Morgunblaðið - 02.10.1985, Síða 5

Morgunblaðið - 02.10.1985, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER1985 5 Nýburar á íslandi þyngri en á hinum Norðurlöndunum ÍSLENSKIR nýburar em ad meðaltali 80-90 grömmum þyngri en sænskir og norskir nýburar og 170-180 grömmum þyngri en danskir. íslensku nýburarnir eru einnig lengri og höfuömál þeirra stærra en nýbura á hinum Norðurlöndunum. Þetta kom fram í erindi sem Gunnar Biering barnalæknir flutti á Haustnámskeiði Læknafé- lags íslands í Domus Medica á föstudaginn var, en hann hefur ásamt Gunnlaugi Snædal fæðing- arlækni kannað stærð nýbura á íslandi og borið saman við stærð nýfæddra barna annars staðar. Morgunblaðið spurði Gunnar um það helsta sem kom fram í erindi hans. „Fyrir utan þessa tölvuvædddu fæðingarskráningu sem við höf- um verið að vinna úr, höfum við Gunnlaugur starfað í samnor- rænni nefnd, þar sem eru þrír aðilar frá hverju Norðurlandanna og hafa þeir komið saman síðan 1979. Við höfum borið saman fæðingarskráningu i þessum löndum og reynt að samræma hana, m.a. með því að skrá alla hluti með sama hætti. Við bárum síðan fæðingar- skrána okkar á tíu ára tímabili frá 1972, þegar byrjað var með tölvuskráningu, til 1981 saman við fæðingarskrár á Norðurlönd- um. Þá komumst við að þeirri niðurstöðu að íslenskir nýburar eru að meðaltali 80-90 grömmum þyngri en norskir og sænskir ný- burar og u.þ.b. 170-180 grömmum þyngri en danskir nýburar. Við fórum að velta því fyrir okkur hvernig gæti staðið á þessu, því það kom í ljós að það var ekki bara um þyngdarmun að ræða heldur voru íslensku nýburarnir einnig lengri og höfuðmál þeirra stærra, án þess þó að vera nokkuð þroskaðri en aðrir nýburar. Ein skýringin er sú að íslenskar konur eiga fleiri börn en konur á hinum Norðurlöndunum. Fyrsta barn er yfirleitt um 150 grömm- um léttara en næstu börn og þess vegna er meðalþyngdin hærri á íslandi. En samkvæmt upplýsingum tölvufræðings gæti þetta skipt svona 40-50 grömmum og því átti eftir að fá skýringu á allt að 130 gramma mun sem ekki var skýrð- ur með þessu móti. Okkur finnst nærtækasta skýr- ingin vera sú að íslendingar eru hávaxnari en aðrir Norður- landabúar. Hæðarmælingar gefa til kynna að íslenskir karlmenn voru um 2 sentimetrum hærri en norskir upp úr aldamótunum og 3-4 sentimetrum hærri en dansk- ir. Mælingar á síðari árum benda til að við séum ennþá hávaxnari. Það eru þekkt fyrirbæri í fæðing- arfræðinni að stórar konur eiga að jafnaði stærri börn en litlar konur. En börnin okkar eru samt ekkert betri börn," sagði Gunnar, „þau eru bara stærri, væntanlega af því að þjóðin er stærri. Hingað til höfum við notað vaxtarrit, sem er línurit byggt á tölum um stærð nýbura, t.d. þegar vafi leikur á lengd meðgöngu. Ef við höfum þyngd barnsins getum við fengið hugmynd um hve löng meðgangan hefur verið með því að bera þyngdina saman við vaxt- arritið. En þessi vaxtarrit hafa verið byggð á erlendum tölum, breskum, bandarískum og sænsk- um. Síðastliðin tvö ár höfum við því unnið að því að búa til vaxtar- rit fyrir íslenska nýbura sem byggð eru á