Morgunblaðið - 15.09.1985, Page 58

Morgunblaðið - 15.09.1985, Page 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1985 „Vaxtarbroddur atvinnulífs og menningar er í menntun“ Rætt við Magnús Guðmundsson hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna Magnús Guðmundsson, fulltrúi hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Hann segir að sjóðurinn eigi að tryggja að allir geti stundað nám óháð efnahag. Af 5.952 lánþegum á námsárinu 1984-1985 fengu 2.342 lán til náms erlendis. Á framfæri námsmanna voru makar og börn samtals 6.000 mánns, og því fengu um 12.000 manns aðstoð hjá sjóðnum. Ljósm. Mbl./Árni Sæberg Danmörk eða Kanada? Frakk- land eða Bandaríkin? Þetta gætu verið lokkandi upphafsorð í auglýs- ingu frá ferðaskrifstofu, en það gæti einnig verið um að ræða lykilorð í leit íslensks námsmanns að hentugu námslandi. I>að er liöin tíð að megin- straumur íslenskra námsmanna liggi til Kaupmannahafnar. Þeir halda sig N reyndar enn mest við Norðurlöndin, en það fer dálítiö eftir námsgreinum hvert hagstæðast er að halda, ef ákvcðið hefur verið að yfirgefa land- ið í menntunarleit. Til að forvitnast um hagi íslenskra námsmanna er- lendis var Magnús Guðmundsson, fulltrúi framkvæmdastjóra Lána- sjóðs íslenskra námsmanna, tekinn tali, enda njóta flestir íslenskra námsmanna erlendis aðstoðar sjóðs- ins á einhvern hátt. „Það voru 2342 námsmenn sem fengu námslán veturinn 1984—1985 vegna náms erlendis. Heldur fleiri sóttu um námslán, en að jafnaði fá um 10% þeirra sem sækja um lán ekki úthlutun v úr sjóðnum. Þeir umsækjendur hafa þá yfirleitt fallið frá um- sókninni, eru að fara út í nám sem sjóðurinn telur ekki lánshæft, uppfylla ekki kröfur um náms- framvindu eða reiknast ekki lán vegna of hárra tekna," segir Magnús. Hann rifjar upp söguna aftur til þess tíma er íslenskum námsmönnum erlendis var í fyrsta sinn ætlað fé á fjárlögum: „Það var á árunum 1920 og 1921, en í fjárlögum sem sett voru 1919 fyrir þessi tvö ár var í fyrsta skipti ákveðin almenn fjárveiting til íslenskra stúdenta í erlendum háskólum, átta þúsund krónur fyrir hvort ár. Styrkþegar máttu sækja viðurkennda háskóla á Norðurlöndum og í helstu menn- ingarlöndum öðrum, en þeir áttu að senda stjórninni hér skilríki fyrir því, að þeir stunduðu há- skólanám sem þeir fengju ekki kennslu í við Háskóla íslands. Magnús segir að það hafi síðan ekki verið fyrr en árið 1960 sem sett voru lög um Lánasjóð ís- ienskra námsmanna erlendis, sem skyldi vera undir stjórn mennta- málaráðs. Ári síðar voru svo sett lög um Lánasjóð íslenskra _ ''vnámsmanna og felld voru úr gildi lög um Lánasjóð stúdenta við Há- skóla íslands og Lánasjóð is- lenskra námsmanna erlendis." Meiri ásókn í háskólanám „Um miðjan síðasta áratug varð algjör sprenging hvað varðaði fjölda námsmanna með stúdents- próf. Mun fleiri skólar en áður út- skrifuðu nemendur með stúd- entspróf, þannig að stöðugt fjölg- aði þeim er höfðu hug á að sækja nám á háskólastigi. Fólk tók einn- ig að leita út fyrir hefðbundnar greinar Háskólans. Þróunin í Há- skólanum var einnig hröð, en ákveðnar greinar gátu einungis tekið við takmörkuðum fjölda nemenda og fólk tók að sækja í þessar greinar erlendis. í raun eru ekki enn þann dag I dag mjög margar greinar innan Háskóla ís- lands sem hægt er að ljúka emb- ættisprófi í, þó þeim hafi farið fjölgandi," segir Magnús. Hann telur að allt hafi þetta leitt til þess að fólk tók í ríkari mæli að sækja í nám til útlanda og þá ekki endi- lega