Morgunblaðið - 20.09.1985, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER1985
Schuster má
passa sig
Frá Jóhanni inga (iunnarsNyni, frétUmanni
MorgunblaAsins í l^ýskalandi.
VESTUR-ÞÝSKI landsliðsmadur-
inn Bernd Schuster sem leikur
meö Barcelona á Spáni hefur ver-
ið upp á kant við forseta félags-
ins.
„Forsetinn hefur tvö andlít, í
fyrra vorum við stjörnur í hans
augum er viö uröum meistarar,
en nú erum við ekkert,“ sagði
Schuster i samtali við eitt blaö-
anna á Spáni.
Forsetinn brást reiöur viö og
sagöi: „Ég held aö Schuster ætti
aö halda sig á mottunni, liöinu hef-
ur ekki gengiö vel í fyrstu leikjum
deildarinnar, unniö fjóra leiki og
tapaö fjórum, hann hefur heldur
ekki náö aö sýna sitt besta, og ef
hann nær ekki aö sýna hæfni sína
í næstu leikjum þá sel ég hann.“
Schuster á þaö á hættu aö detta
út úr liöinu eftir þessi ummæli sín
og jafnvel aö veröa seldur. Leik-
menn Barcelona hafa ekki veriö
ánægöir meö bónusgreiöslurnar
og vilja fá kauphækkun.
Norræna skólahlaupið
AD FRUMKVÆÐI Norrænu skóla-
íþróttanefndarinnar fór fram
skólahlaup á Norðurlöndum á
tímabílínu okt.—nóv. á sl. skóla-
ári. Þrátt fyrir þá röskun sem varö
. Ekki leikiö
á Heysel
Alþjóðaknattspyrnusambandíð
(FIFA) setti í gær bann við því að
leikiö yrði á Heysel-leikvanginum
í BrUssel þar sem leikur Juventus
og Liverpool fór fram í vetur.
Fyrirhugaö var aö leika á þess-
um velli þann 16. október þegar
Belgía og Holland eiga aö leika í
heimsmeistarakeppninni.
Líklegt er aö leikur Belga og
Hollendinga veröi leikinn á heima-
velli Anderlecht fyrst búiö er að
banna aö leika á Heysel.
Badminton
BADMINTONFÉLAG Hafnarfjarð-
ar ar nú aö hefja vetrarstarf sitt
og enn eru nokkrir lausir tímar
fyrir þá sem áhuga hafa á að
stunda badminton. Upplýsingar
er hægt aö fá um lausa tíma í
síma 52788 eftir kl. 19 á kvöldin.
Fálagiö hefur einnig unglinga-
tíma kl. 18.45 í Víöistaðaskóla á
miöviku- og föstudögum og er
skráning í þá tíma á staönum.
á skólahaldi hór á landi í október
tóku 79 skólar þátt í hlaupinu og
hlupu 14.874 þátttakendur sam-
tals 51.347 km.
Með „norræna skólahlaupinu“
er leitast viö aö hvetja nemendur,
kennara og aðra starfsmenn skól-
anna til þess aö æfa hlaup eöa
aörar íþróttir reglulega og stuöla
þannig aö betri heilsu og vellíöan.
Þá er meö skólahlaupinu, sem
fram fer á öllum Noröurlöndum um
svipaö leyti, leitast viö aö kynna
norrænu skólaíþróttanefndina og
norrænt samstarf um íþróttamál í
skólum.
Þess er vænst aö „norræna
skólahlaupiö" veröi framvegis ár-
legur viöburöur í íþróttalífi grunn-
og framhaldsskóla á öllum Noröur-
löndum og fari fram á öllum Norö-
urlöndunum um líkt leyti, eöa á
tímabilinu 1.—15. október.
Ákveðið hefur verið aö hlaupið
fari fram hér á landi á tímabilinu
17. september til 15. október.
Er hér meö hvatt til þess aö allir
skólar veröi meö í norræna skóla-
hlaupinu 1985. Aö hlaupinu loknu
fær hver þátttakandi og einnig
hver skóli viöurkenningarskjal þar
sem greint veröur frá heildarár-
angri hans. Einnig veröa heildar-
úrslit birt í fjölmiölum og send
skólum landsins.
Umsjón meö „skólahlaupinu
1985“ hefur samstarfsnefnd skip-
uö Reyni G. Karlssyni íþrótta-
fulltrúa og Birni Magnússyni, full-
trúa fyrir hönd íþrótta- og
æskulýðsmáladeildar
menntamálaráöuneytisins, og Sig-
uröi Helgasyni, deildarstjóra, fyrir
hönd útbreiöslunefndar Frjáls-
íþróttasambands Islands.
Fróttatílkynning
Norræna trimmlands-
keppnin gengur vel
NORRÆNA trimmlandskeppnin,
sem hófst hér á landi fyrir
skömmu, hefur gengið mjög vel
fram að þessu og er þátttaka
500 km
áheitahlaup
hjá UMFK
Frjálsíþróttadeild UMFK
mun hlaupa 500 km boð-
hlaup á hlaupabrautinni á
íþróttavellinum í Keflavík.
