Morgunblaðið - 24.09.1985, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞBIDJUDAGUR 24. SEPTEMBER1985
—r—T
Norræna húsið:
Vonandi að áhugi vakni á
fleiri lýðháskólum á íslandi
— segir Káre Grytli
FORSTÖÐUMAÐUR upplýsinga-
skrifstofu norsku lýðháskólanna,
Káre Grytli, heldur fyrirlestur í
Norrænahúsinu kl. 8:30 í kvöld.
Fjallar hann um sögulega þróun lýó-
háskóla og þá sérstaklega um starf-
semi þeirra í Noregi.
„Eg er að vonast eftir að fyrir-
lesturinn muni vekja áhuga fyrir
því að koma á fót fleiri lýðháskól-
um á Islandi," sagði Káre. „Lýð-
háskólinn í Skálholti tekur ekki
nema 20 nemendur en á síðasta
ári voru 50 íslensk ungmenni við
nám í lýðháskólum í Noregi." I
fyrirlestrinum verður fjallað um
hinn hefðbundna lýðháskóla
Grundtvigs, sem stofnaður var í
Danmörku 1844 og í Noregi 1864.
Markmið skólans er að gera nem-
andann hæfari til að takast á við
hversdagsleg vandamál í samfé-
laginu og taka þátt í umræðum
um málefni samfélagsins á hverj-
um tíma. Auk þess sem kennsla
fer fram í hefðbundnum greinum
er boðið upp á kennslu á ýmsum
sérsviðum.
Nemendur skólanna eru flestir á
aldrinum 18 til 25 ára en á þessum
Athugasemd
frá ritstjórn
Víkurfrétta
MORGUNBLAÐINU barst í gær
svohljóðandi athugasemd frá ritstjór-
um Víkurfrétta:
„Við viljum taka það fram að
við erum ekki að biðjast afsökunar
á skrifum okkar heldur einungis
að leiðrétta þau mistök að alhæfa
að allir Grindvíkingar séu undir
sama hatti. Þar er margt að ske
sem hvergi fengi að viðgangast
annarstaðar og því bendir allt til
að þarna þróist rotinn hugsana-
gangur meðal fólks.
Fyrir okkur hjá Víkurfréttum
virðist svo vera sem Grindvíkingar
séu að draga í land frá borgara-
fundinum eða hvers vegna hafa
þeir nú ákveðið að kæra okkur
fyrir blaðamannafélaginu í stað
þess að hefja opinbert mál, sem
yrði til þess að rannsaka þyrfti
þessi mál til hlítar. Þora þeir ekki
að láta sannleikann koma í ljós?
Ritstjórn Víkurfrétta,
Emil Páll Jónsson,
Páll Ketilsson".
Leiðrétting
I frétt í blaðinu á föstudag um
vígslu orgels í Grundarfjarðar-
kirkju er sagt, að Haukur Guð-
laugsson, söngmálastjóri kirkj-
unnar, sé kaupmannssonur frá
Stokkseyri. Þetta er ekki rétt.
Faðir Hauks, Guðlaugur Pálsson,
er frá Eyrarbakka. Hlutaðeigend-
ur eru beðnir velvirðingar á þessu
ranghermi.
Fer inn á lang
flest
heimili landsins!
árum eiga margir erfitt með að
gera upp við sig hvert skuli stefna
í framtíðinni og hvað þeir hyggist
leggja fyrir sig. í lýðháskóla gefst
tækifæri til að kynnast öðrum
viðhorfum til ýmissa málefna og
þar iærir nemandinn að taka tillit
til annarra. Engin próf eru í lok
skólaárs, sem eru 33 vikur í norsk-
um lýðháskólum.
Að sögn Káre eru 47 lýðháskólar
starfandi í Noregi í dag, sem taka
8.000 nemendur. A síðasta ári voru
700 erlendir nemendur hvarvetna
úr heiminum við nám í skólunum,
þar af helmingur frá vanþróuðum
löndum. A þessu ári ganga í gildi
ný lög um lýðháskóla í Noregi, sem
fela í sér að gefinn verður kostur
á styttri námskeiðum og er vænst
til þess að aðsókn muni þá stórauk-
ast í annars vinsælt nám, ef skóla-
tíminrt er styttur. Reynsla undan-
farinna ára hefur sýnt að fáir eigi
þess kost að hverfa frá vinnu heil-
an vetur. Lýðháskólarnir eru
heimavistarskólar og er ekki hægt
að stunda vinnu með náminu.
Morgunbladid/Júlíus
Káre Grytli forstöðumaður upplýs-
ingaskrifstofu norsku lýðháskól-
anna.
Mosfellssveit Viötalstími
Hreppsnefndartull-
trúárnir Hilmar Sig-
urösson. varaodd-
viti, og Guömundur
Daviösson, formaö-
ur veitunefndar,
veröa til viötals í Hlé-
garöi fimmtudaginn
26. september kl.
17.00-19.00.
Sjálfstæðistélag Mosfellinga.
Almennur félagsfundur
Týr Kópavogi
Félagsleg aöstoö viö fullfrískt fólk
Almennur félagsfundur veröur haldinn
fimmtudaginn 26. september kl. 20.30 í
Sjálfstæöishúsinu aö Hamraborg 1,3. hæö.
Frummælandi veröur dr. Vilhjálmur Egilsson
nýkjörinn formaður Sambands ungra sjálf-
stæöismanna, og ræöir hann um hiö svokall-
aöa .velferöarkerfi". Fundurinn er opinn öll-
um stuöningsmönnum S jálfstæöisflokksins.
Stjórnin.
. 1915
ASTRALSKUR
MYNDAFLOKKUR i SÉRFLOKKI
Úk
Þessi myndaflokkur á 3 spólum segir frá fjórum ungum elskendum sem
dreymir um að ástríðan vari að eilífu.
Árlö 1915 taka draumarnir enda þegar alvara lífsins með ógnum stríðsins blasirvið.
Scott Burge leikur Billy Mac-
kenzie. Þegar stríðiö braust út,
fékk Billy útrás fyrir sína innri
orku og ævintýraþrá. Hann varö
stríðshetja áöur en hann varö aö
manni.
Sigrid Thornton (Allt fram
streymir) leikur Frances Reilly.
Fyrir hana var 1915 áriö sem
rómantíkin geröi hana ráövillta,
áður en hún var þess umkomin
aöelska.
Scott McGregor leikur Walter
Gilchrist. Stríöiö var í upphafi
flótti hans frá raunveruleikanum.
Á vígstöövunum tók þó ekki
betra viö, því þar kynntist hann
basli raunveruleikans í sinni
svörtustu mynd._______________
Jackie Woodburne leikur Diönu
Benedetto. Hún haföi ávallt
veriö í skugga Frances. Arið
1915 finnur hún sinn innri styrk
og einnig ástina, sem hún fékk
þóekki notið.
1915
ARIÐ SEM TVEIR MENN, TVÆR KONUR
OG ÞJÓÐ GLÖTUÐU SAKLEYSI SÍNU
1915
Aðalhlutverk;
Scott Burgess • Slgrid Thornton • Scott McGregor • Jackie
Woodbume • Bill Hunter • Loraine Bayly • Serge Lazareff •
llona Flodgers
ISLENSKUR TEXTI
Látifl akki 1915 fara fram hjá ykkur, flokkurinn á erindi til
Á myndbandaleigum um allt land nk. miflvikudag.
ÍSLENSKUR TEXTI.
allra.
Dreifing
Stöumúla 21, eimi 086250.