Morgunblaðið - 02.10.1985, Síða 45

Morgunblaðið - 02.10.1985, Síða 45
Sú besta í fjögur ár Hljómplötur Sigurður Sverrisson Kim Carnes Barking at Airplanes EMI America/Fálkinn Eftir að hafa verið í lægð allt frá því Mistaken Identity kom út, en sú skífa innihélt m.a. hið feikivinsæla og um leið frábæra lag Bette Davies Eyes, virðist nú sem loks sé að rofa til hjá Kim Carnes á ný. Tvær fremur mis- heppnaðar plötur, Voyeur og Cafe Racers, eru að baki á árun- um eftir að Mistaken Identity kom út en nú virðist sem bein brautin sé framundan á ný. Það sem fyrst og fremst skilur á milli þessarar plötu og tveggja þeirra síðustu eru einfaldlega betri lagasmíðar. Sannast sagna átti ég í erfiðleikum með að finna nokkurn veikan punkt á allri plötunni. Lögin eru aldrei neitt flókin, en þannig saman sett að sum þeirra krefjast nokk- urrar hlustunar ef á að njóta þeirra til fullnustu. Inn á milli eru svo lög sem hitta beint í mark við fyrstu hlustun. Hljóð- færaskipan hefur nokkuð breyst hjá Carnes á síðari árum og sú breyting nær hámarki á þessari plötu. Hér eru hljóðgervlar og trommuheili mjög ráðandi í tónlistinni en hvoru tveggja þó beitt af smekkvísl. Þó örlar stundum á ofnotkun hljóðgervla. Sem fyrr er Carnes með sæg góðra aðstoðarmanna með sér á plötunni. Flestir koma aðeins við sögu í einu eða tveimur lögum en meðal þeirra má nefna James Ingram, Martha Davies (söng- konu The Motels), Gary Mallab- er (tromara Steve Miller Band), Ry Cooder auk manna, sem meira mæðir á eins og Waddy Watchel, Leland Sklar og Paui- inho'Da Costa. Carnes sér sjálf um upptöku- stjórn á plötunni við annan mann og nýtur leiðsagnar hins frábær Val Garay úr fjarska. Ekki er hægt að segja annað en stjórnin farist henni vel og sé í fullu samræmi við þessa bestu plötu Kim Carnes í 4 ár. MADURINN Likannnn i mait og myndum Mannslíkaminn í máli og myndum ÚT ER komin hjá Erni og Örlygi bókin Maöurinn — Líkaminn í máli og myndum með læknisfræðilegu orða- safni, í þýöingu Stefáns B. Sigurðsson- ar lífeðlisfræðings. Bókin er í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn er 110 blaðsíður, að stærð þar sem fjallað er um starfsemi helstu líffæra og líffærakerfa og er blandað saman texta, teikningum, ljósmyndum og línuritum. Síðari hluti bókarinnar er 80 blaðsíður. Þar er að finna læknisfræðilegt orðasafn með um 2.000 uppsláttar- orð í stafrófsröð og um 200 myndum. Auk framangreindrar útgáfu sem er 192 blaðsíður og bundin í harðband kemur samtímis út í kilju- formi fyrri hluti bókarinnar án læknisfræðilega orðasafnsins og er sú útgáfa ætluð til nota í kennslu í framhaldsskólum. Bókin er filmu- sett hjá Prentstofu G. Benedikts- sonar en prentun og bókband var unnið á ítaliu. Káputeikningu gerði Sigurþór Jakobsson. Það fylgir því sérstök fjölskyldustemmning að taka slátur Asamt bjartsýni og æðruleysi hefur slátur verið helsti lífgjafi íslensku þjóðarinnar í baráttu hennar á liðnum öldum við máttarvöld þessa heims og annars. Slátur er sérstaklega næringar- og fjörefnarík fæða og hollustubylting síðustu ára hefur lyft því til vegs og virðingar á nýjan leik. Sláturfélag Suðurlands hefur nú opnað slátur- sölu — þá einu sinnar tegundar í Reykjavík. Þar er til sölu nýtt, ófryst slátur og allt til sláturgerðar svo sem rófur, kartöflur, rúgmjöl, haframjöl, rúsínur, saumagam, nálar og frystipokar. Einnig niðursagað kjöt af nýslátruðu í heilum og hálfum skrokkum. Svo er það trompið okkar; hreinsaðar og saumaðar vambir (meðan birgðir endast). Síðast en ekki síst er slátur einstaklega ódýr mat- vara; eitt slátur (sviðinn og sagaður haus, lifur, Slátursala © Iðufelli 14, Breiðholti. Allt til sláturgerðar á einum stað. hjarta, tvö nýru, hálsæðar, þind, vömb, keppur, 1 kg. mör og 750 gr. blóð), sem ásamt með 1.5 kg. af mjöli gefur af sér 7—8 sláturkeppi, kostar aðeins 159.50 kr. A ódýrari fæðu er tæpast kostur. í kaupbæti færð þú svo skilmerkilegan leiðbeiningarpésa um slátur- gerð. Slátrin eru seld fimm saman í pakka, en vambir og innmatur í lausri vigt eftir óskum hvers og eins. -í Xipj UOÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.