Morgunblaðið - 24.09.1985, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24.8EPTEMBER1985
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baidvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakiö.
Land
náttúruhamfara
Neyðarástand og þjóðarsorg
ríkja nú í Mexíkó vegna
landskjálfta, sem gengu yfir
höfuðborgina og nágrenni
hennar. Hluti borgarinnar er
rjúkandi rúst og þúsundir,
jafnvel tugir þúsunda, hafa
týnt lífi.
Þeir hörmulegu atburðir,
sem gerzt hafa í þessu fjarlæga
landi, færa okkur enn og aftur
heim sanninn um þau náttúru-
öfl, sem ríkja í umhverfi okkar
og grípa á stundum sterklega
inn í framvindu mannlífs í ein-
stökum lands- eða heimshlut-
um. Þrátt fyrir þá þekkingu og
tækni, sem mannkyn hefur búið
sér, stendur það enn í dag varn-
arlítið, stundum varnarlaust,
gegn náttúruöflunum, þegar
þau bregða á grimma leiki í
umhverfi okkar.
Fjölmörg ríki hafa brugðizt
skjótt og vel við um aðstoð.
Þrátt fyrir margskonar ágrein-
ing, sem risið hefur þjóða í
milli, koma þær jafnan hver
annarri til aðstoðar þegar vá af
þessu eða hliðstæðu tagi ber að
dyrum. Þessi hjálparhvöt, sem
stendur traustum fótum í
kristnu viðhorfi fólks af flestu
þjóðerni, er vissulega vonar-
stjarna í annars viðsjálum
heimi.
íslendingar fylgjast vel með
fréttum sem fjalla um náttúru-
hamfarir í veröldinni. Þeir búa
sjálfir í landi náttúruhamfara
og umhverfi, sem oft hefur
komið þeim í opna skjöldu með
jarðskjálftum, eldgosum, snjó-
og skriðuföllum og hafís. Þeir
hafa því, eða ættu að hafa,
næmari skilning á vanda fólks-
ins í Mexíkó en flestir aðrir.
Hvert sinn, sem fréttir ber-
ast af náttúruhamförum, er
eðlilegt að við hugum að því,
hvern veg við erum sem þjóð í
stakk búin til að mæta hlið-
stæðum vanda. Okkar eigin
saga, og við tölum gjarnan um
okkur sem söguþjóð, tíundar
fjölmörg dæmi um náttúru-
hamfarir. Sú þekking, sem við
búum yfir, leiðir líkur að því, að
meiriháttar landskjálftar séu
síður en svo útilokaðir hér á
landi. Virkar eldstöðvar láta til
sín taka, sumar með nokkuð
reglulegu millibili. Hafís hefur
oftlega lagst að landi og lokað
leiðum á sjó og að sjávarafla.
Snjó- og skriðuföll heyra til
möguleikum í mörgum byggð-
arlögum.
Við erum vissulega betur í
stakk búin en fyrri kynslóðir til
að kljást við vanda af þessu
tagi. Þekking og tækni, sem
þjóðin ræður yfir, gerir henni
kleift að bregðast við með
skjótari og virkari hætti, ef vá
ber að dyrum, en fyrr á tíð. Við
höfum stigið stór skref í varn-
ar- og viðbúnaði hverskonar,
ekki sízt með löggjöf um al-
mannavarnir og viðlagatrygg-
ingu — og vel búnum hjálpar-
sveitum vítt og breitt um land-
ið. Margs konar samstarf okkar
við aðrar þjóðir, m.a. innan
Atlantshafsbandalagsins,
styrkir og stöðu okkar að þessu
leyti.
En lengi má betur gera. Þrátt
fyrir sitt hvað, sem áunnizt
hefur, er nauðsynlegt að þjóðin
haldi vöku sinni í þessu efni,
styrki varnir sínar og viðbúnað.
Náttúruhamfarir gera ekki boð
á undan sér. Þær knýja dyra
fyrirvaralaust. Við vitum að
þær eru hluti af umhverfi
okkar, sem reikna verður með.
Þessvegna má hvergi slaka á
klónni í almannavörnum.
Skipuleggja verður fyrirfram
og út í hörgul viðbrögð gegn
náttúruhamförum, ekki sízt þar
sem líkur slíkra atburða eru
mestar.
