Morgunblaðið - 24.09.1985, Síða 49

Morgunblaðið - 24.09.1985, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER1985 Kveðjuorð: Sigríður Emilía Bergsteinsdóttir Fædd 12. nóvember 1907 Dáin 30. ágúst 1985 Hlý og mjúk síðsumarkyrran laðaði fram ljúfar kenndir í huga unga fólksins, sem fyrir rúmum fimmtíu árum átti frjálsa stund og naut réttagleðinnar af hrif- næmi æskunnar. Fölskvalaus, innileg gleði og létta ljúfa kætin hennar Emmu, ungu kaupakon- unnar í Skarði, var svo einlæg og heillandi. Allt sitt líf auðnaðist þessari ungu stúlku að varðveita þann eiginleika að skapa glatt og hlýtt umhverfi, að veita öðrum styrk á erfiðum stundum og að rétta þeim hjálpandi hönd sem minna máttu sín. Án þess að skynja það sjálf var þessi unga stúlka aflvaki ævintýris þessa síð- sumardags sem varðveist hefur í geymd gamals manns og var það fyrsta sem í hug hans kom við andlátsfregn Sigríðar Emilíu Bergsteinsdóttur. Sigríður Emilía, sem fæddist 12. nóvember 1907, var barn einstæðrar móður, Maríu Sigurðardóttur frá Vatnagarði á Landi, en ólst upp í Lunansholti í sömu sveit. Faðir Sigríðar Emilú var Bergsteinn Sveinsson sem stofnað hafði heimili á Kotströnd í Ölfusi þegar hún var á fyrsta ári. Sex mánaða gamalt afhendir Maria Bergsteini barnið, svo það ætti þó fastan samastað og þyrfti ekki að flækjast með sér í vinnu- konuvist eins og þá tíðkaðist. Með föður sínum var Emma, eins og hún var gjarnast kölluð, fram yfir fermingaraldur. María réðst vinnukona að Hörgsholti í Ytra- Hreppi og dvaldi þar samfellt í þrettán ár. Þar er Maríu brátt fært lítið barn til fósturs af hús- móðurinni, Katrínu Bjarnadóttur, dótturdóttir hennar og nafna, Katrín Skúladóttir. Þá hafði María í rauninni eignast tvær dætur því hún unni Kötu litlu eins og sínu eigin barni og sú vinátta varð gagnkvæm og ævilöng. Frá Hörgsholti flyst María til Reykjavíkur, leigir sér íbúð á Framnesvegi 5 og stofnar þar heimili með Sigríði Emilíu dóttur sinni sem þá var 16 ára. Skilur leiðir þeirra mæðgna aldrei síðan fyrr en María lést 19. september 1976, 92 ára að aldri. Á fögru vorkvöldi 1930 var ég staddur á Framnesvegi 5 hjá þeim mæðgum Maríu og Sigríði Emilíu í fylgd stúlkunnar minnar, Katr- ínar Skúladóttur. Þar var ég kynntur fyrir ungum manni, Sig- urði Jónssyni frá Minni-Völlum á Landi, unnusta Sigríðar Emilíu. Móðir þessa unga, glæsilega manns var Guðrún Sigurðardóttir, systir Maríu. Sigurður og Sigríður Emilía gengu í hjónaband 1931 og stofn- uðu heimili ásamt Maríu. Þá var kreppa í landi, lítið um atvinnu, en þessi ungu hjón voru bjartsýn og í harðri lífsbaráttu verður að sækja fast og leggjast þungt á árar. Um Jóna Ingibjörg Örn- ólfsdóttir - Minning Jóna Ingibjörg, eða Inga frænka eins og við systkinin kölluðum hana alltaf, fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 17. júní 1911. Dóttir Margrétar Guðnadóttur og Örnólfs Jóhannessonar. Hún var sjötta í röðinni af 16 systkinum, en tólf þeirra komust til fullorðins- ára. Þar sem systkinahópurinn var stór kom það snemma í hennar hlut að taka til hendinni jafnt innan dyra sem utan. Aðeins þrett- án ára tekur hún sig upp úr for- eldrahúsum og heldur í vist til ísafjarðar. Það hefur áreiðanlega ekki verið létt fyrir ungling að yfirgefa foreldrahús og fara að vinna í öðru byggðarlagi. Vera hennar á ísafirði varð lengri en til stóð, því þar kynntist hún mannsefni sínu, Magnúsi Guðjónssyni. Gengu þau í hjóna- band árið 1936. Inga og Magnús eignuðust þrjú börn, Kristján Hauk sem lést fyrir einu og hálfu ári, Laufeyju og Helgu. Magnús átti áður Sigrúnu, sem Inga reynd- ist eins og besta móðir. Ekki verð- ur sagt að Inga hafi getað gengið beinar og sléttar brautir, því að snemma kom í ljós að á brattan var að sækja. Snemma á búskapar- árunum veiktist hún, og þurfti að dvelja níu mánuði samfellt á sjúkrahúsi. Veikindum hennar hafði varla sleppt, þegar Magnús veiktist