Morgunblaðið - 04.10.1985, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 04.10.1985, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER1985 Mikið atvinnuleysi múrara utan höfuðborgarsvæðisins: Vilja stöðva innflutning tilbúinna húsa og húshluta Icy Vodka komið í verzl- anir ÁTVR NÝ ÍSLENZK vodka-tegund kom í verzlanir ÁTVR í gær, sem ber nafnið „The Icy Vodka of Iceland“. Nafnið er á ensku, þar sem fyrirhugað er að selja það á erlendum markaði og standa framleiðendur um þessar mundir í samningaviðræðum við þrjá bandaríska aðila, sem áhuga hafa sýnt á sölu þess í Bandaríkjunum. Það er fyrirtækiö Sproti hf„ sem stendur fyrir framleiðslu á Icy Vodka, en þar sem ÁTVR hefur einkaleyfi á bruggun sterkra vína á íslandi, er það framleitt erlendis, en forskrift og hönnun flösku og innihalds er ís- lenzk. Samkvæmd uppýsingum Orra Vigfússonar, framkvæmdastjóra Sprota hf., var við ákvörðun bragð- efna tekið mið af smekk manna hér á landi og í nágrannalöndunum, þar sem vodka er mest selt. „í samræmi við það er Icy Vodka mjúkt og milt, án þess að glata ilmi og bragði," sagði Orri Vigfússon. Hann gat þess að til þess að tryggja vandaða framleiðslu hafi alþjóðlegt fyrir- tæki verið fengið til þess að fram- leiða Icy Vodka, en það á verksmiðj- ur í Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar. Vodkað er framleitt á 3ja pela flöskum, en 40% að styrkleika Morgunblaöiö/Arni. Afgreiðslumaður í ÁTVR í gær með Icy Vodka, sem þá var nýkomið í verzlunina. og kostar 880 krónur. Stærri um- búðir munu síðar koma á markað. í ágústhefti sérritsins Drinks International birtist grein um Icy Vodka. Varð hún til þess að ekki linnir fyrirspurnum frá fyrirtækj- um erlendis, sem vilja taka að sér dreifingu á drykknum. Hönnun umbúða sá Ástmar Ól- afsson auglýsingateiknari um og kvað Orri Vigfússon hönnun hans hafa vakið mikla athygli. Stjórnar- formaður Sprota hf. er ólafur Sig- urðsson. SÍÐASTLIÐIN tvö ár hefur verið ríkjandi atvinnuleysi hjá múrurum nánast um allt land nema í Reykja- vík og nágrenni, og hefur það leitt til þess að múrarar hafa hópum saman orðiö að sækja vinnu til Reykjavíkur, frá Akureyri og víðar. Þetta kemur fram í samþykkt, sem gerð var á fundi fram- kvæmdastjórnar Múrarasam- bands íslands í Öndverðarnesi um síðustu helgi. í ályktun fundarins er þeim tilmælum beint til stjórn- valda, að nú þegar verði hafist handa um úrbætur f atvinnumál- um múrara utan Reykjavíkur- svæðisins. Telur framkvæmda- stjórinn að verði ekkert aðhafst í þessum málum muni það leiða til þess að múrarar, sem bústettir eru fjarri Reykjavík, neyðist til að flytja þangað þar og ef þeir eiga þess kost. „Til úrbóta í þessu efni vill fundurinn benda á, að full ástæða er til að stöðva innflutning til- búinna húsa og húshluta en slíkur innflutningur hefur dregið mjög úr atvinnu í byggingariðnaði. Enn- fremur varar fundurinn við fram- komnum hugmyndum varðandi vörugjald af byggingarvörum sem óhjákvæmilega mundu draga VEGNA tæknilegra mistaka við frá- gang viðtals við dr. Jóhannes Nordal seðlabankastjóra, sem birtist á blað- síðu 4 í Morgunblaöinu í gær, voru meinlegar villur í viðtalinu eins og það birtist í blaðinu. Orðið viðskiptakjör breyttist í lífskjör í síðustu setningu annarar málsgreinar. Setningin átti að vera þannig: „Þess vegna veldur hækkun dollarans því að við fáum minni varning fyrir dollarana sem við fáum fyrir útfutninginn; með öðrum orðum: viöskiptakjörin versna." verulega