til Norðurlandanna eins og mest hafði þekkst áður. Á undanförnum árum hefur orðið mikil breyting frá því sem áður var í vali námsgreina þegar menn halda utan í nám. Nú er það raunvísinda- og tækninám sem er vinsælast og stöðugt er minna um að menn sæki menntun í hugvís- indum til annarra landa. „Tískan hefur oft haft áhrif á námsval. Fé- lagsvísindi nutu mikilla vinsælda, ef hægt er að segja svo, á sjöunda áratugnum og sama máli gegndi um nám í ýmsum tungumálum. Nú er fjölmiðlun og allt sem snertir tölvur og tækni vinsælast," fullyrðir Magnús. Magnús segir að menn sæki mikið í framhaldsnám erlendis í greinum eins og verkfræði, guð- fræði og læknisfræði, en læknar í framhaldsnámi sæki reyndar sjaldnast um lán frá Lánasjóðn- um, enda felist þeirra framhalds- nám að nokkrum hluta í launaðri vinnu. Samkvæmt tölum Lána- sjóðsins er hlutfallslega minna um að nemendur sem lokið hafa prófi úr heimspekideild Háskólans haldi utan i framhaldsnám og kveðst Magnús telja að ástæðan sé áreiðanlega að hluta til sú, að það bæti sjaldnast launakjörin. Flestir við verkfræðinám í Danmörku „Flestir eru íslenskir náms- menn við verkfræðinám í Dan- mörku, Bandaríkjunum og Vest- ur-Þýskalandi og hefur þeim fjölgað mest í Bandaríkjunum. Af 20 námsmönnum sem stunduðu nám í verkfræði i Vestur-Þýska- landi veturinn 1983—1984 voru flestir í Karlsrúhe. Þann sama vetur voru hins vegar 56 íslenskir námsmenn við verkfræðinám í Bandaríkjunum og 72 í Dan- mörku,“ segir Magnús. „Gerður var samningur milli háskólans í Karlsrúhe og Háskóla íslands um inntöku íslenskra nemenda í verkfræði og hefur hann verið í gildi um nokkurra ára skeið. Annar slíkur samningur er fyrir hendi milli Tækniskóla ís- lands og Odense Teknikum, tækni- skólans í Óðinsvéum," segir Magn- ús. Sá skóli tekur á móti íslensk- um nemendum sem lokið hafa undirbúningsnámi í véla- og raf- magnstæknifræði, en hér á landi er hægt að taka fyrsta árið af þremur í þessum fræðum. Af 256 nemendum sem stunduðu nám í tæknigreinum í útlöndum vetur- inn 1983—1984 sóttu 223 nám í Danmörku. Magnús segir að ís- lenskir námsmenn hafi víðar er- lendis notið mikillar velvildar í háskólum: „Sem dæmi má taka Blaðamannaskólann og Dýra- læknaskólann í Osló, sem venju- lega taka inn íslenska nemendur á hverju ári, og Landbúnaðarhá- skólann í Ási.“ „Enn stundar meirihluti ís- lenskra námsmanna erlendis nám sitt einhvers staðar á Norðurlönd- um, en mikið er að færast í vöxt að þeir haldi til Bandaríkjanna, þá sérstaklega til einhvers konar tæknináms eða listnáms. 1 Banda- ríkjunum og Bretlandi er ekki orð- inn svo mikill munur á skólagjöld- um, og eru skólagjöld í Bandaríkj- unum að jafnaði um 4000 dollarar á ári. Fjárhagslegur munur á því að fara í nám til Bandaríkjanna eða Bretlands er hins vegar að í Bandaríkjunum er talsvert um kennslu- og rannsóknarstyrki, sem auðvelda nemendum að kljúfa hin háu skólagjöld," segir Magnús. Málaerfíðleikar Magnús segir að málaerfiðleik- ar hjá íslenskum námsmönnum erlendis séu mjög áberandi víða, meira að segja á Norðurlöndum: „Við höfum tekið þá stefnu að veita „afslátt" á framvindu fyrsta misserið á Norðurlöndum, ef svo má að orði komast. Við höfum með öðrum orðum veitt námsmönnum lán þó þeir hafi ekki sýnt 100% frammistöðu fyrstu mánuðina ef hægt hefur verið að sýna fram á að tungumálaörðugleikar hafi á einhvern hátt komið í veg fyrir eðlilega námsframvindu." Þetta hefur ekki virst vera vandamál í Bandaríkjunum, enda hafa banda- rískir