Morgunblaðið - 24.09.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER1985
29
AP/Símamynd
Breskum manni, Edward Needham að nafni, bjargað úr rústum Romano-
hótelsins í Mexíkóborg. Hafði hann verið innilokaður undir þeim í 26 stundir
þegar til hans náðist.
„Húsið riðaði ekki
bara lagðist saman“
Talið að enginn hafi komist af í risa-
stórri 13 hæða íbúðablokk
Mexíkóborg, 23. september. AP.
NUEVO Leon-íbúðablokkin var 13
hsða há og náöi yfir stórt svæði í
('olonia Tlatelolco, fjölbýlu verka-
mannahverfi í Mexíkóborg. Þessi
mikla bygging hrundi til grunna á
minna en einni mínútu og mörg
hundruð manna fónist, sumir segja
raunar, að enginn þeirra, sem voru í
húsinu, hafi komist lífs af.
„Húsið riðaði ekki og féll til
hliðar, það bara lagðist saman á
svipstundu," sagði dr. Jose Sanch-
ez, yfirmaður einnar deildar
Rauða krossins í borginni. „Þeir,
sem voru farnir til vinnu, sluppu
flestir, þeir, sem voru enn á heim-
ili sínu, létust allir.“
Maria Elena Buendia, eiginmað-
ur hennar og 15 ára gömul dóttir
þeirra voru ekki heima þegar
byggingin hrundi. Synir þeirra
þrír, 19, 20 og 22 ára gamlir, voru
hins vegar heima við og liggja nú
einhvers staðar undir rústunum.
Buendia, móðir þeirra, bíður eftir
að farið verði að grafa í rústunum
en þrír dagar hafa liðið án þess að
nokkuð hafi verið gert. Hún er
grátklökk af harmi og reiði og
bendir á hermennina, sem standa
með endilöngu strætinu, í dökk-
grænum, stífpressuðum búning-
um. „Þeir hreyfa hvorki legg né
lið, þeir eru bara fyrir," sagði hún.
Dr. Sanchez kemur hins vegar
hermönnunum til varnar. „Þeirra
hlutverk er að halda uppi röð og
reglu og koma í veg fyrir þjófnað,"
sagði hann.
Jarðskjálftasvæði sem
umlykur allt Kyrrahaf
Wa.shington, 23. sept AP.
Jarðskjálftarnir í Mexíkó áttu
upptök sín á svæði, sem teygir sig
umhverfis allt Kyrrahaf og er á
mörkum jarðflekanna miklu, sem
núast saman af gífurlegum krafti.
Allt meginland Norður-Ameríku
hreyfist í vestur en jarðflekinn, sem
Kyrrahaf hvflir á, stefnir í öfuga átt,
í austur.
Dr. Robert Uhrhammer,
jarðskjálftafræðingur við Berke-
ley-háskólann í Kaliforniu, telur,
að 83% af öllum jarðskjálftum í
heiminum verði á þessum fleka-
mörkum og í Mexíkó verða þeir
mjög reglulega. Sagði hann, að
jarðskjálftarnir þar að undan-
förnu hefðu verið meira en „tíma-
bærir" ef svo má að orði komast,
þ.e.a.s. svo langur tími var liðinn
frá síðasta stórskjálfta, að hann
hlaut að koma þá og þegar.
Jarðvísindamenn halda því
fram, að jarðflekarnir á yfirborð-
inu fljóti á bráðnu bergi og rekist
hver á annan fyrir áhrif krafta,
sem ekki hafa enn verið að fullu
skýrðir. Þegar tveir flekar rekast
á gengur annar undir hinn og af-
leiðingar þessa árekstrar eru
jarðskjálftar. Stundum rísa fjöll á
flekamótum, svokölluð fellinga-
fjöll, en í annan stað nær bráðin
bergkvikan að komast upp á yfir-
borðið í eldgosum eins og t.d. í St.
Helens.
Flekakenningin olli byltingu í
jarðvísindunum, en áður trúðu
menn því, að bergkvikan streymdi
beint upp frá jarðarmiðju og ylli
jarðskjálftum og eldgosum.