úr byggingarfram- kvæmdum," segir í samþykkt framkvæmdastjórnar Múrara- sambandsins. Siðasta setning 5. málsgreinar misritaðist, hún átti að vera þann- ig: „En jafnframt verður að hafa í huga að launasamningarnir voru byggðir á þeim forsendum að ekki yrði slakað á þessari stefnu og reynt verði að tryggja hækkun raun- tekna , sem eingöngu næst með aðhaldssamri gengisstefnu. f upp- hafi 8. málsgreinar átti að standa efnahagsmálum en ekki gengismál- unum. Morgunblaðið biðst afsökunar á þessum mistökum. Viðskiptakjör en ekki lífskjör „Ekki hægt að ganga lengra í niðurskurði framkvæmda“ — segja forystumenn Verktakasambands íslands Verktakasamband íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem sam- bandið „varar alvarlega við þeim leiftursóknarhugmyndum sem komið hafa fram undanfarna daga hjá ýmsum stjórnmálamönnum og forystumönnum úr röðum atvinnu- rekenda". Telur sambandið að enn stórfelldari niðurskurður leiði til rekstrarstöðvunar verktakafyrir- tækja, atvinnuleysis meðal hundr- uða manna, aukinna útgjalda hins opinbera vegna atvinnuleysis og dýrari framkvæmda á næstu árum, aukins viðskiptahalla og aukinnar verðbólgu. Pálmi Kristinsson fram- kvæmdastjóri Verktakasam- bandsins sagði á blaðamanna- fundi, sem forráðamenn Verk- takasambandsins boðuðu til í gær til að kynna sjónarmið fé- lagsins, að nú væri komið að endapunktinum í samdrætti verklegra framkvæmda og ekki hægt að ganga lengur í niður- skurði. Verktakaiðnaðurinn myndi hrynja, stór fyrirtæki væru að sligast og mætti búast við uppsögnum hundruða starfs- manna til viðbótar þeim fjölda sem þegar hefði verið sagt upp hjá verktakafyrirtækjunum ef frekari samdráttur yrði. Þegar aftur yrði þörf fyrir krafta verk- takanna yrðu þeir ekki til staðar og erlendu verktakarnir kæmu inn á markaðinn á nýjan leik. Það hefði aftur í för með sér að verkin yrðu dýrari. Forystumenn verktaka gagn- rýna ekki frestun stjórnar Landsvirkjunar á framkvæmd- um við Blöndu á næsta ári, hún kæmi fáum á óvart miðað við þróunina að undanförnu og væri skiljanleg í ljósi þess að ekki hefði tekist að gera nýja orku- sölusamninga til stóriðju. „Það er hins vegar full ástæða til að gagnrýna stjórnvöld fyrir að- gerðarleysi í orkusölumálum svo og stjórn Landsvirkjunar fyrir ábyrgðarleysi í áætlunargerð sem bitnar nú harkalega á verk- takastarfsemi í landinu," sögðu þeir. Þeir sögðu að niðurskurður Landsvirkjunar á þessu ári hafi numið 520 milljónum kr. og muni verða 450 milljónir kr. á næsta ári. Á sama tíma hafi vegafram- kvæmdir verið skornar niður um 500 milljónir kr. í ár og í drögum að fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár væri stefnt að 750 milljóna kr. niðurskurði vegafram- kvæmda miðað við vegaáætlun. Heildarniðurskurður hins opin- bera í þessum tveim málaflokk- um er því um 1.000 milljónir kr. í ár og um 1.200 milljónir kr. á næsta ári, eða þriðjungur af áætluðu framkvæmdafé til þess- ara málaflokka. Bentu þeir á að á þessu ári hefðu útboð hjá Vegagerð ríkis- ins aukist til muna og sögðu ljóst að vegna gífurlegs samdráttar í virkjunarframkvæmdum hefði mun meira verið framkvæmt fyrir sama fé en gert var ráð fyrir í vegaáætlun. „öll skynsam- leg rök hníga því í þá átt að rétt sé og þjóðhagslega hagkvæmast að auka framkvæmdir í vegamál- um þau ár sem virkjanafram- kvæmdir eru í lægð." Þeir nefndu eftirtalin atriði sem ávinning af slíkri stýringu: 1) Minni líkur á atvinnuleysi. 