Morgunblaðið - 02.10.1985, Síða 1

Morgunblaðið - 02.10.1985, Síða 1
56 SIÐUR STOFNAÐ1913 221. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins ísraelar gera þotuárás á höfuðstöðvar PLO í Túnis Eftir árásina Aðeins loftskeytastöð PLO stóð heil eftir loftárás ísraela á höfuðstöðvar samtakanna í Túnis í gær. Að sögn tals- manns PLO biðu 60 manns bana. Á myndinni má sjá hvar hjálmur hermanns liggur eftir í rústunum. Hamam Plage, Túnis, I. október. AP. SEX ÍSRAELSKAR herþotur af Phantom-gerö gerðu í gær sprengju árás á höfuðstöðvar frelsishreyfingar Palestínumanna (PLO) í þorpinu Hamam Plage með þeim afleiðingum að um 60 manns létu lífið og byggingar eyði- lögðust. Leiðtogi samtakanna, Yasser Arafat, slapp ómeiddur. Læknar í Túnis sögðu að um 50 hefðu látist í árásinni og um hundr- að særst. Útvarpið í Túnis bað menn um að gefa blóð. Arafat, sem kom til Túnis á mánudag, gekk um rústirnar eftir árásina, klæddur hermannafötum, og talaði við og tók í hendur þeirra, sem lifðu af. Hann gaf ekki út neina yfirlýsingu um atburðinn og hélt á braut seinna um daginn án þess Vestur-Þýskaland: Tékknesk herþota ræðst á bandaríska þyrlu Washington, 1. október. AP. BANDARÍSK yfirvöld greindu frá því í dag, að tékknesk herþota hefði ráöist að bandarískri her- þyrlu innan vestur-þýskrar loft- helgi á laugardag. Sagt var að tveiraur til fjórum eldflaugum hefði verið skotið að þyrlunni, en hún heföi ekki verið hæfð. Tveir vestur-þýskir borgarar voru vitni að atburðinum. Þyrlan var stödd vestur af Nurnberg, um tvo km. innan vestur-þýsku landamæranna, þegar til árásarinnar kom. Talsmaður Bandaríkjastjórn- ar, Robert Sims, sagði að at- burðinum hefði verið mótmælt harðlega, en greindi ekki frá viðbrögðum Tékka. Hann sagði að þetta væri í 17. sinn sem flugvél frá austantjaldslandi ryfi vestur-þýska lofthelgi á sex mánuðum, en fyrsta árásin sem gerð væri á bandarískt loftfar. Ekki er vitað hvers vegna árásin var gerð. að gefa upp ákvörðunarstað sinn. Varnarmálaráðherra ísraels, Yitzhak Rabin, sagði í dag að sprengjuárásin hefði verið gerð til að benda hryðjuverkamönnum á að þeir væru hvergi óhultir. Hann sagði að gripið hefði verið til þessa ráðs til að hefna fyrir morðin á þremur ísraelskum hermönnum um borð í snekkju á Kýpur fyrir sex dögum. Rabin sagði að Israelar vildu enn ganga til friðarsamninga við Jórd- aníumenn, en PLO væri kvistur á meiði hins illa á þessu svæði. ísraelar hafa alltaf haldið fram rétti sínum til að leggja til atlögu við hermdarverkamenn utan ísra- els, þótt það brjóti í bága við al- þjóðalög. Orrustuþoturnar flugu 2.400 km. leið til að varpa sprengjunum og tóku þær eldsneyti í lofti á leiðinni. ísraelar hafa ekki gert árás svo langt utan landamæra sinna til þessa, ef frá er skilin björgun gísl- anna á flugvellinum í Entebbe 1976. ísraelar hófu að skipuleggja ár- ásina skömmu eftir að hermennirn- ir sex voru myrtir og vissu þeir að Arafat yrði staddur í Túnis þegar hún var gerð. Aðeins einn ráðherra var á móti því, að árásin yrði gerð, þegar stjórnin veitti vilyrði sitt fyrir henni í síðustu viku. Bandaríkjamenn voru ekki látnir vita af árásinni fyrr en eftir að til hennar kom, en talsmaður Hvíta hússins sagði í dag að hún hefði verið réttmæt viðbrögð við árás hryðjuverkamanna og um sjálfs- vörn hefði verið að ræða. Hann tók fram að hraða þyrfti friðarsamn- ingum fyrir botni Miðjarðarhafs. Yasser Arafat fordæmdi árásina í útvarpsviðtali í kvöld og sagði að hún yrði ísraelum dýrkeypt. Sji nánar um viðbrögð við árisinni á síðu 24. AP/Slmamynd Ráði vinstri vængurinn fylgir enginn flokknum — segir Neal Kinnock á ársþingi Verkamannaflokksins Bournemouth, 1. október. AP. LEIÐTOGI Verkamannaflokksins, Neil Kinnock, hélt í dag ræðu á árs- þingi flokksins, þar sem hann beindi spjótum sínum að flokksbræðrum á vinstri vængnum. Sagði Kinnock rót- tæklingunum í flokknum