Morgunblaðið - 04.10.1985, Síða 19

Morgunblaðið - 04.10.1985, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER1985 19 Nemendur í framhaldsnámi í heilsugæslu og barnahjúkrun við Nýja Hjúkr- unarskólann. Kynntu sér heilsugæzlu og barnahjúkrun í London NEMENDUR í framhaldsnámi í heilsugæslu og barnahjúkrun við Nýja Hjúkrunarskólann fóru í náms- ferð til London í septembermánuði segir í frétt frá nemendum. Sóttu þeir alþjóðlega ráðstefnu sem fjallaði um málefni barna, meðal annars, nýjungar í hjúkrun þeirra, rétt barnsins í þjóðfélag- inu, og aukið samstarf heilbrigðis- stétta við fjölskylduna sem heild. Einnig gafst nemendum tækifæri á að heimsækja sjúkrahús og kynnast starfsemi þeirra. Vilja nemendur nota tækifærið og þakka öllum þeim fyrirtækjum, stofnunum og einkaaðilum sem veittu styrk til ferðarinnar og aðstoðuðu við útgáfu blaðsins „Ungviði". Kristín Friðbjarnardóttir ásamt starfsstúlkum sfnum í Tískuhúsinu Ínu. Tískuhúsið Stella: Eigendaskipti EIGENDASKIPTI hafa orðið á Tískuhúsinu Stellu, Hafnarstræti 16 í Reykjavík. Nýi eigandinn er Kristín Frið- bjarnardóttir og heitir fyrirtækið nú Tískuhúsið ína. Fyrirtækið verður áfram með framleiðslu á sérhönnuðum tísku- fatnaði. Einnig er saumað eftir máli að óskum viðskiptavina. Áhersla verður lögð á vandaðan fatnað, bæði fyrir dömur og herra. Leiðrétting í grein Erlendar Jónssonar um bókmenntir sem birtist í blaðinu í gær er rangt farið með föðurnafn Elsu E. Guðjónsson í upphafi greinarinnar. Sömu mistök áttu sér stað í við- tali sem birtist við Elsu um bók- ina, og birtist í blaðinu fyrir skömmu. Þar er hún sögð Guð- jónsdóttir í fyrirsögn en Guð- jónsson í greininni, sem er rétt. Beðið er velvirðingar á þessum mistökum. H öföar til fólksíöllum starfsgreinum! NQATUN 5 slátur í kassa Aukavambir fyrirliggjandi. Nýlifuraöeinskr. 129,- Nýtt dilkakjöt i 1/2 og 1/1 skrokkum aöeins 198,- pr. kg. Nýsviökr.88,-pr.kg. Allt til sláturgerdar GRANDAGARÐI3, SÍMI29190 Nýjar vörur Rambo og He-man barna- jogginggallar Dömupeysur, dömujogginggallar, T-bolir, herra- peysur, stuttar joggingbuxur, sokkar, nærföt og margt fleira á óvenju lágu verði. Opiö daglega frá kl. 10—19 og laugardag frá kl. 10—16. ^ l&ft Sheer Energy^- hvíldarsokkabuxur Sheer Energy sokkabuxurnar eru þunnar, fallegar á fæti og endingargóöar. Leyndardómurinn er sá aö vió höfum ofió i þær auka þræói sem nuddar, friskar og viöheldur þrótti fótleggjanna daglangt. E*3 lí^ Knee Highs— hnésokkar Regular— venjulegaf sokkabuxur Fyrsta val milljóna kvenna um allan heim. Regular sokkabuxurnar eru mjög teygjanlegar og halda upprunalegum eiginleikum lengi. Hvernig sem fætur þlnir llta út, getur þú veriö viss um aó Regular sokkabuxurnar passa fullkomlega. Control Top— stífar að ofan_________ Control Top sokkabuxurnar hafa alla sömu eiginleika og Regular sokkabuxurnar, en eru stffar aó ofan og falla þétt aó maga og mjöömum. Control Toþ halda öllu á slnum staó, fegra útlit og auka vellföan. Mjúk teygjan er hvorki of þröng né of vlö. Stroffiö á hnósokkunum er breitt og hindrar ekki blóörásina. Heildsölubirgðir: insnm simi 82700 Auglýsmgastofa Gunnars

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.