Morgunblaðið - 02.10.1985, Page 32

Morgunblaðið - 02.10.1985, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER1985 Tveir kynn- ingarfundir um arkitektúr Frumvarpsdrög að fiskveiðistefnu: Stjórn Landssambands málfreyja á Islandi. Kynningarfundur land- samtaka Málfreyja FYRSTI kynningarfundur Lands- samtaka málfreyja á íslandi veröur á Hótel Esju annað kvöld, fimmtu- dagskvöld, kl. 20.30. Landssamtök málfreyja á ís- Iandi voru stofnuð 1. ágúst 1985. f samtökunum eru 17 málfreyju- deildir víðsvegar um landið með samtals á fimmta hundrað félaga. Samtök málfreyja vinna að því að þjálfa einstaklinga til tjáskipta, félagslegra samskipta og forystu. Samtökin leggja áherslu á verndun móðiirmáloin*! sköpum og ræðuflutningi. Alþjóðasamtök málfreyja hafa hlotið góðan hljómgrunn hér á landi og þar sem hámarkstala í hverri deild takmarkast við þrjá- tíu félaga er þörf á að stofna fleiri deildir. Kynningarfundir verða haldnir á ýmsum stöðum á landinu á næstu mánuðum. Formaður útbreiðslunefndar landssamtakanna er Kristín Sveinbjörnsdóttir, Reykjavík, sími KONUR í arkitektastétt halda tvo kynningarfundi nú í vikunni, sam- hliða þeim sýningum sem arkitektar standa að á Listahátíð kvenna. Fyrri kynningarfundurinn verð- ur í Ásmundarsal við h'reyjugötu, miðvikudagskvöld 2. október kl.20.30, þar sem Guðrún Jóns- dóttir, arkitekt, heldur fyrirlestur sem hún nefnir: Kostir og gallar gömlu hverfanna í Reykjavík. í Asmundarsal eru ennfremur sýnd verk þrettán íslenskra kvenarki- tekta, auk litskyggnusýningar um finnskar konur í arkitektastétt. Vakin er athygli á að sýningum þessum lýkur nú um helgina, síð- asti sýningardagur er sunnudag- urinn 6. október. Síðari kynningarfundurinn verður í Kjallaraleikhúsinu, Vest- urgötu 3, nýkeyptu húsi kvenna, fimmtudagskvöldið 3. október kl. 20.30. Þar kynna konur úr arki- tektastétt sýningu, sem nú er hald- in á Vesturgötu 3, sem fjallar bæði um sögu húsanna svo og hugmyndir fimm arkitekta um framtíðarnotkun þeirra. Konur úr öllum stéttum og flokkum eru eindregið hvattar til að mæta á þennan fund og taka þátt í og hafa áhrif á mótun þeirr- ar starfsemi, sem húsunum er ætlað að hýsa, en tillögur arkitekt- anna eru einmitt settar fram til þess að hrinda af stað umræðu um þessi mál. Nemendur og kennarar á námskeiði fyrir áhugaleikfélög, sem haldið var hjá Leikfélagi Akureyrar. Leikfélag Akureyrar: Námskeið fyrir áhuga- leikfélög á Norðurlandi HELGINA 19. og 20. september voru haldin 5 mismunandi námskeið í ýmsum greinum leiklistar hjá Leik- félagi Akureyrar. Námskeiðin voru ætluö fólki frá áhugaleikfélögum á Norðurlandi og voru haldin að beiðni Leikfélagasambands Norðurlands. Það var starfsglaður fimmtíu manna hópur sem vann í þessum opna skóla myrkranna á miili í tvo daga. Ingvar Björnsson, ljósameistari LA, kenndi lýsingu, Hilda Torfa- dóttir, kennari og utvarpsmaður, leiðbeindi um raddþjálfun, Sigríð- ur Svana Pétursdóttir, förðunar- meistari LA, kenndi förðun, Þrá- inn Karlsson, leikari, kenndi leik- munagerð og Erla B. Skúladóttir, leikari, kenndi látbragsleik og spuna. Að námskeiðinu loknu sýndu hópamir dæmi um árangur erfiðis sins á leiksviði samkomu- hússins og var gerður góður rómur að. Margir höfðu lagt á sig langa ferð, nemendur komu allt frá Hvammstanga til Þórshafnar. f leikfélög á Norðurlandi árlegan haustfund, þar sem þau ræddu vetrarstarfið og báru saman bæk- ur sínar. Mikið og gott samstarf er með leikfélögum á Norðurlandi og er þetta fjórða árið í röð, sem þau koma saman á haustnám- skeiðum. (FrétUtilkynning.) Skipanafn ruglaðist f VIÐTALI við Helga H. Zoega í sunnudagsblaði misminnti hann nafn á skipi því sem Runólfur Sigurðsson fórst með. Það var Sigurfari. Eins mun það hafa verið Súðin gamla sem var við Grænland umrætt sumar, en ekki Esja. Þá varð prentvilla í einu skipsnafni; v " v \. n Aðför að tilveru og af- komu smábátaeigenda — segir Artúr Bogason formaður bráðabirgðastjórnar Félags smábátaeigenda TVEIR kostir eru taldir vænlegir við stjórnun veiða smábáta í drögum sjávarútvegsráðuneytisins að fisk- veiðistefnu til næstu þriggja ára. Annars vegar ákveðin banntímabil eða 215 hámarksdagar á ári, sem tilkynna verður um fyrirfram hvenær verði teknir. Þá er gert ráð fyrir því að netaveiðar smábáta verði tak- markaðar í ákveðinn dagafjölda og háðar botnfiskveiðileyfum með sókn- armarki. Tillögur bráðabirgðastjórn- ar Félags smábátaeigenda