að hann kæmist aldrei til valda nema hlynnt væri að borgarastéttinni. Viðtökur við ræðunni voru blendnar og voru bæöi gerð hróp að Kinnock og honum klappað lof í lófa. „ötrúverðug loforð geta ekki af sér sigra," sagði Kinnock í ræðu sinni fyrir um 2.000 fulltrúum á þriðja degi þingsins. Deilur við forystumann stéttarfélags náma- manna, marxistann Arthur Scarg- ill, hafa sett mark sitt á þingið. Eric Heffer, fyrrverandi ráð- herra, skundaði út úr salnum þegar Kinnock sakaði vinstri sinnaða leið- toga bæjarstjórnarinnar í Liver- pool um að stuðla að gjaldþroti borgarinnar með því að sætta sig ekki við niðurskurð ríkisstjórnar Ihaldsflokksins. „Langsóttum ákvörðunum er Öfgamenn taka fjóra Sovétmenn í gíslingu: Hóta að taka þá af lífi verði kröfum ekki sinnt Beirúl, l.október. AP. HÓPUR öfgasinnaðra múhameðstrúarmanna rændi í gær þremur sovéskum sendiráðsstarfsmönnum og einum lækni í vesturhluta Beirút á mánudag. Mannræningjarnir sendu í dag frá sér myndir af Sovétmönnunum þar sem byssum er beint að þeim og viðvörun um að þeir verði teknir af lífi, ef árásinni á Trípolí, sem Sýrlendingar styðja, verður ekki hætt. Ljósmyndirnar voru sendar til vestrænnar fréttastofu í borginni og í orðsendingu, sem þeim fylgdi, sagði: „Fyrsti gíslinn verður tekinn af lífi klukkan 21, nema aðför trú- leysingjanna að múhameðstrúar- mönnum í Trípolí verði hætt.“ Klukkustundu eftir að fyrsta aftakan hefði átt að fara fram benti ekkert til þess að hryðjuverka- mennirnir hefðu staðið við hótun sína. Nafnlausar símhringingar héldu áfram eftir því sem leið á kvöldið og hafa að minnsta kosti þrjár hreyfingar öfgamanna lýst yfir ábyrgð sinni á ráninu. Hver símhringjandi sagði að einhver Sovétmanna hefði verið myrtur, sumir að tveir hefðu verið myrtir. Engin leið var til að stað- festa sannleiksgildi þessara sím- hringinga. Talið er að ljósmyndirnar og yfirlýsingin hafi komið frá frelsis- hreyfingu múhameðstrúarmanna, sem er í tygjum við þá hreyfingu múhameðstrúarmanna, sem um þessar mundir verst sókn herskárra vinstri manna í Trípólí. Haft var eftir opinberum heim- ildum að Amin Gemayel, forseti Líbanon, hefði í dag sagt sendiherra Sovétmanna að gíslarnir væru á lífi, en lagt áherslu á að það væri ekki á sínu valdi að frelsa þá. Sovétmenn hafa fordæmt gísla- AP/Simamynd Þessar myndir af Sovétmönnunum fjórum, sem var rænt, voru sendar til vestrænna fréttastofa í dag. Þeir eru Valery Kornev, efst til vinstri, Oleg Sprin, efst til hægri, Nikolai Versky, læknir, neðst til vinstri, og Arkady Katkov, neðst til hægri. tökuna harðlega og segjast ekki munu sitja aðgerðarlausir meðan Snvótmpnnirnir prn f VinlHi stillt upp í stirðar kennisetningar, og útkoman er stéttarfélagsnefnd sem tekur leigubíla til að senda uppsagnir til félagsmanna sinna," sagði Kinnock. Kvað Kinnock sósíalistastjórn aldrei mundu komast til valda nema reynt væri að höfða til þeirra, sem „ekki eru fátækir, ekki at- vinnulausir og hafa ekki orðið fyrir barðinu á þjóðfélaginu". Vinstri menn flokksins hrópuðu og kölluðu í hartnær mínútu til að láta í ljósi vanþóknun sína á orðum flokksformannsins, en leiðtogar stærri stéttarfélaga og fylgismenn þeirra fögnuðu ákaft. Kinnock hefur aldrei áður verið jafn harðorður í garð þeirra sem vilja sveigja stefnu flokksins til vinstri. Sjá nánar um ársþing Verka- mannaflokksins á síðu 25. Garri Kasparov jafnaði metin Moskvu, 1. október. AP. ÁHORFENDUR í Tsjaíkovskí-höll- inni í Moskvu risu á fætur og fögn- uðu með lófataki í fjórar mínútur er heimsmeistarinn, Anatoly Karpov, gaf skák sína við Garri Kasparov eftir aðeins 24 leiki. Tefld var nimzó-indversk vörn og þótti staðan í járnum þar til Kasparov kom andstæðingi sínum í opna skjöldu með þriggja leikja fléttu. Staðan í heimsmeistaraeinvíg- inu er nú jöfn og hefur hvor skák- maður 5Vi vinning.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.