Morgunblaðið - 24.09.1985, Page 18

Morgunblaðið - 24.09.1985, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER1985 Tennur, tannheílsa, árangur, ofstjórn — eftir Sigurjón Benediktsson Tannlækningar hafa nokkuð verið í sviðsljósinu að undanförnu. Segja má, að þær lækningar hafi verið milli tannanna á fólki síðustu misseri. Margt hefur verið til mál- anna lagt, en ljúfast hefur látið í eyrum fjölmiðlafólksins þær get- gátur að slæmt ástand í tann- heilsumálum þjóðarinnar sé tann- læknum að kenna. Eftir lýsingum að dæma er ástand tannheilsumála slæmt. Engum dettur í hug að „kerfið“ og „skipulagið“ eigi hér sök í máli. Hlýhugur í garð tannlæknastétt- arinnar og áhyggjur af afkomu tannlækna hafa ráðið mestu um orð og gjðrðir ráðamanna sem hafa sífelit verið að tjá sig um þessi mál. Þó leitt sé frá að segja, þá þekkir liðið sem ræður för hvorki haus né sporð á tönnum né tyggingarfærum hvað þá á lækn- ingum þessum líkamspörtum við- komandi. Og ekki er ráðamönnum gefið að hlusta. Hvað þá að lesa. Sei, sei nei. Tannlæknar aldrei gert neitt?! Eftir umræðunni að dæma hafa tannlæknar aldrei gert eitt eða neitt til að bæta tannheilsu þjóðar- innar. Aldrei lagt sitt af mörkum, aldrei lagt neitt til málanna. Þetta er rangt. Eftir umræðunni að dæma eru einu skynsamlegu tannlækning- arnar á landinu „þrælskipulagðar skólatannlækningar“ í Reykjavík. Þetta er rangt. Eftir umræðunni að dæma er samt eitthvað bogið við þetta allt saman. Það er rétt. Forsaga Undirrót þessa pistils má rekja til haustsins 1982. Þá komu saman tannlæknar á Norðurlandi til skrafs og ráðagerða um ástand tannheilsu og úrbætur í þeim mál- um. Allir voru þessir tannlæknar félagar í Tannlæknafélagi Norður- lands. Niðurstaða tveggja helgar- funda var skýrsla sem send var ráðandi mönnum á sviði heilbrigð- ismála. Eins og svo margt í okkar pappírsþjóðfélagi rann þessi skýrsla beint í ruslakistuna. Aldrei lesin, aldrei svarað, aldrei sinnt Af fenginni reynslu þá kom það í sjálfu sér ekki á óvart. Þvi var það að tannlæknarnir ákváöu að vinna eftir stefnu sem mótuð var í þessari skýrslu. Sú stefna fólst í eftirfarandi: 1. Að öll skólabörn á svæðinu kæmust að hjá tannlækni. 2. Að sjúkraskrár væru sam- ræmdar. 3. Að aðgerðir á tannlæknastofum og utan þeirra á sviði tann- vemdar væru samræmdar. 4. Að unnið væri að breytingum á endurgreiðslukerfi almanna- trygginganna. Árið 1984 ákvað Tannlæknafé- lag Norðurlands að hvetja til þess að skrá tannskemmdir og finna tíðni tannskemmda á hverju svæði. Félagið hvatti til þess að þeim niöurstöðum yrði komið á framfæri og þvi er þessi pistill saman settur. Tannlækningar á Húsavík Á Húsavík hafa verið tannlækn- ar af og til frá 1965. Tveir tann- læknar hafa verið þar frá 1977 og sá þriðji bættist í hópinn 1979. Þessir tannlæknar sinna svæðinu frá Ljósavatnsskarði til Raufar- hafnar. Enginn tannlæknir er raunar í austurátt fyrr en á Egils- stöðum. Strax árið 1977 voru bæjaryfir- vðld á Húsavík hvött til að endur- greiða að fullu tannlækningar barna 0—5 ára. Endurgreiðslu- kerfi trygginganna finnst nefni- lega óþarfi að greiða meira en 75% þess kostnaðar. Eins voru yfirvöld Húsavíkurbæjar hvött til að sjá til þess að unglingar sem væru 16 ára fengju allan sinn tannlækna- kostnað endurgreiddan. Loks var þannig frá málum gengið að tannlæknar sjálfir skyldu innheimta greiðslur hjá viðkomandi sjúkrasamlögum. Allt gekk þetta vel fyrir sig og voru viðbrögð bæjaryfirvalda þeim til sóma. Ekki veit ég um viðbrögð annarra sveitastjórna en í dag er ég sannfærður um að þessar að- gerðir hafa haft mikið að segja „Sú midstýring, sem nú þegar er fyrir hendi, hefur ekki leitt til neins góðs. Best sést það á því að hvorki er áhugi né vilji, hvað þá geta, til að verja af skynsemi þeim milljónum, sem tann- læknar sömdu um að eytt yrði í tannvernd.