Morgunblaðið - 15.09.1985, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1-5. 8EFTEMBER 198S
Vatnsleysustrandarhreppur:
Verðlauna snyrtilegt umhverfi
Fegrunarnefnd Vatns-
leysustrandarhrepps veitti
nýlega viðurkenningar fyrir
snyrtilegt umhverfi í hreppn-
um. I»að er í fyrsta skipti sem
viðurkenningar eru veittar
fyrir snyrtimennsku í hreppn-
um, en alls voru viðurkenn-
ingarnar fjórar, þrjár fyrir
garða við íbúðarhús og ein
fyrir umhverfi við fyrirtæki.
Eftirtaldir aðilar hlutu viður-
kenningarnar, Jón Þórðarson og
Þórunn Gottliebsdóttir fyrir
Heiðargerði 16, Vogum, Klemens
Sæmundsson og Guðrún Krist-
mannsdóttir fyrir Hólabraut 4,
Vogum og Einar Þórðarson og
Alice Lide Þórðarson, Vatns-
leysu, Vatnsleysuströnd. Þor-
valdur Guðmundsson fékk einu
viðurkenninguna sem veitt var
fyrir snyrtilegt umhverfi við
fyrirtæki, það var fyrir svínabúið
að Minni-Vatnsleysu á Vatns-
leysuströnd.
E.G.
Morgunblaðið/Eyjólfur
Heióargerði 16, Vogum, einn garðanna sem voru verólaunaóir.
Signe Prytz sagnfræðingur
Dóttir frum-
kvöðuls skóg-
ræktar á
íslandi hér
í heimsókn
Dr. phil. Signe Prytz,
danskur sagnfræðingur, kom
hingað í sl. viku og var hér í
nokkra daga. Morgunblaðið
náði stuttu tali af henni er
blaðamaður komst að því að
hún var dóttir prófessors
Carls V. Prytz, en hann var.
annar þeirra Dana sem hófu
skógrækt hér á landi rétt
fyrir aldamótin. Hinn var
Carl Ryder skipstjóri, sem
naut bæði álits og vinsælda
meðan hann var í siglingum
hér við land.
Enda þótt dr. Signe Prytz sé
mjög víðförul var þetta í fyrsta
sinn sem hún kom til íslands.
Hinsvegar hafði hún heyrt margt
um þetta land er lengi hefur verið
á óskalista hennar, enda fór faðir
hennar um landið þvert og endi-
langt sumarið 1903 og hafði síðan
samband við ýmsa íslendinga.
Samt kom henni margt á óvart
eins og heiðríkjan og bláminn á
Þingvallavatni og tært og hreint
loftið. Ennfremur hrjóstrin og
moldarmekkir innan af öræfum.
Henni fannst mikið til um að
koma í gamla furulundinn á
Þingvöllum, en faðir hennar
hafði einmitt ráðið því hvaða teg-
undum var plantað þar í upphafi.
Kvaðst hún hafa mikla ánægju af
því að brautryðjandastarf föður
hennar hefði ekki verið unnið
fyrir gýg. Og þegar hún sá hve
Alaskalúpínan er fljót að nema
örfoka og eydd lönd gat hún ekki
orða bundist um ágæti hennar.
Hún gekk með fundarmönnum
UMFt um Þrastarskóg laugar-
daginn 7. september og átti varla
orð til að lýsa því hve vel henni
leist á unga fólkið, en hún hefur
verið menntaskólakennari um
mörg ár, bæði í Danmörku og í
Bandaríkjunum, og forstöðukona
barnaheimilis í Jægerspris, sem
greifafrú Danner og Friðrik
sjöundi komu á fót fyrir meira en
hundrað árum.
JIl hamingju
eigendui
Kjarabzéfaf
-Þið völduð rétta kostinn.
Þeir sem keyptu kjarabréí Verðbréíasjóðsins h/í
þann 17. maí sl. haía íengið betri vexti en aðrir.
78% ársvexti
Til samanburðar voru aðrir vextir þannig á sama tímabili:
Bankabók 45% Aðrir verðbréíasjóðir 58%
Ríkisskuldabréí 50% Kjarabréf Verðbréfasjóðsins h/f 78%
Fors«ndur • M/V gengl verðbrélasjóða 6. sept. '85 • M/v sparlskiilelni með 7% raunávöxtun • M/v bestu 6 mán verðtryggða bankareikninga (3.5% raunávöxtun) • Ekki er tekið tillit til
lnnlausnargjalds eða sólulauna
Það er augljóst, að Kjarabréíin okkar haía geíið betri ávöxtun en aðrir
valkostir, írá því að sala þeirra hófst 17. maí 1985.
Kjarabréf Verðbréfasjóðsins h/í fást í ílestum pósthúsum og hjá
Verðbréfamarkaði Fjáríestingarfélagsins, Haínarstrœti 7, Reykjavík. Símar 28466 8c 28566.
VERÐBREFA
SJÖDURINN HF
Hafnarstræti 7
101 Reykjavik