Morgunblaðið - 02.10.1985, Page 2

Morgunblaðið - 02.10.1985, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 2. OKTÓBER1985 Olafur Ragnarsson kaupir Helgafell ÓLAFUR Ragnarsson eigandi bóka- útgáfunnar Vöku hefur keypt bóka- útgáfuna Helgafell. Viðræóur hafa um skeið átt sér stað á milli Ólafs og fyrri eigenda Helgafells, sem er fjölskyIda Ragnars heitins Jónssonar í Smára og fleiri, og var gengið frá kaupunum í fyrrakvöld. Olafur tók við fyrirtækinu í gær og mun hann reka bókaútgáfurnar saman að Síðu- múla 29 undir nafninu Vaka-Helga- fell. ólafur sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að áfram yrði haldið þeirri útgáfustarfsemi sem Vaka hefur verið með og kæmi útgáfa Helgafells þar til viðbótar. Hann sagði að reksturinn yrði sameigin- legur og ætti þannig að verða hagkvæmari en ella. Helgafell hefur gefið út öll ritverk Halldórs Laxness á íslensku og sagði ólafur Rafeinda- virkjar segja upp — ef ekki verður gengið að breyttum ráðningarkjörum „VIÐ höfum sent yfirmönnum Pósts og síma og Ríkisútvarpsins bréf þar sem gert er grein fyrir að eftir næst- komandi áramót sé rafeindavirkjum ekki heimilt að starfa hjá þessum stofnunum á öðrum kjörum en þeim, sem Sveinafélag rafeindavirkja sam- þykkir eða semur um,“ sagði Leó Ingólfsson varaformaður Sveinafélags rafeindavirkja, er hann var spurður um fyrirhugaðar fjöldauppsagnir raf- eindavirkja í opinberri þjónustu. „Ef ekki verður gengið að breyttum ráðn- ingarkjörum má líta á þetta sem upp- sagnarbréf, en hér er um að ræða 90 rafeindavirkja hjá Pósti og síma og rúmlega 30 hjá Ríkisútvarpinu," sagði Leó ennfremur. Sveinafélag rafeindavirkja hélt almennan félagsfund hinn 23. sept- ember síðastliðinn þar sem fjallað var um málefni rafeindavirkja í þjónustu rikisins. Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem meðal annars kemur fram, að í rúmt ár hafi rafeindavirkjar í opinberri þjónustu reynt að fá stjórnvöld til að fallast á að þeir sameinist öðrum stéttarbræðrum sínum í Sveinafé- lagi rafeindavirkja og öðrum stétt- um rafiðnaðarmanna í Rafiðnaðar- sambandi íslands. Engin svör hafa borist frá ráðamönnum við þessu erindi og í ályktuninni er skorað á fundarmenn að sýna samstöðu og að félagsmenn ráði sig ekki til starfa hjá opinberu fyrirtæki eða stofnun lengur en til og með 31. desember 1985, nema á þeim kjörum sem félag- ið semur um eða samþykkir. að það hefði orðið að samkomulagi á milli sín og Halldórs að Helgafell héldi þeirri útgáfu áfram eftir eigendaskiptin. Halldór hefði jafn- framt veitt sér forgangsrétt til útgáfu þessara verka í nýjum bún- ingi og til útgáfu annarra verka hans. „Auðvitað sýnir þetta að ég hef mikla trú á bókaútgáfu og framtíð bókarinnar í landinu og að bókin muni enn styrkja stöðu sína í ís- lensku menningarlífi,* sagði ólaf- ur þegar rætt var við hann í gær. Stjórnin boð- ar sr. Gunnar til fundar STJÓRN Fríkirkjusafnaðarins kom saman til fundar í gær til að ræða bréf sem séra Gunnar Björnsson skrifaði stjórninni um helgina með beiðni um að stjórnin endurskoði afstöðu sína til uppsagnar hans. Stjórnin ákvað að boða séra Gunnar til fundar sem fyrst. „Niðurstaða fundarins í kvöld var sú að stjórnin var einhuga um að boða séra Gunnar til á fund sem fyrst i framhaldi af bréfi þess sem barst frá honum,“ sagði Ragnar Bernburg formaður stjórnarinnar þegar hann var inntur eftir niðurstöðum fundar- ins. Hann sagði einnig: „Verður þá rætt við hann um málið og er það von okkar að farsæl lausn fáist á því.