Morgunblaðið - 15.09.1985, Side 39

Morgunblaðið - 15.09.1985, Side 39
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1985 39 Miles sigur- stranglegur í Tilburg Tilburg, 13. september. AP. JAFNTEFLI við Hollendinginn Jan Timman í 11. umferð skákmótsins í Tilburg hefur það í för með ér, að Vestur-Þjóðverjinn Robert Hiibner er nú kominn í efsta sæti á mótinu. Talið er þó víst, aö það eigi eftir að breytast, þar sem Englendingurinn Tony Miles er með unna biðskák á móti Timman og nær öruggur um jafntefli í biðskak sinni Dzin. Að þessum biðskákum loknum verður Miles væntanlega á ný orðinn efstur á mótinu. Önnur úrslit í 11. umferð voru á þann veg að Ljubojevic gerði jafntefli við Romanisnhin, en bið- skák varð hjá þeim Dzih og Miles, sem að framan segir en einnig hjá þeim Poilugaevsky og Korc- hnoi. Eftir 11 umferðir var því staðan þannig, að Hiibner var efstur með 6 vinninga, Miles var í öðru sæti með 5‘h vinning og tvær biðskákir og Timman var í þriðja sæti með 5'h vinning og eina biðskák. Afganir ráðast á þorp í Pakistan Islamabad, 12. september. AP. FJÓRAR afganskar orrustuþotur rufu lofthelgi Pakistan í gær, mið- vikudag. Vörpuðu þær sprengjum og skutu flugskeytum á þorp þar í landi og landamærastöðvar. Særðust landamæraverðir í árásinni, að sögn talsmanns utanríkisráðuneytisins. Orrustuþoturnar vörpuðu a.m.k. sex sprengjum og skutu 100 flug- skeytum á landamærastöðina Punnu, sem er 300 km suðvestur af Islamabad, höfuðborg Pakistan. Æðsti maður sendiráðs Afgana var kvaddur í utanríkisráðuneytið í Islamabad í dag og voru honum afhent þar „kröftug mótmæli" vegna árásanna. Ítalía: Ætla að byggja stærstu brú í heimi Kóm, 13. sepiember. AP. STJÓRNVÖLD á Ítalíu hafa í hyggju að byggja stærstu hengibrú beims til að tengja Sikiley við ítalska meginlandið, að sögn dagblaðsins II Messaggero á föstudag. Athuganir hafa farið fram varðandi brúarbygg- inguna undanfarinn áratug en ekki hefur verið ráðist í neinar fram- kvæmdir. Dagblaðið vitnar til samgöngu- málaráðherrans, Claudio Signor- ile, sem segir að undirbúnings- samþykkt um þessa gömlu draumaframkvæmd verði undir- rituð í næsta mánuði og hugsan- lega verði hafist handa við brúna 1988. Þó rannsóknir hafi sýnt að bæði sé unnt að gera undirgöng og brú, sagði Signorile að hann teldi vænlegri kost að gera brú yfir Messinasund fyrir umferð bíla og járnbrauta. Slík brú yrði 3,3 kiló- metrar á lengd, eða tvöfalt lengri en Verrazano-Narrows-brúin yfir New York-höfn. Hann áætlaði að brúin myndi kosta 5 trilljónir líra, eða 2,5 billjónir dollara. Áætlað er að brúin verði átta ár í smíðum. EINANGRUÐ HITAVEITURÖR KAPPKOSTUM AÐ EIGA ÁVALT Á LAGER ALLT EFNI í HITAVEITU- LAGNIR - MARGRA ÁRA REYNSLA TRYGGIR GÆÐIN - SENDUM UM ALLT LAND. EYRAVEGI 43-45 P.O. BOX 83 800 SELFOSS SÍMI 99-2099,-1399 I HEIMA VARIMAR LIÐIÐ HEMPELS - þakmálning, serhæfð á þakjárn HEMPELS þakmálning er sérhæfð á bárujárn og hefur frábæra viðloðun og veðurþol. Forskriftin að HEMPELS þakmálningu hefur þróast í tímans rás á söltum sæ, þ.e. á íslenskum hafskipum þar sem álagið nær hámarki. DYNASYLAN BSM 40 vatnsfæla og VITRETEX plastmálning - koma í veg fyrir steypuskemmdir eða lagfæra þær með réttri meðhöndlun Tværyfirferðir með DYNASYLAN BSM 40 og síðan tvær yfirferðir með VITRETEX plastmálningu tryggir margra ára endingu. CUPRINOL ! Slippfélagið í Reykjavík hf MálningarverksmiÖjan Dugguvogi Sími 84255 - alvörufuavarnarefnið sem fegrar og fyrirbyggir CUPRINOL fúavarnarefnið greinist í 4 aðalflokka: 1. Grunnfúavarnarefni án yfirborðsfilmu. 2. Hálfgagnsætt litað fúavarnarefni í fjölda viðarlita. 3. Þekjandi lituð fúavörn í 7 litum. 4. Grænt fúavarna.efni í vermireiti og á gróðurhús. •< p&ó

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.