Morgunblaðið - 02.10.1985, Page 24

Morgunblaðið - 02.10.1985, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER1985 Mesta sprengju- regn stríðsins — í nýrri sókn Sovétmanna í Afganistan Nýju Delhí, 1. október. AP. SOVESKA hernámsliðið í Afganistan og hermenn stjórnarinnar í Kabul hófu í fyrri viku mikla sókn á hendur skærulióum í norðurhéruóunum og er haft eftir heimildum, að um hafí verið að ræða „eitthvert mesta sprengjuregn, sem um getur í styrj- öldinni". Haft er eftir heimildum, að sóknin hafi hafist 24. september sl. og beinst að því að hrekja burt fjölmennt lið skæruliða, sem tekist hefur að halda velli i Paghman þrátt fyrir miklar árásir Sovét- manna. í sókninni nú beita þeir einkum fyrir sig herþyrlum, sem GENGI GJALDMIÐLA London, I. okt. AP. GENGI Bandaríkjadollars var óstöðugt í dag vegna ótryggra hag- talna varðandi framtíðarhorfur í bandarískum byggingariðnaði. Fyrir sterlingspundið fengust í dag 1,40575 dollarar eða það sama og í gær. Gengi dollarans var að öðru leyti þannig, að fyrir hann fengust: 2,6480 vestur-þýsk mörk (2,6750) 2,1827 svissneskir frankar (2,1875) 8,1725 franskir frankar (8,1625) 3,0115 hollenzk gyllini (3,0195) 1.798,00 ítalskar lírur (1.807,50) 1,3720 kanadískir dollarar (1,3865) 216,42 jen (216,00). Gull lækkaði og kostaði hver únsa 322,00 dollara (325,25). ráðast með sprengjukasti og skot- hríð á þau þorp, sem enn eru byggð á þessum slóðum. Talsmenn skæruliða segja, að þeir hafi verið vel búnir undir sóknina og mann- fall sé lítið í þeirra röðum. Fréttir eru um, að skæruliðar hafi 28. sept. sl. ráðist á flugvöllinn í Kabul með eldflauga- og vél- byssuskothríð og eyðilagt flugvél og vöruhús. ERLENT Veður Læyst Akursyri Am*t»rdam Aþena Barcetona Bertín Brúuel Chtcago Dublin Fatwyiar Frankfurt Ganf Hetsinki Horvfl Kong Jerúsatem Kaupmannah. Laa Palmas Lissabon London Loa Angetes Lúxemborg Mallorca Miamí Montreal Moakva New York OsJó Paris Peking Reykjavík Rfó de Janeiro 17 Rómaborg Stokkhólmur Sydney Tókýó Vmarborg bórahöfn 4 skýjaó 23 heióskirt 30 heiftskirt 26 hólfskýjaó 25 heiósktrt 24 heióskirt 16 heiðskirt 19 skýjaó 24 lóttskýjaó 23 heióskirt 24 heiðskírt 8 rigning 29 heióskírt 21 heióskíri 16 heióskirt vantar 29 skýjaó 26 haiftskírt 26 heióskirt 20 lóttskýjaó 26 mistur 30 léttskýjaó 29 skýjaó 16 rigning 6 skýjaó 25 skýjaó 10 skýjaó 26 heióskírt 25 hetóskírt 9 úr.k. i gr. 29 skýjað 31 hetóskírt 15 skýjaó 21 heióskírt 26 hyióskirt 19 heiftskírt 9 sútd AP/Simamynd. Aðalstöðvar PLO í rústum. Mynd þessi sýnir, hvernig umhorfs var við aðalstöðvar PLO í Túnis eftir loftárás sex ísraelskra flugvéla í gær. Arabaríki fordæma loftárás ísraela Glæpsamlegur verknaður, segir utanríkisráðherra PLO Sameinudu þjóðunum, 1. október. AP. EINN HELZTI aðstoðarmaður Yassers Arafat, leiðtoga PLO, sagði í dag, að loftárás ísraela á aðalstöðvar hreyfingarinnar í Túnis væri sönnun þess, að ís aelar væru aðal hindrunin í vegi fyrir friði í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins. „Þetta er glæpsamlegur verkn- aður, sem Israelsstjórn