Þetta er ekki sagt til að
hræða einn eða neinn. Ekkert
hefur gerzt sem eykur spönn
við ástæðu til ótta. En við verð-
um öll, og ekki sízt þeir sem
bera stjórnarfarslega ábyrgð á
varnarviðbúnaði af þessu tagi,
að halda vöku okkar.
Holland
Atján íslenzk fyrirtæki
stóðu að íslandskynningu í
Hollandi á meðan forseti ís-
lands, frú Vigdís Finnbogadótt-
ir, var þar í opinberri heim-
sókn.
Geir Hallgrímsson, utanrík-
isráðherra, Einar Benedikts-
son, sendiherra, og Ragnar
Halldórssonm, formaður Verzl-
unarráðs íslands, tóku þátt í
viðræðum um viðskipti Hol-
lands og íslands, sem fléttað
var inn í heimsókn forsetans.
Við flytjum inn meira af vör-
um frá Hollandi en nokkru öðru
ríki Evrópubandalagsins, eða
fyrir 2.430 m.kr. 1984. Útflutn-
ingur okkar til Hollands það ár
nam hinsvegar aðeins 530 m.kr.
Nauðsyn íslenzkrar vörukynn-
ingar í Hollandi er því ótvíræð.
Heimsókir forsetans til
Spánar og Hollands tókust með
ágætum. Landkynning hefur
mikið gildi, ekki sízt fyrir litla
þjóð sem er jafn háð milliríkja-
verzlun og við íslendingar. Vax-
andi starf utanríkisþjónust-
unnar í þágu útflutningsverzl-
unar er fagnaðarefni.
Forn og ný tengsl Hollands
og íslands hafa jafnan verið af
hinu góða. Ástæða er til að
rækta þau vel og styrkja við-
skiptastöðu íslands í Hollandi.
V estur-Þýzkaland:
Fráhvarf frá Wa
athvarf hjá Mos
Utdráttur úr heimildum, sem Geissler, aðalrit-
ari flokks Kristilegra demókrata, hefur tekið
saman varðandi breytta stefnu SPD, flokks
vestur-þýzkra jafnaðarmanna
Frá því að ríkisstjórn Helmuts
Schmidt fór frá árið 1981 hefur
gætt sívaxandi andúðar og hvass-
yrtrar gagnrýni á stefnu Banda-
ríkjamanna í utanríkismálum í
röðum flokks vestur-þýzkra jafn-
aðarmanna, SPD. Ýmis neikvæð
ummæli eru líka stöðugt oftar
viðhöfð um Bandaríkjamenn og
beinar andófsaðgerðir gegn
Bandaríkjunum gerast æ tíðari
í Vestur-Þýzkalandi. Nú er svo
komið, að raunverulega and-
amerískrar hneigðar virðist þeg-
ar farið að gæta mjög víða í
röðum Sozialdemokratische
Partei Deutschlands, og að hún
njóti jafnvel í síauknum mæli
stuðnings flokksforystunnar
sjálfrar. Þeir sem viðhaft hafa
gagnrýni á þessa afstöðubreyt-
ingu innan SPD, hafa af hálfu
forystumanna flokksins sætt
verulegum þrýstingi, og þeim þá
gjarnan gefið fyllilega í skyn, að
hollast sé fyrir þá að láta kyrrt
liggja. Reynt er að búa svo um
hnútana, að þessi nýtilkomna
andameríska afstaða innan SPD
verði, og þá helzt, án þess að
mikið beri á, varanlegur þáttur
í utanríkispólitískri afstöðu jafn-
aðarmanna, og virðist það ekki
ætlunin, að aftur verði horfið af
þeirri braut.
Það voru ungsósíalistarnir í
röðum SPD, sem fyrstir kváðu upp
úr með ásakanir í garð Banda-
ríkjamanna, tóku þeir brátt að
gagnrýna utanríkisstefnu Banda-
ríkjamanna fullum fetum opin-
berlega og mörkuðu með því móti
þá afstöðu, sem nú er orðin ráðandi
innan SPD.
f ávarpi sínu við mótmælaað-
gerðir ungsósíalista gegn heim-
sókn bandaríska utanríkisráðher-
rans Alexanders Haig til Bonn
(1981) sökuðu þeir Bandaríkin um
„stórveldisbrj álæði" og „miskunn-
arlausa hörku". Þáverandi formað-
ur samtaka v-þýzkra ungsósíal-
ista, Willi Piecyk tók vasklega
undir þessar ásakanir í viðtals-
þætti, sem vestur-þýzka útvarps-
stöðin Deutschlandfunk útvarpaði
8. september 1981.