af berklum og þurfti að fara til lækninga á Vífilstaðaspít- ala. Til að geta verið í návist við mann sinn tók hún sig upp frá ísafirði með fjölskyldu sína og settist að hér fyrir sunnan. Veitti hún manni sínum alla þá hlýju og allan þann styrk sem hún mátti í veikindum hans. Þremur árum eftir að þau komu suður varð hún ein eftir með börnin. Margur mundi leggja árar í bát við slíkar aðstæður, en það var eins og Inga hertist við hverja raun, dugnaður hennar var slíkur. Hún fluttist til foreldra sinna, sem þá bjuggu í Efstasundi 34, Reykjavík, og hélt hún með þeim heimili og annaðist þau af einskærri alúð og kærleika. í Efstasundinu munum við systkinin fyrst eftir Ingu frænku. Alltaf þegar við komum í Efsta- sundið mættum við hlýju, eins og við værum hennar eigin börn. Og síðar, þegar hún fluttist á Grettis- götu 6, sóttumst við þá í það að eiga erindi í bæinn, til að geta komið við á Grettisgötunni og fá mjólk og köku hjá Ingu frænku. Ekki óraði okkur fyrir að kynni okkar við Ingu ættu eftir að verða nánari en þau voru. í desember 1965 hagaði svo til að hún kom inn á heimili okkar systkinanna til að ganga börnum systur sinnar í móður stað. Það var erfið stund á því heimili, en þá bar sterka og reynda konu að. Okkur dylst það * aldrei að til að geta gengið inn í þetta erfiða hlutverk, þá þurfti hún að sjá af tíma, sem hún annars hefði nýtt í sitt áhugamál, störf í verkakvennafélaginu Framsókn. Þetta var óeigingirni og fórn. Við móðurmissi vakna margar spurn- ingar hjá ungum hjörtum, allar þessar spurningar voru bornar upp við Ingu. Hún sat og hlustaði, svaraði og gaf ráð. í svörum henn- ar gætti hlýju og kærleika. Við erum líka viss um að henni var aldrei kunnugt um hversu djúp áhrif ráðleggingar hennar og svör höfðu á okkur. Þrátt fyrir allar þær raunir sem Inga þurfti að ganga í gegnum var hún alltaf glaðvær, þegar hún dvaldi heima hjá okkur á þessum erfiða tíma. Þá gaf hún sér tíma til að hjálpa okkur að hugsa um eitthvað annað með því að segja okkur skemmti- legar sögur. Aldrei minntist hún á fortíð sína, og oft sagði hún að við ættum að horfa fram á við og gleðjast yfir framtíðinni. Allir sem umgengust Ingu ljúka upp einum munni um það að hlýju og glaðværð geislaði frá henni. Það lýsir henni kannski best í svörum hennar, þegar eitt okkar spurði: „Inga, veit mamma að hún er dá- in?“ „Það vitum við ekki fyrr en við förum sjálf, en við vitum þó að henni líður vel.“ Nú vitum við að Ingu líður vel. Megi Guð blessa minningu henn- ar, sem leiðbeindi okkur á við- kvæmri stund. 18 ára skeið vann Sigurður mest við húsbyggingar, en síðar varð akstur vörubíla atvinna hans. Hús byggðu þau sér á þrem stöðum í borginni, en síðast í Hvassaleiti 30, þar sem þau áttu heimili alla tíð síðan. Börn eignuðust þau fjögur: Þór- ir, veðurfræðingur, Katrín, lauk húsmæðrakennaraprófi, Þuríður, bókasafnsfræðingur og kennari, og Sigrún er garðyrkjufræðingur. Sigríður Emilía missti mann sinn 6. nóvember 1976, sextíu og átta ára að aldri. Heimili hélt hún með sömu reisn sem fyrr í nánu sam- félagi við börn sín og barnabörn. Manni sem er einn eftir af hópnum er átti saman ljúfa stund á fögru vorkvöldi fyrir 55 árum eru þakkir í hug fyrir að hafa átt þess kost að eiga samleið með þessu fólki á lífsgöngu þess og njóta vináttu þess. Og á meðan biðin varir gleður hann sig við að nú hefur hún María Sigurðardótt- ir endurheimt dóttur, fósturdóttur Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, I gegnum bárur, brim og voðasker. Nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fögru dyr og engla þá, sem barn ég þekkti fyr. (Matth. Jochumsson) Raggi, Maja, Hilli, Magga, Ella, Halli og Ása. og tengdason. Einnig vonast hann eftir að fá að vera einn af þeirra hópi og lifa með honum fagurt vorkvöld handan sundsins. Heill og hamingja fylgi Sigríði Emilíu tU nýrra heimkynna. Veri hún blessuð og