Morgunblaðið - 24.09.1985, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 24.09.1985, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER1985 43 Upplestur bundins máis og óbundins II Obundið mál MÁLÞRÓUN TIL LÝTA Eins og bent hefur verið á í fyrri grein virðast vera fyrir hendi a.m.k tvær ólíkar skoðanir í sam- bandi við framburð móðurmálsins. Önnur er sú, að öll tungumál taki með tímanum þróun í ákveðnar áttir, og hentugast sé því að láta slíka þróun afskiptalausa, því hún verði ekki stöðvuð hvort sem er. Hin skoðunin er sú, að það hljóti að vera íslendingum nokkurt kappsmál í hvaða áttir þessar breytingar beinast á móðurmál- inu. Það hljóti því að vera sjálfsagt mál, að reyna að hafa áhrif á þessa „þróun“ i þá átt sem æskilegast mætti teljast. BARÁTTAN VIÐ FLÁMÆLI Fyrri skoðunin, um afskipta- leysið, hefði þannig vafalaust leitt til þess til dæmis, að flár fram- burður (rangur framburður sér- hljóða) væri nú kominn um allt land. Getur hver maður gert það upp við eigin smekk, hvort hann teldi slíkt eftirsóknarvert. Þá tækjum við að heyra í æ ríkari mæli framburð, eins og „lefa“, „möna!, „vira“ og „fur“ í stað orð- anna lifa, muna, vera og för. Sá sem þetta hripar er fæddur í Reykjavík. í æsku hans var flá- mæli mjög að breiðast út i höfuð- borginni. En þá tóku skólamenn sig saman um að spyrna við þessu með bættri kennslu < íslensku í skólum borgarinnar, með þeim ágæta árangri, að flámæli hvarf að mestu, og þeir reyndust helst flámæltir, sem alist höfðu upp annars staðar en í höfuðborginni. Þetta er gotf dæmi um nauðsyn þess að vera á verði fyrir öfug- þróun móðurmálsins. Afskipta- leysi hefði hér vitanlega engu góðu til leiðar komið. Það er þvi hyggi- legast að vernda það sem rétt er og fagurt í móðurmálinu og reyna að koma í veg fyrir breytingar til lýta i þessum efnum. Reykvíkingar búa enn að þessu lofsverða átaki íslenskukennara borgarinnar, því þeir sögðu með réttu flámæli stríð á hendur, og unnu sigur i þeirri baráttu. Þessari baráttu gegn flámæli verður að halda áfram. I því sambandi vil ég sérstaklega benda á eitt hljóð, sem tekið er þegar að aflagast illilega, en það er fram- burður á sérhljóðanum æ. Þessi stafur virðist vera á hraðri leið til þess að breytast í annan staf nefni- lega a. Orð eins og „ætli“ er nú farið að bera fram „atli“. „Atli það ekki“, segja menn. Þetta getur orðið mjög bagalegt og þvi bráð- nauðsynlegt að stöðva þessa þróun. I vissum samböndum veldur þetta jafnvel því, að til dæmis sagnir breytast i aðrar, sem tákna allt annað! Tökum nokkur dæmi um slíkt. Eitt sinn hlustaði ég á hátíðar- ræðu hjá þaulvönum ræöumanni. Ein setningin sem hann sagði hljómaði svo: „Askan er okkar framtíðarvon!“ Þessi framburður var alveg greinilegur. Það þarf tæpast að útskýra það, að ræðu- maðurinn ætlaði ekki að tala um ösku i þessu sambandi heldur átti hann vitanlega við æskuna í landinu. Hér breyttist því nafnorð í annað því gjöróskylt. Ekki tekur betra við, þegar um sagnir er að ræða. Einhver hefur ef til vill heyrt eftirfarandi orða- skipti eða svipuð hjá nemendum, sem nýlega hafa lokið prófi: „Hakkaðirðu eða lakkaðirðu á prófinu?