“ Morgunbladið/Guðlaugur Sigurgeir Jónasson umboðsmaður og Ijósmyndari Morgunblaðsins í Vestmannaeyjum afhendir Sverri Guð- mundssyni úrið, sem Garðar Ólafsson úrsmiður gaf honum. Björgunarafrek í Vestmannaeyjum: Sverrir fékk nýtt úr — Úrsmiður í Reykjavík gaf honum nýtt úr eftir að hafa lesið um björgunarafrek hans UNGUR Vestmanneyingur, Sverrir Guðmundsson, vann það afrek að bjarga tveimur börnum frá drukknun með skömmu millibili. I tilefni fréttar í Morgunblað- inu ritaði Garðar ólafsson úr- smiður í Reykjavík ritstjórn Morgunblaðsins eftirfarandi bréf, þann 24 september sl.: „Málefni: Björgunarafrek í Vestmannaeyjum. í blaði yðar 18. sept. sl. er á baksíðu getið um einstök afrek Sverris Þórs Guðmundssonar, Brekastíg 5a, Vestmanneyjum, þar sem hann hefur á stuttum tíma bjargað tveim börnum í Vestmannaeyjum frá drukknun. Ég veitti því athygli, að Sverrir Þór hafði við björgunina á drengnum í Friðarhöfn orðið fyrir því, að úr hans eyðilagðist. Þar sem ég hefi veitt því athygli, að í Vestmannaeyjum er karl- mennska og drengskapur afar mikils metinn, þá vil ég eigi láta hjá líða, að slíkum efnispilti sé eigi veitt nein viðurkenning fyrir hans einstöku afrek. Því hefi ég ákveðið að biðja umboðsmann Morgunblaðsins í Vestmannaeyjum að færa hon- um að gjöf frá mér Citizen quartz úr sem viðurkenningu fyrir björgunarafrek hans. Megi hann njóta heilastur. Garðar Ólafsson, úrsmiður, Lækjartorgi, Reykja- vík.“ Sigurgeir Jónasson umboðs- maður og ljósmyndari Morgun- blaðsins í Vestmannaeyjum varð við þessari ósk Garðars og af- henti hann Sverri úrið föstudag- inn 27. september sl. Húsnæðisvandamál rannsóknastöðvarinnar í veirufræði: Húsið allt of lítið og er óhæft til alnæmisrannsókna NEI, ÉG sagði ekki af mér vegna AIDS-málsins, en það má segja að það hafi riðið baggamuninn. Húsnæðið er fyrir löngu sprungið og þrátt fyrir allt tal manna um úrbætur hefur lítið verið gert,“ sagði Margrét Guðnadótt- ir, forstöðumaður Rannsóknastofu háskólans í veirufræði, en hún sagði starfi sínu lausu fyrir 2'h mánuði vegna þess að hún telur sig ekki geta tekið ábyrgð á því lengur að vinnuslys verði ekki vegna óhæfrar starfsað- stöðu. Veirufræðin er til húsa í gamla þvottahúsi Landspitalans á Landspítalalóðinni við Barónsstig. Það er ekki aðeins Margrét sem er óánægð með þá vinnuaðstöðu sem rannsóknastofan býr við, þvi á mánudaginn fór hópur veiru- fræðinga á fund Matthíasar Bjarnasonar heilbrigðisráðherra til að ræða við hann um þetta vandamál. „Þetta húsnæði var upphaflega tekið i notkun til bráðabirgða í fimm ár, en þau eru nú orðin 12 árin sem húsið hefur verið notað. Það má segja að þetta hafi verið í lagi fram til 1980, en undanfarin ár hefur starfsemin vaxið svo ört, að brýn nauðsyn er á að komast í nýtt, betra og stærra hús,“ sagði Margrét. Hún nefndi sem dæmi að sýnamagnið sem deildin tæki til rannsóknar hefði tvöfaldast siðan 1983, en rannsóknastofan sér um allar veirurannsóknir sem gerðar eru á landinu, auk annarra sérverkefna. Þá fer þar fram kennsla að hluta til í fimm há- skóladeildum i einni kennslustofu, en fyrirhugað er að færa hluta þeirrar kennslu a.m.k. í annað húsnæði. Matthías Bjarnason heilbrigðis- ráðherra fól fyrir allnokkru síðan stjórnarnefnd Rikisspítalanna að athuga með hvaða hætti best væri að standa að alnæmisvörnum hér- lendis, til dæmis mótefnamæling- um alnæmisveirunnar, en talið er brýnt að koma upp aðstöðu til slíkra mælinga hérlendis. Er álitið heppilegast að mælingar þessar fari fram á vegum rannsóknastof- Birgir Isleifur Gunnarsson um gagnrýni á fjárlögin: „Urðum að samþykkja þau eða hætta þátttöku í ríkisstjórn“ „AífTÆÐUR þessarar gagnrýni okkar