Morgunblaðið - 02.10.1985, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 02.10.1985, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÖBER1985 27 Botha lofar bót- um en þó ekki kosningarétti Jóhannesarborg, 30. sept AP. P.W. BOTHA, forseti Suður-Afríku, lofaði svörtum íbúum landsins ýms- um endurbótum í dag, þ.á m. fulltrú- um í ráðgjafanefnd forsetans, en útilokaði fullan kosningarétt þeim til handa. Hann sagði reynsluna hafa leitt það í Ijós í ríkjum svartra í Afríku, að jafn kosningaréttur hefði aðeins haft í for með sér einræði öflugasta blökkumannahópsins. Til átaka kom ( átta borgum Suður-Afríku í dag. í Höfðaborg brenndu ólátaseggir tvo blökku- menn lifandi. Lögreglumenn skutu einn mann til bana er opnuð var skothríð á hóp manna, sem réðst að lögreglunni með grjótkasti. Þá tilkynnti Afríska þjóðarráðið að skæruliðar þess stæðu á bak við sprengingar í þremur stórverzlun- um í miðborg Durban sl. föstudag. Á mánudag stakk múgur svartra mann til bana í Höfðahéraði, en um helgina féllu sex menn í inn- byrðis átökum svartra í Suður- Afríku. Jafnframt mættu tugþúsundir skólanema ekki í tíma, er hefja átti kennslu í skólum litra manna í Höfðaborg í morgun. Skólarnir hafa verið lokaðir í tæpan mánuð vegna óeirða. Lögreglan í Höfðaborg tvístraði mótmælagöngu kynblendinga í gær og handtók sex, en kynblend- ingarnir kröfðust endurbóta á stöðu sinni innan menntakerfisins. 464 skólum kynblendinga í Höfða- borg var lokað vegna óeirða í byrjun september en voru opnaðir í morgun. Ástæðan fyrir því að Kynblendingar sóttu ekki skóla í morgun er óánægja þeirra með aðstöðu sína í skólakerfinu. írakar farnir að skipa út olíu í Saudi-Arabíu Hagdad, 1. október. AP. ÍRAKAR sögðust í gær hafa hrundið hörð- um árásum Irana á norðausturlandamær- um ríkjanna. Þá hefðu herþotur þeirra Swareddahab kveðst traust- ur í sessi Kairó, 30. september. AP. ABDUL-RAHMAN Swareddahab hershöfðingi tjáði Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, að stjórn hans hefði öll völd í landinu í framhaldi af misheppnaðri tilraun til valdaráns. Að sögn útvarpsins í Kairó átti Mubarak viðtal við Swareddahab frá Parísarborg eftir komu sína þangað á heimleið frá Bandaríkj- unum. Hafði útvarpið eftir Mubar- ak, að Egyptar myndu ekki líða íhlutun utanaðkomandi i innan- ríkismál Súdan. Aly Lufty, forsætisráðherra Egyptalands, fordæmdi valda- ránstilraunina í Súdan í dag. Hann sagði uppreisnarmenn í suður- hluta Súdan hafa þar verið að verki. Þeir njóta stuðnings og þjálfunar yfirvalda i Eþíópíu. gert loftárásir á olíuhöfn Irana við Kharg-eyju áttunda daginn í röð. Jafn- framt tilkynntu írakar, að þeir hefðu opnað nýja olíuleiðsiu ura Saudi-Arabíu til Rauöahafs. Sigldi norskt risaolíuskip það- an í gær með fyrsta olíufarminn eða 1,7 millj. tunnur. Átti þessi farmur að fara til Belgíu. Samkvæmt tilkynningu írönsku her- stjórnarinnar var sókn írana stöðvuð og hefði vígvðllurinn verið þakinn lík- um fallinna frana „tveimur klukku- stundum, éftir að hún hófst“, þá hefði loftárásunum á Kharg-eyju verið hald- ið áfram af meiri hörku en nokkru sinni fyrr og hefðu eldar kviknað í einu oliuskipi, sem var fyrir utan höfnina þar. Haft er eftir talsmönnum skipafé- laga i London, að olíuhöfnin á Kharg- eyju hefði orðið fyrir stórfelldum skemmdum í loftárásum íraka aö und- anförnu, en um 90% af öllum olíuút- flutningi frana fer um þessa höfn. franir hafa hótað því, að ef tekið verði fyrir olíuútflutning þeirra, þá muni þeir svara með því að loka Hormuz-sundi og koma þannig í veg fyrir olíuútflutning frá öðrum oliulönd- um við Persaflóa. Hussein Mussavi, forsætisráðherra frans sagöi í ræðu á sunnudag, að nú væru unnið að umfangsmiklum ráö- stöfunum, sem hafa ættu í för með sér, að í framtiðinni myndi olíuútflutningi írana stafa miklu minni hætta af loft- árásum frana en til þessa. Christina Onassis, hamingjusöm og