eru í tveimur liðum og hafa ekki verið teknar inn í frumvarpsdrög ráðuneyt- isins. Eigendur smábátanna vilja að veiðar þeirra verði takmarkaðar með þeim hætti, að línu- og hand- færaveiðar allra báta verði bann- aðar 7 daga um páska, 7 daga um verzlunarmannahelgi og frá 15. desember til ársloka. Að netaveið- ar verði háðar leyfi með sóknar- marki á sama hátt og sóknarbáta milli 10 og 20 brúttólesta að stærð. Það er að heimilt verði að stunda þessar veiðar í ákveðinn daga- fjölda á árinu með meðalþorsk- aflahámarki, sem yrði 100 lestir. Artúr Bogason, formaður bráða- birgðastjómar Félags smábáta, sagði í samtali við Morgunblaðið, að frumvarpsdrögin væru tilræði við afkomu og tilveru smábátaeig- enda. Með þeim töfum, sem fyrir- sjáanlegar væru vegna veðurs, yrðu eigendum smábátanna bann- aðar veiðar í á þriðja hundrað Morgunblaöiö/E.G. Margrét Erlingsdóttir og Steinþóra Þorsteinsdóttir í „Sólhúsinu". Ný sólbaðsstofa í Keflavík NÝ sólbaðsstofa hefur tekið til starfa að Hafnargötu 6 í Keflavík (gamla Ungmennafélagshúsinu). Eigendur „Sólhússins“, en það er nafn sól- baðsstofunnar, eru Margrét Erlings- dóttir, Oddur Ólafsson, Steinþóra Þorsteinsdóttir og Pétur Jónsson. í sólbaðsstofunni eru 3 sólbekk- ir, en þeir eru búnir perum sem eru nýjar hér á landi og nefnast „golden sun“. Opnunartími er frá kl. 8 að morgni frá mánudegi til föstudags og til kl. 22. Á laugar- dögum er opið frá kl. 9—19. Fyrir þá er þurfa að taka börnin með sér er bent á sérstaka leikað- stöðu fyrir bðrn. daga á ári. Með því að ákveða ákveðið „dagatal" fyrir þessar veiðar, væri ennfremur veruleg hætta á því, að menn sæktu svo hart hina leyfilegu daga, að þeir stofnuðu sér í voða. Almættið réði því að mestu hvenær hægt væri að sækja sjó á smábátum og tak- markaði þannig mögulegan afla. Að hans mati þyrfti ekki frekari takmarkanir. Hann sagði enn- fremur, að þorskafli smábátanna af heildinni væri slíkur „tittlinga- skítur“ að takmarkanir á veiðum þeirra væru helzt sambærilegar við þungatakmarkanir á vegum með þeim hætti að minnstu bílun- um væri bönnuð umferð um þá, en ekki þeim stóru. Gæftir og afli á þessu ári hefði verið með ein- dæmum góð og næðu smábátarnir líka um 22.000 lestum af þorski. Það væri nú allt og sumt og það í bezta ári í langan tíma. Bæjarstjóm ísafjarðar: Ákvörðun um útboð og val á verktökum ekki tekin í bæjarstjórn Á FUNDI bæjarstjórnar ísafjarðar 19. september sl. var eftirfarandi yfirlýsing samþykkt. „Með hliðsjón af þeim blaða- skrifum, sem staðið hafa yfir vegna byggingar söluíbúða fyrir aldraða við Hlíf og byggingar stjórnsýsluhúss á Isafirði vill bæjarstjórn taka fram, að útboð og val á verktökum að byggingun- um hefur ekki komið til ákvörðun- ar í bæjarstjórn. Yfirlýsingar ein- stakra manna vegna þessara mála eru því bæjarstjórn óviðkomandi." I kjölfar yfirlýsingarinnar ósk- uðu bæjarfulltrúarnir Guðmundur H. Ingólfsson og Snorri Her- mannsson eftirfarandi bókunar á fundinum. „Vegna samþykktar bæjar- stjórnar um yfirlýsingu varðandi Listahátíð kvenna: útboð Byggingarsamvinnufélags- ins Hlífar á framkvæmdum Hlífar 2, viljum við taka fram, að við greiddum ekki atkvæði við af- greiðsiu málsins í bæjarstjórn og erum því óbundnir af yfirlýsingu meirihluta bæjarstjórnar.“ Krcualilkvnnine Bíóhöllin: Ný bandarísk grínmynd frumsýnd BÍÓHÖLLIN frumsýnir í dag banda- rísku stórmyndina „Á puttanum". í aöalhlutverkum eru þau John Cusack, Daphne Zuniga og Anthony Edwards. Framleiðandi myndarinn- ar er Henry Winkler og leikstjóri Rob Reiner. Kvikmyndin sem frumsýnd var í mars sl. í Bandaríkjunum fjallar um ungan mann sem á sér þann draum að komast til Kaliforníu til að slá sér upp og hitta þessa einu sönnu. Það ferðalag verður ævin- týralegt í alla staði. „Á puttanum" hefur fengið góða umsögn gagnrýnenda í bandarísk- um blöðum. Skemmtikvöld í Templarahöll Vetrarstarfsemi SGT, skemmtifé- lags góðtemplara, hefst 4. október nk. og verður eins og undanfarin ár á fostudagskvöidum í Templarahöll- inni. Félagsvist hefst kl. 21 og að henni lokinni kl. 22 er dansað við undirleik hljómsveitarinnar Tígla, til kl. 01.30. Með skemmtikvöldum SGT er leitast við að halda uppi skemmtunumn fyrir fólk sem vill skemmta sér án áfengis. Eins og áður segir er bæði spilað og dansað og getur fólk, sem ekki hefur áhuga á spilum komið í dansinn. (Frétutilkrnning.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.