Á jarðskjálftabeltinu umhverfis
Kyrrahafið, í Japan, Alaska,
Chile, Mexíkó eða annars staðar,
hafa orðið einhverjir mestu
skjálftar, sem sagan kann að
greina frá, þar á meðal sá almesti,
sem vitað er um, jarðskjálftinn í
Japan árið 1933. Hann mældist 8,9
á Richter-kvarða.
Kom tvískinnungur í varn-
armálum í veg fyrir sigur
Verkamannaflokksins?
EINS og kunnugt er varð það niðurstaðan í þingkosningunum í Nor-
egi, að ríkisstjórn borgaraflokkanna þriggja hélt velli þrátt fyrir fylgis-
aukningu stjórnarandstöðunnar. Ríkisstjórnin verður nú hinsvegar að
reiða sig á stuðning tveggja þingmanna Framfaraflokksins, sem Willoch,
forsætisráðherra, hefur hvorki viljað sjá né heyra hingað til. Segja má,
að líf stjórnarinnar hangi á þeirri yfirlýsingu Carl I. Hagens, formanns
Framfaraflokksins, að flokkurinn muni ekki verða til að fella hana,
en það getur þó breyst þegar fram í sækir. Verkamannaflokkurinn var
hinn stóri sigurvegari kosninganna en þar á bæ eru menn ekki á eitt
sáttir um framhaldið, hvort stefnan skuli mótuð með kosningarnar árið
1989 í huga eða hvort einskis skuli látið ófreistað til að bregða fæti
fyrir stjórnina með stjórnarskipti fyrir augum.
Á næstu mánuðum má búast
við ýmsum breytingum í norsku
ríkisstjórninni, ekki vegna þess,
að úrslit kosninganna kalli sér-
staklega á þær, heldur af því, að
nauðsynlegt þykir að hressa
aðeins upp á ímynd stjórnarinn-
ar útávið og vegna þess, að sumir
ráðherranna hafa sjálfir farið
fram á að verða fluttir til. Það
er t.d. talið líklegt, að Rolf Prest-
hus láti brátt af embætti fjár-
málaráðherra og taki við sem
talsmaður Hægriflokksins á
þingi en það þýðir, að hann verð-
ur líklega næsta forsætisráð-
herraefni flokksins. Er fullyrt,
að Willoch hafi í hyggju að draga
sig í hlé eftir næstu sveitar-
stjórnarkosningar en áður en til
þingkosninga kemur.
Við af Presthus sem fjármála-
ráðherra tekur líklega iðnaðar-
ráðherrann Jan P. Syse, og við
hans embætti forseti þingsins,
Per-Kristian Foss.
Eins og fyrr segir þarf stjórnin
á að halda stuðningi Framfara-
flokksins en Willoch, forsætis-
ráðherra, og aðrir talsmenn
stjórnarflokkanna vilja vita sem
minnst af Framfaraflokknum og
sumir segjast meira að segja líta
á hann sem stjórnarandstöðu-
flokk. Carl I. Hagen, formaður
Framfaraflokksins, lýsti því yfir
í kosningabaráttunni, að flokk-
urinn yrði ekki til að fella stjórn-
ina en síðan hefur hann nokkuð
dregið í land með það. Fram-
faraflokksmönnum sárnar fram-
koma hægriflokksmanna við sig
og finnst kominn tími til að
marka stefnu flokksins betur en
gert hefur verið. Þeir vilja líka
reka af sér það orð, að þeir séu
á móti félagslegum velferðar-
málum, og ræða það nú í fullri
alvöru að styðja tillögur Verka-
mannaflokksins á þingi um þessi
efni. Telja þeir ólíklegt, að
Willoch treysti sér til að rjúfa
stjórnina þótt hann verði undir
í þessum málum því að kosning-
unum hafi það komið í ljós, að
einmitt þessir málaflokkar virt-
ust skipta fólk mestu, t.d. heil-
brigðismálin.
Þótt Verkamannaflokkurinn
ynni góðan sigur í kosningunum
nægði hann ekki til og þessa
dagana eru forystumenn flokks-
ins að reyna að gera það upp við
sig hvernig haga skuli barátt-
unni á næstunni. Vilja sumir, að
flokkurinn reyni að velta stjórn-
inni og taka sjálfur við stjórnar-
taumunum en aðrir vilja, að
stefnan verði strax sett á næstu
kosningar eftir fjögur ár.
