Morgunblaðið - 24.09.1985, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 24.09.1985, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER1985 27 Mubarak vill fund Banda- ríkjastjórn- ar og PLO Washinglon, 23. september. AP. TALIÐ er aö Hosni Mubarak forseti Kjryptalands, sem eitt arabaríkjanna vill semja frið við fsrael, muni fara fram á formlegar viðræður Bandaríkj- anna við Frelsissamtök palestínuaraba (PLO) á fundi sínum við Regan for- seta. Mubarak kom til Bandaríkjanna á föstudag og átti að hefja fund með Regan síðdegis í gær. Hann mun einnig eiga fund með George Shultz utanríkisráðherra, Caspar Wein- berger varnarmálaráðherra og fleiri bandarískum ráðamönnum. Bandaríkjamenn hétu stuðningi við fsrael 1975 og standa fast á þeirri ákvörðun að gera enga samn- inga við PLO fyrr en samtökin við- urkenni tilveru Ísraelsríkis. I síð- ustu viku rauf Bretland samstöðu við Bandaríkin í þessu máli þegar forsætisráðherra landsins, Margar- et Thatcher sagði að ríkisstjórn sín myndi eiga fund með stjórnendum PLO „eins fljótt og unnt er“ í því skyni að vinna að friðaráætlun þeirri, sem Hussein Jórdaníukon- ungur hefur gert í samráði við Yass- er Arafat. Háttsettur maður í ráðu- neyti Regans sagði hins vegar að þetta væri ekki sú stefna sem Bandaríkin ætluðu að fylgja varð- andi friðarviðræður milli arabaríkj- anna og ísraels. Endurfundir eftir 40 ára aðskilnað Seoul, SuAur-Kóreu 23. september. AP. SYSTKINI faðmast grátandi eftir 40 ára aðskilnað er bróðirinn sem er frá Norður-Kóreu hittir systur sína í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu. Þau eru meðal hóps sundraðra fjölskyldna sem Rauði kross beggja landanna hefur unnið að því að sameina. Bróðirinn kom til Suður-Kóreu í hópi 151 Norður-Kóreumanns en annar álíka hópur Suður-Kóreumanna fór til höfuðborgar Norður-Kóreu, Py- ongyang. Hinar sundruðu fjölskyldur hafa ekki hist síðan 1945 er Kóreuskaganum var skipt í tvö ríki. Peres gagnrýnir Breta fyrir við- ræður við PLO Jerúsalem, 23. september. AP. SHIMON Peres, forsætisráðherra Israels, gagnrýndi í gær harðlega þá ákvörðun Breta að eiga viðræður við háttsetta fulltrúa Frelsisfylkingar Palestínuaraba (PLO) og að selja vopn til Jórdaníu og Saudi-Arabíu. Peres minnti á þann þrýsting, sem Bretar hefðu beitt gagnvart fsraelum til þess að fá þá til þess að selja ekki vopn til Argentínu, á meðan Falklandseyjastríðið stóð 1982. Kvartaði Peres yfir því, að Bretar hefðu selt vopn til araba og að þeir sýndu áhuga á, að ræða við fulltrúa hreyfingar, sem legði stund á hryðjuverk samtímis því, sem brezka stjórnin legði áherzlu á, að ekki skyldi láta undan hótun- um né þvingunum hryðjuverka- manna. Frú Margaret Thatcher, forsæt- isráðherra Bretlands, tilkynnti á föstudag í lok heimsóknar hennar til Jórdaníu, að brezki utanrríkis- ráðherrann, Sir Geoffrey Howe, myndi bráðlega hitta að máli sam- eiginlega nefnd Palestínumanna og Jórdaníumanna. Tuttugu drepnir í og átta Líbanon Harðir bardagar í Beirút og Trípólí Beirút, 23. september. AP. HARÐIR bardagar geysuðu í dag milli múhameðstrúarmanna inn- byrðis í borgunum Trípólí og Beir- út, tveimur stærstu borgum Líban- Njósnirnar í Vestur-Þýskalandi: Áttundi madurinn flúinn austur vfir Bonn, Vestur-Þýskalandi, 23. september. AP. NJÓSNAHNEYKSLIÐ í Vestur- Þýskalandi tók á sig nýja mynd í Suður-Afríka: Mandela þarf aö gangast unair uppskurð JAhanneurborg, Suóur-Afríku, 23. aepL AP. Blökkumannaleiðtoginn, Nelson Mandela, sem setið hefur í fangelsi frá árinu 1964, þarf á uppskuröi að halda vegna sjúkdóms í blöðruháls- kirtli að því er talið er og hafa fangels- isyfirvöld í Suður-Afríku fallist á að hann verði rannsakaður af hópi sér- fræðinga, sem fjölskylda blökku- mannaleiðtogans tilnefnir. Mótmæli gegn Apartheid-stefnu stjórnvalda halda áfram og létust tveir blökkumenn í uppþotum í gær og í dag. Samtals hafa þá 700 látist á rúmlega ári og segir lðgreglan að þriðjungur þeirra hafi látist í inn- byrðis átökum blökkumanna. 