Morgunblaðið - 04.10.1985, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 04.10.1985, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER1985 5 Jón Sigurðsson yfirmatreiðslumaður aðstoðar hér börnin og sýnir þeim hvað um er að velja. Þau völdu eins og sjá má kókómjólk, svala, kjúklinga og pylsur. helst. Jón Sigurðsson yfirmat- reiðslumaður í flugeldhúsinu átti ásamt samstarfsmönnum sínum heiðurinn af þeim mat sem boðið var upp á, en reynt verður að hafa hann í þeim stíl sem börn kunna best að meta. Oft er það þannig að börn vilja ekki þann mat sem boðið er uppá í flugvél- unum og er þetta því tilraun til að koma til móts við langanir þeirra. Til að vanda valið á matseðlinn sem best var þessum börnum boðið til að dæma um réttina. Virtust þau flest vera á kjúklingalínunni og svo völdu þau jógúrt, ýmsa svaladrykki, ávexti, rúnstykki og fleira. „Það er ætlun okkar að þessi barnamatseðill verði kominn í gagnið eftir nokkrar vikur,“ sagði Gunnar Olsen, deildar- stjóri þjónustudeildar Flugleiða. „Fyrst í stað verður einungis boðið uppá þetta á þeim leiðum sem fljúga héðan frá Keflavík og síðan sjáum við hvernig þetta kemur út, svo að ef vel gengur, færum við þetta yfir á aðrar leiðir okkar. En fyrsta skrefið er að fá viðbrögð og sjá hvernig fólki líkar þetta framlag okkar, sem er hrein aukning við þá þjón- ustu sem við erum með í dag,“ sagði Gunnar. Barnaréttirnir verða mat- reiddir i eldhúsi Flugleiða á Keflavíkurflugvelli sem sér um allan mat í vélarnar sem fljúga frá Keflavík. Er oft mikið álag á starfsfólkinu þar og sérstaklega yfir sumartímann og til dæmis voru oft í sumar útbúnar á fjórða þúsund máltíðir þar á sólarhring. EFI. Börnin völdu réttina á eigin matseðli Keflavík, 3. október. ÞAÐ voru ánægð börn sem urðu þess aðnjótandi að vera boðið í mat á kaffiteríu Flugleiða í flug- stöðinni á Keflavíkurflugvelli í dag. Þeim var boðð til að bragða á og velja sérstakan barnamatseðil sem boðið verður uppá í Flugleiða- vélum sem fljúga frá Keflavík. Börnin voru flest börn starfs- manna Flugleiða á Suðurnesjum, eitthvað um 15—20 talsins, á aldrinum 6—12 ára. Þeim var fyrst boðið upp á morgunverðar- rétti og svo heitan mat, pylsur, hamborgara og kjúklinga. Vand- lega var fylgst með hvaða réttir börnunum líkaði best og allt skráð niður. Ætlunin er svo að velja barnamatseðilinn með hlið- sjón af þvi hvað börnin völdu Þeim stöllum, Ragnheiði, 7 ára, og Margréti, 8 ára, fannst barasta allt gott. Þó þótti Margréti kjúklingurinn bestur af þeim réttum að Flugleiðir buðu þeim að bragða á. PSSSSSSS.....geturöu þagaö yfir LEYNDARMÁLI? P.S. Þegar við segjum SJÓNVARP þá meinum við PHILIPS — og ekki orð um það meir. Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI3 - 20455- SÆTÚNI8- S: 27500 GOTT FÓLK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.