Verður það vafalaust ofan á
því ef fyrri kosturinn yrði valinn
myndi flokkurinn verða að þiggja
stuðning Framfaraflokksins,
sem enginn kærir sig um.
Hvað Verkamannaflokkinn
varðar voru úrslit kosninganna
aðeins ótvíræð að einu leyti. Gro
Harlem Brundtland er óumdeil-
anlegur foringi flokksins og þarf
ekki að óttast neina samkeppni
á næstunni. Þessi styrka staða
hennar mun hinsvegar vafalaust
hafa ýmis áhrif á stefnu flokks-
ins og stöðu einstakra manna
innan hans. Hægriflokkurinn
rak mjög harðan áróður gegn
stefnu Verkamannaflokksins í
varnarmálum, sem hann sagði
óábyrga og til þess fallna að
grafa undan Atlantshafsbanda-
laginu, og margir verkamanna-
flokksmenn eru raunar á þvl, að
tvískinnungur flokksins í varn-
armálum hafi komið í veg fyrir
fullan sigur. Brundtland lét sjálf
að þessu liggja í viðtali á kosn-
inganóttinni og ef þessi skoðun
verður ofan á mun hún draga
dilk á eftir sér fyrir vinstri
arminn í flokknum. Stjórnmála-
skýrendur spá því t.d., að fyrstu
merkin um stefnubreytingu
Verkamannaflokksins að þessu
leyti komi í ljós þegar þingið
tekur aftur til umræðu uppsetn-
ingu meðaldrægu eldflauganna í
Evrópu. I fyrra var flokkurinn á
móti henni en nú er hallast að
því, að hann verði með. Tíminn
hefur hlaupið frá flokknum í
þessu máli og Brundtland hyggst
ekki nota tímann fram að næstu
kosningum til að hamra á dauð-
um málum.
Einar Förde, fulltrúi Verka-
mannaflokksins í utanríkismála-
nefnd þingsins, ætti að öllu
óbreyttu að verða talsmaður
flokksins í þessum málum en nú
þykir það ekki eins víst. Förde
er í hópi þeirra manna, sem
harðast hafa barist fyrir kjarn-
orkuvopnalausu svæði á Norður-
löndum og gegn fyrri samþykkt
flokksins um meðaldrægu eld-
flaugarnar og ef Brundtland
hyggst söðla um og taka upp
einarðan stuðning við NATO
verður hann líklega látinn róa.
Þess í stað er nú hallast að því,
að Knut Frydenlund, fyrrum
utanríkisráðherra, verði tals-
maður flokksins í utanríkismál-
um.
í kosningahríðinni í Noregi
voru velferðarmálin mjög ofar-
lega á baugi, einkum heilbrigðis-
málin og löng bið eftir sjúkra-
húsplássi, en í raun var enginn
stórpólitískur ágreiningur í þess-
um efnum. Hægriflokkurinn dró
enga dul á, að uppbygging
sjúkrahúsa hefði setið nokkuð á
hakanum, fyrst hefði orðið að
koma efnahagsmálunum á réttan
kjöl, en nú væri hins vegar
kominn tími til að láta hendur
standa fram úr ermum að þessu
leyti. Um varnarmálin gegndi
öðru máli, þar var um raun-
verulegan ágreining að ræða
milli þeirra, sem vilja treysta
samstöðuna innan NATO, og
hinna, vinstrimannanna í Verka-
mannaflokknum, Sósíalíska
vinstriflokksins og sumra þing-
manna Kristilega þjóðarflokks-
ins, sem berjast gegn áætlunum
NATO um meðaldrægu eldflaug-
arnar og vilja koma á kjarnorku-
vopnalausu svæði á Norðurlönd-
um þar sem þau eru þó engin
fyrir. Ef Verkamannaflokkurinn
undir forystu Gro Harlem
Brundtland tekur nú upp ein-
dregnari stuðning við NATO er
þar um að ræða merkustu niður-
stöðu kosninganna 9. september
sl.
SS