Eftirmaður hans sem formaður
flokksráðs SPD, Rudolf Hartung,
sakaði Bandaríkjamenn um „hug-
myndafræðilega rökstutt þjóðar-
morð“ og um „skipulegan hugar-
farslegan undirbúning fyrir árás-
arstríð með kjarnorkuvopnum",
sem Washington var sögð aðhyll-
ast. Komu þessi ummæli Hartungs
fram í bréfi flokksráðs ungsósíal-
ista frá 10. ágúst 1983.
í augum núverandi formanns
flokksráðsins, Ulfs Shirkes, er
„kaldrifjuð mannfyrirlitning“ eitt
af megineinkennum Ronalds
Reagan Bandaríkjaforseta eins og
fram kemur í opinberri fréttatil-
kynningu ungsósialista 2. maí
1985.
Allt frá byrjun þessa áratugs
hefur hvassyrtum árásum á stefnu
Bandaríkjamanna farið fjölgandi
og er stöðugt komizt harkalegar
að orði í þessum ásökunum. Jiirgen
Busack, þingmaður SPD á fylkis-
þinginu í Liibeck, komst til dæmis
þannig að orði, að „sjálfir brennu-
vargarnir, þeir sem hvað ákafst
blási að glóðum styrjaldar, sitji
ekki við stjórnvölinn í Kreml. Þeir
halda um stjórnartaumana vestur
í Washington ...“ Þessi ummæli
Busacks birtust í dagblaðinu Kieler
Nachrichten 14. desember 1981.
Áður hafði sá hinn sami Jiirgen
Busack jafnvel gengið feti framar,
þegar hann lét svo ummælt í
blaðaviðtali við Flensburger Tage-
blatt hinn 25. maí 1981, að líta
mætti á Bandaríkjamenn sem
nasista. Bandarískir stjórnarer-
indrekar minntu jafnvel í málfari
sínu á orðaleppa nasistanna gagn-
vart Ráðstjórnarríkjunum" svo að
sláandi mætti telja.
Árið 1983 sökuðu 50 þingmenn
SPD á sambandsþinginu í Bonn
og 90 fulltrúar sósíaldemokrata á
vestur-þýzku sambandsþingunum
Reagan Bandaríkjaforseta um að
fylgja stefnu „mannfyrirlitning-
ar“; þessi ummæli birtust í Frank-
furter Rundschau hinn 3. júní það
ár.
í opinberri fréttatilkynningu
SPD nr. 238, er birt var 26. apríl
nú í vor, sögðu fulltrúar Sozial-
demokratische Partei Deutsch-
lands á Evrópuþinginu í Strass-
borg í bréfi einu til Reagans í til-
efni af fyrirhugaðri heimsókn
forsetans hinn 8. maí til Evrópu-
þingsins: „ ... en ríkisstjórn yðar
leggur hins vegar fram drjúgan
skerf við að kynda undir pólitísk-
um ágreiningsmálum og átökum
víða um heim.“
Einn af helztu frammámönnum
vestur-þýzkra sósíaldemokrata,
Erhard Eppler, hafði þegar árið
1982 hvatt eindregið til þess að
„gagnþrýstingi frá götunni" væri
almennt beitt gegn bandaríska
forsetanum. Birtist þessi sérstæða
hvatning Epplers í „Die Welt“ hinn
3. febrúar það ár. Nokkru síðar eða
13. apríl sama ár birti „Die Welt“
aftur álíka ummæli Epplers í
blaðaviðtali, þar sem hann m.a.
fullyrðir, að stefna Bandaríkja-
manna sé „greinilega undir
óheillastjörnu og leiði til ófarnað-
ar“.
Annar af fremstu leiðtogum
Sozialdemokratische Partei De-
utschlands um áratuga skeið er
Gerhard Schröder þingmaður á
sambandsþinginu í Bonn, en flokk-
ur hans mun þegar hafa ákveðið,
að hann skipi efsta og hið algjör-
lega örugga sæti á framboðslista
sósíaldemokrata við fylkiskosn-
ingarnar í Neðra-Saxlandi á næsta
ári. í vikuritinu „ppp“ lét Schröder
þó hafa eftir sér ummæli á borð
við „heimsvaldasinnaða stórveld-
isstefnu Reagans forseta" og talaði
þar um „ofur augljósa og odulda
ósvífni Bandaríkjamanna".