háskólar gert það að skyldu að allir erlendir nemendur sem þangað halda hafi áður þreytt enskupróf og þurfa þeir að ná ákveðnum einingafjölda úr því til að komast inn i viðurkennda há- skóla þar vestanhafs. Þetta próf er hægt að taka hjá Menningarstofn- un Bandaríkjanna við Neshaga nokkrum sinnum á ári. Hins vegar veitir Lánasjóðurinn náms- mönnum sem hyggja á nám í frönskum eða þýskum háskólum lán til undirbúningsnáms í frönsku og þýsku í eitt misseri áð- ur en hið eiginlega nám hefst. Námsmenn verða þó áður að hafa lokið þriggja vetra menntaskóla- námi í viðkomandi tungumáli til „Hef litlar áhyggjur af því að fá ekkert að gera„ — segir Sandra Grétarsdóttir „ÉG HEF LENGI verið svolítið veik fyrir Frakklandi og það var því ágætt að geta slegiö tvær flugur í einu höggi. Mér er sagt að þessi skóli sem ég er að fara í sé einn af þeim allra bestu í þessari grein,“ segir Sandra Grétarsdóttir. Hún heldur nú til Parísar þar sem hún ætlar að leggja stund á nám í listforðun við I.’Ecole Christian Chauveau, en það er eins vetrar nám. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan „Ég hafði hugsað mér að fara strax út í þetta nám að loknu stúdentsprófi, en þá var lokað fyrir alla möguleika í þá áttina með því að ekki voru veitt lán til málanáms sem undirbúning fyrir annað nám erlendis veturinn 1984—1985. Ég hafði fjögurra ára nám í frönsku að baki úr mennta- skóla, en mér fannst það ekki nægilegt til að hefja nám í frönsk- um skóla. Ég fór því sem „au pair" til Frakklands síðasta vetur til að ná betra taki á frönskunni. Það gefur einnig augaleið að þar eð þetta er einungis eins vetrar nám og byrjað er á fullu strax, þá er eins gott að skilja nokkurn veginn það sem fram fer frá upphafi," segir Sandra, en listförðun er ekki kennd hér á landi. i í Reykjavík vorið 1984. „Það eru margir sem halda að listförðun sé það sama og snyrti- fræði. Það er alrangt. Höfuð- áherslan er lögð á leikhús-, kvik- mynda- og tískuförðun. Þetta er vaxandi iðnaður og ég hef litlar áhyggjur af því að fá ekkert að gera,“ segir Sandra. Hún segir hins vegar að sig langi til að læra meira í faginu en þessi skóli býður upp á og fara þá kannski til Bret- lands eða Bandaríkjanna: „Annars er það eins í þessu og svo mörgu öðru að maður lærir mikið af reynslunni og mér finnst næstum nauðsynlegt að fá eitthvað að gera við þetta úti áður en ég kem heim. Sandra segist ekki vera ánægð með þá lánafyrirgreiðslu sem henni hefur verið boðin i við- skiptabanka hennar fyrir fram- færslu fyrsta misserið. Sú upphæð sé lægri en áætluð framfærslu- upphæð Lánasjóðsins fyrir námsmenn í París, en hún verði auk þess að standa straum af skólagjöldum, efniskostnaði og fleiru sem tengist náminu. „Hvort manni tekst að þrauka fram yfir áramót þegar maður fær náms- lánið verður bara að koma í ljós,“ segir Sandra. „Svo eru þær ófáar ferðirnar sem ég hef farið í Lánasjóðinn vegna þessa máls. Við sem erum að fara í einhverja óhefðbundna námsgrein eigum í miklum erfið- leikum með námslánakerfið. Mér fyndist einhvern veginn eðlilegra að frekar væri reynt að greiða göt- ur þeirra sem ekki eru að fara út í þetta hefðbundna nám,“ segir Sandra. Hún segist telja að það hljóti að fara að verða meira en nóg komið af fólki sem sé menntað í hefðbundnum greinum eins og lögfræði eða viðskiptafræði: „Ég hefði miklu meiri áhyggjur af því að ég fengi ekkert að gera ef ég væri að fara út í nám af því tagi.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.