“ „Ég lakkaði, en það var svindl, ég átti að hakka“. Hér hafa sagnirnar að hækka og lækka breyst í sagnir sem tákna allt annað en þeim er hér ætlað, þótt ganga megi að því vísu í þessu sambandi hvað við er átt. Sagnirn- ar að hakka og lakka eru vissulega til í málinu, en þær þýða vitanlega allt annað en sagnirnar að hækka og lækka. Á þessum dæmum sést hve fár- ánlegar þessar flámælishljóðvillur geta verið. Þær breyta jafnvel stundum algjörlega merkingu orða. Slíka þróun verður að hefta þegar í stað, áður en hún verður landlæg. Af þessu má einnig gera sér ljóst hvílik skammsýni liggur að baki hinni fyrirhafnarlausu skoðun um afskiptaleysi í þróun móðurmálsins. ÖNNUR ATRIÐISEM ÞARFAÐGEFAGAUM Hér á eftir vil ég benda á fleiri atriði, sem leiða til óskýrleiks f framburði, þótt ekki séu þau jafn- hvimleið og þau sem hingað til hefur verið getið. Mun ég þó sýna framá, að þau geta iðulega jafnvel leitt til misskilnings. { þessu sambandi vil ég vekja athygli á því, hvernig samhljóðinn r er smátt og smátt að víkja úr mæltu máli, en hann á einmitt ríkan þátt í skýrum og fögrum framburði. Þetta gerist æ tiðara, þegar r-ið stendur í bakstöðu í orði, þ.e. þegar orð endar á þessum staf. Þessi nýi framburður minnir stundum óneitanlega á barn, sem ekki er búið að læra að segja r, en sum börn eru seinni til þess en önnur. Ekki stafa þó vandkvæðin af getuleysi, heldur kæruleysi í fram- burði eða leti. Það má reikna með hinu margvislegasta undanhaldi í góðum framburði hjá þjóð, sem telur enga þörf að kenna neitt í framburði móðurmálsins. Tökum til dæmis einfalda og algenga setningu, eins og: „Þegar ég kom“. Það er orðið æ algengara að heyra þessa setningu hljóma svona: „Þega é kom“. Það er ekki nóg með að r-ið falli aftan af fyrsta orðinu, heldur fellur mjúka g-ið einnig niður af orðinu „ég“. Hvað r-in snertir (þ.e. að þau falli niður í framburði) er þetta þó misjafnt. Reglan virðist vera sú, að ef næsta orð á eftir orðinu sem endar á r byrjar á sérhljóði, nægir það oft til þess, að r-ið fellur ekki niður aftanúr fyrra orðinu. Þannig missir fólk nálega aldrei niður r-ið í framburði í orðum eins og: „Faðir okkar, móðir okkar, bróðir okkar og systir okkar.“ Því veldur sérhljóðinn sem næsta orð byrjar á. En hvað gerist, ef við- komandi segin „Faðir minn, móðir mín, bróðir minn eða systir mín“. Þá fáum við að heyra þennan framburð: „Faði minn, móði mín, bróði minn og systi mín“. Þama eru r-in fallin niður sökum þess að næsta orð á eftir þeim byrjar á samhljóða (m). En það er ekki einungis í lok orða sem r-ið fellur niður i fram- burði. Það er einnig mjög algengt að þessi stafur falli niður í fram- burði fyrri hluta samsetts orðs. Þannig er ekki óalgengt að heyra landshlutana nefnda með þessum hætti: „Suðuland, norðuland, Vestuland og Austuland”. Með sama hætti mætti nefna orð sem allir kannast við, en hljóma með þessum hætti í talmáli: niðusetn- ingur, veðufar, undalegur o.s.frv. SAMRUNIÁKVEÐ- INNASTAFA ÁÓHEPPI- LEGUM STÖÐUM Þess ber að gæta vel i framburöi, þegar orð endar á r og næsta orð byrjar á sama staf, að láta þá ekki renna saman, en það er mjög al- gengt i framburði. Slikt getur valdið misskilningi hjá áheyranda. Við getum nefnt dæmi úr kvæði Jónasar, Gunnarshólma, en þar koma fyrir orðin „Gunnar ríður* (atgeirnum beitta búinn o.s.frv.). Oft hef ég heyrt þetta fræga kvæði lesið með þeim hætti, að lesari lætur r-ið í Gunnar renna samgn við r-ið í upphafi sagnarinnar „ríð- ur“. Hvað er athugavert við það? Ævar R. Kvaran Þá hljóma orðin eins og þarna standi „Gunna ríður“. Ekki getur það talist nógu gotL Hér verður þvi að bera báða stafina (r-in) fram, ef vel á að fara. En þessu er einungis hægt að ná með því að hafa hik á milli stafanna. Sams konar samruna er einnig rétt að forðast, þegar um s-in er að ræða, þ.e. þegar fyrra orðið endar á s og það næsta byrjar á sama staf. Gott dæmi um það er að fínna til dæmis í kvæði Davíðs Stefánssonar um Helgu Jarlsdótt- ur. Þar eru þessar línur. „Treysti ég því að tímans straumur tryggðir gamlar endurskiri." Hér verður að forðast að s-in í orðunum „tímans straumur* renni ekki saman. Gerist það