á fjárlagagerðina og stefnu ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálum eru fyrst og fremst þau gögn sem lögð voru fram á þessum fundi í Stykkishólmi, sem benda til áframhaldandi stórkostlegs viðskiptahalla við útlönd," sagði Birgir ísleifur Gunnarsson í samtali við Morgunblaðið í gær, en hann lagði til á fundinum um helgina að fjárlög yrðu tekin upp og tekjuliðir þeirra endurskoðaðir og útgjaldaliðir skornir niður. Birgir ísleifur var með þessum orðum sínum að vísa til þjóðhagsspár sem kynnt var á fundinum í Stykkishólmi. „Þegar málið var lagt fyrir þingflokkinn á sínum tíma voru þessar ákvarðanir komnar í ein- daga og þingflokkurinn hafði á næsta fundi á undan hætt við að ræða fjárlögin. Þingflokkur- inn hafði sett það skilyrði að ríkisstjórnin kæmi sér saman um ákveðnar tillögur, áður en flokk- urinn tæki afstöðu til þeirra,“ sagði Birgir ísleifur, „og þegar svo fjallað var um tillögur ríkis- stjórnarinnar á kvöldfundi þing- flokksins stóð flokkurinn frammi fyrir því að samþykkja tillögurn- ar, eða að hætta þátttöku í ríkis- stjórninni.“ Birgir Isleifur sagði að menn hefðu verið sammála um það að það væri ekki raunhæf leið að hætta þátttöku í ríkisstjórn þá, og því hefðu þessar tillögur verið samþykktar, þótt ýmsir þing- menn hefðu síður en svo verið ánægðir með fjárlagadrögin. Birgir Isleifur sagði að tvær grímur hefðu farið að renna á ýmsa, eftir að þeir hefðu skoðað fjárlagafrumvarpið nánar á þessum 10 dögum sem liðu þar til fundurinn var í Stykkishólmi um helgina. „Margar þessara tillagna eru gallaðar og vafasam- ar í framkvæmd, eins og þessar fyrirhuguðu skattahækkanir, og þvi er það mín skoðun að það eigi að vinna að því fram til þess tíma að fjárlögin verða afgreidd, að skera þetta frekar niður, og koma í veg fyrir þessar skatta- hækkanir." „Þessi orð fjármálaráðherra sýna það að hann hefur ríkulega kímnigáfu," sagði annar þing- maður Sjálfstæðisflokksins, þeg- ai hann var spurður hvort hann liti á bókun formanns Sjálfstæð- isflokksins á fundinum um helg- ina sem traustsyfirlýsingu við fjármálaráðherra og stefnu hans, eins og fjármálaráðherra orðaði það í Morgunblaðinu í gær. unnar í veirufræði, en húsnæðis- vandamál rannsóknastofunnar hafa m.a. staðið í veginum fyrir skjótri afgreiðslu þess máls. „Það kemur að mínum dómi ekki til greina að bæta AIDS-rannsókn- um við allt það sem gert er í núver- andi húsnæði okkar,“ sagði Mar- grét. „Landlæknir nefndi það við mig í sumar hvort ekki mætti nota kennslustofuna undir AIDS- rannsóknirnar, úr því að til stæði að flytja kennsluna, en ég taldi það af og frá. Bæði er stofan of lítil, húsið sjálft óþétt og umgangur of mikill. Ennfremur er kennslustof- an rétt við eldhús Landspítalans," sagði Margrét. Stjórnarnefnd Ríkisspítalanna kom saman til fundar í gær og skrifaði bréf til Matthíasar Bjarnasonar heilbrigðisráðherra, þar sem tillögur nefndarinnar eru lagðar fram varðandi tilhögun alnæmisvarnanna. Matthíasi Bjarnasyni hafði ekki borist bréfið í gærkvöldi og vildu stjórnarmenn ekki skýra frá innihaldi þess í smáatriðum fyrr en ráðherra hefði fengið það í hendur. Magnús Karl Pétursson, formaður læknaráðs, sagði þó að í tillögunum væri lagt til að alnæmisrannsóknir færu fram á Landspítalanum, sennilega í svokallaðri W-álmu, sem enn er í bygginu og mun hýsa margvís- lega starfsemi. Þá er lagt til að allar alnæmisrannsóknir og mæl- ingar verði í höndum rannsókna- stofunnar í veirufræði. Húsnæði rannsóknastöðvar Háskóla íslands, í gamla þvottahúsi Landspítalans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.