“ bæði beint og óbeint til bættrar tannheilsu. Gott samkomulag við skólayfir- völd hefur leitt til þess að fyrir- lestrar eru haldnir i skólum á svæðinu um tennur og tannheil- brigði. Er það öllu ódýrari lausn en einstaklingsuppfræðsla á tann- læknastofu. En „kerfið“ skilur það nú ekki, sem von er. Athugun á tannheilsu 12 ára barna á Húsavík Í marsmánuði 1985 voru skráð fimmtíu og tvö 12 ára börn í Barnaskóla Húsavíkur. Fimmtíu og eitt þessara barna tók þátt í athugun sem fól í sér skráningu tannskemmda í fullorðinstönnum, röntgenmyndatöku og athugun á tannhirðu. Matarvenjur (sælgæt- isát) voru einnig athugaðar og ýmislegt fleia sem ekki skiptir máli hér. Sami tannlæknir framkvæmdi þessar athuganir allar og skráði þær. Farið var eftir reglum sem félagar í Tannlæknafélagi Norður- lands komu sér saman um á fundi haustið 1984. 3: Hlutfall tanna sem greinast heilar í 12 ára börnum. Meðalfjöldi tanna er 24 í hverju barni. ■ - skemmdar m *- vidgerdar m * tapadar □ - heilar Sælgæti 4—5 daga vikunnar í Ijós kom að hvert 12 ára barn fékk sér sælgæti fjóra eða fimm daga vikunnar að meðaltali. Þegar þess er gætt að hér er svarað í tannlæknastól þá telst þetta mikið og er athugunarvert. Fróðlegt væri að reikna út hvað öll þessi ókjör sælgætis kosta, þó ekki væri nema í krónum talið. Þessi börn telja sig bursta tenn- urnar einu sinni til tvisvar á dag. Athugun á tannsýklu og ástandi tannholds sýndi að tannhirða var þokkaleg og j&fnvel góð hjá megin- þorra þessara barna. Aöeins þrír einstaklingar sögðust nota tann- þráð eða önnur hjálpartæki við tannhreinsun. Tannskekkja virðist vera algeng í þessum börnum en fráleitt er alltaf um meðferðarþðrf aðræða. Litlar tannskemmdir á Húsavík Mynd 1. og tafla 1. sýna að sex tennur eru að meðaltali skemmdar og viðgerðar í hverju 12 ára barni á Húsavík. Engin fullorðinstönn hefur tapast hjá þessum börnum. Þau hafa öll ailar sínar tennur. Mynd 2 og tafla 1 sýna svo fjölda þeirra tannflata sem orðið hafa fyrir barðinu á Kariusi og Baktusi. Hver tönn hefur fimm tannfleti og hver einstaklingur því 120 tann- fleti. Níu af þessum 120 tannflöt- um eru viðgerðir eða skemmdir í 12 ára börnum á Húsavík. Annars skýra myndirnar þetta best (Mynd log2). Húsavík: 75% tanna heilar! Mynd 3 sýnir hlutfall tannfjölda sem greinast heilar í hverju tólf ára barni að meðaltali á Húsavík. Til samanburöar eru einnig sýndar samsvarandi hlutfallstölur úr öðr- um könnunum framkvæmdum hér á landi. Meðalfjöldi fullorðinstanna i 12 ára börnum telst mér til að sé 24 tennur. Af mynd 3 sést að í Húsa- D M F DMFT 6.1 í 2 5 1.0 - 1.1 0.0 5.3 * 2.2 DMFS 9.1 1 4.8 1.1 : 1.5 0.0 8.0 : 4.2 Tafla 1: Tölfræðileg niðurstaða rannsóknar á fjölda skemmdra (D), tapaðra (M) og viðgerðra (F) tanna (DMFT) og tannflata (DMFS) í 12 ára börnum á Húsavík sem eru 51 að tölu. Niðurstöður gefnar sem meðaltal +/- staðalfrávik. DMFT DMFS 1970 PáJmi Möller 9 12 Vestmannaeyjar, Akranes, Arnessýsla. 1983 Pálmi Möller 8 12 Vestmannaey]ar, Akranes, ArnessýsJa. 1984 Magnús Kristinss. 8 ' 14 Reykjavík, skólatannJækningar. 19ó4 Magnús Kristinss. 11 19 Fjórir kaupstadir í nágr. R.víkur, án skólatannlækninga. 1984 Síbilla Bjarnason Jnga B. Arnad. 8 12 Reykjavík. 1983 Sigurjón Benediktss. 6 9 Húsavík. TAFLA 2: Samanburður rannsókna á fjölda skemmdra + tapaðra + við- gerðra tanna (DMFT) og á fjölda skemmdra + tapaðra + viðgerðra Unn- flata (DMFS) í 12 ára börnum. 1970 Pálmi Möller 1983 PálmiMöller Vestmannaeyjar, Akranes, ÁrnessýsU Vestmannaeyjar, Akranes, Árnessýsla V M'OONS Þl NG HOLTSSTRÆTI 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.