íslenskum tölum. Á þessum tíu árum fæddust 43.000 börn á íslandi sem vitað er hvað vógu við fæðingu og er vaxtarritið byggt á tölum um fæðingarþyngd þeirra. Og það hefur komið í ljós að þessar tölur eru svolítið öðru- vísi en erlendu tölurnar. íslenska vaxtarritið verður væntanlega tekið í notkun um næstu áramót," sagði Gunnar Biering barnalækn- ir að lokum. Stóriðjunefnd og Elkem funduðu í Osló: „Lítið gerðist á fundinum“ „TILFELLIÐ er nú það, að lítið gerðist á þessum fundi okkar með Elkem í Osló,“ sagði Birgir ísleifur Gunnarsson formaður stóriðjunefndar í samtali við Morgunblaðið í gær, er hann var spurður fregna af fundi stóriðjunefndar og fulltrúa Elkem í Osló á mánudag, vegna hugsanlegrar eignaraðild Elkem að kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði. Birgir ísleifur sagði að já- kvæður tónn hefði verið á þess- um fundi og aðilar hefðu verið sammála um að ræða frekar saman og reyna að draga eigna- raðila Járnblendiverksmiðj- unnar frekar inn í þessar um- ræður, en auk íslenska ríkisins og Elkem er Sumi Tomo eigna- raðili að Járnblendiverksmiðj- unni á Grundartanga. Jcj öritt (>0pid t NK. SUNNUDAGSKVÖLD 6. OKTÓBER r** Dagskrá: Kl. 19.00: Húsiö opnað og gestum veittur fordrykkur frá Kijafa. Þátttakendur koma fram í sundbolum og síóum kjólum. Anna Margrét Dansarar frá Dansstudíói Sóleyjar sýna nýjan dans tileinkaöan keppninni. Jónsdóttir, Model 79 sýna haust- og vetrartískuna frá Goldie Laugavegi. Stjarna Hollywood 1984 Töframaöurinn snjalli Baldur Brjánsson kemur nú fram eftir nokkurt hlé og sýnir stórkostleg töfrabrögö. Hljómsveitin Rikshaw leikur nokkur lög. Kynnir kvöldsins veröur Páll Þorsteinsson og Magnús Sigurösson stjórnar tónlistinni. Þátttakendur í keppninni eru: Stjarna Hollywood — Fulltrúi Ungu kyn- slóðarinnar '85 fær í verölaun hinn guli- fallega bíl Daíhatsu Turbo, bíl unga fólks- ins í ár. Þá fær stjarnan einnig sérsaumaöan kjól frá Maríunum á Klapparstíg og Seiko úr frá Þýsk-íslenska. Matseóill Rjómasúpa Marie Louisell Heilsteikt nautafillet með rist- uðum sveppum Melónuskál með vínlegnum ávöxtum Sólarstúlka Úrvals sem jafnframt verður krýnd fær aukaverö- laun m.a. úr frá Seiko. Allir þátttakendur fá svo feró til Ibiza með Úrvali, ilmvatn frá Gianfranco Ferre, Booti-snyrtivörur, Dance France-sundboli frá Danutúdíói Sóleyjar, Marabou-konfekt, blóm frá Stefánsblómum og videospólur frá Snæ- vart Vídeói. Þátttakendurnir hafa verið í Ijósum i Sól- argeislanum, Hverfisgötu, og þær hafa stundaó líkamsrækt { Vaxtarræktinni Dugguvogi. Brósi á Hárgreiötlutlofu Bróu sér um hár stúlknanna. Snyrtingu annast Jóna Hallgrímsdóttir á Snyrtítfofunni Jónu. Við snyrtingu sfúlknanna eru notaðar Boott snyrtivörur. Miða- og borða- pantanir í Broadway y í síma 77500. Agnes Erlingsdóttir Ingibjörg Siguröardóttir Kristín B. Gunnarsdóttir Margrét Guömundsdóttír Lína Rut Karlsdóttir Ragna Sæmundsdóttir Sigurdís Reynisdóttir Sólveig Grétarsdóttir Tryggið ykkur miða í tíma því þegar er búið að panta heiming af þeim öllum. BKCADWAY

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.