brosandi eftir að þau Thierry Rouss- el voru pússuð saman í Parísarborg 17. marz I fyrra. Myndin var tekin á tröppum ráðhúss þar í borg eftir hjónavígsluna. Nú er öldin önnur hjá þeim hjónum og hefur Christina farið fram á skilnað. Christina Onassis fer fram á skilnað CHRISTINA Onassis hefur sótt um skilnað frá franska kaupsýslu- manninum Thierry Roussel, að sögn skyldmenna hennar. Roussel var fjórði eiginmaður Christina. Hermt er að skilnaðarumsókn- in hafi verið lögð inn hjá viðkom- andi aðilum í borginni St. Moritz í Sviss, þar sem Christina er búsett. Átti það sér stað í sept- emberbyrjun. Munu hjónakornin hafa orðið ásátt um að skilja vegna sambúðarörðugleika. Onassis, sem er 34 ára erfingi auðæfa skipakóngsins Aristotle Onassis, giftist Roussel, sem er 33 ára, í Frakklandi í fyrra. Eiga þau saman dótturina Athena, sem er átta mánaða gömul. Er það fyrsta barn Christina. Roussel er eigandi franskrar fyrirtækjasamsteypu. Hann kynntist Christina fyrir 13 árum. Hjónaband þeirra var hans fyrsta en hennar fjórða. Fyrsti eiginmaður hennar var banda- ríski fasteignasalinn Joseph Bolker frá Kaliforníu. Þau gift- ust 1971, en skildu eftir níu mán- uði vegna þrýstings frá föður hennar, Aristotle. f júlí 1975, skömmu eftir andlát Aristotle gekk hún að eiga Grikkjann Alexander Andreades, sem var erfingi að miklum auðæfum. Slitu þau búi eftir tvö ár. Christ- ina gekk loks að eiga sovézkan embættismann, Sergei Kauzov, árið 1978, en hjónaband þeirra entist aðeins í tvö ár. Kólombía: 11 skæru- liðar felldir BogoU, Kólombíu, 1. október. AP. • VINSTRI sinnaðir skæruliðar börð- ust í dag við lögreglumenn í Bogota í Kólombíu og beittu þeir jafnt hand- sprengjum sem hríðskotabyssum í viðureigninni. Að sögn lögreglunnar féllu 11 skæruliðar og var 16 ára gömul stúlka í þeirra hópi. Átökin hófust eftir að um 30 skæruliðar rændu mjólkurbíl, augljóslega í þeim tilgangi að dreifa mjólkinni meðal fátækl- inga, en þeir urðu fljótt á vegi flokks lögreglumanna, sem skutu á þá. Féllu þá fimm skæruliðanna en nokkrir þeirra komust inn í strætisvagn, sem átti leið hjá. í strætisvagninum var hins vegar lögreglumaður, sem dró upp byssu, beindi henni að skærulið- unum og skipaði bílstjóranum að aka á næstu lögreglustöð. Einn skæruliðanna kastaði þá virkri handsprengju og farþegar og bíl- stjóri forðuðu sér þá út um glugga jafnt sem dyr. Sprengjan sprakk og fjórir skæruliðanna féllu í val- inn. Tveir að auki voru felldir síð- ar um daginn. Reynt að koma GATT- fundi á Genf, 30. september. AP. FULLTRÚAR 90 ríkja hófu í dag viðræður, sem vonast er til að leiði til nýrra samninga um aukið fresli í viðskiptum innan ramma GATT- samkomulagsins um millirfkjavið- skipti. Fundurinn að þessu sinni er haldinn að tillögu Bandaríkja- manna. Kalla varð saman fund, þegar Bandaríkjamenn tryggðu stuðning 64 annarra GATT-ríkja við tillögu sína, en áður hefur ekki verið staðið að fundarboði með þessum hætti frá því GATT- samkomulagið var undirritað. Bandaríkjamenn hafa beitt sér fyrir því að teknar verði upp við- ræður um leiðir til að stemma stigu við auknum verndaraðgerð- um ríkja til að vernda eigin fram- leiðslu. Ríki, sem eru í helztri andstöðu við Bandaríkjamenn eru Indland, Brazilía, Argentína, Egyptaland og Júgóslavía. Ríki þessi vilja að efnd verði heit, sem gefin voru á ráðherrafundi GATT 1982. Bandaríkjamenn vilja að viðskipti innan GATT nái eki aðeins til vöruskipta, heldur einnig til bankaviðskipta, tryggingastarf- semi, ferðaþjónustu og ýmiss kon- ar annarrar þjónustu, en því eru m.a. framangreind ríki andvíg. Enda þótt búizt væri við því að dagurinn í dag fari fyrst og fremst í deilur um dagskrá, en ráð er fyrir gert að fundinum ljúki á miðviku- dag. Stórkostlegt hausttilboð Aöeins 10% útborgun af öllum heimilistækjum. VÖRUMARKAÐURINN, ÁRMÚLA 1A, SÍMI 686117

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.