er hætt við að hlustanda heyrist lesari segja „tímans draumur“. En það er ein- mitt rimoröið hjá skáldinu í þriðju línu á móti orðinu „straumur*, þ.e. orðið „draumur*. Þess vegna er hér bráðnauðsynlegt að láta bæði s-in heyrast vel, en það er einungis hægt með þvi að hafa stutt hik á milii orðanna. Þannig mætti iengi telja dæmi um uggvænlega þróun íslensks máls, þótt ekki sé hér rúm til þess að gera slíku nein tæmandi skil. Hér er aðeins verið að benda á hve margt bíður manna, þegar þeir fara að átta sig á því, að ekki er lengur hægt að láta sem mælt mál og upplestur móðurmálsins skipti engu máli. I upphafi þessa kafla var á það bent hvílíkt ágætisverk skólamenn í Reykjavik leystu af hendi, þegar þeir sögðu flámæli strið á hendur með ágætum árangri. Þess vegna er enn i dag sjaldgæfara að heyra flámæli í höfuðstaðnum en viða annars staðar á landinu. Ekki eru þessi mállýti þó að fullu horfin hjá okkur Reykvíkingum og vil ég nefna dæmi þess, sem býsna er orðið algengt um hljóðvillu. Það er ekkert smámál að fara að gefa gaura að þessari málþróun í mæltu máli, sem lærðir menn virðast ekki vilja skipta sér af. * Hins vegar er unnið af mikilli þakkarverðri samviskusemi að ritmálinu, en íslenskan er enn ekki jafndauð sem talmál og latína. Það er þvi óafsakanlegt að láta það viðgangast lengur, að hinni lifandi islensku, talmálinu, sé að engu sinnL Á þessum fáum dæmum sem hér hefur verið bent á sést hve fárán- legar hljóðvillur eru. Þær geta beinlínis breytt merkingu setn- inga. Slíka þróun verður að hefta þegar i stað, áður en hún verður landlæg. Af þessu verður einnig ljóst hvílík skammsýni liggur að baki hinni fyrirhafnarlausu skoð- un um algjört afskiptalcysi af þró- un móðurmálsins í daglegu tali. P-IN, T-IN OG D-IN Hér vil ég bæta því við um lat- mæli í mæltu máli, að p, L og d eru tekin að falla niður í framburði í æ vaxandi mæii, þegar þessir stafir standa í orði á undan s. Dæmi: fslans fyrir fslands, Kriss fyrir Krists, útvarsins fyrir út- varpsins o.s.frv. Þetta eru fram- burðarlýti, sem ber að varast. Jafnvel k er farið að falla niður í ^ sumum orðum, svo að stundum getur slíkt leitt til merkingar- breytingar. Hver kannast Ld. ekki við „Lög unga fólsins* í útvarpinu. Hvað unga fól er þetta, sem út- varpið er sifellt að hylla með léttu lagavali sínu? Vitanlega er hlust- endum ljóst að hér er átt við „fólksins" í stað „fólsins“, þvi það er tekið að venjast svo lélegum framburði (jafnvel í útvarpi), að það heldur að þetta sé „allt í lagi“, eins og sumir orða það. Ríkisútvarpið ætti vitanlega að vera öllum landsmönnum til fyrir- myndar um fallegan og skýran framburð móðurmálsins, eins og BBC er á Bretlandi. En það er nú öðru nær, því miður. Útvarpið kveður fólk með próf i isiensku frá Háskólanum sér til aðstoðar um móðurmálið. En hvað fram- burð snertir er það til lítils því þetta fólk virðist ekkert hafa lært um framburð og er því andvigt öllum tillögum um framburð, sem telja mætti til fyrirmyndar. Enda hefur hingað til verið þýðingar- laust að samþykkja þingsályktun- artillögur um bættan og betri framburð. Það virðist enginn lærð- ur maður í íslensku hafa neinn áhuga á honum. Þetta leiðir að ' sjálfsögðu til þess að íslenskum framburöi heldur áfram að hnigna. Talmálið verður þvöglu- legra og óskýrara með hverjum degi. Það mikla starf sem unnið hefur verið fyrir móðurmálið virðist bók- staflega allt vera helgað ritmálinu. Talað mál hefur verið algjörlega vanrækt og jafnvel gleymst í skólakerfinu. En það mun ég ræða nánar i næstu grein. Höfundur er kikari og hefur kennt fnmburó um ánbiL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.