Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 26
26 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1985
3E
A DR0rnNS«I
Umsjón:
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Ásdís Emilsdóttir
Svavar A. Jónssón
Ekki einfalt að deila
lífinu með öðrum
— segir Ingeborg Lundberg sálfræðingur
1* fyrra komu hingað hjónin Ingeborg og Lars Áke Lundberg frá Svíþjóð. Þau héldu
fræðslufundi og námskeið með æskulýðsstarfsfólki þjóðkirkjunnar. Við höfum áður
birt viðtal við Lars Áke hér á síðunni og í dag birtum við ykkur ofurlítið af þeim
fróðleik, sem Ingeborg bar fram í erindum, sem hún flutti í Reykjavík. Og meira birtist
síðar. Hún talaði um samvistir fólks, samvistir barna og foreldra og samvistir fólks þegar
það er ástfangið og eftir að hin fyrsta ást er ögn tekin að róast. Ingeborg og Lars Áke
fluttu þessa fyrirlestra saman, hvert frá sínu sjónarhorni, en hún er sálfræðingur en hann
prestur. Á milli sungu þau eða efndu til almenns söngs svo að fyrirlestrarnir urðu
sannarlega lifandi.
— Við erum sköpuð til sam-
vista hvert við annað. Félags-
skapurinn gefur okkur gleði í líf-
inu, við auðgum hvert annað og
hjáipumst að. En það er ekki
alltaf einfalt að deila lífi sínu
með öðrum. Samvistirnar þró-
ast, vaxa og breytast og ýmislegt
þarf að leggja í sölurnar til þess
að þær takist.
Samvistir foreldra
og barna
Við flytjum fyrirmyndina að
samvistum okkar með okkur frá
fyrri skeiðum lífs okkar, frá
samvistum við foreldra okkar
þegar við vorum börn og ungl-
ingar. Þegar við giftum okkur
höfum við þegar mikla reynzlu
af samvistum við aðra. Margt í
henni er okkur samt ómeðvitað.
Við tökum reynzlu okkar sem
sjálfsögðum hlut þar til við hitt-
um aðra, sem hafa aðra reynzlu
og önnur viðhorf.
Fjölskyldur geta verið ólíkar,
bæði hið ytra og innra. Við töl-
um nú oft um kjarnafjölskyld-
una, fjölskyldu einstæðra for-
eldra og stjúpfjölskylduna.
Barn í kjarnafjölskyldu býr
með báðum foreldrum sínum.
Barnið getur verið einbirni, ann-
að barn eða þriðja barnið í fjöl-
skyldunni. Kjarnafjölskyldan
getur orðið að fjölskyldu ein-
stæðs foreldris. Og margar fjöl-
skyldur einstæðra foreldra verða
síðar stjúpfjölskyldur. Þær geta
litið út á ýmsa vegu. Það er ein-
kennandi fyrir stjúpfjölskyld-
Elskið hvort annað en gerið ekki kærleikann að bauju.
Látið hann heldur vera haf milli stranda sálna ykkar.
Fyllið bikar hvors annars en drekkið ekki af sama
bikarnum.
Gefið hvort öðru brauð en etið ekki af sama brauðinu.
Syngið og dansið saman og verið glöð, en látið hvort
ykkar vera eitt, eins og strengirnir á lútunni eru
einstakir hver fyrir sig þótt þeir titri af sömu
hljómlistinni.
A unglingsáninum verður barnið æ óháðara foreldrum sínum. Það getur gerzt sársaukalaust en er stundum
erfitt af beggja hálfu.
urnar að stundum eru þar marg-
ir heima en stundum fáir, stund-
um eru börnin heima en stund-
um hjá hinu foreldrinu.
Foreldrar þurfa líka
að læra að verða
sjálfstæðir
í fyrstu eru afar náin tengsl
milli barnsins og móðurinnar.
Barnið fyllist angist þegar hún
fer í burtu en lærir svo af reynzl-
unni að hún kemur alltaf aftur.
Svo vex barnið upp úr þessum
tengslum, það getur og vill sjálft
gera meira og meira á eigin
spýtur. Þá sveiflast það sífellt
milli þess að vilja vera hjá for-
eldrum sínum og hins að spjara
sig sjálft. Á unglingsárunum
verður barnið æ óháðara for-
eldrum sínum. Það getur gerzt
sársaukalaust en er stundum
erfitt af beggja hálfu. Ungl-
ingarnir komast þá stundum I
andstöðu við foreldra sína um
tíma og véfengja flestar skoðan-
ir þeirra.
En þetta er mikilvægt tímabil
eins og tímabil hinna nánu sam-
skipta var. Að því loknu rennur
væntanlega upp skeið gagn-
kvæmrar virðingar fullorðins
fólks. Það eru ekki aðeins ungl-
ingarnir, sem þurfa að verða
óháðari foreldrum sínum, for-
eldrarnir þurfa líka að verða
óháðari börnunum. Þeir þurfa að
verða óháðari foreldrahlutverk-
um sínum og fela unglingunum
ábyrgðina á sjálfum sér smátt
og smátt. Þeir þurfa líka að losa
sig við það, sem þau vonuðu eða
ætluðust til að barnið tæki sér
fyrir hendur. Þetta skeið er
breytilegt og sumum finnst þau
ekki verða óháð foreldrum sín-
um fyrr en á fullorðinsárum.
Hvernig sýnir fólk til-
finningar sínar?
Við skulum líta nánar til hinn-
ar mismunandi innri gerðar fjöl-
skyldunnar. Hún kemur t.d.
fram í því hvernig fólk sýnir til-
finningar sínar. I sumum fjöl-
skyldum sýnir fólk gleði sína
augljóslega, einhverjir í fjöl-
skyldunni a.m.k. í öðrum fjöl-
skyldum kaupir fólk eitthvað og
kemur með heim þegar það er
glatt. I enn öðrum fjölskyldum
er fólk hljóðlátt og sýnir gleði
sína varfærnislega.
Og hvernig sýnir fólk óánægju
sína? Sumir verða háværir, sum-
ir tala mikið um hana, aðrir
verða þumbaralegir, afneita
óánægjunni og verða hræddir
við hana.
Hvernig sýnir fólk hinar ýmsu
tilfinningar? Þegar farið er að
hugleiða það kemur kannski í
ljós að mamman gerði það á einn
veg en pabbinn á annan. Þau
komu líka frá ólíkum fjölskyld-
um. Við sögðum að við hefðum
gleymt mörgu því, sem við tók-
um með okkur frá uppvexti
okkar. En það rifjast upp þegar
við förum að tala um það.
Hversvegna ættum við að gera
það? Vegna þess að það hjálpar
okkur til að skilja sjálf okkur.
Og því betur sem við skiljum
sjálf okur því betur gengur
okkur að láta aðra skilja okkur.
Og við það verða samvistirnar
auðveldari. Það er nefnilega al-
gengur misskilningur að við ætl-
umst til þess að þau, sem elska
okkur, eigi líka að skilja okkur.
Án þess að við tölum um það,
sem við hugsum, finnum og vilj-
Kjarnafjolskyldur geta breytzt í fjölskyldur einstæðra foreldra.