stendur fyrir," sagði Farouk Kaddoumi, utanríkisráðherra PLO, á fundi með fréttamönnum í dag og bætti því við, að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna yrði væntanlega beðið að taka þetta mál til meðferðar, er það kemur saman til þess að ræða deilur ísraels og arabaríkj- anna. Þá sagði Kaddoumi, að tilraunir Reagans Bandaríkjaforseta til að koma á beinum samningum milli Jórdaníu og ísraels væru dæmdar til þess að mistakast. Farouk Al-Shara, utanríkisráð- herra Sýrlands, fordæmdi í dag loftárás Israela á aðalstöðvar PLO í Túnis. Sagði hann, að ísraelar hefðu „teflt í hættu alþjóða flug- samgöngum". Bin Abdul Aziz, utanríkisráð- herra Saudi-Arabíu, fordæmdi einnig loftárás ísraela. Ótrúleg skákblinda heimsmeistarans Skák Margeir Pétursson HEIMSMEISTARANUM í skák, Anatolys Karpov, varð í gær á ein versta yfírsjón alls skákferils síns, er hann lék hrottalega af sér í 22. leik í elleftu einvígisskákinni við Gary Kæ parov í Moskvu. Afleið- ingar afleiksins voru algjört hrun og eftir 25. leik áskorandans gafst Karpov upp. Kasparov hefur þar með jafnað metin í einvíginu, stað- an er nú 5V4 — S'/t, hvor um sig hefur unnið tvær skákir, en sjö hefur lokið með jafntefli. Aðeins verða tefldar 24 skákir í einvíginu, þannig að það er tæplega hálfnað. Allt útlit er fyrir að einvígið verði eitt hið allra mest spennandi í allri sögu skáklistarinnar. Karpov stendur að vísu enn heldur betur að vígi en áskor- andinn, því ljúki einvíginu 12-12 heldur hann titlinum. En þetta hræðilega áfall hlýtur að hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir sjálfstraust heimsmeistarans. Það er þekkt úr skákkeppnum að eftir að hafa leikið grófum af- leikjum nota meistarar oft mik- inn tíma í að gá að hættum, sem síðan reynast ekki vera til stað- ar. Þetta hefur í för með sér tímaþröng og nýja afieiki. Því má þó ekki gleyma að Kar- pov tókst að hrista af sér slenið eftir afar slaka taflmennsku í fyrstu skák einvígisins og vann síðan fjórðu og fimmtu skákina. Því forskoti hefur heimsmeistar- inn nú glatað og má vænta þess að hann taki sér frí á morgun þegar tefla á tólftu skákina. Skákin í gærkvöldi gekk þann- ig fyrir sig að upp kom afar meinlaus staða eftir 16 leiki og flestir voru þá þegar farnir að spá jafntefli. I fréttaskeytum frá Moskvu segir að Karpov hafi virst afslappaður og greinilega búist við friðarsamningum snemma, enda gaf staðan ekki tilefni til annars. Meistarar á meðal áhorfenda höfðu margir hverjir séð gildr- una sem Karpov féll í með 22. leik sínum, jafnvel áður en stað- an kom upp, enda var hún til- tölulega einföld. Álíka dæmi um jafn herfilega skákblindu er vart að finna á 20 ára skákferli Kar- povs, enda þess að vænta að hann sjái þriggja leikja gildrur í hraðskák. Ellefta einvígisskákin: Hvítt: Gary Kasparov Svart: Anatoly Karpov Nimzo-indversk vörn 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rc3 — Bb4, 4. Rf3 — (H), 5. Bg5 — c5 í sjöttu skákinni lék Karpov hér 5. — d6 og eftir 6. e3 — Rbd7, 7. Dc2 - b6, 8. Bd3 - Bxc3+, 9. bxc3, kom upp mjög lokuð staða. Nú vill Karpov hins vegar hafa línurnar skýrar og leitar því snemma eftir peðaupp- skiptum. 