2) Meiri fram- kvæmdir fyrir sama fé. 3) Dregið yrði úr þennsluáhrifum sem yrðu þegar virkjanaframkvæmdir hæfust að nýju með fullum krafti. 4) Dregið yrði úr hættu á því að verktakafyrirtæki legðust niður. 5) Komið yrði í veg fyrir að samæft og þrautþjálfað starfslið verktaka tvístraðist. 6) Minni hætta yrði á því að erlend verktakafyrirtæki næðu aftur tökum á virkjanaframkvæmdum hér á landi með þeim afleiðingum að þær yrðu dýrari og að verð- mæti og þekking flyttust úr landi. Þeir bentu á að fjárfesting í varanlegri gatnagerð væri ein- hver sú arðvænlegasta sem völ væri á í dag og sögðu að ekki væri nema sjálfsagt og eðlilegt að taka erlend lán til að fjár- magna framkvæmdir á því sviði, því þær gæfu 20-50% arðsemi. Þá bæri að hafa það í huga að aðeins helmingur til þriðjungur af kostnaði við framkvæmdir við virkjanir og vegi væri raunkostn- aður, hitt rynni allt aftur í ríkis- sjóð beint og óbeint. Verktakarnir gagnrýndu stjórnvöld fyrir það að hafa á undanförnum árum reynt að leysa efnahagsvanda þjóðarinn- ar með því að skera niður fram- Morgunblaöid/EBB Forsvarsmenn verktaka kynna sjónarmið sfn á blaðamannafundi í gær, t.f.v.: Othar Örn Petersen, fyrrverandi framkvæmdastjóri Verktakasam- bands fslands, Pálmi Kristinsson nýráðinn framkvæmdastjóri, Ólafur Þorsteinsson formaður og Gunnar Birgisson varaformaður sambandsins. kvæmdir á meðan rekstrarút- gjöld hefðu þanist út. Þannig hefði hlutdeild fjármunamynd- unar hins opinbera í hlutfalls- legri skiptingu samneyslu og fjármunamyndunar lækkað úr 36% árið 1980 í 26% árið 1983. Ef skera ætti niður ríkisútgjöld til að draga úr viðskiptahalla ætti fyrst og fremst að beina spjótunum að rekstrarútgjöldun- um. Sögðu þeir að við niðurskurð framkvæmda ætti fyrst að taka fyrir þær framkvæmdir sem hefðu í för með sér gífurlegan rekstrarkostnað og stöðugt ykju á útgjöld ríkisins. „Sú ráðstöfun að skera sífellt niður arðsamar framkvæmdir er einungis til þess fallin að skera á lífæð þessa þjóð- félags því það eru þessar fram- kvæmdir sem koma til með að skila tekjum í þjóðarbúið síðar meir — tekjum sem eru forsenda þess að geta staðið undir síaukn- um rekstrarútgjöldum." Á félagsfundi í Verktakasam- bandinu fyrir skömmu var sam- þykkt ályktun þar sem alvarlega er varað við þeim áformum sem nú eru uppi hjá stjórnvöldum að leggja vörugjald á allt bygging- arefni. Segir að slíkar álögur muni valda 5—10% hækkun á byggingarkostnaði frá því sem nú er. Slíkt yrði ekki til að bæta vanda þeirra sem staðið hafa í húsbyggingum á síðustu 2—3 árum. Bent er á að þessar hug- myndir komi fram á sama tíma og mikils samdráttar gæti í bygginga- og verktakastarfsemi vegna stórfellds niðurskurðar á opinberum framkvæmdum á þessu og næsta ári. Jafnframt hafi framkvæmdir við íbúða- byggingar dregist verulega sam- an og útlit fyrir að sú þróun muni halda áfram. „Ljóst er því að með þessum álögum þrengir ríkisstjórnin enn frekar að þessari starfsemi. Ef svo fer sem horfir er viðbúið að atvinnugrein þessari sé stefnt í voða og fjöldi manns missi at- vinnu sína," segir orðrétt í álykt- uninni. Þá er þar einnig bent á að fyrirhuguð álagning sölu- skatts á útselda vinnu tækniráð- gjafa muni leiða til hækkunar byggingakostnaðar umfram það sem að ofan greinir. í Iþróttahúsinu Strandgötu, Hafnarfiröi, laugardaginn 5. okt. kl. 14.00. Forsala í Fjarðarkaup kl. 17.00—20.00 í dag oq Haukahúsinu í daq oo á morgun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.