Morgunblaðið - 15.09.1985, Síða 68
tfgtntfybiMfe
OPINN 10.00-02.00
HIBCKURIHBMSKEOJU
SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1985
VERÐ I LAUSASOLU 35 KR.
Magnús Gimnarsson framkvæmdastjóri VSI:
Fiskvinnslan keppir við
ríkið um starfsfólk
1970 unnu 63% fleiri í fiskvinnslu en
að heilbrigðismálum, en 1983 3%færri
BÚIST var við fundarhöldum um helgina í samningaviðrsðum VSÍ og VMSÍ
um bónussamning. Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSÍ, sagði að
góður gangur væri í viðræðunum, en rædd voru mílefni fólks í saltfiskverk-
un og kjör aðstoðarfólks í bónus. Fundi var frestað um miðnætti á fostudags-
kvöld og nýr boðaður kl. 15 í gær.
„Það er einlægur vilji að koma til
móts við fólkið og finna lausnir, en
svigrúmið er ekki neitt. Kauptaxtar
frá því í ágúst í fyrra til ágústmán-
aðar í ár, hafa hækkað um 37,6% á
sama tíma og gengi dollars hefur
hækkað um 31,4%, en hann er mik-
ilvægasta útflutningsmyntin fyrir
fiskvinnsluna. Þessar launahækk-
unarkröfur eru langt umfram það
sem hægt er að koma til móts við og
geta ekki leitt til neins annars en
gengisfellingar, þó hún geti aldrei
verið annað en skammtímalausn, ef
ekki á einfaldlega að loka frystihús-
unum. Við hljótum því að knýja á
um svör frá ríkisvaldinu við erindi
Samtaka fiskvinnslustöðvana um
vandann í fiskvinnslunni frá í
surnar," sagði Magnús Gunnarsson,
ennfremur.
Magnús sagði að fiskvinnslan
ætti í samkeppni við ríkisvaldið
bæði um fjármagn og mannafla. Á
það mætti benda að árið 1970 hefðu
63% fleiri unnið við fiskvinnslu, en
í heilbrigðisgreinum, 1980 hefði
samsvarandi tala verið 27%, en
1983 hefði ástandið verið orðið
þannig að 3% færri ynnu í fisk-
vinnslunni. Hann sagði það vera
takmarkað hvað þjóð með mann-
fjölda upp á 240 þúsund gæti haft
mikla yfirbyggingu.
„Það er verið að tala um aukna
óbeina skatta og niðurskurð á fjár-
lögunum til að mæta fjárlagahall-
anum. Ég hef hins vegar ítrekað
sagt, að það þýðir ekki lengur að
tala um niðurskurð, það verður að
tala um uppskurð á fjárfestingu og
rekstrarþáttum ríkisins til að
minnka yfirbygginguna. Það þarf
að gera róttækar breytingar á
þremur meginþáttum íslensks þjóð-
lífs, stjórnkerfi ríkisins, fjölda
sveitarféiaga og samstarfi fyrir-
tækja," sagði Magnús.
Aðspurður um hvort skattaíviln-
anir til handa fiskvinnslufólki
hefðu verið ræddar í samningavið-
ræðum, svaraði Magnús því neit-
andi, enda ætti það ekki heima í
viðræðum um bónussamning, held-
ur í umræðu um málefni fisk-
vinnslufólks. Vinnuveitendafélag
Vesturlands setti fram hugmyndir
þessa efnis fyrr á þessu ári.
Morgunblaðið/JúHus
Mikill fjöldi unglinga var saman kominn fyrir utan Villta tryllta Villa á
föstudagskvöldið og ölvun áberandi mikil. Þessi mynd var tekin
skömmu eftir að verknaðurinn átti sér stað.
Hnífsstungan við Villta tryllta Villa:
Pilturinn lést
af sárum sínum
um nóttina
UNGI pilturinn sem stunginn var rannsóknarlögreglunnar virtist
með hnífi laust fyrir miðnætti í eitthvert ósætti hafa komið upp
fyrrinótt fyrir utan unglinga- milli piltanna, sem stigmagnað-
skemmtistaðinn Villta tryllta Villa ist með þeim afleiðingum að
er látinn. Lést hann skömmu eftir annar þeirra dró upp vasahníf
að hann kom til aðgerðar á slysa- og stakk hinn einni stungu i
deild Borgarspítalans. Hann var brjóstið, og særði til ólífis.
15 ára garnall. Ekki er unnt að
skýra frá nafni piltsins að svo Mikill fjöldi unglinga var utan
stöddu, þar sem ekki hafði náðst við skemmtistaðinn þetta kvöld
í alla ættingja hans þegar blaðið og ölvun áberandi mikil. Að sögn
fóríprentun. lögreglunnar voru nokkur vitni
Það var jafnaldri piltsins sem að verknaðinum, og hafa þau
varð honum að bana. Að sögn verið yfirheyrð að hluta.
Sætúnið lengist smám
saman til vesturs
FRAMKVÆMDIR standa nu yfir við lengingu Sætuns til vesturs.