6. e3 — cxd4, 7. exd4 — h6, 8. Bh4 — d5, 9. Hcl — dxc4, 10. Bxc4 Slíkar stöður með stöku peði hjá hvítum koma upp úr ýmsum byrjunum, svo sem Caro-Kann- vörn, Nimzo-indverskri vörn, Tarrasch-afbrigði drottn- ingarbragðs og mótteknu drottn- ingarbragði. Á yngri árum tefldi Karpov mikið slíkar stöður með svörtu, en helsti verjandi svörtu stöðunnar nú er Ungverjinn Ribli. Eftir að Smyslov gamla tókst að vinna tvær skákir af Ri- bli í þessari byrjun í einvígi þeirra 1983 hefur álit sérfræð- inga á sóknarmöguleikum hvíts aukist mikið. 10. — Rc6, 11. 04) — Be7,12. Hel - b6, 13 a3 - Bb7, 14. Bg3 Að öðrum kosti leikur svartur 14. — Rh5! og jafnar taflið. 14. — Hc8, 15. Ba2 — Bd6, 16. d5 Hvítur afræður að losa sig við veikleikann, staka peðið á d4. Eftir það fer ójafnvægið úr peðastöðunni og mikill jafntefl- iskeimur liggur í loftinu. Það kom einnig til greina að reyna að flækja taflið og leika 16. Re5. 16. — Rxd5, 17. Rxd5 — Bxg3, 18. hxg3 — exd5, 19. Bxd5 — Df6, 20. Da4 — Hfd8. Þegar hér var komið sögu þótti mörgum sem útséð væri um að annarhvor ynni skákina og það er sannarlega ótrúlegt að Karpov skuli tapa slíkri stöðu. 21. Hcdl — Hd7?! Karpov er gjörsamlega blind- ur fyrir fléttustefinu sem fylgir i kjölfarið. Ef hann hefði skynjað hættuna hefði hann áreiðanlega leikið 21. — Hc7. 22. Dg4! Setur upp gildruna ... 22. — Hcd8?? ... og hún smellur saman: (Nauðsynlegt var að leika 22. — He7 og svartur getur enn haldið jafntefli.) 23. Dxd7! — Hxd7, 24. He8+ — Kh7, 25. Be4+ og Karpov gafst upp. Eftir 25. - g6, 26. Hxd7 - Ba6, 27. Hf8 tapar svartur manni. Malaysía: Vísa á bug ásökunum Filippseyinga um morð og mannrán Kuala l.umpur, Malaysíu, 1. okt. AP. HATTSETTIR embættismenn í her og lögreglu Malaysíu vísuðu í dag á bug fréttum frá Filippseyjum um að malayískir failbyssubátar og herþyrlur hefðu ráðist á þorp á eyjunni Maddan- as á Suður-Filippseyjum og fellt eða tekið í gíslingu 53 af íbúunum. Lögreglustjórinn í Zamboanga- héraði á Filippseyjum sagði, að ár- ásin hefði hefði verið gerð á fimmtu- dag og hefðu fjórir fallbyssubátar og þrjár herþyrlur tekið þátt í henni. Lögreglustjórinn kvaðst telja, að árás þessi hefði verið gerð í hefndar- skyni fyrir árás, sem haldið væri fram, að sjóræningjar frá Filipps- eyjum hefðu gert á bæinn Lahad Datu í Malaysíu. Þar voru þeir sagðir hafa myrt 11 manns og sært 9, auk þess að ræna banka og ferða- skrifstofu í bænum. Helen Mac- Innes látin New York, 1. október. AP. Helen Maclnnes, sem nefnd hefur verið drottning reyfarahöfunda, lézt í gær, mánudag, í kjölfar heilablóð- falls. Hún var 77 ára. Bækur Maclnnes seldust í tæp- lega 24 milljónum eintaka í Banda- ríkjunum og hún náði miklum vinsældum í útlöndum. Voru bæk- ur hennar þýddar á 22 tungumál. Fjórar kvikmyndir eru byggðar á verkum hennar. Helen Maclnnes fæddist í Glasgow í Skotlandi. Hún eignaðist einn son, sem er á lífi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.