Morgunblaðið - 02.10.1985, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 2. OKTÓBER1985
51
m n» ^
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—11.30
FRA MÁNUDEGI
. TIL FÖSTUDAGS
Ljóðform þulunnar náskylt forn-
um dans- og vikivakakvæðum
Jóhann lijaltason skrifar:
Velvakandi. í dálkum þínum
hefur nú í sumar alloft verið rætt
og spurt um gamlar þulur, sem
enn kynnu að leynast í minni fólks
og er ekki slíkt að lasta, en þó gæti
maður stundum freistast til þeirr-
ar ályktunar við lesturinn, að
svarendur hefðu numið fræði sín
hjá samtíðarmönnum Beru gömlu
í Sumarhúsum og Urðarseli, er
var „einsog nokkurskonar kerti
sem drottinn hafði gleymt að
slökkva“. Einkum var spurt um og
leitað eftir upprifjun á tveimur
þulum þ.e. „Sat ég undir fiskihlaða
föður míns“ o.s.frv. og „Heyrði ég í
hamrinum, hátt var þar látið"
o.s.frv.
Þá kom sú vitneskja eða öllu
heldur tilgáta fram, að höfundur
fyrri þulunnar væri Jón skóla-
meistari Þorkelsson (Thorkilli),
sem mun vera á misskilningi eða
misminni byggt, sbr. ævisögu Jóns
eftir Klemens Jónsson og dr. Jón
Þorkelsson, útg. 1910 I.b. bls.
84—85, en þar segir svo: „Stærsta
og tilkomumesta latínskt kvæði
Jóns skólameistara er Eclogarius
Islandicus, sem kalla mætti ís-
lendingadrápu, alls 1828 vers í
hexametri. — Kvæði þetta er
ágrip af sögu landsins, einkanlega
þó um helztu menn þess, frá elztu
tímum og fram til hér um bil 1720,
og er víða stórfallega ort. Að ein-
kunnarorðum fyrir kvæðinu velur
hann upphaf gamallar þulu: „Sat
ég undir fiskihlaða föður míns.“
Það minnir á búnaðarhættina I
Njarðvíkum (Fæðingar- og upp-
eldisstað Jóns Thorkilli — J.Hj.).
Það er helzt að ráða, að Jón skól-
ameistari hafi hugsað sér, að
kvæði þetta mætti hafa sem
kennslubók í skólum í íslands-
sögu, líkt og menn lengi höfðu víða
um lönd ýms þvílík kvæði, svo sem
Alexanderssögu, sem ort er um
Alexander mikla, en drepur þó á
sitthvað annað."
Tilvitnun í Ævisögu Jóns skóla-
meistara Thorkilli lýkur. Áður en
langt um leið barst dálkum Vel-
vakanda sú vitneskja frá bókfróð-
um manni, Baldri Steingrímssyni,
að flestar ef ekki allar umræddar
og umspurðar þulur væru prent-
aðar í ritinu „Islenskar gátur,
skemmtanir, vikivakar og þulur",
sem Hið íslenska bókmenntafélag
gaf út á árunum 1887—1898 og
síðar í ljósprentaðri útgáfu árið
1964. Önnur hvor útgáfa þessa rits
mun væntanlega vera til í öllum
opinberum bókasöfnum og enn-
fremur í eigu flestra félagsmanna
Hins íslenska bókmenntafélags.
Hið frjálslega og einfalda ljóð-
form þulunnar er oft náskylt forn-
um dans- og vikivakakvæðum,
sem trúarstefna 17. og 18. aldar
útrýmdi hér á landi, að mestu eða
öllu leyti, miðað við fyrri tíma. Þó
að margar gömlu þulurnar séu
efnisrýrar og stundum nánast
Velvakanda hefur borist bréf
frá bandarískum leikfangasafn-
ara.
Hann vill gjarnan komast í
kynni við einhverja verslun hér á
landi sem selur gömul leikföng eða
íslending, sem einnig safnar leik-
föngum, í von um að honum takist
barnagælur, mættu nútímaskáld
og hagyrðingar ágæta vel bregða
formi þeirra fyrir sig við og við,
eigi síður en hinum enskættaða
limruhætti. Sumar eldgamlar þul-
ur eru tilfinningaríkar og geta
veitt innsýn í hugarheim einstakl-
inga, atvinnulíf og aldarhátt.
Nefna má eftirfarandi smalaþulu í
því sambandi.
Vappaðu með mér vala,
verð ég þig að fala,
komdu ekki að mér kala,
keyrðu féð í hala.