Hlaupið stendur yfir dagana
20. til 22. sept. Hyggjast
hlaupararnir, 25 talsins,
hlaupa vegalengdina á
minna en tveimur sólar-
hringum. Hver maður hleyp-
ur 5 km í eínu og þarf aö
hlaupa 20 km samtals báða
dagana. Frjálsíþróttadeildin
mun ganga í hús og safna
áheitum og hefst söfnunin á
mánudaginn 16. september.
sérlega góð á fjölmörgum heimil-
um og dvalarstofnunum fyrir fatl-
aöa. Af þeim stöðum sem við höf-
um haft samband viö er þátttak-
an víöa allt aö 100%. Til þess aö
auka enn á áhuga fyrir trimminu
höfum viö t.d. frátt aö á Kópa-
vogshæli fari fram keppni milli
deiida. í lok keppninnar mun sú
deild sem bestum árangri nær fá
bikar í verðlaun.
Vinsælustu greinarnar í þessari
trimmlandskeppni eru án efa
ganga, skokk og hjólastólaakstur.
Þá vitum viö einnig um allmarga
sem hafa hjólaö og náö þannig í
stig í keppninni.
íþróttasamband fatlaöra hvetur
alla þá sem ekki hafa nú þegar
hafiö þátttöku í trimmkeppninni að
veröa sér úti um þátttökukort og
vera með seinni hluta keppninnar.
Eins og áöur hefur komiö fram er
unnt aö fá þátttökukort hjá
íþróttasambandi fatlaóara,
íþróttafélögum fatlaóra,
sjálfsbjargarfélögum, svæöis-
stjórnum um málefni fatlaöra og
hjá ýmsum félögum sem vinna aö
málefnum fatlaöra.
• Halldór R. Halldórsson sýnir tilþrif þar sem hann sveiflar kúlunni niður keilubrautina í Keiluhöllinni í
Öskjuhlíð.
Tvísýn para-
keppni í keilu
KEILU- OG veggboltafélag Rvk.
hélt paramót í keilu á laugardag
og sunnudag. Fyrri daginn voru
undanúrslit og aö þremur leikjum
loknum voru efst Halldór R. Hall-
dórsson og Björg Hafsteinsdóttir,
í öðru sæti Ásgeir Heiðar og Dóra
Sigurðardóttir, í þriöja sæti Ólaf-
ur Skúlason og Laila Ómarsdóttir
og í fjóröa Ingimundur Helgason
og Sólveig Guðmundsdóttir.
Síöan var útsláttarkeppni og
sigruðu allir þessir keppendur
andstæöinga sína. Á sunnudegin-
um voru síöan úrslitin. Halldór og
Björg kepptu viö Ingimund og Sól-
veig og unnu þau fyrrnefndu. Ás-
geir og Dóra kepptu viö Ólaf og
Lailu og sigruóu Ásgeir og Dóra.
Þvínæst kepptu Halldór og Björg
við Ásgeir og Dóru um fyrsta og
annað sætiö, og var sú keppni
hörkuspennandi og skemmtileg.
Ásgeir og Dóra unnu fyrri leikinn
meö 331 stigi á móti 313 en í
seinni leiknum tókst þeim ekki eins
vel upp og töpuöu meö 283 stigum
á móti 346. Um þriöja og fjóröa
sætiö kepptu Ingimundur og Sól-
veig á móti Ólafi og Lailu og sigr-
uöu þau fyrrnefndu.
Úrslit:
1. sæti: Halldór R. Halldórsson
og Björg Hafsteinsdóttir.
2. sæti: Ásgeir Heiðar og Dóra
Siguröardóttir.
3. sæti: Ingimundur Helgason
og Sólveig Guömundsdóttir.
• Þau voru í efstu sætunum í parakeppninni í keilu. Frá vinstri: Ásgeir Heiöar og Dóra Siguröardóttir, en
þau urðu í öðru sæti. Sigurvegararnir eru í miðju, þau Halldór R. Halldórsson og Björg Hafsteinsdóttir og þá
Ingimundur Helgason og Sólveig Guömundsdóttir sem höfnuðu í þriöja sæti.
Þorsteinn sigraði
UM SÍÐUSTU helgi fór fram í Sví- þjóö meistaramót í frjálaum íþróttum fyrir 21 árs og yngri. Fjórir íslendingar tóku þátt í móti þessu, þeir Þorsteinn Þórsson og Gísli Sigurösson í tugþraut og Birgitta Guðjónsdóttir og Ingi- björg ívarsdóttir í sjöþraut. Þor- steinn sigraöi í tugþraut karla og Birgitta varð fjóröa í sinni grein. Þorsteinn tók þátt í þessu móti þrátt fyrir aö hann sé oröinn of gamall tll aö taka þátt í 21 árs mótum. Hann sigraöi meö miklum yfirburöum, hlaut 7329 stig alls, og er þaö bæting hjá honum um 200 stig. Hann bætti persónulegan árangur sinn í þremur greinum, hljóp 100 m á 11,44 sekúndum, stökk 6,96 i langstökki og fékk timann 50,61 i 400 m grindahlaupi. Gísli Sigurösson náöi einnig ágætum árangri en hann varö fyrir því óhappi aö togna i þriöju siö- ustu greininni, stangarstökki, og gat því ekki lokið keppni. Í kvennaflokki varö Birgitta í fjóröa sæti meö 4761 stig og er þaö talsvert frá hennar besta árangri. Ingibjörg ívarsdóttir varö í sjötta sæti, hlaut 4507, stig og bætti sitt persónulega met um 100 stig. Einnig bætti hún persónulegt met sitt í þremur greinum. Hún stökk 1,60 í hástökki, hljóp 200 m á 26,64 og 800 m á 2:21.68 mínút- um.