500 hermenn í suður-afríska hern- um sneru aftur í gær eftir nær viku- langa innrás inn í nágrannaríkið Angóla, þar sem þeir áttu í átökum við skæruliða, sem berjast fyrir frelsi og sjálfstæði Suðvestur- Afr- íku. 15 skæruliðar voru drepnir og 49 teknir höndum, en forsvarsmenn árásarinnar segja engan hermann frá Suður-Afríku hafa fallið. Ríkis- stjórnir vestrænna ríkja fordæmdu innrásina, sem og aðstoð Suður- Afríku við uppreisnarmenn í Moz- ambique. Presturinn Allan Boesak, sem lát- inn var laus úr fangelsi í síðustu viku eftir að hafa setið nær fjórar vikur í fangelsi sakaður um undir- róðursstarfsemi, prédikaði í gær í kirkju sinni. Hann sagðist myndu halda áfram að berjast gegn kyn- þáttaaðskilnaðarstefnuninni, allt til loka. „Sannfæring mín hefur ekki breyst. Friðsamleg barátta okkar fyrir réttlæti 1 þessu landi er guðs vilji. Ég mun halda þessari baráttu áfram svo lengi sem lífsandi bærist í brjósti mínu,“ sagði Boesak meðal annars. dag þegar yfirvöldin skýrðu frá því, að áttundi maðurinn væri flúinn til Austur-Þýskalands. Er þar um ræða lækni og víst talið, að hann hafi verið njósnari. Ríkissaksóknarinn í Vestur- Þýskalandi hefur hafið rannsókn á máli læknisins en að svo komnu máli hefur ekki verið skýrt frá nafni hans, aðeins, að hann hafi verið 35 ára gamall og farið til Austur-Þýskalands í byrjun mán- aðarins með 13 ára gamla dóttur sína. Hafa þá átta menn alls flúið austur yfir, þar á meðal Hans- Joachim Tiedge, háttsettur maður í gagnnjósnaþjónustunni. Vestur-þýska vikuritið „Quick“ skýrði frá því í dag, að breska leyniþjónustan hefði fyrir 12 árum varað vestur-þýsku leyniþjón- ustuna við Herbert Willner, sem flýði ásamt konu sinni til Austur- Þýskalands, og sagt, að líklega væri hann njósnari. Willner starf- aði við stofnun, sem er í tengslum við flokk frjálsra demókrata, en eiginkona hans, Herta-Astrid, vann á skrifstofu kanslarans. GENGI GJALDMIÐLA London, 23. september. AP. BANDARÍKJADOLLAR féll um 5% á gjaldeyrismörkuðum í Vest- ur-Evrópu í dag, er óttaslegnir spákaupmenn tóku að selja dollara í miklu magni vegna þeirrar ákvörðunar helztu iðnríkja heims ad knýja niður gengi dollarans. Þannig féll dollarinn um sex cent gagnvart sterlingspundinu, nær 19 pfennig gagnvart vestur-þýzka markinu og nær 13 centimes gagn- vart svissneska frankanum. I London kostaði pundið 1,4300 dollara (1,3695), en að öðru leyti var gengi dollarans á þann veg, að fyrir hann fengust 2,7085 vestur-þýzk mörk (2,8595), 2,2255 svissneskir frankar (2,3525), 8,2700 franskir frankar (8,7250), 3,0635 hollenzk gyllini (3,2165), 1.836,00 ítalskar lírur (1.922,50), 1,36250 kanadískir dollarar (1,37625) og 231,50 jen (242.00). Verð á gulli snar- hækkaði og var verð á því í Zur- ich 326.00 dollarar únsan (319.00). on. Á öðrum stöðum börðust kristnir menn við múhameðsmenn og tóku ísraelar þátt í þeim bar- dögum. Talið er, að alls hafi 28 manns verið drepnir í þessum síð- ustu bardögum í landinu, sem eru þeir blóðugustu í langan tíma. I Trípólí einni hafa að minnsta kosti 8 manns verið drepnir og 10 særzt. Bardagar þessir hófust einmitt í sama mund og sérstök nefnd fór á fund Amin Gemayels forseta til þess að óska honum til hamingju með, að þrjú ár eru lið- in, frá því að hann tók við for- setaembætti í Líbanon. Gemayel flutti sjónvarpsávarp af þessu tilefni á sunnudags- kvöld. Þar lýsti hann yfir