísi fólk en nú er.“ Heimspekilegir þankar Frá stjórnmálunum berst talið að sannleikanum. Þorbergur ligg- ur ekki á skoðun smni í þeim efn- um: „Það er gott og blessað að segja sannleikann þegar það á við, en ef menn segðu alltaf sannleik- ann, hvernig færi það? Oft má satt kyrrt liggja og meira en það, þannig verður það oft að vera ef ekki á allt að fara í háa loft.“ Nú verður Þorbergur þögull og inn- hverfur um stund en segir svo: „Ég hef hugsað mikið, enda yfir- leitt unnið einn. Hef verið gjarn á að hugsa heimspekilega. Það pass- ar ekki að hugsa mikið um það sem ekki verður látið í askana. Þetta vissi margur og græddi á því peninga. Ég hafði fáa til að ræða við um það sem mig helst langaði, t.d. tækniundur, rúm og tíma og það sem skrifað var um slíkt efni. En fólk braut ekki heilann um þetta og las ekki slíkar bækur." Sögur af náunganum „Ég er afar vandlátur á sögur að segja frá,“ segir Þorbergur, „sum- um finnst ýmislegt merkilegt og jafnvel fyndið sem mér finnst ekki. Fólk segir mér heldur ekki frá neinu. Það sniðgengur mann af því maður hefur ekki áhuga. Því finnst ég líklega eitthvað daufur að ræða málin. Ég frétti oft ekki fyrr en seint ýmislegt sem fólki hefur þótt gott að hafa á milli tannanna. Ef fólk hefur þurft að ræða það sem gerðist í sveitinni þá hefur það ekki komið á þetta heimili. Það er alveg pottþétt að sækjast sér um líkir.“ Þorbergur hefur orð á þeirri skoðun sinni að mörg óþægindi og jafnvel sjúkdómar stafi af miklum hraða og áhyggjum manna af sér og sínum og ótta manna við að þeir séu útundan i lífinu. Hann segir að streita hrjái menn lítið í Síðusveit og sjálfur hafi hann ver- ið algerlega laus við þá plágu. Hann hnykkir á skoðun sinni með því að segja: „Andlegheitin, það er stóra stykkið í lífinu, líkaminn er tæki sem notað er og sé andlega lífið í flækju þá er líkamanum hætt.“ Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Myndir: Benedikt Jónsson SKIPHOLTI 31 óofeyrac mL eg L7 LíCsRevr 3S La 1 u Stórkostleg Tíbetsferð í boði n í október efnir Kínversk - íslenska menningarfélagið og Ferða- skrifstofa stúdenta til ævintýraheimsóknar til Tíbets fjallalandsins mikla, sem kallað hefur verið „þak heimsins.“ 19 dagar í október: Reykjavík - London - Peking - Tíbet. Fyrsta ferð íslendinga til Tíbets! Flogið verður út til London þann 18. október og heim aftur þaðan þann 7. nóvember. Hægt er að dveljast lengur í London ef óskað er. TÍBET, fjallalandið mikla, „þak heimsins", hefur lengi verið nær lokað land. í október gefst 12 íslendingum færi á, í fyrsta sinn, að heimsækja þetta einstaka land, sem m.a. geymir hæsta fjall veraldar, MT. EVEREST, upptök helstu stórfljóta Asíu, ævaforna og heillandi menningu og óteljandi leyndarmál. FERÐATILHÖGUN: Flogið verður til PEKING, þar sem dvalið verður í þrjár nætur. Þaðan er flogið til hinnar fornu höfuðborgar XIAN þar sem stoppað er í tvo daga. Á sjötta degi er flogið til CHENGDU, höfuðborgar Sichuan- fylkis og dvalið þar í tvær nætur. Á áttunda degi er flogið vestur til LHASA, höfuðborgar Tíbets, sem er í 3600 m hæð yfir sjávarmáli. Þaðan er ekið um hrikalegt fjalllendið, um kvikfjárræktar- og akuryrkju- lönd, til XIGAZE, næststærstu borgar landsins. Á þrettánda degi verður haldið til baka frá LHASA til PEKING, þar sem dvalið verður tvær síðustu nætur þessarar ævintýralegu og einstæðu ferðar. Fararstjóri í þessari ferð verður Kristján Jónsson, reyndur leiðsögu- maður og þaulvanur austrinu. * ath. ferðir okkar eru ekki bara fyrir námsfólk, þær eru fyrir ALLA. GÓÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR Innifalið í verði ferðarinnar: - Allar flugferðir, lestarferðir og siglingar. - Hótelgisting i tveggja manna T- herbergjum með baði. ^ , - Fullt fæði, kínverskt eða \ vestrænt, eftir óskum hverju sinni. M - Allarskoðunarferðir, “ skemmtiferðir, leiksýningar, ^_____ fjðlleikasýningar FF R F)A - Kinversk leiðsðgn blvKJ ib | UrA - Islenskur leiðsögumaður. STÚDENTA Hringbraut. sími 16850 „Heimurinn er stór bók. Þeir sem aldrei ferðast að heiman lesa aðeins eina síðuna." -Ágústínus.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.