Nú er dögg til dala,
fjármannahríðin.
Þú átt að elska smala
sem þitt eigið blóð.
Fjármannahríðin
er full af bölmóð.
að hafa upp á eldri tegundum af
leikfangabílum af gerðinni
„Tekno".
Heimilisfang safnarans er:
Steve Juette
950 Washington Avenue
Defiance, Ohio 43512
USA
Reyndar leitar bandaríski leikfangasafnarínn að leikfangabflum, en eflaust
myndu þessar fínu dúkkur freista hans einnig.
Leikfangasafnarar og leikfangabúðir
Strætisvagnarnir og hvernig þeir eiga að vera á litinn hefur skapað
umræður mann á meðal, eiga þeir að vera rauðir, gulir eða grænir?
Þessir hringdu . . .
Góöir sölumenn
hjá Johnson & Kaaber
Erla Bjarnadóttir hringdi og
vildi gjarnan hrósa sölumönnum
hjá fyrirtækinu O. Johnson &
Kaaber. Þeir væru bæði elsku-
legir og kurteisir og sérlega
ánægjulegt að eiga við þá við-
skipti.
Kaupum rauða
strætisvagna
frá Bretlandi
KG hringdi og hafði eftirfarandi
að segja:
Það er varðandi akstur strætis-
vagnanna niður Laugaveginn, frá
Hlemmi og niður að Lækjartorgi.
Nú standa yfir framkvæmdir neðst
á Laugaveginum og er unnið að
því að gera hann að göngugötu.
Geri ég það hér með að tillögu
minni að framvegis verði vagnarn-
ir látnir ganga niður Hverfisgötu.
Það má að minnsta kosti gera til-
raun til áramóta með slíkt fyrir-
komulag.
Hugmyndin er i fáum orðum sú,
að beina allri umferð niður Hverf-
isgötu og vestur Hafnarstræti og
umferðin gæti þá farið austur Skú-
lagötu í staðinn. Þetta ætti sér-
staklega að vera hægt núna þegar
búið er að byggja þessa fínu braut
rétt norðan við Sksúlagötuna frá
Sætúninu.
Égheld að það væri mjög heppi-
legt að koma þessu við núna.
Þá hefur einnig að undanförnu
verið að ræða um nýja liti á stræt-
isvagnana. Persónulega vildi ég
hafa þá rauða á litinn, eins og er
í Bretlandi, og ég er nú satt að
segja hissa á því að ekki skuli
hafa verið fjárfest í breskum
strætisvögnum, því þeir eru með
þeim bestu í heimi. Bretar eru
frægir út um allt fyrir framleiðslu
sína á strætisvögnum, og þá er ég
ekki bara að meina þá tvílyftu,
heldur einungis venjulega vagna.
Það er meira að segja svo að Svíar
kaupa vagna af þeim, enda eru
Bretar í sérflokki með verð miðað
við gæði.
Geri ég það því að tillögu minni
að keyptir verði rauðir vagnar frá
Bretum til að aka hér um götur
borgarinnar.
Ellen
Beatrix
Ný sending. Haust- og vetrarlitirnir
komnir. M.a. bleikirog violet.
I vetrarskoðun MAZDA eru eftir-
farandi atriði framkvæmd:
O
0
0
O
0
0
O
0
0
0
0
Skipt um kerti og platínur.
Kveikja tímastillt.
Blöndungur stilltur.
Ventlar stilltir
Vél stillt með nákvæmum stillitækjum.
Vél gufuþvegin.
Skipt um bensínsíu.
Rafgeymir, geymissambönd og hleðsla athuguð.
Kannaður bensín, vatns- eða olíuleki.
Loftsía athuguð og hreinsuð, endurnýjuð ef með barf.
Viftureim athuguð og stillt.
Slag í kúplingu og bremsupetala athugað.
Frostþol mælt.
Rúðusprautur stilltar og frostvari settur á.
Þurrkublöð athuguð.
Silikon sett á þéttikanta hurða og far- angursgeymslu.
Ljós stillt.
Hurðalamir stilltar.
Þrýstingur í hjólbörðum athugaður.
0
0
0
0
0
Verð með söluskatti: KÍHFlTfffli
Innifalið í verði; Platínur,
kerti, ventlalokspakkning,
bensínsía, frostvari á rúðu-
sprautu og þar að auki: brúsi
af lásavökva og ný rúðu-
skafa í hanskahólfið!
Pantið í tíma í súnum 81225
eða 81299
BILABORG HF
Smiðshöfða 23 sími 812 99