þeirri von sinni, að senn tækist að binda enda á innanlandsstyrjöld- ina í Líbanon, en hún hefur nú staðið í 10 ár. Þessi von virðist hins vegar fjarlæg, þar sem ekk- ert hefur miðað í þá átt að und- anförnu að stöðva stríðið og blóðsúthellingarnar í landinu. ERLENT Mistök á báða bóga í spennandi skák Skák Margeir Pétursson ÞAÐ vantaði ekki spennuna í sjö- undu einvígisskák þeirra Kasp- arovs og Karpovs sem tefld var á laugardaginn. Báðir hugsuðu meira um sókn en vörn og létu kónga sína standa á sitthvorum vængnum á bak við götótta varnarveggi. í miðtaflinu virtist svosem en Ka- sparov, sem hafði hvítt, myndi takast að brjóta sér leið að kóngi andstæðingsins, en að venju varðist Karpov fimlega. Aldrei þessu vant valdi áskorandinn síðan ekki hvössustu leiðina og að lokum mátti hann prísa sig sælan fyrir að ná jafntefli með þráskák. Staðan í einvíginu er því 4—3 Karpov í vil. Hann hefur unnið tvær skákir en Kasparov eina. Til að halda heimsmeistaratitl- inum þarf Karpov því annað- hvort að vinna fjórar skákir til viðbótar, eða fá átta vinninga úr 17 síðustu skákunum. Til að sigra þarf Kasparov hins vegar að vinna fimm skákir, eða hljóta 9 Vfe vinning úr síðustu 17 skákunum. Aðstaða heimsmeistarans er því mun betri, þar sem auk þess að vera vinningi yfir, heldur hann titlinum fari einvígið 12—12. Taflmennska beggja í sjöundu skákinni kom nokkuð á óvart. Karpov veikti stöðu sína meira en hann á vanda til og síðan tefldi Kasparov ekki eins djarft og hann er frægur fyrir. Sjöunda einvígisskákin: Hvítt: Gary Kasparov Svart: Anatoly Karpov Nimzoindversk vörn 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rc3 — Bb4,4. Rf3 — 0-0 I fyrstu skákinni, sem Karpov tapaði, lék hann 4. — c5. 5. Bg5 — d6, 6. e3 — Rbd7, 7. Dc2 — b6,8. Bd3 — Bxc3+, 9. bxc3 Kasparov vill fremur skemma peðastöðuna, en missa yfirráðin yfir e4-reitunum. 9. — h6, 10. Bh4 — Bb7, 11. Rd2! -g5 Það var að sjálfsögðu var- hugavert að leika 11. — Bxg2 og opna línuna fyrir hvítan. Með 11. — g5 hyggst Karpov ná yfir- burðum í rými á kóngsvæng, en um leið veikir hann eigin kóngs- stöðu. 12. Bg3 — Rh5, 13. Ddl — Rg7, 14. h4 — f5, 15. hxg5 — hxg5, 16. f3 —De7,17. Db3 — Kf7?! Það er furðulegt að Karpov skuli ekki strax hafa útilokað alla sóknarmöguleika á skálín- unni a2—g8 með því að leika 17. — c5. 18. (MM) — Hh8,19. c5! Opnun taflsins er hvítum í hag, hann hefur biskupaparið og svarti kóngurinn er of nálægt miðborðinu. 19. — dxc5, 20. Rc4 — cxd4, 21. cxd4 — f4l? Nú átti Karpov aðeins 22 mínútur eftir. Hann hyggst greinilega hindra möguleikann 22. Re5+ — Rxe5, 23. Bxe5, en nú hefði Kasparov getað skapað sér hættuleg sóknarfæri með skiptamunsfórn: 22. exf4 — Rh5, 23. Hxh5 — Hxh5,24. f4 og svart- ur á í miklum erfiðleikum. T.d. 24. - Bd5, 25. Hel! og nú 25. - Hh6, 26. fxe6+ — Hxe6, 27. Hhl, eða 25. — Df6!, 26. fxe6+ — Bxe6, 27. Be4! í staðinn teflir Kasparov fram- haldið linkulega. 22. Bf2 — Rh5,23. Bc2 Hér var betra að leika 23. e4, því eftir að svartur nær öruggum yfirráðum yfir reitnum d5, er hann úr allri hættu. 23. fxe3, 24. Bxe3 — Bd5, 25. Dd3 — Hag8, 26. Re5+ — Rxe5, 27. dxe5 — Rf4 Hér kom 27. — c6 til greina, þó erfitt sé að sjá hvernig svartur geti teflt til vinnings eftir t.d. 28. Kbl. Þar eð Karpov var orð- inn naumur á tíma, átti aðeins fimm mínútur eftir, er skiljan- legt að hann hafi viljað fá skýrar línur í taflið. Með vinning yfir er ástæðulaust að taka áhættu. 28. Bxf4 — gxf4, 29. Hxh8 — Hxh8,30. Dg6+ — Kf8,31. Hxd5 I þessari stöðu var samið jafn- tefli, því eftir 31. — exd5, 32. Df5+ - Df7, 33. Dc8+ - Kg7, 34. Dg4+ sleppur svartur ekki úr þráskákunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.