Morgunblaðið - 24.09.1985, Síða 33

Morgunblaðið - 24.09.1985, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER1985 33 V-Eyfellingar rétta Holti 20. september. í YNDISLEGU haustveðri réttuðu Vestur-Eyfellingar í lögrétt sinni við Fitjarál skammt frá Heimalandi í dag. Smalaður er afrétturinn, sem samanstendur af Almenningum, Merkurtungum, Stakkholti og Steinsholti, en auk þess er farið um Þórsmerkursvæðið og það hreinsað af fé. Smalamennskan tekur 6 daga alls og er dvalið á næturna við hinar bestu aðstæður í Skála Ferðafélagsins í Langadal. Baldur Björnsson fjallkóngur svaraði því aðspurður, að féð sem kæmi nú af afrétti væri í meðal- lagi, en heldur misjafnt og kenndi hann þurrkum sumarsins um. Um siðustu mánaðamót hefðu bændur náð í fé á afréttinn til að hlífa honum. Á réttardaginn er ætíð hátíð í sveitum þar sem ungir og gamlir hittast, rifjaðir eru upp sumar- dagar og gamlir dagar, — æsku- dagar, sem fá ljóma í minningunni. Það er réttað, hlegið og skálað. FréttariUri. MorKunblaðið/ólafur K. Magnússon. U.þ.b. 3—400 manns söfnuðust saman í blíðskaparveðri. Seltjarnarnes: Björgunarsveitin Albert kynnir starfsemi sína BJÖRGUNARSVEITIN Albert á Seltjarnarnesi hélt kynningu á starf- semi sinni sl. sunnudag og voru gestir á bilinu 3-400, að sögn Jona- tans Guðjónssonar, formanns slysa- varnadeildarinnar á Seltjarnarnesi og félaga í Björgunarsveitinni Albert. Kynningin hófst við Bakkavör kl. 14, með hópsiglingu björgunar- sveita úr Kópavogi, Sandgerði, Reykjavík, Hafnarfirði og víðar. Á svæðinu voru sýnd fjölmörg björg- unartæki sveitarinnar og annarra, og þau kynnt í máli og af mynd- böndum. Þá var kynntur nýr danskur björgunarbátur sem Björgunarsveitin Albert hefur fest kaup á og væntanlegur er til lands- ins innan tíðar. Ýmislegt var við að vera fyrir yngri kynslóðina. Komið var fyrir ýmsum leiktækjum á svæðinu og boðið í siglingu á gúmmíbátum hinna ^msu björgunarsveita. Að sögn Jonatans mældist þetta mjög vel fyrir og sigldu um 200 ung- menni um Skerjafjörðinn í blíð- skaparveðri. Kynningu björgunar- sveitarinnar Alberts lauk kl. 18. Sigling á gúmmíbátum hinna ýmsu björgunarsveita mæltist sérstaklega vel fyrir meðal yngri kynslóðarinnar. «Hardplast» nýkomin sending ^Perstorp Warerite ltd Durham, England Einkaumbod: Þ. ÞORGRÍMSSON & CO 'Armúla 16 Sími 38640 Verslunareigendur! Innkaupastjórar! í áratugi hefur Söluskrifstofa KEA selt margs konar vörur til verslana, stofnana og þeirra sem vilja gera góö innkaup á vönduðum vörum á hagstæðu verði. Við getum útvegað þér vöair frá eftirtöldum fyrirtækjum: Frá Kjötidnaðarstod KEA: Allar tegundir at kjöti - s.s. lambakjöt, nautakjöt. hangikjöt, svínakjöt og kjúklingar. Einnig byður Kjötiðnaðarstöð KEA alls konar unnar kjötvörur, þar með taldar fjöldi áleggstegunda Nu getur pú fengið kjötið meðhöndlað á ýmsan hátt og pað kemur til pin pakkað i lofttæmdar umbúðir. Frá Brauðgerð KEA: Brauðgerð KEA tramleiðtr allar tegundir af matarbrauðum - auk pess sem fyrirtækið hefur gott úrval af kökum og tertum. Brauðgerö KEA hefur yfir að ráða mjög göðum vélakosti og úrvals starfsfótki - sem gerir sitt besta til að útvega þér þær vörur sem þú óskar eftir. Þú ættir að slá á þráðinn! Það borgar siq! Frá Smjörlíkisgerð KEA: Borðsmjörliki, bökunarsmjörlíki, kókossmjör og kökufeiti Frá Smjörlíkisgerð KEA kemur Flöru smjöriiki, sem þegar hefur sannað ágæti sitt Fyrirtækið framleiðir einnig herta sojaoliu sem notuð er til djúpsteikingar á matvælum - s.s. kjöti, kartöflum og laufabrauði Frá Kaffibrennslu Akureyrar: Braga katfi - frá Katfibrennslu Akureyrar parf vart að kynna. Vinsældir þess hér á landi segja sltt um gæði framleiðslunnar. Nú síðast kom fyrirtækið tram með Santosblöndu. Hefur þú reynt hana? Pá minnum við á Ameríku kafti, Kolombia kafti og koffinlausa Braga kaftið. Frá Mjólkursamlagi KEA: Vantar þig pbreytt úrval mjólkurvara? Þá færðu vörumar h|á M|ólkursamlagi KEA. Sífetlt er verið að fttja upp á einhverju nýju hjá Mjólkursamlagi KEA og má nefna drykkjarjógúrt sem dæmi. Einnig er rétt að minna á Tropicana Þessi úrvals ávaxtasafi er einmitt framleiddur hjá Mjólkursamlagi KEA. i o r 96 21400 Frá Efnagerðinni Flóru: Ávaxtasafi, marmelaði, sultur, steiktur laukur, poppmais, kakó, ýmsar kryddtegundir og bökunarvörur Flóra framleiðir einnig þqár tegundir af fljótandi jurtaolium til djúpsteikmgar: Sojaolia. Solblómaolia og Jarðhnetuolia. '3 Frá Efnaverksmiðjunni Sjöfn: Sjöfn tramleiðir alls konar tegundir af ræsti- og hreinsiefnum, en auk þess framleiðir Sjöfn málningu, sem landsþekkt er fyhr gasði, og Úretan quartz gólfetni Hjá Sjöfn getur þú fengið svamp af ýmsum gerðum og stærðum Nylega hóf Sjöfn framleiðslu á Bamba bleium og dömubindum. Söluskrifstofa KEA Hafnarstræti 91-95 602 Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.