Unnið hefur verið að þessu verki í áföngum undanfarin ár, að sögn
Stefáns Hermannssonar verkfræðings hjá gatnamálastjóra og er í fram-
tíðinni gert ráð fyrir að uppfyllingin nái vestur að Ingólfsgarði og þar
tengist Sætúnið Kalkofnsvegi og Geirsgötu. Ekki er enn endanlega
ákveðið með hvaða hætti þetta verður gert en þau mál eru nú til
umfjöllunar í skipulagsnefnd.
Stefán sagði að í haust yrði
malbikaður kafli til viðbótar við
Sætúnið og tenging þess við
Skúlagötuna færð vestar en nú
er. Einnig verður haldið áfram
með uppfyllinguna til vesturs og
er að því stefnt að næsta sumar
verði hægt að hleypa umferð á
Sætúnið vestur úr. Verður það í
fyrsta áfanga tvær akreinar í
hvora átt en í framtíðinni er gert
ráð fyrir þremur akreinum í
hvora átt.
Að sögn Stefáns er ráð fyrir
því gert að sú mikla umferð sem
nú er um Skúlagötuna færi i
framtíðinni um Sætúnið, en að
Skúlagatan verði mjókkuð og fái
nýtt hlutverk sem safngata fyrir
Skuggahverfið. Um nánari út-
færslu á því væri ekki hægt að
segja fyrr en Skúlagötuskipulag-
ið hefur verið afgreitt.
Skúlatorg mun hverfa þegar
þessar breytingar eru um garð
gengnar. Bensinstöðin við Skúla-
götuna mun standa óbreytt fyrst
um sinn en í framtíðinni er gert
ráð fyrir nýrri þjónustumiðstöð
fyrir bíleigendur á svipuðum
slóðum á opna svæðinu milli Sæ-
túns og Skúlagötu.
Akranes:
Sjálfstæðis-
menn vilja
sameiginlegt
prófkjör
Akranesi, 13. september.
FULLTRÍIARÁÐ sjálfstæðisfélag-
anna á Akranesi hefur sent öllum
stjórnmálaflokkum á Akranesi bréf
og óskað eftir því að fram fari sam-
eiginlegt prófkjör allra flokkanna til
undirbúnings framboðs til sveitar-
stjórnakosninga, sem fram eiga að
fara vorið 1986.
Þetta fyrirkomulag var reynt
fyrir síðustu kosningar og þótti
takast mjög vel. f bréfi fulltrúa-
ráðsins er þess farið á leit við hina
flokkana að ef þeir séu hlynntir
slíku prófkjöri tilnefni þeir full-
trúa í kjörstjórn fyrir 30. sept-
ember nk.
J.G.
Fjögur skip
með loðnu
FJÖGUR skip tilkynntu um loðnu-
afla síðastliðinn föstudag. Voru þau
með samtals 2.660 lestir.
Eitt þessara skipa, Súlan EA,
fór með afla sinn til Siglufjarðar
og verður hún annað skipið, sem
landar þar á yfirstandandi vertíð.
Skipin sem tilkynntu um afla eru
þessi: Skarðsvík SH, 650, Svanur
RE, 730, Guðrún Þorkelsdóttir SU,
600 og Súlan EA 680.
Þrjár íslenskar
fegurðardísir
keppa erlendis
ÞRJÁR íslenzkar fegurðardísir taka
í dag, sunnudag, þátt í fegurðar-
samkeppnum í Finnlandi og Japan.
Halla Bryndís Jónsdóttir og Sif
Sigfúsdóttir keppa um titilinn
ungfrú Skandinavía í Helsinki í
Finnlandi og Anna Margrét Jóns-
dóttir keppir um titilinn fulltrúi
ungu kynslóðarinnar í Japan.
Stúlkur þessar hafa skipað efstu
sætin í fegurðarsamkeppnum hér
heima.
Gullskipsmenn leita
vestan Skeiðarár
Nota svifflugdreka við mælingar
GULLSKIPSMENN lögðu í
gær af stað með ieitartæki
sín og vélaflota á leitarsvæði
vestan Skeiðarár á Skeiöar-
ársandi, en þar hyggjast þeir
framkvæma viöamiklar mæl-
ingar á næstu vikum. Leitar-
svæðið sem kannað var í
hitteðfyrra var austan Skeið-
arár, en síðastliðið vor voru
framkvæmdar byrjunarat-
huganir á vestanverðum
Skeiðarársandi.
Allstórt svæði verður nú mælt
með fullkomnum segulmælingar-
tækjum og meðal annars verða
gerðar markvissar mælingar með
vélknúnum flugdreka sem mun
fljúga yfir leitarsvæðið og skrá
upplýsingar fyrir tölvubúnað.
Mun þá mælitæki hanga niður úr
drekanum. Fimm manna hópur
fór með búnaðinn niður á sandinn
í gær og en það tekur nokkra
daga að undirbúa mælingarnar,
en aðalfarkostur leitarmanna
niður á sandinn er stóri vatna-
drekinn sem er jafnvígur á sjó
og landi.