sæl. Gísli Högnason frá Læk Sigríður Emilía Bergsteinsdótt- ir er látin. Með henni er horfin af sjónarsviðinu ein af hinum heimakæru húsmæðrum sem voru sómi sinnar stéttar, enda bar heimilið þess vott hvar sem litið var. Fögru mannlifi er því lokið eins og hinu íslenska sumri sem nú hverfur inn í húm haustsins. Emilía giftist frænda sínum, Sigurði Jónssyni frá Minni-Völlum í Landsveit, og hófu þau búskap í Reykjavík. Sjálfsagt hafa efnin verið í minna lagi en atorkan og dugnaðurinn þeim mun meiri. Fædd 24. júlí 1927 Dáin 15. september 1985 Margrét eða Maggý, eins og hún var alltaf kölluð, fæddist í Reykja- vík 24. júlí 1927, dóttir hjónanna Sigurðar Berndsen og Margrétar Pétursdóttur. Hún var sjötta í röð átta systkina, en tvö dóu á unga aldri. 9. júní 1956 giftist Maggý Gísla Ólafssyni, núverandi fasteigna- sala. Þau eignuðust eina dóttur og tvo syni. Hún hafði einnig eignast eitt barnabarn. Sumarið 1983 fékk hún þann sjúkdóm, sem leiddi hana til dauða. Nokkrum mánuðum síðar fór hún aftur til starfa í Lands- bankanum, svo að við urðum bjart- sýn á ný. En eftir síðustu áramót lagðist hún inn á spítala og dvaldi þar meira og minna fram til dauðadags. En hún var bjartsýn og hlakkaði alltaf til að koma heim á ný, enda var Maggý fyrst og fremst góð móðir og eiginkona. Þegar fólk deyr fyrir aldur fram gæti maður haldið, að verið væri að kalla það til æðri starfa hinum megin grafar. En sem betur fer vitum við ekkert fyrirfram. Ég votta fjölskyldu hennar samúð mína. Blessuð sé minning hennar. Margrét Sigurgeirsdóttir Nú haustar, gróðurinn er farinn að fölna. Hún mamma er dáin og nú er stríðinu lokið. Hún varð að láta undan eftir rúma tveggja ára baráttu við þann sjúkdóm sem lagt hefur svo marga að velli. Mamma fæddist í Reykjavík 24. júlí 1927, dóttir hjónanna Sigurðar Berndsen og Margrétar Péturs- dóttur. Mamma var ein af sex systkinum sem upp komust. Strax í æsku var hún sérlega ósérhlífin við fjölskyldu sína. Og ___________________________ Ég var samverkamaður Sigurð- ar um tíma og þarf ég varla að lýsa fyrir þeim sem til þekkja hvílíkur afbragðs maður hann var. Það fór því þannig að ég kynntist heimil- inu dáltið náið, enda þekkti ég húsmóðurina áður allnokkuð. Það er ómetanleg gæfa að hafa notjð samfylgdar þessara góðu hjóna og vináttu þeirra og tryggðar um ára- bil. Sigurður andaðist 1976, langt um aldur fram. Emilía var um margt fyrir- myndar húsmóðir. Með iðni, þraut- seigju og bjartsýni sem aldrei brást sigldi hún skipi sínu í höfn. Hún naut barnaláns, leiddi þau öll til mennta og þjálfunar í samvinnu heimilisins. Hún skilaði börnum sínum út í lífið sem heilsteyptum og ábyrgðarríkum þjóðfélagsþegn- um. Ég votta öllum ættingjum og vinum samúð. Sigmar Sigurðsson frá Gljúfri. þegar hún var byrjuð að vinna úti þá hætti hún fljótlega að geta verið heima til að hugsa um foreldra sína. 9. júní 1956 giftist hún pabba, Gísla Jóni ólafssyni frá ísafirði. Hún hélt umhyggjusemi og fórn- fýsi áfram við okkur og pabba. Ekki var hægt að hugsa sér betri móður. Ennþá betri amma var hún. Það sýndi sig þegar Elmar Björgvin litli dóttursonur hennar fæddist fyrir rúmu ári og færði henni mikla gleði í veikindunum. Enda síðustu vikurnar talaði hún oft um það hvað hún þráði að lifa til að sjá litla augasteininn 3»nn vaxa upp. Ekki varð henni að ósk sinni, nú er hún farin frá okkur. En við vitum öll að hún fylgist með hon- um. Og við kveðjum hana með söknuði og biðjum Guð að blessa hana. Far þú í friði, friðurGuðsþig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Börnin Minning: Margrét Berndsen Legsteinar Ýmsar gerðir Marmorex Steinefnaverksmiöjan Helluhrauni 14 sími 54034 222 Hafnarfjöröur. Blömastofa FnÖfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tll kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar viö öll tilefni. Gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.