Morgunblaðið - 02.10.1985, Síða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER1985
^ i
75 þúsund manns
til starfa í Seoul
FORSETI Ólympíunetndarinnar í
Seoul, Roh Tae Woo, sagöi í
gærkvöldi aö þaö þyrfti 75.000
manns til aö vinna við fram-
kvæmd Ólympíuleikanna þar í
landi 1988.
Flestir þeirra veröa að vinna
sem sjálfboöaliöar. „Ég vil innilega
leyfa mér aö vona að fólk boöi sig
til sjálfboðastarfa á leikunum.
Þetta veröur mikill heiöur fyrir fólk-
iö sjálft og þaö vinnur landinu mik-
iö gagn. Eg er ekki í nokkrum vafa
um aö fólk mætir til sjálfboöa-
starfa í miklum mæli, sagði Roh
Tae Woo í sjónvarpsviötali í gær.
55 voru meö 12 rétta
Síöastliðinn laugardag var 6. leikvika Isl. getrauna. Seldar voru
465.564 raöir og vinningsupphæðin var kr. 872.932.00.
Röðin kom upp meö níu heimasigrum og þremur jafnteflum. Raöir meö
tólf réttum leikjum uröu því 55 og fær hver um sig kr. 11.110.00 í vinning.
Fram komu 887 raöir meö ellefu réttum leikjum og er vinningur þar kr.
295.00.
í september námu vinningar rúmum þremur milljónum króna sem allir
greiöast út. Vinningar þessir skiptast á 1500 einstaklinga. Af þessum
tölum sést aö isl. getraunir skipa sæti meö stærstu happadrættm lands-
ins.
Getrauna- spá MBL. C 3 ! Sunday Mirror »* 1 3 co Sunday Expraaa News of the World * Œ K ! » SAMTALS
1 X 2
Arsenal — Aston Villa 2 1 1 X 1 X 3 2 1
Birmingham — Sheff. Wed. X 1 2 1 1 2 3 1 2
Luton — Manchester Utd. 2 X X 2 2 X 0 3 3
Newcastle — West Ham 2 1 1 1 X 1 4 1 1
Nottingham Forest — Ipswich 1 1 X 1 X 1 4 2 0
QPR — Liverpool 2 X 2 X X X 0 4 2
Southampton — Watford X X 1 2 1 1 3 2 1
WBA — Tottenham 2 X X 2 2 2 0 2 4
Barnsley — Portsmouth X X 1 X X 1 3 3 0
Fulham — Shrewsbury 1 1 1 2 1 1 5 0 1
Huddersfield — Leeds X 1 X 1 X X 2 4 0
Hull — Stoke 1 1 2 1 1 1 5 0 1
Carnegie
námskeiðið
©
Álit nokkurra þátttakenda:
Eftir aö ég fór á Dale Carnegie-námskeiðiö fyrir fjórum
árum, hef ég verið óstöövandi í vinnu og námi. Nú get
ég stanslaust kallað fram kraft til að koma viöfangsefn-
um mínum í verk. Nám mitt í Háskóla íslands gengur
eins og í sögu, því að ég hef lært aö meta gildi raunveru-
legs eldmóðs. Ekkert verkefni, hvorki í Háskólanum né á
heimilinu, er of stórt lengur ef maöur man eftir hinum
innri krafti, eldmóönum.
LOFTUR REIMAR GISSURARSON
Ég fékk kjark til aö framkvæma þaö sem mig dreymdi
um og þetta heföi ég aldrei þorað hefði krafturinn og
bjartsýnin ekki komið frá námskeiðinu.
MAGNÚS ÁSGEIRSSON
Námskeióiö virkaði á mig sem vítamínssprauta. Ég
lærði að nýta minn innri kraft og fór virkilega að njóta
lífsins. Ég losnaöi við kvíöa og áhyggjur, fékk aukiö
sjálfstraust, kjark og kraft til að framkvæma ótrúlegustu
hluti. i dag er ég önnum kafin en samt hef ég aldrei haft
betri tíma til að gera þaö sem mig langar til.
BJÖRG BJARNADÓTTIR
Með því aö taka þátt í Dale Carnegie-námskeiöi hef ég
lært aö þekkja sjálfa mig betur og þá orku sem ég bý
yfir. Ég veit að það er fyrst og fremst undir sjálfri mér
komiö hvernig ég nýti hana og líf mitt um leiö. Vissan
um þetta hefur veitt mér aukið öryggi, víösýni og mikla
gleöi og undirstrikar raunar hin eilífu sannindi að hver er
sinnar gæfu smiður. GUÐR(jN jóHANNESDÓTTIR
Kynningarfundur 2. okt. kl. 20.30 í Síðumúla 35, uppi.
Allir velkomnir. Innritun og upplýsingar í síma:
82411
Einkaleyfi á Islandi
STJÓRNUNARSKÓLINN
Konráö Adolphsson
E Æ ^ y jP fK »|
íþróttalæknar
stof na félag
— Stefán Carlsson, læknir, kjörinn formaður
LAUGARDAGINN 21. september
var haldinn framhaldastofn-
fundur íþróttalækningafélags
íslands aö Hótel Loftleiðum.
Undirbúningur aö stofnun fé-
lagsins hefur staöið síöan I
fyrravetur og var fyrri fundur
haldinn í apríl á þessu ári.
Til stofnunar félagsins var
boðið læknum, sjúkraþjálfurum
og öörum sem starfa viö skyldar
greinar.
Markmið félagsins er að auka
innlent samstarf um íþróttalækn-
isfræöileg efni, bæði hvaö varöar
almenningsíþróttir og keppnis-
íþróttir.
iþróttalæknisfræöi fjallar um:
a) Fyrirbyggingu meiðsla.
b) Meöferö á íþróttameiðslum.
c) Leiöbeiningu um þjálfun.
d) Endurhæfingu eftir íþrótta-
meiösl.
Félagiö ætlar aö láta tll sín
taka viö kennslu, námskeiöahald
og rannsóknir innan íþrótta-
læknisfræði.
Félagiö mun ganga í alþjóöa
íþróttalæknisfræðifélagið (FIMS,
Federation Internationale de
Medicine Sportive) sem hefur 80
aðildarþjóöir. Einnig mun félagiö
leita eftir samstarfi viö sambæri-
leg félög á hinum Noröurlöndun-
um.
Til fundarins nú var boöiö
tveimur erlendum fyrirlesurum,
þeim Einari Eiríkssyni, sem er
þekktur sænskur læknir frá
Stokkhólmi og er hann núverandi
forseti FIMS og Ingu Arvidsson,
sjúkraþjálfara, frá Karolinska
sjúkrahúsinu í Stokkhólmi.
Til þessa undirbúningsstarfs
hefur félagiö notiö styrkja frá
Sjóvá, Pharmaco, Austurbakka
hf. o.fl.
I lok fundarins var kosin fimm
manna stjórn, sem í eiga sæti:
Stefán Carlsson læknir, sem er
formaöur, Grímur Sæmundsen,
læknir, Andrés F. Kristjánsson,
sjúkraþjálfari, Kristín Guð-
mundsdóttir, sjúkraþjálfari, Örn
Ólafsson, stoötækjasmiöur, og
Guömundur R. Magnússon,
stoðtækjasmiöur.
(ílr rrétUtilkynninmi)
Morgunblaðiö/Biami
• Svíarnir sem héldu fyrirlestra é stofnfundinum, Inga Arvidsson
og Einar Eiríksson.
• Fré stofnfundinum é Hótel Loftleiöum. Grímur Sæmundsen I ræöustól.