Hans-Jiirgen Wischnewski, sem
um árabil hefur átt sæti í flokks-
ráði SPD, fullyrti í grein sem birt-
ist í málgagni sósíaldemokrata,
„Worwárts" hinn 4. ágúst 1983, að
„sú stefna, sem stjórn Reagans
fylgir, einkennist af undirferli og
aukinni hörku í samskiptum risa-
veldanna".
Á sama tíma lagði Oskar La-
fontaine fram bók sína „Angst vor
den Freunden" („Ótti við vinina").
Ekki löngu síðar sakaði varafor-
maður samstarfsnefndar sósíal-
demokratískra lögmanna, Horst
Isola, Bandaríkin um að ætla sér
að hrinda af stað styrjaldarátök-
um í viðtali við fréttamann „Wes-
er-Kurier“, sem birtist í því blaði
hinn 4. nóvember 1983: „Voldug-
asti aðili Atlantshafsbandalagsins
leitar um víða veröld að stríði og
leikur sér þar að eldinum, hvenær
sem tækifæri gefst.“
Haustið 1981 undirrituðu fjöl-
mörg flokkssamtök SPD í Berlín,
ásamt kommúnískum samtökum,
tilmæli til almennings um þátt-
töku í mótmælaaðgerðum, sem
beinast skyldu gegn heimsókn þá-
verandi utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, Alexanders Haig, til
Berlínar. í sambandi við þessar
mótmælaaðgerðir í Berlín kom til
alvarlegra átaka og uppþota.
Telja verður, að hápunkt þess-
ara andúðaryfirlýsinga jafnaðar-
manna á Bandaríkjunum hafi
fram til þessa verið við heimsókn
Bandaríkjaforseta til Samband-
slýðveldis Vestur-Þýzkalands í
maímánuði síðastliðnum. Flokks-
deild SPD í fylkinu Pfalz og ung-
sósíalistar í Rheinland-Pfalz
hvöttu opinberlega til andófsað-
gerða hinn 5. maí við Hambacher-
höll vegna heimsóknar Ronalds
Reagan. f yfirlýsingu jafnaðar-
manna voru Bandaríkjamenn
ásakaðir um að fylgja stefnu er
miðaði að síhertu vígbúnaðarkapp-
hlaupi, sagðir ógna fullvalda þjóð-
ríkjum og auka á eymdina og vol-
æðið í þriðja heiminum.
f fréttatilkynningu, sem samtök
ungra jafnaðarmanna innan SPD
birtu hinn 21. marz sl. vetur, eru
Bandaríkjamenn sagðir bera
ábyrgðina á „tilvist stöðugt nýrra
fjöldamorðvopna, á fyrirhuguðu
vígbúnaðarkapphlaupi jafnvel úti
í geimnum, á kúgun þeirra þjóða
þriðja heimsins, sem leitist við að
öðlast sj álfsákvörðunarrétt". Þessi
yfirlýsing var undirrituð af for-
mönnum samtaka ungra jafnaðar-
manna í sambandsfylkjunum
Baden-Wurttemberg, Nordrhein—
Westfalen, Rheinland-Pfalz og í
Saarlandi, svo og af formönnum
ungra jafnaðarmanna í. Suður—
Hessen og í Pfalz.
í ávarpi, sem formaður
SPD-flokksdeildarinnar í Pfalz-
héraði, Willi Rothley, hélt meðan á
mótmælaaðgerðum við Hambach-
erhöll stóð, lýsti hann því meðal
annars yfir, að „þessi forseti (þ.e.
Reagan) gangi með heimsyfir-
ráðaóra. Hann stefnir að drottn-
andi ofurefli, hernaðarlega sem og
efnahagslega. Með því móti stofn-
ar hann heimsfriðinum í hættu ...
Þessi forseti kemur fram við
bandalagsþjóðirnar eins og væru
þau leppríki...“ Ofangreindar til-
vitnanir eru teknar úr símskeyti
SPD-flokksdeildarinnar í Pfalz,
sem sent var miðstjórn SPD hinn
4. maí 1985.
Oskar Lafontaine forsætisráð-
herra tók í ummælum, sem eftir
honum eru höfð í „Frankfurter
Rundschau" hinn 6. maí þ.á. enn
mun sterkar til orða: „í anda